Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 30
42
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1993
Fólkífréttum______________.
Snorri Þórisson
Snorri Þórisson kvikmyndatöku-
maður, Álfatúni 4, Kópavogi, hlaut
Menningarverðlaun DV fyrir kvik-
myndatöku myndarinnar Svo á
jörðusemáhimni.
Starfsferill
Snorri fæddist í Reykjavík 20.5.
1949. Hann stundaði nám við Iðn-
skólann í Reykjavík og lauk sveins-
prófi í útvarps- og sjónvarpsvirkjun
hjá Rikissjónvarpinu. Þar starfaði
hann á árunum 1967-78. Þá stofnaði
Snorri Saga film ásamt Jóni Þór
Hannessyni og nokkrum öðrum.
Snorri starfaði hjá Saga film fram
á sl. haust er hann seldi sinn hlut í
fyrirtækinu. Hann stofnaði síðan
kvikmyndafélagið Pegasus sem
framleiðir kvikmyndir fyrir inn-
lendan og erlendan markað.
Þá stofnaði Snorri íslensku leik-
ritamiðstöðina ásamt Hrafni Gunn-
laugssyni og Jóni Þór Hannessyni
1978. Snorri hefur kvikmyndað mik-
inn fjölda íslenskra sjónvarpsleik-
rita á vegum Ríkissjónvarpsins.
Hann kvikmyndaði og var meðhöf-
undur að handriti stuttmyndarinn-
ar Lilju, kvikmyndaði Óðal feðr-
anna og kvikmyndaði, khppti og
átti þátt í handritagerð myndarinn-
ar Húsið. Snorri hefur setið í stjórn
Félags kvikmyndagerðarmanna og
situr nú í stjóm og er varaformaður
Félags kvikmyndaframleiðenda.
Fjölskylda
Kona Snorra er Erla Friðriksdótt-
ir, f. 30.9.1951, grafiskur hönnuður,
dóttir Friðriks Stefánssonar, starfs-
manns hjá Ríkissjónvarpinu, og
Þóra Björgvinsdóttur, lengst af
skrifstofumanns hjá SÍS.
Böm Snorra og Erlu eru Friðrik
Þór Snorrason, f. 22.11.1970, nemi í
alþjóðasamskiptum í Bandaríkjun-
um; Lilja Ósk Snorradóttir, f. 2.6.
1977, nemi í foreldrahúsum; Björk
Snorradóttir, f. 14.2.1979, nemi í for-
eldrahúsum.
Systkini Snorra eru Metúsalem,
f. 17.8.1946, skrifstofumaöur í
Reykjavík; Oddný, f. 23.5.1948, hús-
móðir í Reykjavík; Soffía, f. 9.12.
1953, skrifstofumaður hjá Lands-
virkjun; Ragna, f. 10.6.1957, fóstra
við Sólheima í Grímsnesi.
Foreldrar Snorra eru Þórir Guð-
mundsson, f. 9.5.1919, lengi fulltrúi
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
og Amfríður Snorradóttir, f. 26.2.
1925, húsmóðir.
Ætt
Þórir er sonur Lúðvíks útgerðar-
manns, bróður Júlíusar stórkaup-
manns, afa Júlíusar Agnarssonar í
Stúdíó eitt. Lúðvík var sonur Stef-
áns, verslunarstjóra á Djúpavogi,
bróður Stefaníu, ömmu Páls Stef-
ánssonar, auglýsingastjóra DV.
Stefán var sonur Guðmundar,
hreppstjóra á Torfastöðum í Vopna-
firði, Stefánssonar.
Móðir Þóris var Oddný Metúsal-
emsdóttir, b. á Burstafelh, Einars-
sonar, guhsmiðs þar, Einarssonar.
Móðir Oddnýjar var Elín, systir Ól-
afs á Sveinsstöðum, afa Jóns Magn-
ússonarfréttastjóra. Systir Ehnar
var Gróa, langamma Boga Ágústs-
sonar fréttastjóra. Ehn var dóttir
Ólafs, alþingismanns á Sveinsstöð-
um í Þingi, bróður Guðrúnar, móð-
ur Hallgríms biskups og ömmu'
SveinsBjörnssonar forseta. Önnur
systir Ólafs var Sigurbjörg, amma
Jóns Þorlákssonar forsætisráð-
herra. Þriðja systir Ólafs var Þór-
unn, langamma Jóhanns Hafstein
forsætisráðherra. Ólafur var sonur
Jóns, alþingismanns og prófasts í
Steinnesi, Péturssonar, ogEhsabet-
ar Bjömsdóttur, ættfóður Bólstað-
arhhðarættarinnar, Jónssonar.
Móðir Gróu var Oddný, systir Guð-
rúnar, langömmu Ólafs Olafssonar
landlæknis. Oddný var dóttir Ólafs,
b. og hreppstjóra á Litlu Giljá,
Bjömssonar.
Amfríður er dóttir Snorra, bók-
haldara í Reykjavík, bróður Elín-
borgar, ömmu Jóns Hákons Magn-
ússonar framkvæmdastjóra. Snorri
var sonur Sturlu, skipstjóra á
ísafirði, Jónssonar, hreppstjóra á
Sveinseyri af Dehdartunguætt, Há-
Snorri Þórisson.
konarsonar. Móðir Snorra var Arn-
fríður Ásgeirsdóttir, b. á Kleifum við
Djúp, Magnússonar, af Vigurætt.
Móðir Amfríðar var Ranneig, systir
Guðrúnar, langömmu Jóns Bald-
vins utanríkisráðherra. Rannveig
var dóttir Ólafs, b. á Skjaldfónn,
Jónssonar.
Móðir Arnfríðar var Jakobína
Soffía Grímsdóttir, trésmiðs í Lang-
eyjarnesi Þorlákssonar, b. í Rúfey,
Bergstgeinssonar, og Þorbjargar
Eyjólfsdóttur, alþingismanns í
Svefneyjum, Einarssonar. Móðir
Jakobínu Soffíu var Jóhanna Jó-
hannesdóttir, b. á Bústööum í
Reykjavík, Oddssonar.
Afmæli
Ambjörg Edda Guðbjömsdóttir
Ambjörg Edda Guðbjömsdóttir
framkvæmdastjóri Verkfræðingafé-
lags íslands, Stuðlaseh 14, Reykja-
vík, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Ambjörg fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Laugameshverfinu.
Hún lauk verslunarskólaprófi frá
Bifröst í Borgarfirði 1963 og varð
síðar stúdent frá MH1983.
Ambjörg starfaði að námi loknu
á lögmannsskrifstofu Ágústs
Fjeldsted, Benedikts Sigurjónssonar
o.fl. Hún starfaði síðan sem fram-
kvæmdastjóri Lögmannafélags ís-
lands um nokkurra ára bil.
Að því loknu tók Ambjörg sér
nokkurra ára frí til að sinna heimil-
isstörfum en sat á þeim tímaeitt ár
ílagadehdHÍ.
í ársbyrjun 1989 réð Ambjörg sig
svo sem framkvæmdastjóra Verk-
fræðingafélagsins og gegnir þeirri
stöðuídag.
Fjölskylda
Arnbjörg giftist 24.7.1964 Grími
Valdimarssyni, f. 16.6.1943, fram-
kvæmdastjóra Pólar hf. og formanni
Glímufélagsins Armanns. Hann er
sonur Valdimars Sveinbjörnssonar,
íþróttakennara í MR, og Herdísar
Maju Brynjólfsdóttur húsmóður.
Þauerubæðilátin.
Ambjörg og Grímur eiga fimm
börn, þau eru: Guðbjöm, f. 1.3.1961,
starfsmaður hjá Pólar hf. og fyrrv.
íslandsmeistari í akstursíþróttum, í
sambúð meö Sigríði Hafsteinsdótt-
ur. Fyrir átti Guðbjörn Ehsabetu
Eddu; Valdimar, f. 5.12.1965, lands-
hðsmaður í handbolta og leikur með
meistaraflokki Vals, í sambúð með
Kristínu Gísladóttur. Fyrir átti
Valdimar Esther Ösp; Gunnar, f. 7.5.
1969, nemi í Tækniskóla íslands og
skíðakennari hjá ÍR, býr í heima-
húsum; og tvíburamir Arna og
Hera, f. 1.4.1979, nemar í Öldusels-
skóla, og búa í heimahúsum.
Systkini Arnbjargar eru: Hafdís
Karóhna, 30.11.1946, kennari í Sví-
þjóð og á hún tvö böm; Kristján
Valberg, f. 12.121947, trésmiður,
kvæntur Kristínu Guðmundsdótt-
ur, og á hann þrjú böm; Guðmund-
ur, f. 24.6.1949, trésmiður, í sambúð
með Eygló Eyjólfsdóttur og á hann
þijú böm; Sólrún, f. 1.5.1951, hús-
móðir og nemi í HÍ, gift Ólafi Sig-
urðssyni og eiga þau fjögur börn;
Ásgerður, f. 9.2.1955, húsmóðir á
Kýpur, gift Baldvini Jónssyrú og
eiga þau tvö böm. Fyrir átti Ásgerð-
ur tvö böm; og Arinbjöm, f. 23.5.
1957, málarameistari, kvæntur Ólaf-
íu Björk Bjamason Rafnsdóttur og
eiga þau þrjú böm böm.
Foreldrar Ambjargar eru Guð-
björn Guðmundsson, f. 16.6.1920 á
Kethvöhum, Laugardalshr. Ám.,
byggingameistari og Þóra Krisljáns-
dóttir, f. 17.9.1923 í Einholti, Bisk-
upstungnahr., Ám., húsmóðir í
Reykjavík. Þau skhdu.
Ætt
Guðbjörn var sonur Guðmundai-
Ingimars, b. Kethvöllum og Böð-
móðsstöðum, Njálssonar, lausa-
manns í Efstadal, Jónssonar. Kona
Njáls var Ólafía Guðmundsdóttir
frá Vatnsnesi, Grímsneshr., Árn.
Kona Guðmundar Ingimars var
Karólína, húsmóðir frá Miðdalskoti,
Laugardalshr., Ám., Ámadóttir, frá
Vatnagörðum í Landsveit, Rang., b.
Miðdalskoti, Guðbrandssonar og
k.h. Guðrúnar frá Efra-Ranakoti á
Stokkseyri, Jónsdóttur, b. þar, Jóns-
sonar og k.h. Guðfinnu Bjamadótt-
Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir.
urfráGaulverjabæ.
Foreldrar Þóru vom Kristján, b.
Einholti í Biskupstungum, Þor-
steinsson og Ambjörg Jónsdóttir,
Diörikssonar og k.h. Guðfinnu
Magnúsdóttur.
Arnbjörg tekur á móti gestum á
heimih sínu á mihi kl. 18 og 20 á
afmæhsdaginn.
Fríða Pétursdóttir
Fríða Pétursdóttir húsmóðir, Hvas-
saleiti 58, Reykjavík, er sjötíu og
fimmáraídag.
Starfsferill
Fríða fæddist á Bíldudal og ólst
þar upp. Með húsmóðurstörfunum
stundaði hún margs konar störf á
Bhdudal, m.a. við fiskvinnslu og af-
greiðslustörf í Kaupfélagi Amfirð-
inga.
Eftir að þau hjónin fluttu tii
Reykjavíkur 1971 vann hún m.a. viö
afgreiðslu í Kexverksmiðjunni Esju,
Versluninni Rangá og í Álfheima-
bakaríi.
Fjölskylda
Fríða giftist 31.12.1939 Brynjólfi
Eiríkssyni, f. 4.10.1913, vélgæslu-
manni og síðar verslunarmanni.
Hann er sonur Eiríks Eiríkssonar,
útvegsb. í Bíldudal, og Sigríðar
Brynjólfsdóttur húsmóður.
Böm Fríðu og Brynjólfs em Pét-
ur, f. 17.7.1940, forstöðumaður Hóla-
lax á Hólum í Hjaltadal, kvæntur
Sigfríði Angantýsdóttur skólasljóra
og eiga þau þijú böm; Sigríður, f.
10.9.1942, ritari í Reykjavík, gift
Erni Enghbertssyni flugstjóra og
eiga þau þijá syni; Gyða, f. 16.11.
1948, húsmóðir í Reykjavík, gift Jó-
steini Kristjánssyni veitingamanni
og eiga þau fimm böm; Valgerður
Kristín, f. 21.4.1956, nemi við HÍ,
gift Anders Hansen, bónda og blaða-
manni og eiga þau tvö böm.
Fríða átti sex systkini en á nú eina
systur á lífi, Óhnu, f. 25.12.1907,
fyrrv. húsfreyju á Daðastöðum í
Óxarfirði. Systkini hennar sem látin
em; Kristín, f. 30.8.1905, d. 14.8.1977,
kennari á Bíldudal; Gyöa, f. 12.8.
1906, d. 1.6.1949, húsmóöir á Bhdu-
dal; Bjami, f. 27.1.1909 og Bjöm, f.
2.6.1920, sjómenn á Bíldudal sem
báðir fómst með Þormóði 118.2.
1943; Sæmundur Erlendur, f. 4.6.
1912, d. 14.4.1970, búsettur á Bhdu-
dal.
Foreldrar Fríðu vom Pétur
Bjamason, f. 31.12.1876, d. 22.8.1963,
skipstjóri á Bhdudal, og Valgerður
Kristjánsdóttir, f. 23.3.1879, d. 24.7.
1937,húsmóðir.
Ætt
Pétur var sonur Bjama Péturs-
sonar hreppstjóra og Óhnu Ólafs-
Fríða Pétursdóttir.
dóttur í Dufansdal. Valgerður var
dóttir Kristjáns, smiðs á Bhdudal,
Kristjánssonar, og Kristínar Jóns-
dóttur.
Fríða tekur á móti gestum hjá
dóttur sinni og tengdasyni, Deplu-
hólum 4, á morgun, fóstudaginn 5.3.,
frákl. 18.30.
Til hamingju með daginn 4. mars
Geirmundur JúJiusson,
HUf 2, Torfunesí, isafirðl.
Guðný Etnarsdóttir,
Geitlandi 6, Reykjavik.
Margrét Víglundsdóttir,
Sundabúö 2, Vopnaflrði.
Ásgeir Hótm Jónsson,
DalSBerði 2e, Akureyri.>
Miliy Birna Haraldsdóttir,
Stórateigi 27, Mosfelisba*. ;
Sígurlaug Jóhannesdóttir,
Kúrlandi 9, Reykjavík.
Gunnar Egilsson, i
Völusteinsstræti 6, Bolungarvik.
Guöný Fanndal,
Suöurgötu 6, Siglufiröi.
Guðrún Valdiinarsdóttir,
Hamrahlíð 17, Reykjavik.
Sigríður Jónsdóttvr,
Birkigrund 33, Kópavogi.
Björn Guðmundsson,
Miötúni 2, Reykjavík.
JúÍiana Úiafsdóttir,
Aöalsö-æti 26, Þlngeyn.
Jón Pétursson,
Álftamýri 2, Reykjavík.
Stefan Egilsson,
Kirkjuvegi u. Keflavík.
Sfcbjöm Jónsson,
Búhamri 35, Vestmannaeyjum.
Magnús Jónatansson,
Beykilundí 8. Akureyri.
Tryggvi Sigurðsson,
Nökkvavogi 16, Reykjavík.
Hailgrímur Einarsson,
'rongötu 22, Keflavik,
Kristín Jóhannsdóttir,
Bláhömrum 9, Reykjavík.
Skafti Ragnarsson,
Latigagerði 32, Reykjavík.
Pétur Jóaklmsson,
Arnarhrauni 4, Hafiiarfirði.
Unna Jónsdóttir,
Þrúðvangi 20, Hafnarflrði
Jón Púls Guðmuudssón,
Sléttuvegi 13, Reykjavík.
Nurmanu Ðirgir Jónsson,
Svarthömrum 40, Reykjavik.
Háaleitisbraut 28, Reykjavik.
Þórbjörg E.M. Kvaran.
Aöalstreeti 8, Retkjavík.
_ . J Inga Flosadóttir,
Efstasundi 92, Reykjavik.
Anna Jóhanna Stefúnsdóttir,
Stifluseli 1, Reylgavik.
Gylfi Njúli Jóhannsson,
Kaplaskjólsvegi 55. Reykiavik.
Eygló Aðalstéinsdóttir,
Túngötu 11, Fáskrúðsflröi.