Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993. íslendingar hafa aö undanfomu horft hræddir um öxl til nágranna sinna í Færeyjum. Skyndilegt efnahagslegt hrun þjóðfélags frænda okkar, Færey- inga, er staðreynd sem eðlilega hefur orðið mörgum hér á landi alvarlegt umhugsunarefni. Að baki áhuganum liggur meðal annars óttinn við að Islendingar séu að ganga sömu braut og Færey- ingar - leiðina til þjóðargjaldþrots. Færeyingar, sem fram til þessa hafa haft stjóm landsmálanna að mestu leyti á eigjn hendi, urðu að stíga þung spor til Kaupmanna- hafnar og afhenda stjómvöldum þar efnahagslegt sjálfstæði sitt í skiptum fyrir peninga til að bjarga landssjóði og bönkum eyríkisins frá gjcddþroti. Svo langt era íslendingar sem betur fer ekki leiddir. Ekki enn. En hættan, sem að okkur steðjar, er engu að síður mikil. Og íslendingar mættu minnast þess að þeir hafa engan danskan peningafaðm að hlaupa í. Við verðum að bjarga okkur sjálf. Af mannavöldum Lærdómsríkast við hrunið í Fær- eyjum er sú staðreynd að vanda- málin em heimatilbúin. Þjóðar- gjaldþrotið er með öðrum orðum af mannavöldum. Nánar tiltekið verk færeyskra stjómmálamanna og bandamanna þeirra í atvinnu- og viðskiptalífi eyjanna. Þjóð, sem var nánast skuldlaus fyrir tíu árum, er nú að sligast undan erlendum lánum sem era inn átján hundrað þúsund ís- lenskra króna á hvem íbúa. Er- lendar skuldir íslendinga eru til samanburðar „aðeins“ ríflega 900 þúsund á hvert mannsbam - og em þó alltof miklar. Þessum peninginn sólunduðu Færeyingar í óarðbærar flárfest ingar: Keypt vora rándýr skip sem ekki gátu staðið undir sér. Byggðar hafnir vítt og breitt um eyjamar. Bomð jarðgöng gegnrnn hvert flall- ið af öðm á stöðum þar sem fátt var um fólk til að nota slík rándýr mannvirki. Reist og endurbætt frystihús á smástöðum úti um allt. En hvað þetta hlýtur annars að hljóma kunnuglega í eyrum íslend- inga! Allt þetta hefur nefnilega líka verið að gerast hér. Og reyndar meira til: óarðbærar virkjunar- framkvæmdir, rándýrt loðdýra- mgl, glórulaust fiskeldisfyllirí. Sérhagsmunir margra þingmanna felast einmitt í óbreyttu valdakerfi. Það mun því halda áfram að kosta skattborgara þessa lands gífurlega fjármuni og skerðingu lífskjara. DV-mynd GVA Of margar hafnir, sumar nánast hlið við hliö. Ótrúlega dýrar og óhagkvæmar hitaveitur. Rándýr jarðgöng til fámennra byggðarlaga. Ohagkvæmur atvinmn'ekstm- sem rekinn er á kostnað skattborg- ara og neytenda í skjóli ríkisvemd- aðrar einokunar. Gjaldþrota atvinnugreinar sem byggðar vom upp um allt land og flármagnaðar með sköttinn og/eða erlendu lánsfé að fyrirlagi sflóm- málamannanna. Listinn er langur. Enda er reikningurinn, sem rétt- ur er að landsmönnum, rosalegur og skerðir lífskjörin í landinu vera- lega. Og hann hækkar dag frá degi. Hér er breytinga þörf engu síður en í Færeyjum. Landið eitt kjördæmi Hvaða byltingar á valdaumhverfi sflórnmálamannanna gætu haft mest áhrif í átt til ábyrgari vinnu- bragða? Ein er sú að skera efiir því sem kostur er á bein hagsmunatengsl alþingismanna við einstakar byggðir með því að gera landið afit að einu kjördæmi. Þetta er gömul hugmynd sem aldrei hefur orðið að veraleika af þeirri einfóldu ástæðu að ákvörð- unarvaldið í þessum efnum er í höndum ríkjandi þingmanna sjálfra. Þó er þetta til dæmis ein- faldasta leiðin til að tryggja jafnt vægi atkvæða allra landsmanna, en það hefur lengi verið yfirlýst markmið flestra flokka. Að taka upp kjördæmið ísland er áhrifamikið tæki til að skera á sér- hagsmunatengslin og beina sjónum þingmanna fyrst og fremst að þjóð- arhagsmunum. Sjálfstæöir ráðherrar Önnur veigamikil breyting í sömu átt er að skera á hagsmuna- tengsl ráðherra við einstök byggð- arlög. Hér era ráðherrar valdir af þing- mönnum úr eigin röðum. Og þeir halda þingsæti sínu þótt þeir seflist í ráðherrastóla. Þetta raglar ekki aðeins skilin milli löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds, heldur færir sér- hagsmuni tiltekinna kjördæma inn í ráðuneytin þar sem þjóðarhags- mimir eiga að ráða. Það yrði til mikilla bóta að skera Kjördæmið ísland Eini munurinn er sá að íslending- ar hafa hlutfallslega séð ekki sökkt sér jafn djúpt ofan í skuldafenið og Færeyingar. Ekki enn. Gallaö valdakerfl Hvers vegna varð fall Færeyinga svo mikið á svo skömmum tíma? Danir, sem komið hafa Færeying- um til bjargar, hafa þar bent á mik- ilvægt atriði: sum sé það kerfi sem völd færeyskra sflómmálamanna - höfuðskúrka harmleiksins mikfa - byggjast á. í Færeyjum era þingmenn kjöm- ir í mörgum kjördæmum. Þeir sækja því vald sitt eingöngu til - kjósenda á afmörkuðum svæðum. Eins og sflómmálamanna er sið- ur hafa þeir reynt að kaupa sér atkvæði með því að moka erlendu lánsfé ríkisins í hafnir, jarðgöng, vegi og aðrar opinberar fram- kvæmdir og ný atvinnutæki, svo sem togara og frystihús í kjördæm- um sínum. Kjördæmakerfið hvetur þannig beinlínis til pólitískrar flárfesting- ar þar sem hugtök eins og arð- semi, hagkvæmni og þjóðarhags- munir em nánast skammaryrði. Þannig hefur það líka verið hér á landi. Kjördæmapotið Fyrirgreiðslupólitík. Kjördæmapot. Þessi hugtök og afleiðingar þeirra þeklfla íslendingar aUtof vel af dýr- keyptri reynslu. Þau hafa verið rauði þráðurinn í starfi flölmargra íslenskra sflóm- málamanna. Slíkir menn líta gjam- an á það sem hlutverk sitt í sflóm- málunum og helsta verkefni að moka sem mestu opinbera fé, í formi framlaga, lána eða ábyrgða, til kjósenda í sínu kjördæmi án til- lits til þess hvort þessu flármagni sé þar með varið skynsamlega út frá hagsmunum þjóðfélagsins í Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri heild. Þeir hafa þannig verið þingmenn einstakra byggða en ekki landsins aRs. Og í engu breytt vinnubrögð- um sínum þegar þeir hafa tekið við ráðherradómi. Þvert á móti hafa þeir haldið áfram að vera þing- menn ákveðinna byggða samhUða ráðherrastörfum og beitt áhrifum sínum til hins ýtrasta. Glöggt dæmi þar um, og vafalaust ekki það versta, era miklar opinberar flár- veitingar tíl framkvæmda á sviði samgöngumála í Norðurlandslflör- dæmi eystra þau ár sem tveir þing- menn þess kjördæmis hafa farið með embætti samgönguráðherra hvor á eftir öðram. Dýrir minnisvarðar Minnisvarðar slíkra vinnu- bragða blasa við víða um land: Of margar og of dýrar virkjanir. Of mörg og of dýr frystihús. AUtof mörg rándýr fiskiskip keypt með opinberri fyrirgreiðslu. á milh þingmennsku og ráðherra- dóms. Það má gera með tvennu móti. Annars vegar að leita að ein- hveiju marki til hæfustu manna utan þings til að taka að sér mikU- væg ráðherraembætti. Hins vegar með því að láta þing- menn velja á miUi ráðherradóms og þingmennsku. Með þessu móti yrðu ráðherrar sjálfstæðari, óháðari póUtískum sérhagsmunum og þar með hæfari til að láta þjóðarhag einn ráða með- ferð flármála ríkisins. Samkvæmt sflómarskránni er valdiö tíl breytinga í þessu efni í höndum sflómmálamannanna sjálfra. Sérhagsmunir margra þingmanna felast einmitt í óbreyttu valdakerfi. Það mun því vafalaust halda veUi enn um sinn og kosta skattborgara þessa lands sem hing- að til gífurlega flármuni og skerð- ingu lífskjara. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.