Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 32
44 LAUGARDACHJR 20. FRBRÚAR 1993. Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld: Ovenjumargir óþekktir flytjendur Söngvakeppni Sjónvarpsins veröur í beinni ntsendingu i kvöld. Þar keppa tiu lög til urslita. Sigur- lag kvöldsins mun siðaii keppa í Eurovision keppninni á írlandi um miðjan maí. Irar héldu keppnina síðast árið 1988 er Sverrir Storm- ~ sigurlagið keppir á írlandi í maí sker og Stefán Hilmarsson sungu Sókrates og höfnuðu í hinu fræga sextánda sæti. Keppnin hér heima í ár er óvetýu- leg að því leyti aö flytjendur eru rnargir lítt þekktir. Prægustu söngvarar landsins halda sig frá keppninni að þessu sinni, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Alis bárust um hundrað lög í keppnina og sérstök dómnefnd valdi tiu til að taka þátt í lokaslagn- um. Eigendur laga og texta veröa ekki nefhdir fyrr en að lokinni keppni en það er gert til að koma í veg fyrir að valinn sé höfundur í stað lags. Miklar umræður urðu eitt áriö þar sem talið var að þar hefði höfundur verið vaiinn og vit- laust lag sent í Eurovision. Heigarblaðið ákvað að forvitnast örlítiö um þá fly tjendur sem birtast á skjánum í kvöld og fræöa lesend- ur um hveijír þeir eru. Síöan er hægt að velta fyrir sér hver þeirra flytur sigurstranglegasta lagið. -ELA Júlíus Guðmundsson: Lagið höfðar vel til mín Ingibjörg Stefánsdóttir. Ingibjörg Stefánsdóttir: Kvíöi ekM kvöldinu „Þetta er í fyrsta skipti sem ég syng í Söngvakeppni Sjónvarpsins en hef áður tekið þátt í Landslaginu fyrir þremur árum," segir Júhus Guð- mundsson, 27 ára, verslunarstjóri hjá KEA á Akureyri. Júlíus syngur lagið Himinn, jörð og haf í keppninni. „Ég byrjaði að syngja sem smá- polli. Æth ég hafi ekki verið þrettán ára þegar ég söng í fyrsta skipti opin- berlega," segir Júlíus. Hann er vel þekktur söngvari á Akureyri enda hefur hann verið í mörgum hljóm- sveitum þar nyrðra. „Ég verð að við- urkenna að flestir hér fyrir norðan vita hver ég er," segir hann. Júlíus tróð upp fyrir nokkrum árum í sýningunni Rokk, skór og bítlahár sem fyrst var sýnd í Sjallan- um en gekk síðan á Hótél íslandi í heilan vetur. „Söngurinn er mitt áhugamál. Ég hef gaman af að fást viö eitthvað annað utan vinnunnar og söngurinn er upplagður í það. Eig- inlega byrjaði ég að syngja upp úr þurru þegar við nokkrir pollar stofn- settum hljómsveit á unglingsárun- um. Hins vegar var mitt stærsta tækifæri þegar ég söng í Landslag- inu. Það er auðvitað ekki mikh reynsla sem maður fær með því að syngja í einni keppni en ég hef mjög gaman af að taka þátt í Eurovision keppninni núna.“ Meðal þeirra hijómsveita sem Júl- íus hefur sungið með er Pass, Gall- erí, París og eitt sumar söng hann með hljómsveit Ingimars Eydal. Nú syngur hann í hljómsveit sem heitir Namm. „Mér líst mjög vel á að taka þátt í þessari keppni. Höfundurinn baö mig fyrst að syngja lagið inn á demo og í framhaldi af því kom þátttakan í keppninni. Mér fmnst lagið fallegt og það höfðar vel til mín að syngja slík lög. Ég vil engu spá um úrsht enda hef ég ekki séð neitt sigurlag ennþá. Ég hlakka bara til aö taka þátt í kvöld en að keppninni lokinni ætlar hljómsveitin min að troða upp á Gauki á stöng,“ segir Júhus Guð- mundsson. „Ég hef sungið með hljómsveitinni Piece of Cake undanfarin ár en auð- vitað er ég búin að syngja síðan ég var bam,“ segir Ingibjörg Stefáns- dóttir, 20 ára, sem syngur lagið Þá veistu svarið í Söngvakeppninni. Ingibjörg er best þekkt sem leikkon- an í kvikmyndinni Veggfóður. Áhugamál Ingibjargar hefur verið söngur og leikhst. Hún veltir nú fyr- ir sér hvort hún eigi að leggja leikhst- ina fyrir sig. „Mér leist mjög vel á að taka þátt í Eurovision keppninni enda þykir mér lagið gott. Ég þurfti ekkert að hugsa mig um enda lang- aði mig að prófa að vera með,“ segir Ingibjörg. „Ég kvíði ekki kvöldinu en ég býst við að ég fái kitl í magann rétt áður en útsending hefst. Það verður síðan bara að koma í ljós í hvaða sæti lag- ið lendir. Ég ætla að gera mitt besta og hafa gaman af þessu öhu saman,“ segir hún. Ingibjörg er fædd og uppahn til níu ára aldurs í Hahormsstaöaskógi en fluttist þá til Reykjavíkur. Hún stundaði nám í Vogaskóla og síðan í Menntaskólanum við Sund. Núna vinnur hún í hljómplötuverslun Skíf- unnar á Laugavegi og segir sér líka það ágætlega. Júlíus Guðmundsson. Guðlaug Olafsdóttir: Hef sungið talsvert á sviði „Eg hef sungið með hijomsveit foð- ur míns, Ólafs Þórarinssonar, (Labbi í Mánum) sem heitir Karma í eitt ár. Síðan tók ég þátt í söngvakeppni framhaldsnema í fyrra og söng lagið Ég elska aUa og lenti í öðru sæti. Einnig hef ég sungið á skemmtunum í Vestmannaeyjum en þar hef ég búið frá fimm ára aldri,“ segir Guðlaug Ólafsdóttir, 21 árs, sem syngur lagið Bless bless ásamt þeim Kristjönu Þóreyju Ólafsdóttur, einnig frá Vest- mannaeyjum, og Sesselju Magnús- dóttur sem er önnur bakröddin í hljómsveitinni Þúsund andlit. „Ég er ekkert óvön að koma fram á sviði en hef aldrei áður komið fram í sjónvarpi," segir hún. „Þetta er aUt miklu flóknara og alvarlegra en söngvakeppni fram- haldsskólanna. Auk þess er maður ekki einungis að syngja fyrir sjálfan sig, maður hefur ákveðnum skyldum að gegna við lagahöfundinn." Guðlaug segist ekki vera kvíðin fyrir úrshtunum. „Ég held ég sé frek- ar spennt að sjá hvernig þetta fer. Mér finnast lögin öll ágæt en ég hef tekið þau upp og horft nokkuð á þau. Ég vil ekkert spá um sigurlag," segir Guölaug. Hún hefur lokið námi í hárgreiðslu og starfar nú hjá hárgreiðslustofunni Spörtu í Reykjavík. „Mér finnst mjög gaman að starfa hér,“ segir hún. Guðlaug segist hlakka til kvöldsins í kvöld enda er þetta frumraun henn- ar í sjónvarpi. Allir flyfjendur þurfa að syngja lögin í beinni útsendingu og ræðst að flutningi þeirra hvaða lag ber sigur úr býtum. Guðlaug Ólafsdóttir ásamt þeim Kristjönu Þóreyju Olafsdóttur og Sesselju Magnúsdóttur. Anna Mjöll Ólafsdóttir. Anna Mjöll Ólafsdóttir: Alltaf langað að vera með „Eg kom beint frá Los Angeles þar sem ég er í námi til að taka þátt í þessari keppni. Maður verður að vera með. Ég mætti hér að morgni 31. janúar og fór beint á æfingu og síðan hef ég varla stoppaö,“ segir Anna Mjöh ðlafsdóttir, 23ja ára, sem syngur lagið Eins og skot í Söngva- keppninni. Anna Mjöll skaust upp á stjörnuhimininn er hún kom, sá og sigraði í keppninni Landslagið árið 1991. Auk þess hafa borist fréttir af Önnu þar sem hún hefur nokkuð sungið með hljómsveitinni Toto í Los Angeles. „Mér leist mjög vel á að koma heiih og syngja þetta lag þegar höfundur þess bað mig um það. Mig hefur allt- af langað til að vera með í þessari keppni og loksins hefur sá draumur ræst. Reyndar var mjög mikið að gera hjá mér í skólanum en ég var tilbúin að fóma því fyrir þessa keppni," segir Anna Mjöll sem er eins og kunugt er dóttir Svanhildar Jakobsdóttur og Ólafs Gauks. Anna Mjöll er í tónlistamámi í skóla sem heitir Grove Center og er að læra tónsmíðar, textasmíðar, tón- fræði og hljómfræði. Sjálf spilar hún á hijómborð og er að auki að læra söng með öllu þessu. „Ég hef líka sungið svolítið með strákum sem em með mérá skólanum en þeir era að útsetja fyrir stórar hijómsveitir. Það er því nóg að gera hjá mér.“ Anna kvíðir ekki fyrir kvöldinu en segist vera spennt. „Það em mörg góð lög í þessari keppni og ég er viss um að hún verður jöfn og spenn- andi. Mér þykja fleiri góð lög núna en oft áður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.