Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993 41 Þekktur einkaspæjari í viðtali við DV: Auðvelt að ná í allar upplýsingar um fólk - líka þó það búi á íslandi Klemens Amaisan, DV, Arizana; Hér í Arizona sem og öðrum fylkj- um Bandaríkjanna er það stór at- vinnugrein að vera einkaspæjari. Samkvæmt símaskrá, sem nær yfir Phoenixborg og næsta nágrenni, eru starfandi tæplega 60 fyrirtæki í þess- ari atvinnugrein. Fyrirtækin eru mjög misstór, það stærsta hefur inn- an sinna vébanda um 10 einkaspæj- ara á fullum launum ásamt stórum hóp sem er lausráðinn. Flest þessara fyrirtækja bjóða upp á svipaða þjón- ustu, sem felst yfirleitt í upplýsinga- öflun ýmiss konar um persónur og fyrirtæki, leit að týndu fólki og rann- sókn sakamála í samvinnu við lög- reglu svo eitthvaö sé nefnt. Einkaspæjari númer 1 W. David Raben er formaður sam- taka einkaspæjara í Arizona (Ari- zona Society of Licensed Private In- vestigators) og eigandi stærsta fyrir- tækisins í þessari starfsgrein, Intem- ational Counterintelligence Services, skammstafað ICS. Fyrirtæki þetta var stofnað áriö 1970 í Houston í Tex- as og hefur stækkað jafnt og þétt síð- an; velta þess á síðasta ári var rúm- lega ein milljón dollara (62 millj. ísl. kr.). Fyrirtækið stendur nú í stór- ræðum og er að færa út starfsemi sína og stækka húsakynni um næst- um helming. Þess má geta að stærstu einkaspæjarafyrirtækin í Bandaríkj- unum velta um 40 milljónum dollara (250 millj. ísl. kr.) á hveiju ári. Stöðluð ímynd Hver hefur ekki í gegnum tíðina lesið bók um frækinn einkaspæjara sem svífst einskis til að ná sínu fram? Persónugervingur einkaspæjara í hugum fólks er oft á tíðum miöaldra, þrekinn karlmaður, sjúskaöur í klæðaburði, einfari aö eölisfari og drykkfelldur keðjureykingamaður sem felur skarpar gáfur sínar í hörkulegri framkomu. Flestar kvik- myndir, sem framleiddar hafa verið þar sem einkaspæjari kemur við sögu, hafa búið þessa ímynd til og hún orðið eftir í huga fólks. W. David Raben höfðaöi að mörgu leyti til þeirrar ímyndar sem dregin var upp hér að framan. Hann er þó styttri í annan endann en imdirritaður bjóst við og mun betur til fara en einka- spæjarar hvíta tjaldsins. David er af flestum starfsbræðrum sínum talinn einn slyngasti einkaspæjari sem völ er á og hefur í gegnum tíðina fengið fjölmargar viðurkenningar fyrir vinnu sína. Sérhæflng hans felst að- allega í öryggisgæslu, upplýsinga- þjónusu, gagnnjósnum og gagnn- jósnakerfum ásamt því að vera leið- beinandi í austurlenskum sjálfsvam- aríþróttum. „Ég byijaði í þessu í kringum 1960, eiginlega fyrir tóma rælni, og hér er ég nú, rúmlega 30 árum seinna. Ég hef séð margt breyt- ast með árunum." Starfsemin í hveiju felst starfið ykkar aðal- lega? „Það má eiginlega segja að starfið sé aöallega fólgið í því að afla upplýs- inga um fólk og fyrirtæki. í því sam- félagi, sem við lifum í nú, er upplýs- ingaöflun mjög mikilvæg. T.d. vúja fyrirtæki hafa vaðið fyrir neðan sig W. David Raben, einkaspæjari í Arizona i Bandaríkjunum, segir að við búum á upplýsingaöld og það sé afar auðvelt að nálgast allar persónulegar upplýsingar um fólk I vestrænum heimi, jafnt á íslandi sem annars staðar. Jafnvel kreditkortafyrirtæki hafa selt upplýsingar um fólk. DV-mynd KA þegar það 6r að ráða nýtt starfsfólk og biður okkur um að athuga fortíð þess. Einnig hefur það aukist um rúmlega 1000% á síðustu árum aö konur sem og karlar láta athuga fort- íð tilvonandi maka.“ David sagði að það tæki yfirleitt ekki nema 3-4 daga að athuga fortíð fólks; fjölmargir tölvubankar sæju um þá hlið mála. í gegnum tölvu- banka er hægt að fá upplýsingar um dvalarstað fólks, hversu há laun það sé með, og ef fylgst er með notkun greiðslukorta hvar peningunum sé eytt. Notkun tölvubanka Tölvur eru orðnar svo stór hluti þess samfélags sem viö lifum í að það er auðvelt að fylgjast með hveiju fót- máli. Það eina sem þarf er aðgangur að töívubönkunum, eins og Equifax í Houston í Texas. Markmiö þessa tölvubanka er að safna margvísleg- um upplýsingum um lífshætti fólks og seija síðan upplýsingamar, sem safnaö hefur verið, til t.d. fyrirtækja sem stunda markaösrannsóknir. Greiöslukortafyrirtækið American Express hefur þráfaldlega verið staö- ið aö því aö selja upplýsingar um viöskiptahætti korthafa sinna. Með þessu móti geta markaðsfyrirtæki fundið út ákveðinn markhóp úr hópi greiðslukortanotenda American Ex- press. Markaðsfyrirtækið selur síöan þessar upplýsingar til fyrirtækja sem síðan heija á þessa ákveðnu korthafa með alls konar gylliboðum. Segjum sem svo að Jón Jónsson hafi í síðasta mánuði fjárfest í tölvu með Americ- an Express kortinu sínu. Markaðs- fyrirtækið, sem keypt hefur upplýs- ingar frá greiðslukortafyrirtæídnu, flokkar hann þá í hóp þeirra sem eru líklegir til að kaupa tölvuforrit, tölvublöð svo og fylgihluti svo eitt- hvað sé nefnt. Upplýsingamar veröa síöan seldar til fyrirtækja sem selja þessar vörur og í framhaldi af því Peter Falk lék einkaspæjarann Colombo en hann þykir vera fyrir- mynd þess hvernig slikir gæjar líta út. verður heijað á Jón á komandi mán- uðum með margvíslegum gylhboð- um sem hann á ekki að geta staðist. Rannsóknir á erlendri grund ICS er ekki bara starfandi 1 Banda- ríkjunum heldur víðs vegar um heim. Sérstaklega í hinum vestræna heimi er upplýsingaöflun fáum vand- kvæðum bundin. Norður-Evrópa, Kanada og Bandaríkin em á svipuð- um slóðum hvað varðar tæknivæð- ingu í samfélaginu og öll stjómsýsla byggð upp á sömu forsendum. David staðfesti að fyrirtæki sitt gæti aflað víðtækra upplýsinga um fólk í 49 löndum, þar á meöal íslandi, með nafniö eitt að vopni. „Það eina sem við þurfum er fullt nafn. Á 5-6 dögum getum við orðið okkur úti um vel- flestar upplýsingar sem skipta máli; t.d. innstæður á bankareikningum, einkunnir úr skólum mörg ár aftur í tímann, upplýsingar um maka og foreldra viðkomandi, stöðu á greiðslukortum svo fátt eitt sé tínt tfl.“ Viðhorf almennings Það eitt að vera einkaspæjari hefur oft verið sveipaö leyndardómsfullri hulu sem mótast hefur af viðhorfum fólks til þessarar starfsstéttar. Á síö- ustu árum hefur það komið betur og betur í ljós að skoðanir almennings á þessari starfsstétt eru ekki ýkja háar, sökum þess hve margir hafa verið um hituna og starfsemin mi- sjöfn. David viðurkenndi þetta fús- lega og sagði að með nýjum reglu- gerðum, sem settar voru á síðasta ári, horfði þetta allt til bóta. En það er núna skylda að hafa starfað við þetta fag, hvort sem það hefur verið þjá hinu opinbera eða í einkageiran- um, í lágmark 4 ár. „Mín skoðun er sú að það þarf lágmark 10 til 15 ára starfsreynslu í þessari atvinnugrein til þess að geta talist góður einka- spæjari. í þessu fyrirtæki eru starfs- menn sem áður störfuðu hjá CIA, FBI, njósnadefid bandaríska hersins, ásamt fyrrverandi lögreglustjóra frá New York.“ Hentugtstarf fyrir konur Konur hafa í gegnum árin ekki veriö Qölmennar í þessari starfsgrein en á síðustu árum hefur orðið breyt- ing þar á. David fiúlyrti aö konur væru sérstaklega góðir einkaspæjar- ar og að mörgu leyti mun framar karlmönnum. Ef yfir heildina er litið eru konur um 10% af þessari starfs- stétt, en í framtíðinni á það vonandi eftir að breytast því þetta starf hent- ar konum að mörgu leyti mun betur en karlmönnum. Starfsmenn væru yfirleitt með ftjálsan vinnutíma og það gerir þeim kleift að vinna eins og þeim hentar. „Þetta gerir konum kleift að haga vinnutíma sínum í samræmi við þarfir fjölskyldunnar. Það vill nú yfirleitt verða svo að stærstur hluti heimilishaldsins lend- ir á herðum konunnar, sérstaklega ef böm era á heimilinu.“ Skrifstofubákn Einn liður á stefnuskrá George' Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, fýrir síöustu kosningar var að stemma stigu við öllum þeim gríðar- lega fjölda sakamála sem fara í gegn- um réttarkerfið í Bandaríkjunum árlega. Það er með ólíkindum hvað lögfræðingar era orðnir stór hluti af lífi fólks. Einkaspæjarar fara ekki varhluta af þessari þróun. Það má ætla að allt að helmingur af allri vinnu, sem einkaspæjarar inna af hendi, sé unninn fyrir lögfræðinga. David segir að þetta eigi eftir að auk- ast í framtíðinni því skriffinnska og skrifstofubákn á vegum ríkisins er sífellt að stækka. „I gegnum tíðina höfúm við unnið fýrir mörg Fortune 500 fyrirtæki (eitt af 500 stærstu fyr- irtækjum í Bandaríkjunum), stjóm- málaflokka, verkalýösfélög, og núna fyrir stuttu var okkur faliö verkefni fyrir Hvíta húsið.“ Framtíðin í náinni framtíð eri margt sem bendir til aö eftirspum eftir upplýs- ingum um einkalíf fólks og rekstur fyrirtækja eigi eftir að aukast. Það er sérstaklega jákvæð þróun fyrir David og atvinnugrein hans en aö sama skapi slæm þróun fyrir al- menning. Óendanlegu magni af upp- lýsingum er haldið til haga um fólk í nútíma samfélagi. Hvað verður í samfélagi framtíðarinnar verður bara að koma í ljós. Vonandi að einkalíf fólks hverfi ekki alveg í takt við öra þróim tækninnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.