Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993.
17
u í nótt og skoraði 32 stig er Chicago vann
to Kings.
Handboltikvenna:
Óvæntur sigur KR
KR-íngar unnu frekar óvæntan sigur á
Fram 11. deild kvenna í handknattleik í
gærkvöldi. Leikurinn var mjög jaíh og
spennandi allan tímann en KR-stúlku
reyndust sterkari í lokin og sigruöu, 16-15.
í hálfleik var Fram með forystuna, 9-8.
Mörk KR: Sigurlaug 5, Anna 3, Laufey
3, Sigriður 2, Sara 1, Selma 1, Nellý 1.
Mörk Fram: Ósk 4, Þórunn 3, Ðíana 3,
Hafdís 2, Margrét B1, Steinunn 1, Kristín 1.
Ármann sigraði Fylki
í síðari leik kvöldsins sigraði Ármann liö
Fylkis, 21-18, Örslitin réðust þegar tíu
minútur voru til ieiksloka en þá sigu Ár-
menningar framúr og tryggði sér sigurinn.
í hálfleik var staðan jöfn, 10-10.
Mörk Ármanns: Vesna 11, Maria 4,
Margrét J 2, Þórlaug 1, Elísabet 1, Margr-
ét l, Ásta 1.
Mörk Fylkis: Rut 8, Halla 3, Anna E 3,
AnnaH3, Eval. HS/JKS
Porterf ield rekinn
Ian Porterfield, íramkvætndastjóra
Chelsea, var í gær sagt upp störfum hjá
félaginu. Brottreksturinn kemur í kjöliar
lélegrar frammistöðu liðsins sem ekki
hefur unnið tólf leiki í röð. Talíð er líklegt
að David Webb stjómi liðinu út keppnis-
tímabilið. -JKS
Bergkamp tíl Inter
Inter Milan festi í gær kaup á Dennis
Bergkamp frá Ajax og greiddi fyrir hann
tæpar 600 mílljónir. Að auki kaypti Inter
einnig Wim Jonk frá sama félagi og borg-
aði fyrir hann um 270 miHjónir. Félagam-
ir gerðu þri®a ára samning sem tekur
gildiísumar. -JKS
Þýska knattspyman hefst að nýju um næstu helgi:
Eyjólf ur á
skotskónum
- skoraði þrjú mörk með Stuttgart í Portúgal
Eyjólfi Sverrissyni hefur vegnað vel í æfingaleikjum með Stuttgart en á
laugardaginn kemur mætir Stuttgart liði Hamburger á heimavelli.
Þýska úrvalsdeildin í knattspymu
hefst á ný á laugardaginn kemur eft-
ir vetrarfrí sem staðið hefur yfir í tvo
mánuði. Eyjólfur Sverrisson og fé-
lagar hans í Stuttgart er nýkomnir
úr tíu daga æfingabúðum í Portúgal.
Eyjólfur Sverrisson sagði í samtali
við DV í gær að leikmenn liðsins
hefðu verið undir miklu álagi á síð-
ustu vikum en núna væri lífinu tekið
með ró. Leikmenn væm hreinlega
að ná sér niður og ekki veitti af fyrir
leikinn á laugardaginn sem verður
gegn Hamburger SV á Neckar Stadi-
on í Stuttgart.
Stuttgart hefur að undaníomu
leikið þrjá æfingaieiki, tvo gegn port-
úgölskum 1. deildar liðum og í fyrra-
kvöld gegn Bayem Munchen sem
tapaðist, 1-2. Eyjólfur kom talsvert
við sögu í þessum leikjum og skoraði
þijú mörk í leikjunum í Portúgal,
hinum fyrri lyktaði, 2-2, og sá síöari
vannst 5-0. Eyjólfur hefur verið í
byrjunarliðinu í öllum æfingaleikj-
unum.
„Það var að heyra á máli Christoph
Daum þjálfara fyrir nokkrum dögum
að ég væri inni í hans áætlun hvað
liðið áhærir. Ég held að ég hafi slopp-
iö nokkuð vel í gegnum æfmgaleik-
ina en í þeim öllum hef ég leikið
vinstra megin á miðjunni. Það er
orðið Ijóst að ég verð í byrjunarliðinu
gegn Hamburger á laugardaginn
kemur en til að eiga einhveija mögu-
leika á að halda meistaratitlinum
verðum við að byija vetrarfríiö með
látum. Takmarkið í það minnsta er
að ná Evrópusæti. Eftir vetrarfrí í
fyrra vorum við fjórum stigum á eft-
ir efsta liðinu og hrepptum samt
meistaratitilinn. í dag eru sex stig í
efsta liðið og það sama getur gerst
og átti sér stað í fyrra,“ sagði Eyjólf-
ur Sverrisson.
Stuttgart og Dortmund
mæta sterkari til leiks
í umíjöllum þýskra fjölmiðla hefur
komið fram að búist er viö Stuttgart
og Dortmund sterkari en fyrr í vet-
ur. Dortmund hefur meðal annars
keypt Matthias Sammer frá Inter
Milan. Br.yern Munchen hefur eins
stigs forystu í deildinni í annars
jafnri og spennandi keppni þegar
flautað verður til leiks að nýju á laug-
ardaginn kemur.
Staða efstu liðanna í deildinni er
þessi:
Bayem.........17 9 7 1 36-21 25
Frankfurt.....17 8 8 1 32-19 24
Bremen........17 8 7 2 27-17 23
Dortmund......17 9 3 5 34-25 21
Karlsruhe.....17 9 3 5 37-31 21
Leverkusen....17 6 8 3 35-21 20
Stuttgart.....17 6 7 4 25-24 19
-JKS
Aganef ndin óvirk
- þarf dómstóll ÍBR aö dæma í máli Orra Bjömssonar?
Eins og kom fram í DV 8. febrúar
þá gerðist sá einstæði atburður að
Orri Bjömsson, glímumaður úr KR,
fékk að líta rauða spjaldið og var
vikið úr keppni í 81. Skjaldarglímu
Armanns sem fram fór sunnudaginn
7. febrúar. Ástæða þessa voru sví-
virðingar Orra í garð yfirdómarans,
Harðar Gunnarssonar, sem vék hon-
um tafarlaust úr keppninni. Hörður
hefur dæmt allt frá árinu 1957 og
Hörður Gunnarsson veifar rauða
spjaldinu. DV-mynd S
hefur aldrei þurft að reka glímu-
mann úr keppni áður.
„Það var ipjög leiðinlegt að þurfa
að gera þetta en ég komst ekki hjá
því. Það var hreinlega ekki hægt að
láta bjóða sér lengur þessar svívirð-
ingar,“ sagöi Hörður Gunnarsson
glímudómari í samtali við DV.
Það sem vekur undran er að aga-
nefnd Glímusambandsins er og hefur
lengi verið allsendis óvirk og er í
engu standi til að fást við mál af
þessu tagi. Aðeins einn maður er til
staðar, en eiga aö vera þrír - og vegna
þess þarf aö öllu líkindum, að vísa
máli Orra Bjömssonar til Héraðs-
dómstóls ÍBR og svo getur farið að
hann verði útilokaður frá keppni um
stundarsakir.
Ingibergur J. Sigurðsson, Ár-
manni, var sá sem fékk dæmdan sig-
ur gegn Oira Bjömssyni, KR, í hinn
umdeildu viðureign á Skjaldarglímu
Ármanns:
„Ég var aldrei í neinni aðstöðu til
að sjá hvort Orri fékk á sig byltu
gegn mér eða ekki. Það var gjörsam-
lega útilokað fyrir mig að fylgjast
með því. Svo ég hef ekkert um þetta
að segja. Dómarinn dæmir og hann
hlýtur að hafa lög aö mæla,“ sagði
Ingibergur.
Mjög óánægður
Orri Bjömsson kvaðst aö sjálfsögðu
ekki vera ánægður með að tapa
glímu á þennan hátt:
„Glímustjóri hefur að öflu jöfnu
einn heimild til að víkja manni úr
keppni en ekki yfirdómari. Að sjálf-
sögðu kom ég hastarlega fram enda
var ákvörðun Harðar alveg út í hött,
eins og flestir vom sammála um. Ég
baöst að sjálfsögöu afsökunar á fram-
komu minni en mótmælti að sama
skapi dómi hans. Mig langar einnig
til aö benda á aö rauðu spjöldin em
ekki notuð til þess aö víkja manni
úr keppni, það er gert munnlega.
Ég lenti áður, í sama móti, í vand-
ræðum meö úrskurð Harðar Gunn-
arssonar, en þaö var í glímu gegn
Jóni Birgi Valssyni, félaga mínum í
KR. Tíminn var að renna út og ég
kem bragði á Jón, en Hörður flautaði
glímuna af áður en ég er búinn að
klára bragðið, sem stríðir á móti öll-
um lögum. Bragðið var þannig að
Jón Birgir hefði alltaf legið. En Hörð-
ur var á öðm máli. Að fá tvo ranga
dóma á sig og síðan vikið úr keppni
var einfaldlega of mikið fyrir mig,“
sagði Orri.
-GH/Hson
íþróttir
Afturgöngumar juku forskotiö
í 1. deild kvenna í glimu í sfðustu
viku þegarþær sigruöu Keili, 8-0,
i 14. umferö. KR-MSF vann Skutl-
umar, 6-2, HA! og JESS geröu
jafiitefli, 4-4, og PL$ vann Kúl-
urnar, 8-0. Afturgöngumai’ em
með 104 stig, HA! 94, PLS 70, JESS
69, Skutlurnar 33, KR-MSF 32,
KuLumar 28 og Keilir 18 stig.
Lærlingar era aö gefa eftir í 1.
deild karla í keilu og þeir töpuðu
fyrir JP Kast í þýðingarmiklum
leik í 16. uraferð, 6-2. KR-MSF
heldur forystunni eftir 6-2 sigur
á KR, Keilulandssveitin vann
Okkur strákana, 6-2, PLS vann
Egilsliðið, 8-0, og Þröstur vann
Toppsveitina, 8-0. KR-MSF er
með 84 stig, JP Kast 82, Lærlingar
78, Þröstur 72, KR 70, PLS 67,
Keiluiandssveitin 66, Egilsliðið
56, Við strákamir 43 og Topp-
sveitin er með 22 stig.
-VS
Áhugifyrir
HM1995 á
Blönduósi
ÞórháDurÁamundss., DV, Sauðárkróki;
Forráðamenn íþróttahússins á
Blönduósi hafa talsverðan áhuga
fyrir því að nokkrir leikir heims-
meistarakeppninar í handknatt-
lelk 1995 fari fram á Blönduósi.
Guðmundi Haraldssyni, hús-
verði, hefur verið fallið að kanna
hvaöa tjárfestingar verði aö ráð-
ast í til aö þaö geti orðið mögulegt.
Aðsóknin á leik íslands og
Frakklands á Blönduósi um síð-
ustu jól gefur tilefni til aö ætla
að leikir á HM þar yrðu vel sótt-
ir. Þá var 100 áhorfendum komið
fyrir í stæðum en húsið tekur 600
manns í sæti. Nú er rætt um að
breyta áhorfendastúku þannig aö
komið verði fyrir lausum sætis-
pöllum, og þannig myndi húsiö
rúma 700 manns. Aætlað er að sú
fjárfesting kosti um 750 þúsund
krónur, fyrir utan uppsetnlngu.
körfunni
Grindavík og Keflavík mætast
í sannkölluðum Suðurnesjaslag í
Japisdeildinni í körfuknattleik í
kvöld. Leikurinn fer fram í
Grindavík og hefst klukkan 20. Á
sama tíma eigast Valur og Tinda-
stóll við á Hliðarenda. Stigin sem
bitist er um em öllum liðunum
aíar mikilvæg, nema kannskí
Keflvikingum sem hafa þegar
tryggt sér sæti í úrsiitakeppninni
þó þeir eigi sjö leikjum ólokiö.
Breski kylfingurinn Nick Faldo
er langefstur á heimslistanum
sem gellnn var ut I gær. Faldo er
með 24,42 stig en Fred Couples,
Bandaríkjunum, er í öðm sæti
með 16,40 stig og Ian Woosnam,
Waies, er í þriöja sæti með 12,96
hrapað niöur listann og má þar
nefha Spánverjann Severiano
Bailesteros sem nú er í 14. sæti.
-JKS