Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993. 17 Fordkeppnin 1992: Á níunda tug mynda hafa borist - gífurlegur áhugi Yfir áttatíu stúlkur höíöu sent inn myndir af sér í Fordkeppnina í gser en myndir mega berast yfir helgina þannig aö enn á eftir að bætast við þann fjölda. Ljóst er að áhugi á fyrirsætustörfum er mjög mikill eins og undanfarin ár. Það er viss spenna í kringum fyrir- sætustarfið sem ungar stúlkur heiilast af, ekki síst ferðalögin sem fylgjastarfinu. Fyrirsætukeppni er ekki fegurð- arsamkeppni heldur miklu frekar umsókn um starf. Sú stúlka, sem sigrar í Fordkeppninni, mun taka þátt í keppninni Supermodel of the World í Los Angeles í sumar. Sigur í þeirri keppni tryggir fimmtán milljóna króna samning við Ford Models skrifstofuna í New York en hún er með útibú í Tokyo, Par- ís ogMílanó. Þátttaka í Fordkeppninni eykur auk þess líkur á að stúlkurnar komist í fyrirsætustarf hvort sem er hér heima eða erlendis. Margar stúlkur, sem tekið hafa þátt í keppninni á undanfornum árum, hafa farið utan í lengri eða skemmri tíma og reynt fyrir sér í fyrirsætuheiminum. Starfið hent- ar þó ekki öllum þó flestum finn- ist skemmtilegt að kynnast því. Flestallar stúlkurnar hafa hins vegar fengið tilboð frá íslenskum umboðsskrifstofum fyrirsætna og hafa starfað við tískusýningar eða í auglýsingmn hér á landi. Þar fyrir utan hafafjölmargar stúlkur, sem tekið hafa þátt í Fordkeppn- á fyrirsætustarflnu hér á landi inni, verið uppgötvaðar fyrir feg- urðarsamkeppniíslands. Gott dæmi um það er fegurðardrottn- ing íslands 1991, Svava Haralds- dóttir, en hún var í Fordkeppninni árið 1990. Þá var Þórunn Lárus- dóttir, ungfrú Norðurlönd 1992, í öðru sæti í Fordkeppninni árið 1991 og henni bauðst reyndar að fara til starfa í New York en hafði ekki áhuga þegar til kom. Fleiri stúlkur hafa tekið þátt í fegurðar- samkeppnimú þó ekki hafi þær komistíúrslit. Um næstu helgi verður kyxmt hvenær keppnin mun fara fram hér á landi en það verður að öllum líkindum síðari hluta mars. Þá verður einnig sagt frá hvar úrslit- in verða kynnt og með hvaða hætti. Myndimar verða sendar til New York á næstu dögmn og verða tíu til tólf stúlkur valdar í úrslit af starfsfólki Ford Models skrifstof- unnar. Nöfn þeirra stúlkna, sem valdar verða, munu berast til DV símleiðis fljótlega og verður þá hringt í þær stúlkur. Vigdís Másdóttir, Fordstúlkan 1992, mun krýna arftaka sinn en það er Anne Gorrisson sem velur sigurvegara. Hún kom einnig hingað til lands á síðasta ári. Anne hefur starfað um áratuga skeið hjá Ford Models í New York og er yfir- maður þeirrar deildar sem prófar nýjarfyrirsætur. -ELA Sigurvegari keppninnar Supermodel of the World í fyrra ásamt þeim stúlkum sem komu í næstu sætum á eftir. Starfsemi útibús íslandsbanka t Álfheimum 74 flyst að Suðurlandsbraut 30 Frá og með mánudeginum 22. febrúar, flyst öll starfsemi útibús íslandsbanka í Álfheimum 74 ab Suburlandsbraut 30. Þó umhverfib verbi nýtt þá verba sömu kunnuglegu andlitin í afgreibslunni því starfsfólkib flytur einnig. í tilefni flutninganna verbur bobib upp á kaffi og meblceti í útibúinu alla nœstu viku. Verib öll velkomin í útibú íslandsbanka ab Suburlandsbraut. Góéar veislur enda vel! Eftireinn •ei aki neinn yUMFERÐAR RÁÐ Electrolux uppþvottavélar mjog ■ 00. hljóðlátar HÚSASMIÐJAN Heimasmið|an og sölustaðir um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.