Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 8
8
PIMMTUDAGUE 4. MARS 1993
Neytendur__________________________________
Verðkönnun DV í matvörubúðum:
Klukkubúðim-
ar em dýrari
I vikulegri verökönnur DV í gær var
kannað verð í svokölluöum klukku-
búöum. Þetta eru verslanirnar sem
nefna sig eftir klukkunni og eru alls
þijár mismunandi keðjur starfandi á
höfuðborgarsvæöinu. 10-10 búðimar
eru flmm talsins og á verð í þeim að
vera mjög svipað þó hver verslun um
sig sé rekin sem sjálfstæð eining.
10-11 búðimar eru í eigu Vöruvelt-
unnar en þar em meðal eigenda
Hagkaup og Bónus. 11-11 búðirnar
eru líka þijár og em þær hluti af
Mikligarður/Kaupstaður. Farið var í
10-10 við Noröurbrún, 10-11 við
Laugalæk og 11-11 við Grensásveg.
í þessari verðkönnun er borið sam-
an verð milli þessara þriggja klukku-
búða innbyrðis. Síðan er verð í 10-11
borið saman við verð í Hagkaupi og
Bónusi annars vegar og 11-11 búðirn-
ar bomar saman við Kaupstað/M-
iklagarð hins vegar. Allar tölur sem
eiga við Hagkaup, Bónus, Miklagarð
og Kaupstað eru fengnar úr verð-
könnun DV í síðustu viku og vikunni
þar á undan.
Þrjár klukkubúðir
Af klukkubúðunum er 10-10 dýrust
samkvæmt þessari könnun. Tíu
vörutegundir, sem fengust 1 öllum
þremur verslununum, vom dýrastar
í 10-10 við Norðurbrún. Þar kostaði
innkaupakarfa með tíu tegundum
1810 krónur en 1578 í 11-11 og 1569 í
10-11. Óveralegur verðmunur er á
þessum tegundum milli 10-11 og 11-11
búðanna eða níu krónur. Munur á
lægsta og hæsta verði í 10-10 er 241
króna eða 15%.
Þegar Hagkaup, Bónus og 10-11 eru
bornar saman kemur í ljós að
klukkubúðin er dýrust og ekki
óvænt.
Ellefu vörutegundir kostuðu 1899 í
10-11,1820 í Hagkaup og 1637 í Bónus
sem er langódýmst þessara þriggja.
Munurinn á milli 10-11 og Hagkaups
er rétt liðlega 4% sem ekki telst mik-
ið miðað við að klukkubúðin er opin
til 23 öll kvöld vikunnar. Þeir sem
versla alltaf í Bónusi og aldrei í 10-11
greiöa að minnsta kosti 16% minna
fyrir sína matvöru.
Sömu fjórtán vöruliðirnir fengust
í Miklagarði, Kaupstað og 11-11 við
Grensásveg. Af þessum þremur
verslunum er ódýrast að versla í
Miklagarði en þar kostar innkaupa-
karfa með fjórtán tegundum 2027
krónur, í Kaupstað kostar hún 2298
og í ll-ll kostar karfan 2315 krónur.
Það munar 17 krónum milli Kaup-
staðar og 11-11 eöa sjö af hundraði.
Munur á verðinu í Miklagaröi ann-
ars vegar og 11-11 hins vegar er aftur
á móti 14% Miklagarði í hag.
Munur á hæsta og lægsta
Ef teknar er nokkrar vörutegundir
af handahófi úr könnuninni og þær
bornar saman kemur í ljós að munur
á einni sveppadós er 102% eftir því
hvort hún er keypt í Bónusi eða 10-10.
Munur á hæsta og lægsta verði á
Merrild kaffi er 32%. Munur á hæsta
og lægsta verði á lyftidufti er 63%.
Munur á hæsta og lægsta verði á
Weetabix er 77%. Munur á hæsta og
lægsta verði á 100 g af Nescafé er 37J%
og munur á hæsta og lægsta verði á
Dansukker mola er 55%.
Samkvæmt þessu gefur auga leið
að hagsýni og skipulag í innkaupum
á mat getur skilað neytendum dágóð-
um fjárhæðum í hverjum mánuði og
útgjöld ársins geta verið mun lægri.
Matarkostnaður heimilanna er stór
hluti af heildarútgjöldum og ef tekst
að halda þeim kostnaði í lágmarki
er kannski möguleiki að eiga afgang
til einhvers annars. -JJ
innkaupakarfa
-10 vörutegundir -
1810
C32H
Innkaupakarfa
-14 vörutegundir -
Mikligarður Kaupstaður 11-11
llPVll
Innkaupakarfa
-11 vörutegundir -
1899
Bónus Hagkaup 10-11
IrOTM
Hluti þeirra vörutegunda sem fengust alls staðar. DV-mynd Brynjar Gauti
Hagkaup Bónus 10-11 Mikligarður 11-11 Kaupstaður 10-10
Malingsveppir,425g 59 49 79 53 76 76 99
Merrild kaffi 239 219 248 231 249 249 289
Royal lyftiduft 89 79 X 85 105 106 129
Egg, 1 kg 369 340 369 358 369 369 398
Cheerios, 275 g 169 142 X 145 X X 189
Honig spaghetti, 250 g 62 *52 *69 * 57 * 63 * 64 69
NescaféGull, 100g 229 199 236 221 255 254 321
GilletteContour 205 X X 193 255 255 249
5 Ibs. Pillsbury hveiti 139 107 X 131 139 139 165
21 kók 149 137 157 145 158 158 179
200gNescafé,dökkt 317 297 315 X X 365 X
100 g Nescafé, dökkt 163 147 165 154 169 160 202
Molasykur, Sirku 95 X X 89 98 89 125
Molasykur, Dansukker 57 53 77 X 69 79 82
1 kg bananar 125 105 125 121 125 125 X
Atrix handáburður, túpa X 115 135 141 192 192 X
Maggi kartöflumús 51 39 59 48 62 62 69
Weetabix, 215 g X X 110 X 108 X 102
* 500 g Honig spaghetti
Mjólkurvör-
urlækka
Með lækkun verðmiðlunargjalds
míólkur um 1 krónu á hvem litra
veröur lækkun á mjólk og mjólkuraf-
urðum. Lækkunin er mismikil eftir
vömtegundum, allt eftir því hvað
verðmiðunargjald vegur þungt í ein-
stakri framleiðslu.
Hvert kíló af smjöri lækkar um
3,5% úr 551 kr. í 532 krónur, mjólk
og léttmjólk lækkar um 3% úr 68 í
66 krónur hver lítri, undanrenna fer
úr 46 í 45 krónur sem er 2% lækkun,
hvert kíló af skyri lækkar líka um
2% úr 134 í 131 krónur, Ostur 30%
og ostur 45% lækka um 1,5 prósent
og ijómi lækkar um 1,3% sem er 8
krónur á hvem lítra.
Ofangreint verð er hámarkssmá-
söluverð en frjáls álagning er á öðr-
um mjólkurvörum.
Ostur, 45%, kg
Ostur, 30%, kg
Smjör, 1. fi., kg
Skyr
Rjómi, 1/41 fern.
,1/21 fem.
-i 774 kr.
■ 787 kr.
646 kr. _
657 krC
532 kr.
551 kr.
Undanrenna O 4456kkr'
67 kr.
69 kr.
Mjólk, léttmj., □
í 11 fernum m
Mjólk, léttmj., í 3 66 kr.
11 pökkum cB.S8.kr,
294 kr.
298 kr.
■ F. lækkun
□ E. lækkun
Mjólkurvörur
lækka í verði
DV
Hver lítri af mjólk kostar nú tveimur
krónum minna.
Vigdís Stefánsdóttir
### HtéS ttii?!
SKIPUÍÓGÐ INNKAUPOö MATRBDSI.UWBrnR
Verslunin Bónus hefur gefið út
í bókarformi heilræði Vigdísar
Stefánsdóttur sem hefur vakið
athygli fyrír mikla hagsýni í
heimilishaldi. Bókin kostar 259
krónur sem er kostnaðarverð að
sögn Jóhannesar Jónssonar í
Bónusi. Að hans sögn verslar
Vigdís mikið hjá þeim og átti hún
handrit af heilræðum og upp-
skriftum. Bónus keypti handritið
og gefur út sem bókina Viltu
spara og lifa vel af litlu?
í bókinni eru kennd skipulögð
innkaup, þar á eftir koma ódýrar
uppskriftir að hversdags- og há-
tíðarmat, kafli um slátur, magn-
innkaup, að nýta það sem til er,
að spara og spara, fermingar og
afmæli, húsráð, heimilisstörf og
skipulagsform að fjögurra vikna
matseðli.
Bókin er til sölu í verslunum
Bónuss og ef undirtektir verða
góðar verður gefin út önnur bók
í kjölfarið. Auglýst er eftir upp-
skriftum og eru úttektir í Bónusi
í verðlaun.
Steinbítur
ekkitilí
Stjörnufiskbúðinni
I grein meö verðkönnun Verð-
lagsstofnunar, sem birt var í
blaðinu í gær, var ranglega sagt
að dýrasti steinbíturinn í heilu
fengist í Stjörnufiskbúðinni. Eng-
inn siíkur steinbítur var til í búð-
inni þegar könnunin fór fram.
Hiö rétta er að dýrasti steinbítur-
inn í heilu var í fiskbúöínni
Stjörnufiski við Háaleitisbraut.
Paprikan
var ódýrari
Um miöjan febrúar birtist á
neytendasíðu viötal við Svövu
Ámadóttur, formann Verkalýös-
félags Raufarhafnar, ásamt verö-
könnun sem verkalýðsfélögin í
fjórðungnum framkvæmdu. Hún
talar þar um verðmun á papriku
og agúrkum milli Reykjavikur og
Raufarhafnar. Á henni mátti
skilja að verðiö hefði veriö 800 og
1000 krónur þegar verðkönnunin
var gerð. Hins vegar var ekki
kannaö verö á þessum grænmet-
istegunum á ’þessum tíma. Það
sem Svava átti viö að dæmi væru
tíl um aö agúrka hefði kostað
rúmar 800 krónur og paprikan
nærri 1000 krónur þegar verð
væri mun lægra i Reykjavík.
-JJ