Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 20
32
FIMMTUDAGUR 4. MARS1993
Iþróttir
Á laugardaginn kemur mun
Ungmennafélagið Breiðablik
standa fyrir fyrsta víðavangs-
hlaupi ársins. Hlaupíð verður frá
Kópavogsvelii eftir götum og
göngustígum. Keppt verður
þremur aldursflokkum karla og
kvenna. 16 ára og yngri hlaupa 3
km, 17-39 ára og 40 ára og eldri
6 km. Búist er við mikilli þátttöku
þar sem vinsældir viðavangs-
hlaups hafe stóraukist á undan
förnum árum.
Á föstudaginn kemur kl. 18
verður hlaupaleið kynnt og
keppnisgögn afhent í húsi Breiða
bliks viö sandgrasvöllinn. Tekiö
verður á móti þátttökutilkynn-
ingum í síma 641990 og fax:
91-40050.
-JKS
íslenska landsliöið í borðtennis
tekur um næstu helgi þátt i Evr-
ópukeppni landsliða en ísland
leikur í B-riðli 3. deildar. Þrír
ieikmenn hafa veriö valdir til far*
arinnar, þeir IQartan Briem,
Kristján Jónasson og Aðalbjörg
Björgvinsdóttir. ísland leikur i
riðli með Guemsey og Lieehten-
stein. Landsliösþjálfari er Hjálm-
ar Aðalsteinssoa
-JKS
70liðkomin
á lceland-cup
Um 70 félög hafa nú tílkynnt
þátttöku á Iceland-cup, alþjóö-
legu handboltamóti fyrir ungl-
inga sem handknattleiksdeild FH
í samvinnu viö íþróttadeild Úr-
vals-Útsýnar stendur fyrir um
páskana. Af þessmn 70 liðum eru
10 erlendis frá og meðál annars
þýskaliöið Gummersbach. Frest-
ur til aö tilkynna þátttöku er að
renna út og lokafrestur er til
mánudags. Skráning er hjá Geir
Hállsteinssyni 1 síma 50900.
Knattspyrnu-
skóli KBíBelgíu
Skráning stendur nú yfir í lún-
um sívinsæla knattspymuskóla
KB i Belgíu sem verður 23.-30.
maí. Mikil aösókn hefur veriö í
skólann undafarin ár og því er
ráðlegt fyrir þá sem hafa hug á
að saekja skólann áö skrá sig hjá
iþróttadeild Úrvais-Útsýnar sem
fyrst í s. 699300.
Heimsmet
Rússneska stúlkan Lyudmila
Narozhilenko setti i fyrrakvöld
nýtt heimsmet í 60 metra grinda-
hlaupi á fijálsíþróttamótí innan-
húss á Spáni. Tinú hennar var
7,68 sekúndur en gamla metiö,
sem hún átti sjálf, var 7,69 sek.
-GH
U-16 liðið
LandsJið íslands U-16 ára, sem
leikur tvo ieiki gegn Skotum 7.
og 9. apríl, hefur verið valið og
er það þannig skipað: Helgj Áss
Grétarsson, Fram, Gunnar
Magnússon, Fram, Amar Ægis-
son, FH, Kjartan Antonsson,
UBK, Vilþjálmur Vilhjálmsson,
Oskar Bragason, KA, Freyr
Bjamason, TA, Valur Gísiason,
Austra, Þórhallur Hinríksson,
KA, Eiður S. Guðjohnsen, Val,
Halldór Hilmisson, Val, Grétar
Sveinsson, UBK, Ámi Gunnars-
son, EBV, Þorbjöm Sveinsson,
Fram, Nökkvi Gunnarsson, KR,
Andri Sigþórsson, KR.
-GH
Fyrrum þjálfari
Monicu Seles
hjá Þrótturum
- þjálfar þar næstu tvö árin
Tennisdeild Þróttar hefur gert
tveggja ára samning við króatíska
tennisþjálfarann Bozo Skaramuca.
Bozo hefur 20 ára starfsreynslu sem
tennisþjálfari og hefur þjálfað meðal
annars á Ítalíu, Spáni og í Þýska-
landi. Áður en stríðið braust út í fyrr-
verandi Júgóslavíu rak hann 3 tenn-
isskóla í heimaborg sinni Dubrovnik
en þeir hafa nú allir verið sprengdir
í loft upp.
Bozo er fyrrverandi þjálfari
Monicu Seles sem um þessar mundir
er langsterkust kventennisleikara í
heiminum. Hana þjálfaði hann þegar
hún var á aldrinum 9-11 ára en á
þessum árum varð hún Evrópu-
meistari og óopinber heimsmeistari.
Hann hefúr einnig verið aðstoðar-
þjálfari Davis-Cups liðs Júgóslavíu
en þar lék góðvinur hans Goran
Ivanisevic sem um þessar mundir er
í fjórða sæti heimslistans og lék til
úrslita á síðasta Wimbledonmóti.
Með honum hér á landi er kærasta
hans og aðstoðarmaöur, Elena Pog-
orelova. Hún er mjög sterkur tennis-
leikari og er í rússneska kvenna-
landsliðinu í tennis. Hún keppti á
síðasta ári í Federartion Cup, liði
Samveldis sjálfstæðra ríkja. Pogor-
elova hefúr hæst komist niður fyrir
300 sæti á styrkleikalista bestu tenn-
iskvenna.
Koma þessa pars hefur virkað sem
vítamínsprauta á þau böm og ungl-
inga sem hafa verið að æfa tennis.
Sameiginlegar æfingar tennisdeilda
Þróttar og Víkings fara fram í húsi
TBR alla virka daga frá 13-17 auk
nokkurra tíma um helgar og þeir sem
áhuga hafa geta mætt á staðinn og
kynnt sér málin. í sumar mimu þau
starfrækja tennisskóla á tennisvöll-
um Þróttar auk þess að sjá um alla
þjálfun keppnismanna félagsins.
Bozo þjálfar einnig um þessar
mundir, á vegum Tennissambands
íslands, hóp tenniskvenna og karla.
Úr þessum hópi verður valið tennis-
landsliðið sem keppa mun fyrir hönd
íslands á Smáþjóðaleikunum sem
fram fara á Möltu í maí.
-GH
NBAínótt:
Yfirburdir
hjá Boston
Boston Celtics gjörsigraði San An-
tonio Spurs í bandaríska körfubolt-
anum í nótt. Liðin áttust við í Boston
Garden og höföu heimamenn yfir-
höndina allan leikinn og sýndu mikla
yfirburði. Sherman Douglas gerði 23
stig fyrir Boston og Robert Parish og
Kevin Gamble sín 19 stig hvor.
Chicago Bulls vann öruggan sigur
á DaUas í nótt en Michael Jordan lék
ekki með Chicago. Er þetta í fyrsta
skipti í átta ár sem liðið vinnur leik
án Jordans, sem hvildi, enda and-
stæðingurinn ekki sterkur. Scottie
Pippen skoraði 24 stig fyrir Chicago
og Horace Grant skoraði 21 og liðið
vann sinn sjöunda leik í röð. Hakeem
Olajuwon gerði 30 stig fyrir Houston
Rockets og tók 13 fráköst og hefúr
Houston því imnið átta leiki í röð.
Kenny Smith gerði 22 stig en hjá
Sacramento var Walt Williams stiga-
hæstur með 18 stig.
Karl Malone sýndi frábæran leik
með Utah gegn Detroit, gerði 38 stig
en Detroit er hvorki fugl né fiskur
um þessar mundir. Isiah Thomas
skoraði 40 stig fyrir Detroit og denn-
is Rodman tók 23 fráköst en það
dugði liðinu engan veginn.
Barkley skoraði 36 stig
gegn Philadelphia
Charles Barkley skoraði 36 stig fyrir
Phoenix gegn Philadelphia og tók 17
fráköst. LA Lakers vann athyglis-
verðan sigur á Golden State á úti-
velli og skoraði A.C. Green 24 stig
fyrir Lakers. Nýliðinn hjá Golden
State, Latrell Sprewell, gerði 26 stig.
Seikley tók 34 fráköst
fyrir Miami Heat
Rony Seúíley tók 34 fráköst fyrir
Miami gegn Washington. Steve
Smith skoraði mest fyrir Miami, alls
30 stig.
Urslit leikja í nótt: Boston - San Antonio Miami - Washington Detroit - Utah 132-91 125-106 98 -106
Chicago-Dallas 125-97
Phoenix - Philadelphia 125-115
Golden State - LA Lakers. 111-117
Sacramento - Houston 86 -89
-JKS/SV
Acox hættur
- sterkur miöherji til ÍA í vikimni
„Það komu upp vandræöi heima fyrir hjá Terrence Acox og það varð
að samkomulagi milli okkar að hann myndi hætta strax að leika með
okkur. Þetta var allt gert í sátt og sanúyndi,“ sagöi Hörður Harðarson,
formaður körfuknattleiksdeildar IA, í samtali við DV í gærkvöldi.
DV greindi frá þvi í gær að til stæði að Acox hætti að leika meö ÍA og
viö stöðu hans hjá Skagamönnum tekur Keith Stewart en hann er 2,08
metrar á hæð og vegur um 120 kiló. Stewart, sem kemur til landsins í
vikunni. á að vera nyög öflugur miðheiji og ef þær upplýsingar standast
sem Skagamenn hafa undir höndum mun hann án efa styrkja liðið í úr-
slitakeppni 1. deildar sem framundan er. -SK
Króatíski tennisþjálfarinn Bozo Skaramuca ásamt kærustu sinni, Elenu
Pogorelovu, sem er í rússneska landsliðinu i tennis. DV-mynd GS
VillafærekkiBarnes
Líverpool hafnaöi í gær tilboði knattspymumönnum Bretlands-
frá Aston Villa í enska landsliðs- eyja. Eg geröi hann að fyrirliða
mannin John Barnes. Ron Atkin- liðsins fyrr í vetur og ég er fýllilega
son, framkvæmdastjóri Aston sammála þeim sem sagt hafa að
Villa, var tilbúinn til að látirvarn- hann væri einn af hæfileikaríkustu
armanninn Earl Barrett og mið- knattspyroumönnum landsins,“
vallarleikmanninn Gary Parker i sagði Souness.
skiptum fyrir Baroes fyrir 2 millj* „Hann hefúr átt við erfið meiðsli
ónir punda auk þess sem hann aö stríöa og er þar af leiðandi ekki
ætlaði aö snara fram 1 milljón upp á sitt besta. En ég vil fyrir alla
punda í reíðufé, samtals 3 milljón- mutú halda honum og ég veit að
um. Graeme Souness, stjóri Li- þess verður ekki langt aö bíöa að
verpool, var ekki lengi aö hugsa sig hann komist í sitt gamla form.“
um og hafnaðl þessu tilboði. -GH
„Barnes er enn einn af bestu