Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR .1993. Sérstæð sakamál Tímabundið morð Aöfaranótt tíunda ágúst fyrir tveimur og hálfu ári varð örlaga- ríkt fyrir Angeliku Esser sem var þá fjörutíu og tveggja ára. Þá lenti hún í rifrildi viö mann sem hún hafði verið með og því lauk með því að hann stakk hana tvívegis í hjartastað. Angelika var í raun dáin þegar hún komst í hcndur lækna á sjúkrahúsi og það leiddi til þess að maðurinn, sem stakk hana, Gunther Moldenhauer, var hand- tekinn og ákærður fyrir morð. Málið átti eftir að vekja mikla at- hygli í Þýskalandi og reyndar víða, því það er líklega einstætt í saka- málasögunni. Var lífguð við Eins og fyrr segir var Angelika Esser úrskurðuö látin efúr skoöun þegar komið var með hana á sjúkrahúsið. Hjarta hennar var hætt að slá og í hálftíma sló það aUs ekki. En læknamir gáfust ekki upp og áður en þessi hálftími var hðinn höíðu þeir hafið á henni aö- gerð. Hjartaö fór aftur að slá en alls tók skurðaðgerðin flórar stundir. Þá þótti ljóst að konan, sem úrskurðuð hafði verið látin þegar komið var með hana, væri ekki aðeins komin til lífsins heldur myndi hún lifa. Það varð lækmmum til mikiliar hjálpar að blóðstorka myndaðist þar sem hnífsblaðið hafði gengið inn í hjartavöðvann og lokaði sár- unum að mestu leyti. Og mánuði eftir aðgerðina var Angelika út- skrifuð, en það er þó langt því frá að hún hafi náö sér eftir þessa óhugnanlegu lífsreynslu. Fötluð til æviloka Angelika, sem hafði haft fram- færi af því að veita fólki aöstoð í heimahúsum, fer nú flestra ferða sinna en verður þó að gæta sín svo hún ofreyni sig ekki. Hjartsláttur hennar er óreglulegur og hjarta- starfsemin aö ýmsu öðru leyti ekki sú sem hún var áður. Þannig þjáist hún oft af andarteppu og hefur orð- ið að sætta sig við að geta aldrei unnið framar. Þá ber hún ýmis merki þeirrar andlegu og líkam- legu reynslu sem hún hefur orðið fyrir. Það kom meðal annars vel í þós þegar hún bar vitni gegn Gúnther Moldenhauer í réttinum þegar mál hans var tekið fyrir. Föl og fá skýrði hún þá frá atburðum ágústnæturinnar þegar haim stakk hana meö hnífnum. Dómursem vakti athygli Flestir þeirra sem voru í réttar- salnum urðu fyrir sterkum áhrif- um af þeirri lýsingu sem þar kom fram, bæði á því þegar Gunther stakk Angeliku og þegar hún gekkst undir aðgeröina. Dómurinn yfir manninum, sem fékk í upphafi ákæru fyrir morð, vakti mikla at- hygli. Hann fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps. Og það byggöist á því að árás hans með hnífi á fyrrum vinkonu hans leiddi ekki til dauða hennar. „Ég er orðlaus,“ sagði Angelika þegar dómurinn hafði verið kveð- inn upp. „Er þaö í raun svo að mannslífiö sé ekki meira viröi en hér kemur fram? Er hægt aö sleppa með svo milda refsingu eftir aö hafa reynt aö myröa og hafa valdiö fómardýrinu varanlegu heilsu- tjóni?“ Viöbrögö Gunthers voru and- stæð. „Það er furðulegt aö ég skuli þurfa aö fara í fangelsi," sagði hann. „Dómurinn er allt of strang- ur þegar litið er til þess sem ég geröi." Angelika Esser. Deila og tilrauntil sátta Það sem gerðist umrædda nótt var lokaþáttur í kynnum þeirra Angeliku og Gunthers, en þá höfðu þau ætlað sér að gera tilraun til að semja frið eftir missætti sem komið hafði upp milli þeirra. Nokkru áður höfðu þau rifist heiftarlega. Þau ákváöu engu að síður að hittast eftir um vikutíma til að kanna hvort þau gætu sæst. Þegar vikan var liðin og rúmlega það kom Giinther að dyrum húss- ins sem Angelika bjó í. Þá var kom- ið fram yfir miðnætti. Reyndar vantaði klukkuna fimm mínútur í eitt. Má segja að ef til vill sé þetta ekki æskilegasti tími sólarhrings- ins til að halda sáttafund af þessu tagi. Reyndar hafa ýmsir orðið til þess að bera brigður á að Gtinther hafi komið á þennan fund með það eitt í huga að sættast. Og því verður vart í móti mælt að þótt það kunni að hafa verið megintilgangur hans aö taka aftur upp fyrra samband við Angeliku hafi hann gert aðra áætlun sem hann hafi ætlað sér að hrinda í framkvæmd tækjust ekki sættir. „Eine kleine Nachtmusik" Með sér tók Gúnther snældu með „Eine kleine Nachtmusik" eftir Mozart, en hann vissi aö lagið var 1 miklu metum hjá Angeliku. Er Ijóst að hann hefur ætlaö aö leika það til að mýkja skap hennar. En Gtinther hefur Uka veriö ljóst að jafnvel Ijúfir tónar verks Moz- arts kynnu ekki að duga til að koma á sáttum. Þess vegna tók hann meö sér alls óskyldan hlut, hníf með fimmtán sentímetra löngu blaöi og honum kom hann fyrir í kúreka- stigvéli sínu. Þau Angelika og Gtinther höföu þekkst nokkuö á annaö ár en til- finningamar höföu kólnaö veru- lega síðustu vikumar. Þau rifust þá oft og stundum varö minnsta mál að tilefni rifrildis. Þannig gleymdi Gúnther afmælisdegi hennar, hann neitaöi aö kaupa og sefja upp jólatré fyrir jólin árið á undan og í næstliönum marsmán- uöi haföi hann ekki einu sinni kysst hana þótt þá væri liðiö ná- kvæmlega ár frá þvi þau hittust fyrst. Misheppnuð sáttatilraun Þessa örlagaríku nótt byijaði Gtinther á því að lofa bót og betr- un. En Mozart-snældan, sáttagjöf- in, hafði ekki tilætluð áhrif. Ange- lika leit á hana og yppti bara öxl- um. „Eigðu þína „Nachtmusik“,“ sagði hún. „Við erum hætt að vera saman. Ég þoli ekki þessa fram- komu þína. Komdu þér út úr mínu húsi.“ í nokkur augnablik stóð Gtinther og horfði á Angeliku. Það var eins og hann gæti ekki almennilega gert sér grein fyrir því sem hún var að segja. Svo var eins og hann skildi hana til fulls. Og allt í einu komu viðbrögðin. Hann seildist niður að stígvélinu, dró fram hnífinn sem hann hafði falið þar, hleypti fram fimmtán sentímetra löngu og hvössu blaðinu, stökk að Angeliku og stakk hana tvisvar í hjartastað. Hún stóð við sófaborð þegar þetta gerðist. Gúnther dró hnífinn úr bijósti hennar eftir að hafa stungið hana í síðara sinnið og féll hún þá fram á borðið með þungum dynk. Rann blóð fram borðið. Gtinther virti hana fyrir sér í nokkur augnablik en gekk síðan hratt til dyra og hvarf út í nóttina. Sjúkrabíll og handtaka Nágranni Angeliku hafði heyrt hávaða í íbúð hennar en svo óp, dynk og þögn. Honum brá og taldi að ekki væri allt með felldu. Hann hringdi þegar í stað á sjúkrabíl og lögreglu. Sjúkrabíllinn kom nokkr- um mínútum síðar og lögreglan rétt á eftir. Um leið og ljóst varð hvað gerst hafði féll grunur á Gtinther Moldenhauer, en til hans sást þegar hann kom að húsinu um nóttina. Meðan Angelika var flutt á sjúkrahús til aðgerðar var hafin leit að Gtinther og fannst hann í hverfinu skömmu síðar og var handtekinn. Hann var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu og þar játaði hann að vera sá sem verkn- aðinn framdi. „Ég hef víst stungið dálítið of fijúpt," sagði hann svo. Og það reyndust orð að sönnu. Tvívegis hafði hnífsblaðið farið í gegnum bjartavegginn og er Ijóst að það er ekki Gtinther að þakka að Angelika hélt lifi. Blóðstorka við sárin dró ipjögúr blóðmissi, eins og fyrr seg- ir, en það réö svo úrshtum að hún komst í hendur sérfræöinga sem gátu komið henni aftur til lífs eftir að hjarta hennar hafði ekki slegið í hálftíma. Eftirmálinn Þegar Angelika var kominn til meðvitundar eftir aðgerðina og búin að ná sér það vel að hún gaí rætt um atburðina sem höföu nær kostað hana lífiö sögðu læknamir henni hve tæpt heföi staðið. Þaö mun hafa orðiö henni mikið um- hugsunarefni eins og viö er að bú- ast og sjálf hefur hún sagt: „Ég var í rauninni dáin í hálftíma." Angelika fer nú flestra sinna feröa, en allt til æviloka ber hún þess merki sem geröist. Hún getur aldrei unniö framar. Og hver dagur færir henni heim sanninn um aö hún er ekki við fulla heilsu. Gtinther Moldenhauer fær hins vegar frelsið innan tíöar, eftir aö hafa setiö inni í það sem ýmsum þykir heldur skammur tími þegar tekiö er tillit til verknaðarins og afleiöinganna fyrir Angeliku. Þegar allt lék í lyndi. í þessu húsi geröist atburðurinn örlagariki. GUnther um borö f ferju þegar þau Angelika fóru til Helgolands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.