Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993.
45
Ingunn Gylfadóttir.
Ingunn Gylfadóttir:
Úr karaoke í Eurovision
„Ég hef aðeins einu sinni áður
sungið í keppni en það var þegar ég
ætlaði að æfa fótbolta á Egilsstöðum
í fyrrasumar. Þá var ein allsherjar
karaoke-keppni fyrir öll fyrstu deild-
ar liðin og þá keppti ég fyrir Hött.
Það er eina keppnin sem ég hef tekið
þátt í og sigraði reyndar í henni,“
segir Ingunn Gylfadóttir, 23ja ára,
sem syngur tvö af þeim tíu lögum
sem keppa til úrshta í kvöld, Ég bý
hér ein og Brenndar brýr. Höfundar
laganna verða ekki gefnir upp fyrr
en í kvöld. „Ég verð að viðurkenna
að það er svolítið skrítið að koma úr
karaoke og fara beint í Eurovision
en mér finnst það meiriháttar spenn-
andi,“ segir Ingunn.
Hún sagðist hafa veriö í hljómsveit
með nokkrum strákum fyrir fáum
árum og spilaði hún helst í Keflavík.
„Ég er nýflutt til Akureyrar en hef
búið aUa tíð í Reykjavík og er í háskó-
lanum að læra dönsku. Kærastinn
minn, Tómas. Hermannsson, er Ak-
ureyringur og ég flutti norður með
honum. Mig langar að læra söng en
hef ekki látið verða af því ennþá,"
segir hún.
„Mér finnst mjög spennandi aö
taka þátt í keppninni enda er þetta
allt mjög framandi. Það er alveg ó-
ráðið hvort ég á eftir að leggja söng-
inn fyrir mig en danskan gengur fyr-
ir þar sem ég ætla að verða dönsku-
kennari."
Ingunn segist vera svolítið kvíðin
en þó spennt fyrir kvöldinu. „Þetta
verður áreiðanlega mjög skemmti-
legt. Mér finnst gaman að vera með
og kynnast þessu öUu. Ég átti ekki
von á að það væri svona mikið um-
stang í kringum keppnina. Þó þetta
sé mjög skemmtílegt allt saman verö
ég örugglega fegin þegar keppnin er
afstaðin," segir Ingunn. Hún segist
eiga sér eitt uppáhaldslag í keppn-
inni en ætlar ekki að gefa upp hvaða
lag það er.
Rut Reginalds ásamt félögum.
Rut Reginalds:
„Brýtur upp Euro-
vision- ímyndina"
„Ég hef tvisvar áður tekið þátt í
Eurovision keppninniog hafði hugs-
að mér að hvfia mig frá henni þetta
árið. Þegar höfundur lagsins óskaði
eftir að ég yrði með sló ég tU þar sem
mér þótti lagið nýstárlegt," segir Rut
Reginalds, 27 ára, sem syngur lagið
Hopp-abla-ha ásamt þeim Lálju Guð-
rúnu Þorvaldsdóttur leikkonu, Skúla
Gautasyni, söngvara Sniglabands-
ins, og Ómari Ragnarssyni. „Mér
fannst þetta lag brjóta upp þá Euro-
vision-ímynd sem hefur verið í gangi.
Það er stundum eins og við treystum
engu öðru en lagi í Bobby Socks stíl
eða mjög rólegu lagi. Lögin hafa
kannski verið of lík,“ segir Rut.
„Þetta lag minnir mig á ísraelska
lagið Hubba hiúle huUe sem var mjög
vinsælt á sínum tíma þótt það ynni
ekki en í svona lögum eru engir
tungumálaerfiðleikar. “
Rut segir að mjög vel sé staðið að
Söngvakeppninni að þessu sinni hjá
Sjónvarpinu og ekkert stress í upp-
tökusalnum. „Mér finnst mjög gott
að vinna með því fólki sem sér um
keppnina núna,“ segir hún.
Rut er ekkert kvíðin kvöldinu enda
ekki óvön aö koma fram. „Þetta er
skemmtilegur hópur sem ég er að
syngja með og ég held að þetta verði
bara reglulega gaman.“
Það er ýmislegt að gerast hjá Rut
Reginalds á næstunni. Hún mun
leUia Evítu Peron í samnefndum
söngleik sem verið er að setja upp í
SjaUanum á Akureyri undir stjóm
Gests Einars Jónassonar. Frumsýn-
ing verður 6. mars. Auk þes hefur
Rut sungiö gospeltónhst í Bústaða-
kirkju ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdótt-
ur og Emu Gunnarsdóttur við undir-
leik hljómsveitar Magnúsar Kjart-
anssonar. „Það er eiginlega of mikið
að gera hjá mér þar sem ég hef veriö
með annan fótinn á Akureyri. Ann-
ars bý ég í Grafarvoginum og á tvö
böm,“ segir Rut sem segist vera svo
heppin að eiga góðan mann og
tengdaforeldra þannig að henni
reynist þetta ekki svo erfitt. Þess má
geta að það styttist í tuttugu ára
söngafmæli Rutar Reginalds.
MargrétEir:
Hrædd um að gleyma textanum
„Ég hef áður sungið í Eurovision,
einnig í Landslaginu og í söngkeppni
framhaldsskólanna þar sem ég sigr-
aði. Ætli það hafi ekki opnað mér
leið í Eurovision í fyrra en þá söng
ég lagið Þú mátt mig engu leyna eftir
Axel Einarsson. Mér þótti það mikifi
heiður þegar ég var beðin að syngja
í Eurovision keppninni í fyrra og var
hissa á að vera beðin. Nú er ég orðin
vanari enda syng ég með hljómsveit-
inni Svartur pipar og við höfum
starfað frá þvi í vor,“ segir Margrét
Eir, 21 árs, sem syngur lagið Ó, hve
ljúft er að lifa.
Margrét segist vera orðin atvinnu-
söngkona þar sem hljómsveitin hafi
ferðast víða um land og spilað á dans-
leikjum. „Við erum með danstónlist-
arprógramm," segir hún.
Margrét er í söngnámi í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur. Hún er Hafnfirð-
ingur og segist hafa verið syngjandi
frá því hún fæddist. „Ég var í kór
Öldutúnsskóla og hef síðan haldið
áfram. Ætli ég hafi ekki verið átta
ára þegar ég byijaði í kómum,“ segir
hún.
Núna er Margrét í Flensborg auk
þess sem hún syngur með hljóm-
sveitinni og stundar nám sitt í tón-
listarskólanum. „Ég reyni líka að
mæta á kóræfingar en það gengur
illa vegna þess hversu mikið er að
gera hjá mér,“ segir hún. Margrét
spilar á píanó en segist gera lítið að
því um þessar mundir.
Hún segist vera orðin mjög spennt
fyrir kvöldinu í kvöld. „Ég er farin
að finna fyrir stressi. Áhyggjuefni
mitt er alltaf hræðslan við að gleyma
textanum en svo gengur þetta auðvit-
að alltaf upp,“ segir hún. Ekki vill
hún spá um sigurlag enda telur hún
lögin nokkuð jöfn. „Maður gerir sér
hugmyndir en ég get engu spáð.“
„Mig langaði að taka þátt í þessari
keppni og gaf því kost á mér,“ sagði
Katla María Hausmann söngkona í
samtali viö helgarblaö DV fyrir
stuttu en þá var hún rétt stigin úr
flugvélinni sem flutti hana frá Spáni.
Katla María er spænsk í aðra ættina
og hefúr búið í landi fóöur síns und-
anfarin ár. Hún syngur lagið Samba
í Eurovision keppninni.
„Þetta lag er ekki í þessum hefð-
bundna Eurovision stíl sem hefur
verið ríkjandi,“ sagði Katla María
ennfremur í viðtalinu. „Þaö er í sam-
batakti sem er mjög vinsæll núna.
Það er gaman að syngja lag með suð-
rænum blæ á þessu kalda landi."
Katla María er 23ja ára gömul. Hún
sló í gegn sem söngkona bam að aldri
hér á landi eins og flestum er kunn-
ugt. Nú starfar hún sem söngkona á
Spáni, rekur eigið hljóðver og vinnur
við almannatengsl í Barcelona.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Katla María tekur þátt í Söngva-
keppni Sjónvarpsins. Hún söng lagið
Sóley eftir Gunnar Þórðarson fyrir
nokkrum árum. Þrátt fyrir það segist
hún ekki vera mikil keppnismann-
eskja. „Yfirleitt finnast mér músík-
keppnir hundleiðinlegar. Ég þarf
Katla María Hausmann.
ekki að taka þátt í þeim til að vita
hvemig söngkona ég er. Ég veit að
ég hef mína kosti og galla og þarf
enga keppni til að segja mér það. Ég
skil hins vegar að Eurovision keppn-
in er mikilvæg fyrir ísland. Hún er
góð auglýsing fyrir þjóðina. Ég er því
ánægð og hreykin að eiga þess kost
að taka þátt í henni."
Katla María kláraði menntaskóla-
námið á Spáni. Texti lagsins var
henni svolítið erfiður þar sem hún
segist vera farin að ryðga í íslensk-
unni. „Það er svo langt síðan ég hef
komið hingað,“ segir hún. Eins og
margir hafa þegar séð þá er spænska
í laginu Sömbu þannig að það hentar
Kötlu Maríu ágætlega.
Katla María Hausmann:
Sambataktur með suðrænum blæ
Haukur Hauksson:
Þátttakan er ákveðin reynsla
„Eg var nokkuð óákveðinn hvort ég
ætti að taka þetta að mér, þurfti að
hugsa mig nokkuö um. Lagahöfund-
urinn bað mig að syngja lagið á
demói sem hann sendi inn og það var
viss skuldbinding. Þegar hann óskaði
eftir að ég syngi lagið í keppninni gat
ég varla neitað því,“ segir Haukur
Hauksson, 29 ára, söngvari hljóm-
sveitarinnar Af lífi og sál, sem syng-
ur lagið í roki og regni í söngva-
keppninni.
„Eg lít á þátttöku mína í keppninni
sem ákveðna reynslu,“ segir Haukur,
sem er bróðir Eiríks Haukssonar,
sem hefur tvisvar sungið í söngva-
keppni Sjónvarpsins, þar á meðal í
fyrstu keppninni, og í eitt skipti í
Eurovision fyrir Noreg þar sem hann
býr. Mikill söngáhugi er í ætt þeirra
þvi þriðji bróðirinn, Haraldur, er
söngvari á Akureyri og syngur um
þessar mundir í óperu þar í bæ. Syst-
ir þeirra bræðra hefur einnig tekið
sig tíl og sungið þó ekki sé það opin-
berlega ennþá heldur í einkaveislum
í fjölskyldunni.
Haukur vill ekki meina að hann sé
að feta í fótspor bróður síns, Eiríks,
í söngvakeppninni. „Það er ekki um
mjög auöugan garð að gresja fyrir
söngvara á íslandi þannig að í raun
Haukur Hauksson.
eru öll verkefni vel þegin.“
Fyrir utan að syngja með hljóm-
sveitinni Af lífi og sál er Haukur
unghngaráðgjafi hjá Rauöa krossin-
um. Hann hefur veriö í nokkrum
hljómsveitum frá unglingsaldri, þar
á meðal Sprakk sem margir kannast
við.
Hann segist vera orðinn nokkuð
stressaður fyrir kvöldið enda sé alltaf
dálítil spenna sem fylgi keppni sem
þessari. Auk þess þarf hann að fara
til Hafnarfjarðar með hljómsveit
sinni og leika fyrir dansi eftir keppn-
ina. Hauki finnst Eurovision keppnin
ólík Landslaginu. „Það er miklu
meiri flölbreytni og breidd í lögunum
í Landslaginu," segir hann. „Annars
leggst þetta vel 1 mig.“