Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993 Steven Seagal of dýrfyrirFox Yfirleltt geta stórstjömur kom- ist upp með hvað sem er í Holly- wood. Steven Seagal hefur hingað til verið talinn einn þessara leik- ara enda myndir hans verið mjög vinsælar. Nýlega tók við stjórn- artaumnum hjá Fox Robert Murdock og eitt fyrsta verk hans var að láta hætta við næstu kvik- mynd Stevens Seagal, Man of Honour, en kostnaöaráætlunin var 32 milljónir doiiara. Skeði þetta tveimur vikumáöur en tök- ur áttu að hefjast. Þykir þetta hin mesta niðurlæging fyrir Seagal og hefur stjarna hans hrapað nokkuð við þessa ákvörðun. Nóttbroddgaltarins Bandaríski leikarinn Martin Sheen er um þessar mundir að leika í franskri kvikmynd, La nuit du hérisson, sem tekin er aö hluta í Rússlandi. Sheen leikur franskan kjarnorkuvisindamann sem hefur verið búsettur i Rúss- landi í þrjátíu ár. Hann lendir í miðju kapphlaupi einræðisherra víða í veröldinni sem vilja kom- ast yfir kjamorkuvopn þegar Sovétríkin era að liöast í sundur. Leikstjóri er Yves Boisset og aör- ir leikarar eru Marissa Berenson, Tchéky Karyo (Nikita) og Julia Delphy. Þess má geta að nóbels- verðlaunahafinn í eðlisfræði frá í fyrra, Georges Charpak, er kvik- myndagerðarmönnum innan handar við gerð myndarinnar. Enneinffanska rayndinendurgerð í Hollywoood Nýjasta kvikmynd Richards Gere nefnist Intersection og er hún gerð eftir franskri kvikmynd Les choses de la vie sem Claude Sautet leikstýrði 1970. Geríst myndin öll meðan á einu umferð- arslysi stendur. Á meðan billinn snýst rifjar arktitekt upp atriði i lífi sínu með eiginkonu og við- haldi. Leikstjóri er Mark RydeJI CostaCavras kvik- myndar í Frakklandi Hinn þekkti leiksfjóri, Costa Cavras, hefur snúið frá Banda- rikjunum til Frakklands eftir langa dvöl vestanhafs og er hann þegar byrjaður á nýrri mynd, La petite apocalypse, þar sem greinir frá pólskum rithöfundi sem er í útlegö í Frakklandi. Um er að ræða gamanmynd með svörtum húmor. Aðalhlutverkiö leikur hinn þekkti tékkneski leikstjóri, Jiri Menzel. Þá má nefna tvo aöra leikara, Pierre Arditi og André Dussolher, sem þekktir eru úr kvikmyndum Alains Resnais. Milljónirtil Schwarzeneggers Ekki er vitað meö vissu hvað Amold Schwarzenegger fær fyrir að leika í ævintýramyndinni The Last Action Hero en talað er um 17 miUjónir dollara sem er meira en aðrir leikarar fá samanlagt og eru þó engin smánöfn í öðrum hlutverkum. Má þar nefha F. Murray Abrahams, Anthony Qu- inn, Charles Dance, Mercedes Ruehl og Tinu Tumer. Leikstjóri er John McTiernan. Verður allt kapp lagt á að frumsýna myndina iyrir næstu jól. JohnTurturro leikstýrir Leikarinn góðkunni, John Turtnrro, hefur fetaö í fótspor margra leikara á undanförnum árum og leikstýrir eigin kvik- mynd. Nefnist hún Mac og er um atburöi ur lífi hans og íjölskyldu hans. John Torturro leikur sjálf- ur aöalhlutverkið og skrifar handritið. Aðrir leikarar eru Kat- herine Borowitz og Ellen Barkin. Casablanca- 50 ára afmæli Sam-bíóin hafa tekið til sýningar einhveija frægustu kvikmynd allra tíma, Casablanca, en í ár eru hðin 50 ár frá því hún var frumsýnd. Casablanca, sem gerð er meðan síð- ari heimsstyijöldin stóð yfir og er einnig látin gerast í styijöldinni, er ein vinsælasta kvikmynd ahra tíma og er í uppáhaldi hjá mörgum. Erfitt er að útskýra þessar vinsæld- ir en segja má kannski að hún sé hin fullkomna afþreying, kvik- mynd sem hefur haft mikil áhrif á kvikmyndagerð þótt ekki séu allir sammála um gæði hennar. Sumir segja að Casablanca sé besta slæma myndin sem gerð hefur verið en aörir hæla henni sem meistara- verki. Það bjuggust fáir við slíkum við- tökum. Það hafði gengið á ýmsu áður en hafið var að kvikmynda og gerð myndarinnar gekk ekki með öhu áfahalaust. í fyrstu voru hvorki Humphrey Bogart eða Ingrid Bergman inni í myndinni sem aðaUeikarar, heldur Denis Morgan og Michéle Morgan, en þegar Bogart kom til sögunnar var Hedy Lamarr boðið hlutverkiö en hún hafnaði og þá fyrst var leitað til Ingrid Bergman sem var tiltölu- lega nýkomin tU Hollywood. Leikstjóri myndarinnar, Michael Curtiz, var uiigverskur og hét upp- runalega Mihály Kertész. Hann kom tU HoUywood á tímum þöglu kvikmyndanna og leikstýrði níu slíkum kvikmyndum. A fyrstu árum talmyndanna var hann þekktastur fyrir samstarf sitt við ErroU Flynn en hann leikstýröi mörgum af þekktustu kvikmynd- um hans á fjóröa áratugnum. Curt- iz leikstýröi á löngum ferU, en hann lést 1962, mörgum þekktum mynd- um auk Casablanca sem er þó hans frægasta kvikmynd. Curtiz þótti ekki auðveldur í samskiptum. Hann stjómaði eins og um herflokk væri að ræða, sama hver átti í hlut og var oft kallaður einræðisherr- ann. Þegar Casablanca var gerð voru bæði Humphrey Bogart og Ingrid Bergman tiltölulega nýbúin að öðl- ast heimsfrægð. Bogart hafði leikið vonda manninn í ótal kvikmyndum og var í flokki með James Cagney og Edward G. Robinson en á lægri stalU, en hlutverk Sam Spade í The Maltese Falcon 1941 breytti öllu og með Casablanca varð hann að stór- stjömu í kvikmyndaheiminum. Ingrid Bergman hafði nýlokið við að leika í fyrstu mynd sinni í Holly- wood, Intermezzo, og var spáð miklum frama og Casablanca hjálpaði henni mikið á framabraut- inni. Margar sögur hafa spunnist um Casablanca og gerð hennar og einnig er mikið vitnað í handrit myndinnar þótt frægasta setning- in: „Play It again Sam“ hafi aldrei Kvikmyndir Hilmar Karlsson verið sögö í myndinni, eins og aUir vita orðiö sem eitthvað fylgjast með kvikmyndum. Lagið úr kvikmynd- inni As Time Goes by er löngu orð- iö sígfit dægurlag og óhætt er að fuUyrða að alUr sem komu nálægt gerð Casablanca hafi á einhvern hátt grætt á henni. Á sínum tíma hlaut Casablanca þrenn óskars- verðlaun, var vaUn besta myndin, handritshöfundamir fengu verð- launin og leikstjórinn, Michael Curtiz. Humphrey Bogart varð að láta sér nægja tilnefningu í þetta skiptiö. -HK Ur lokaatriði Casablanca. A myndinni eru talið frá vinstri: Claude Rains, Paul Henreid, Humphrey Bogart og Ingrld Bergman. Hreyfimyndafélagið: Stanley Kubrick- hátíð Síðastliðinn miðvikudag hófst á vegum Hreyfimyndafélagsins hátíð sem tíleinkuð er Stanley Kubrick. Var þá sýnd sú kvikmynd sem vakti athygli á Kubrick, The Kill- ing. Þrjár aðrar myndir hans, KiU- ers’ Kiss, Paths of Glory og 2001: A Space Odyssey, verða sýndar af og tU á næstu tveimur vikum. KiUer’s Kiss frá 1955 er fyrsta kvikmynd Kubricks í fullri lengd og þótti myndin þroskað byijanda- verk. The Killing varð síöan til þess að nafn hans varð þekkt eins og áður segir og hefur mynd þessi haft mikil áhrif á aðra kvikmynda- gerðarmenn. Er skemmst að minn- ast myndarinnar Resovoir Dogs en leikstjóri hennar, Quentin Tarant- ino, hefur viðurkennt að hafa nán- ast kóperað hefiu senumar úr þeirri mynd. Tvær fyrstu myndir Kubricks era spennumyndir ■ en með Paths of Glory kom hann með beitta þjóðfélagsádefiu. Mynd þessi er byggð á sannsögulegum heimUd- um um stríðsglæpi Frakka í fyrri heimsstyijöldinni og þar sem van- inn er að þegja um stríðsglæpi sig- urvegara í styijöldum vakti mynd- in miklar deUur og bönnuðu Frakkar sýningu á myndinni í tutt- ugu ár. Fimmta myndin, sem sýnd verð- ur er meistaraverkið 2001: A Space odyssey, mesta geimferöamynd allra tíma. Braut Kubrick blað í kvikmyndasögunni með gerö hennar. Myndin þótti eitt mesta tækniundur sem gert hafði verið og enn þann dag í dag hefur ekki verið gerð betri framtíðarmynd. Er 2001: A Space Odyssey nær undan- tekningarlaust á öllum listum yfir tíu bestu kvikmyndir allra tíma. Langt er síðan myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsi hér á landi en eingöngu á stóra tjaldi og 1 fuU- komnum hljómtækjum nýtur myndin sín til fuUs og era því aUir sem áhuga hafa á kvikmyndum hvattir til að nota þetta tækifæri. Stanley Kubrick hefur ekki verið afkastamikiU. Hann hefur gert að meðaltah eina mynd á fimm ára fresti og þykir nú mörgum kominn tími til að meistarinn láti heyra frá sér á ný en sína síðustu kvikmynd, FuU Metal Jackett, gerði hann 1987. Sjálfsagt eru það margir sem sakna þess að sjá ekki Clockwork Orange á þessari Stanley Kubrick hátíð en hún hefur aldrei verið gef- in út á myndbandi í Evrópu. Kemur það tU vegna þess að á sínum tíma móðgaðist Kubrick heiftarlega yfir dómum í Englandi og hefur ekki tekið tjaUana í sátt síðan og bannað útgáfu hennar á myndbandi. Kem- ur það niður á mörgum öðrum sem era í tengslum við bresk útgáfufyr- irtæki. Aðrar myndir meistarans eru Spartacus, LoUta, dr. Strange- love, Barry Lyndon og The Shin- ing. AUt eru þetta myndir sem einnig hefði verið gaman að hafa á þessari hátíð. -HK Atriði úr 2001: A Space Odyssey. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.