Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993. 55 dv_______Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 ’88 Pajero, ek. 85 þ. Stgr. 1100 þ. ’87 Camry XLi, ek. 90 þ. Stgr. 680 þ. Ath. sk. ód. Til gr. koma sk. á þ. bílum + pen. í sjsk. 4 Runner ’90-’92. S. 675888. Dodge Aspen, árg. ’76, 318 cc vél, 904 skipting, flækjur, 4ra hólfa splittað drif, loftdemparar aftan, krómfelgur, afskráður, selst ódýrt. Einnig til sölu góð 10 bolta GM-hásing og fram- gormar úr Firebird, árg. ’70. Upplýsingar í síma 97-11349. AMC Cherokee Laredo 85, meo Af sérstökum ástæðum. Gott verð og góð kjör. Uppl. í síma 91-812240 og á Bílasölu Guðfinns. Nissan Sunny SLX, árg. ’90, til rauður, samlæsingar í hurðum, magn í rúðum og sætum. Fallegur bíll, ekinn 60.000 km. Skipti eða bein sala. Upplýsingar í síma 98-22272. MAN 26.361 DF vöruflutningabíll með kojuhúsi, árg. 1988. Flutningakassi 8,40 m. Mjög góður bíll, nýsprautað- in*. Uppl. í símum 91-677102,91-677103, 985-22034 og 96-22634. Hvítur Benz 280, árg. ’81, til sölu á 750 þús. staðgreitt. Upplýsingar í símum 91-670095 og 985-24647. ■ Jeppar Willys ’66, mikið breyttur, plastfram- partur, Scout hásingar, 36" dekk, 318 vél, 4 gíra Scout kassi, 4 punkta belti m/rafinagnslæsingum, nýjar hjólaleg- ur í hásingum og nýir öxlar í afturhás- ingu. skoðaður ’94. Ýmis skipti ath. Verðtilboð. S. 93-12255. Kristján. Ford Econoline 150 4x4, árg. ’84, ekinn 87 þ. km, vél V8 351, 36" dekk, læstur framan og aftan. RED-E-KANP inn- rétting, ísskápur og ffystir. S. 650567. Peugeot 405 SRi, árg. ’88, til sölu, ek- inn 110 þús. km, mjög góður bíll. Fæst á mjög góðu verði gegn staðgreiðslu. Uppl. í síma 91-52445 og 985-34383. Toyota 4Runner EFi SR5, árg. ’85, grár með svörtu húsi, lækkuð drif, 5:71, 35" ný dekk, loftlæsingar framan og aftan, ný loftdæla, nýjar flækjur. Mjög góður bíll.'Uppl. milli kl. 16 og 18 laugard. og sunnudag í síma 91-671277. Mazda 626 GT 2,5 V-6, árg. 1993, til sölu, ekinn 2.000 km, rauður að lit, sjálfskiptur. Verð 2.350 þús. Uppl. í síma 91-51476 eftir kl. 18. Volvo F610, árg. ’83, og Volvo FL 611, árg. ’90, til sölu. Báðir með kassa og lyftu, 1,5 tonn, 3 hurðir á hvorri hlið, sjálfskiptir. Góðir bílar. Uppl. í síma 96-33202 á kvöldin. • Willys CJ7 Renegade ’79 til sölu, dökkblár, mikið endumýjaður bíll, nýskoðaður, 4.56 hlutföll, no spin, ný 38" radial mudder, nýjar 12" krómfelg- ur, nýsprautaður, mjög fallegur bíll, skipti möguleg á fólksbíl. Upplýsingar í síma 91-676424. Jeep Comanche, extra langur, árg. ’88, til sölu, breyttur fyrir 44" dekk, Dana 44 afturhásing og Dana framhásing með Blazer nöfum, hlutföll 5:38, loft- læsing f. + a., gormar allan hringinn, er á 38" Dick Cepek, 13" breiðum felg- um, 4 gira sjálfskipting með overdrive, stýristjakkur + dempari, aukamælar og aukadót. Verð 2,1 millj., skipti á dýrari/ódýrari LandCruiser/Patrol eða ódýrari fólksbíL Uppl. í síma 91-682486 og 985-35386. Fínn i ófærðina. Benz Unimog ’57, hús- bíll, skoðaður ’93, ek. 22 þ. í heildina, er með MB 280, 2 ása fólksbílavélinni og aflúrtaki f. spil. Góður bíll. S. 670063, 650438, 985-24642. Ásmundur. Toyota LandCruiser disil, árg. ’88, útvarp/segulband, rafmagn í rúðum, sóllúga, upphækkun á 35" dekkjum. Upplýsingar í síma 95-13407. Til sölu Daihatsu Feroza EL2 Crome, árg. ’89, ekinn 60 þús., upphækkaður á 30" nýjum dekkjum, 8" breiðmn nýj- um felgum. Gullfallegur bíll. Verð 890 þús. staðgreitt eða skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 91-682248. Feroza EL II crom, árg. ’89, ekinn 68 þús. km, krómgrind að framan, topp- grind, krómfótstig. Gott eintak. Uppl. í síma 91-651621 og 651056. ■ Þjónusta Slípið sjálf og gerið upp parketgólf ykkar með Woodboy parketslípivél- um. Fagmaðurinn tekur þrefalt meira. A & B, Skeifunni UB, S. 681570. ÍÚtihuiöir STAPAHRAUNI S, SlMI S459S. Tll sölu MMC Galant EXE, árgerð 1987, ekinn 80 þús. km, frábært eintak. Verð kr. 700.000, skipti á ca 200.000 kr. ódýrari. Uppl. í síma 97-11275 e.kl. 18. Bronco ’76, 302, sjálfskiptur, ný 38" radial mudder, no spin aftan og fram- an, toppeintak. Til sýnis í Skeifunni 17 (Fiat umboðið), s. 677620, 685354. Traust tréverk i anda hússins og sér- tilboð út þennan mánuð. Smíðum eftir máli. Er við símann í dag. Útihurðir hf., Stapahrauni 5, sími 91-54595. _________________Menning Djasskvartett vesturbæjar Á Blúsbamum við Laugaveg mátti síðastliðið fimmtudagskvöld heyra djasstóna frá hljómsveit er nefnist Djasskvartett vesturbæjar. Þar eru á ferð þeir Ómar Einarsson, Jón Möller, Gunnar Hrafnsson og Alfreð Al- freðsson. Meðan skrifari staldraði þama við söng hinn færeyski James Olsen með þeim félögum. James er geðþekkiu- söngvari og nokkuð lunk- inn við að „skatta”. Hann er tónviss og á oft ágæt sóló. Það getur þó orð- ið svolítið einhæft að syngja á þennan veg í hveiju einasta lagi. Næsta skref hjá James held ég væri að reyna að spiima með texta líkt og þeir gera Jon Hendrix og Georgie Fame. Ómar gítarleikari kann vel hljómfræðina sína og er reyndar bestur er hann leikur sér með hljóma. í sólóum tekst misvel hjá honum. Margt er Djass Ingvi Þór Kormáksson ágætlega gert en hann þarf að huga betur að hryngjandi. Jón var ekki alveg með sjálfum sér við píanóið í þetta sinn þótt öðru hvora ghtti í kunnáttu og hæfileika hans. Gunnar og Alfreð vora hæfilega samrýmdir og léku á als oddi í „Flintstones" þótt hinir væru alveg út og suður í því lagi. Alfreð átti gott kvöld við trommumar. Gunnar notaði kontrabassa en langt er síðan hann hefur hvílt rafbass- ann. Hann er kannski ívið stirðari með kontrann en það breytir því ekki að hann leikur oft afburðavel. Hann er með músíkina fram í fingur- góma. Einn nemandi hans, Anna Lilja Karlsdóttir, kom fram og lék á trompet með hljómsveitinni. Áfram Ánna, það vantar fleiri trompetleik- ara í íslenskt djasslíf. Ein barflugan í Naked Lunch og ekki beint geðsleg. Regnboginn - Rithöfundur á ystu nöf: ★★ V2 Eitraður húmor Það er ekki laust við að David Cronenberg valdi vonbrigðum með nýj- ustu mynd sinni, sérstaklega effir hina einstöku mynd, Dead Ringers. Cronenberg réðst hins vegar ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og kvikmyndaði frægustu bók Williams S. Burroughs, rithöfundar sem frægur er að endemum vegna óhófslífemis á öUum sviðum, ekki síst eitur- lyflaneyslu. Naked Lunch er nokkurs konar sjálfsævisaga Burroughs á því tímabih þegar hann var upp fyrir haus í dópi. Cronenberg smíðar úr samhengislausum texta Burroughs hnulega en furðulega sögu um William Lee, meindýraeyði og uppgjafarrithöfund. Það Kvikmyndir Gísli Einarsson sækja á hann sýnir með síauknu offorsi og það er erfitt að sjá hvenær Bih Lee gistir þennan heim eða annan. Sagan er skrítnari en hægt er að lýsa með orðum en einhvem veginn þá virkar hún. Atburðarásin er nokkuð ljós en hvað þetta þýðir aht sam- an er eiginlega áhorfandans að túlka. Ég gat ekki fundið fyrir þvi að á bak við söguna lægi einhver sérstaklega merkilegur boðskapur og sem slík hafði sagan ekki mikil áhrif á mig. Það er fuht af góðum atriðum og það var ákveðin upplifun að silja undir myndinni. Hún er tvímælalaust athyghsverð en það vantar eitt- hvað sem grípur hugann og skhur eitthvað eftir sig, eins og myndir Cron- enbergs hafa gert til þessa. Cronenberg er einn af ahra fæmstu og frumlegustu kvikmyndahöfund- um heims og myndir hans hafa verið ferðalög djúpt inn í myrkustu af- kima sálar og líkama. Aðeins í þetta sinn er ferðalagið líkt og að vera í rútu og horfa út um gluggann, í stað þess að hrífast með. Það er mikið Peter Weher, sem leikur Bhl Lee, að þakka að myndin er góð skemmtun þrátt fyrir aht. Jafnaðargeð Lees er með eindæmum og ekkert sem kemur fyrir hann fær hann th að efast um eigin geðhehsu, hvort sem hami er í samræðum við risakakkalakka eða kemur að kon- unni sinni að sprauta sig með skordýraeitri - þetta virðist bara vera dag- legt brauð fyrir honum. Weher nær mjög vel að koma húmomum í ástandi Bihs Lee th skha. Það þýðir ekkert að bíða eftir því að fá botn í söguna, áhorfandinn er látinn um það að draga eigin ályktanir. Myndin endar upp úr þurru og skhur eftir fleiri spumingar en svör. Naked Lunch (kanadísk/band. 1991) Handrit (byggt á Naked Lunch eftir William S. Burroughs) og leikstjórn: David Cron- enberg. Lelkarar: Peter Weller (Robocop), Judy Davis (Impromptu, Barton Flnk), lan Holm (Brazil), Julian Sands, Roy Scheider (Blue Thunder, Jaws).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.