Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 52
Frjálst,óháð dagblað
Bensínlækkun:
Olíufélögin
samstiga við
verðákvörðun
Olíufélögin hafa öll ákveöiö aö
lækka verö á bensíni frá og með deg-
inum í dag. Lækkunin er 0,70 til 1,20
krónur lítrinn. Ástæöan er lækkandi
verð á heimsmörkuðum og hagstætt
gengi dollarans. Meðalverð birgða
hjá olíufélögunum hefur því lækkað.
Lítrinn af 92 oktana bensíni kostar
nú 64,60 hjá Esso en 64,70 hjá Skelj-
ungi og Olís. Lítrinn af 95 oktana
bensíni kostar 67,30 hjá Esso og
Skeljungi en 67,40 hjá Olís. 98 oktana
bensín kostar 70,50 hjá Esso, 70,40
hjá Skeljungi og 70,30 hjá Olís.
-kaa
Pefflers
GUFULOKAR
1*ouisen
SuAuriaodsbraut 10. S. 688489.
LOKI
Olíufélögin hafa með lagni
fundið minni einingu en
krónuna!
Byggja Akur-
eyringarfyrstu
þurrkvína?
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Bygging þurrkvíar er eflaust
besta lausnin sé horft til framtíðar-
innar en um leið dýrasti kosturinn.
Spurningin er hvað menn vilja hugsa
langt fram í tímann og hversu mikl-
um peningum þeir eru fúsir til að
veija í þetta,“ segir Sigurður G.
Ringsted, forstjóri Shppstöðvarinnar
Odda hf. á Akureyri, en nú eru uppi
hugmyndir um að byggja þurrkví eða
festa kaup á flotkví til að hafa á at-
hafnasvæði Slippstöðvarinnar.
Guðmundur Sigurbjömsson, hafn-
arstjóri á Akureyri, segir að hvort
sem menn séu að horfa til þurrkvíar
eða flotkvíar sé gert ráð fyrir mann-
virki sem sé a.m.k. 100 metra langt.
„Það er ljóst að þurrkví er mun dýr-
ari kostur og 125 metra þurrkví án
lyftu til að taka skipin upp úr kvínni
kostar ríflega 100 milljónir og nærri
950 milljónir sé lyftubúnaðurinn
keyptur með. Flotkví er miklu ódýr-
ari lausn og jafnvel er hægt að kaupa
notaða flotkví fyrir 40-340 mihjónir
eftir stærð. Notkunarmöguleikar
flotkvinna eru óneitanlega minni en
þurrkvínna," segir Guðmundur.
Ágætis veður um helgina
Á sunnudag verður hæglætisveður á landinu, þurrt og viöa nokkuð bjart. Frost verður 3-7 stig inn til landsins en hiti nærri frostmarki úti við
ströndina.
Á mánudag verður suðvestlæg átt, nokkuð hvöss norðvestan til á landinu. Vætusamt verður sunnanlands og vestan- en þurrt og nokkuð bjart
á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bihnu 3-9 stig.
Veðrið í dag er á bls. 61
Bolludagurinn er á mánudag og síðustu daga hafa bakarar verið að búa sig undir þessa árvissu vertíð. Rjóma-
bolluát varð ekki að venju hérlendis fyrr en undir lok 19. aldar og er talið að hún hafi borist hingað með Dönum.
Nafnið bolludagur á sér ekki nema 45 ára gamla sögu hér á landi og var ekki opinberlega staðfest fyrr en 1967
í almanaki Þjóðvinafélagsins. Fram að því var dagurinn kallaður hýðingardagur og flengidagur enda til siðs að
flengja fólk þennan dag og fá bollu að launum. DV-mynd Brynjar Gauti
Vonaaðég verði sýknaður
M ý
að ég verði sýknaður af þeim
ákæruatriðum sem mér eru gefin
að sök 1 þessu máh. Það sem er
fyrst á dagskrá hjá mér núna er
að halda áfram því verki aö fá úr-
skurðað forræði yfir baminu mínu
hér á landi. Ég er búinn að íá for-
ræði yfir dóttur minni fyrir dóm-
stól í Flórída. Hvers vegna ætti ís-
land ekki að taka mið af því? En
ef ég þarf líka að koma til íslands
tilað ieita réttar míns til aðfá lög-
legt forræði yfir barrúnu mun ég
gera þaö lika," sagði Bandarikja-
maðurinn James Brian Grayson 1
samtali við DV í Héraösdómi
Reykjavíkur í gær.
Mál Graysons og Donaids Fee-
neys var tekið til dóms í gær. Gray-
son sagöist aðspurður fara hcim til
Bandai-íkjanna þegar kostur gæfist
en komi hingað aftur þegar á þurfi
að halda í fyrirhugðu forræðismáh.
„Það er of dýrt að dvelja hér á
íslandi. Ég hef raína lögmenn sem
munu vinna að málinu. Fiármáhn
gera mér ekki kieift að vera sífeht
að iljúga á milli landanna. En ég
mun síðan koma hingað þegar ég
þarf að mæta fyrir dóm,“ sagði
Grayson.
- Hvemig lýsir þú því sambandi
sem þú hefur átt við dóttur þína?
„Það var mjög náið þangaö til
móöirin tók hana með sér hingað
á móti vilja hemtar. Hún hefur náð
að heilaþvo bamiö á slðustu 10
mánuðum. En ég er viss um að
þegar ég næ henni heiin getum við
endurnýjað samband okkar og
tengsl. Það er Jíka móðir mín sem
hefur í megindráttum ahð þetta
bam upp hvort sem er.
Ema Eyjólfsdóttir á við svo mikil
andleg vandatnál að stríða að hún
getur aldrei staðist það álag sem
nauðsynlegt er til að ala upp börn."
Ginger, núverandi eiginkona
Graysons, sem kom til landsins til
að fylgjast með réttarhöldunum,
sagði við blaðamann ÐV í héraðs-
dómi í gær að hún hefði gengið í
gegnum mikla erfiðleika með
manni sinum. Ginger var búin að
vera gift Grayson í 7 daga þegar
hann var handtekinn meö dóttur
sína í Leifsstöö i janúar. Ginger
segist hafa hitt Önnu Nicole einu
sinni, það er í Flórída áður en Ema
fór til íslands.
„Ég hef þekkt eiginmann minn í
næstum því eitt ár núna. Hann
hefur gengið í gegnum martröð á
tímahih. Mér fmnst það hvorki
réttlátt né heiðaiiegt að móðir
stúlkunnar geti tekið barnið í
burtu, farið með það til íslands og
komist upp með það. Og svo þurf-
um við að taka út fyrfr þetta og
ganga í gegnum vítiskvalir," sagði
Ginger Grayson.
- sjá nánar á bls. 4
jpz
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Bitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 2f 00