Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1993 Spumingin Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór? Svava Jónsdóttir, 5 ára: Ég veit þaö ekki. Lúðvík Ægisson, 6 ára: Gröfumaður. Þaö er svo spennandi. Vala Hannesdóttir, 6 ára: Sjoppu- kona af því þaö er skemmtilegast. Silja Þórðardóttir, 6 ára: Ég ætla að vera Rauöa kross kona og þjarga fólki. Eyrún Helga, 5 ára: Bóndakona af því að mér finnst dýr svo skemmti- leg. Bragi Freyr Helgason, 5 ára: Kannski sundkennari. Lesendur Glæpir og refsingar „Almenningur hlýtur að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau láti hart mæta hörðu í baráttunni við glæpalýðinn," segir í bréfi lesanda. Einar Vilhjálmsson skrifar: Þegar löggæslan hefur hendur í hári afbrotamanna er venjan að sleppa þeim eför skýrslutöku og máliö síðan sent dómara til meðferð- ar. En dómtaka dregst gjaman og munu þess dæmi að mál fymist af þeim sökum. Tæknilega getur hinn seki seinkað afgreiðslu mála með því að fremja nýtt afbrot áður en hið fyrra er dóm- tekið og gerst þannig síbrotamaður. Þá vex umfang málsins í kerfinu og málið tefst. Þegar afbrotamaður vinnur þannig kerfisbundið nefnist hann síbrotamaður eða góðkunningi lögreglunnar. Engu er líkara en hann ávinni sér þannig atvinnuréttindi í faginu, líkt og fjárglæframenn sem mynda keðju hlutafélaga til þess að veija þjófnaði sína á skattfé og sparifé almennings og komast upp með það. Innbrot og ofbeldi virðist hafa færst í vöxt und- anfarið og sömu menn verið að verki í fjölda mála. Dæmi mun vera um það að sami bófi hafi framið yfir 90 afbrot. Almenningur er varaður viö að snúast gegn þessum glæpalýð vegna hættu á að verða fyrir líkamsmeið- ingum. Brot á friðhelgi heimila með þessum hætti ætti skilyrðislaust að varða áralangri fangelsisvist og ástæðulaust að gera of miklar kröfur til aðbúnaðar í fangelsum sem þyrfti að koma upp á meöan þessi óöld gengur yfir. Þessi umsvif innbijótsþjófa hljóta að byggjast á greiðri sölu á þýfi og þess vegna nauðsynlegt að leita þá uppi sem versla með slíkan vaming. Hugsanlegt er að þýfi sé komið á markaö erlendis. Það ætti að bregð- ast líkt við síbrotamönnum á fjár- málasviðinu, sem oft njóta aðstoðar háskólamenntaðra tæknimanna við iðju sína, og gagnvart innbrotsþjóf- um sem oft beita líkamlegu ofbeldi. í steininn með þá. Almenningur hlýtur að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau láti hart mæta hörðu í baráttunni við glæpa- lýðinn. Er ekki kominn tími til þess að lögreglumenn verðir ráðnir til starfa í Garðakaupstað? Þjófnaðir og innbrot í Garðabæ undanfarið hljóta að leiða til þess aö komið verði upp lögreglustöð í bænum. Hafa bæjaryf- irvöld ekkert gert í máhnu? Almennar kurteisisreglur Sólveg Tryggvadóttir og Laufey Árnadóttir skrifa: Viö frænkumar bmgöum okkur á leiksýningima Bensínstöðina hjá Nemendaleikhúsinu í Reykjavík fyr- ir skömmu. Við mættum glaðar til leiks og létum það ekkert á okkur fá þó svo að drengurinn í miðasölunni hefði verið frekar þurr á manninn. Sjálf sýningin var ágæt en eins og gengur og gerist vom sumir betri en aðrir. Við hefðum yfirgefið Lindarbæ glaðar í bragöi ef ekki hefði komið tíl atviks sem nú segir frá. Eftir sýninguna ætluðum við að fá að hringja og báram kurteislega fram þá ósk við miðasölumanninn, þar sem enginn peningasími var á staðnum. Hann brást mjög neikvætt við og var með dónalegar athuga- semdir sem við hefðum getað túlkað sem grín ef ekki hefði verið fyrir fýlusvipinn á manninum. Eftir símtalið biðum við í anddyr- inu eftir því að verða sóttar. Fljótlega eftir sýningu tóku leikarar að tínast fram og fóm síður en svo hljóölega. Þegar flestir gestanna voru famir upphófust læti og leiðindastælar af hálfu starfsfólks sem kom okkur mjög á óvart. Eftir nokkra bið tókum við að ókyrrast því enginn skeytti um vem okkar og viö virtumst síður en svo velkomnar. Því stigum viö út fyrir til að svipast um eftir bílstjóran- um okkar. Þá loks kom hreyfing á manninn í miðasölunni, við bjugg- umst við að hann myndi koma til að bjóða okkur að bíða inni en þess í stað skellti hann á okkur huröinni. Viö þurftum að bíða í hagléli og 7 vindstigum í 20 mínútur í okkar fín- asta pússi. Starfsfólkið, sem leið átti fram hjá, sá ekki ástæðu til þess að bjóða okkur inn fyrir þrátt fyrir veðrið. Svona framkoma og ókurteisi er eitthvað sem við höfum aldrei kynnst áður í leikhúsi og viljum viö minna alla nemendur Leiklistarskólans á að leikhús er fyrst og fremst þjón- usta. Viðskiptavinur verður að geta farið ánægður út eftir vel heppnaða leiksýningu og góða þjónustu. Fóstureyðingar og f ósturbörn „Það er síður en svo auðvelt fyrir konur að ganga I 9 mánuði með barn undir belti, að ganga í gegnum fæðinguna svo ekki sé talað um framhaldið," segir í grein bréfritara. Hrlnglð t' síma 63 27 00 millikJ. 14og 16-eóa skrifíð Nafn ORiimanr. vciður að fylg|a brM um I.B.G. skrifar: Fóstureyöingar vom til umfjöllun- ar í sjónvarpinu fyrir stuttu og þátt- urinn vakti upp heilabrot. Það er síð- ur en svo auðvelt fyrir konur að ganga í 9 mánuði með bam undir belti, að ganga í gegnum fæðinguna svo ekki sé talað um framhaldið. Bleiuþvott, andvökur og aðra ar- mæðu. Þaö er því ekki skrítið þótt mæðumar vilji sjálfar ráöa því hvort þær vilji standa í þessu eöa ekki. Einnig veröur að taka tílht til þess að eftirspurn er töluverð eftir fóstur- bömum. Bamlaust fólk er til í að borga himinháar upphæðir fyrir að fá böm. Ég sé þó fyrir mér nei- kvæðni þjóðfélagsins þar sem farið yrði að ræða um þrælasölu eða eitt- hvað í þeim dúr en ég get þó ekki séð að það sé sambærilegt. Sá sem metur einstaklinginn mest á að fá hann og stúlka sem léti frá sér bam, vegna aðstæðna, gæti vel verið fær um það síðar á lífsleiðinni að ala upp bam þegar betur stendur á hjá henni. Mér finnst þó að binda megi klásúlu við samninga af þessu tagi þar sem hinni raunverulegu móður verði gert kleift að tryggja sér forræðið yfir barni sínu ef henni snýst hugur fyrir fæðinguna. Feðrunum sjálfum þarf ekki aö blanda neitt inn í þessa umræðu, lög- fræðilega séð hefur það ekkert með þá að gera. Anna hringdi: Þiö sem eigið 5,6,8 og 9 og fáið aldrei vinning hjá Happdranti Háskóla íslands hafið þið tekið eftir því hve oft næsta númer við ykkar miða fær vinning? Hringið og spyrjið hvort HHÍ eigi miðann. Það hef ég gert og svarið var já. Við viljum aö hætt verði við tölvudrátt. Misnotkun kerfisins Ólöf hringdi: Ég hef aldrei kosiö Alþýðu- flokkimi en vil lýsa ánægju minni með margt það sem Sighvatur er að gera. Það er orðið löngu tíma- bært að taka á misnotkun á óskráöri sambúð enda geysilegar fjárhæðir sem fólk hefur svindlað úr kerfinu. Kannski þurfum við dálitið harkalegar aðgerðir í sara- bandi við lyfiasparnað og annað slíkt til að við fórum að horfast í augu við að við berum ábyrgð á heilsu okkar og verðum aö breyta lífsstílnum. i framtíöinni, með fjölgun eldra fólksins og fækkun yngra fólks- ins, verða það æ færri einstakl- ingar sem standa undir sam- neyslunni. Há lyftugjöld Guðmundur Guðmundson hringdí: Ég vildi gjarnan vekja athygli á hversu lyftugjöld á skíðasvæðum eru orðin óheyrílega há á svæð- um fyrir höfuðborgarbúa. Ef 5 manna fjölskylda bregður sér á skíði hálfan dag eru lyftugjöldin 2.300 krónur (700 fyrir fullorðna, 300 fyrir börn). Þá er ekki tekinn með í reikninginn sá kostnaöur sem fylgir því að komast á stað- inn. Ég vil taka þaö fram að lyftu- gjöld í Hlíðarfjalli við Akureyri hafa verið lækkuð mikið. Væri ekki ráð að nota hluta lottógróð- ans til þess að greiða niður gjöld í skiðalyftur fyrir íbúa á höfuð- borgarsvæðinu? Ósvíf ni þeinra númerslausu G.R. skrifar: Eftir að lögreglan hóf aðgerðir sínar í númerakhppingum óskoð- aðra bfla er farið að bera á þvi aö þeir sem eiga númerslausa bíla leggi í þá áhættu að taka bíl- inn og skjótast mifli húsa eða borgarhluta, a.ra.k. hér i Reykja- vík. Ég varð var við einn slíkan, og hann í frekari kantinum, aka á undan mér í Háaleitishverfinu einn morguninn. Þetta var hvítur langbakur af miðlungsstærð og ökumaðurinn var ekki að vila fyrir sér þótt komið væri gult ljós á undan rauðu, heldur gaf í sem óður væri og hvarf eins og örskot á undan öllum sem á eftir voru. A.E. hringdi: Ég hef orðið var við aö það er mjög algengt að lyftureglur séu sniögengnar. Samkvæmt reglun- um eiga að vera upplýsingar um hámarksþyngd, matinfjolda auk ýmissa annarra upplýsinga og þaö er mjög algengt að svikist er um aö hafa þessar upplýsingar á takteinum. Það er vonándi að úr þessu verði bætt og þeir sem sjá um eftirlit með þessu fylgi því harðar eftir. Á mörgum stöðum erlendis er vigt i lyftunum sem gefur upp- lýsingar um samtalsþyngd fólks sem í lyftunni er hveiju sinni, Það væri það allra besta í stöð- unni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.