Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR16. MARS1993
Fréttir
Eignir lífeyrissjóðanna stefna í 202 milljarða í árslok:
Aukin ásókn út-
lendinga í fjár-
magn sjóðanna
- dreifmg áhættu er lykilatriði, segir Bjami Armannsson
Eignir lífeyrissjóðanna verða ríf-
lega 200 milljarðar í lok þessa árs,
samkvæmt upplýsingum sem DV
hefur aflað sér hjá sjóðunum. í árslok
1991 voru eignimar metnar á ríflega
157 milljarða. Á tveimur árum auk-
ast eignimar að raunvirði um fjórð-
ung. Meðal erlendra verðbréfafýrir-
tækja hefur orðið vart aukins áhuga
á fjármagni sjóðanna en enn sem
komið er hafa íslensku sjóðimir
haldið að sér höndum. Með gildis-
töku EES-samningsins verður lífeyr-
issjóðum heimilt að fjárfesta erlendis
og er búist við að sjóðimir nýti sér
þá heimild.
í nýjasta hefti Vísbendingar kemur
fram að 91 prósent af eignum ís-
lensku sjóðanna era í innlendum
skuldabréfum. Um 7 prósent eigna
sjóðanna em á lausu á peningamark-
aðinum, til að mynda í bönkum. Er-
lend hlutabréfaeign er nær engin en
um 1,8 prósent eigna er bundið í inn-
lendum hlutabréfum. í árslok 1991
áttu sjóðimir hlutabréf fyrir alls 2,8
milljarða en talið er að hlutabréfa-
markaðurinn sé upp á 35 milljarða.
Samkvæmt Vísbendingu er þessu
ólíkt farið í öðrum löndum. í Bret-
landi em um 52 prósent af eignum
lífeyrissjóðanna í innlendum hluta-
bréfum og 18 prósent í erlendum
bréfum. í Bandaríkjunum hafa sjóð-
irnir sett 43 prósent eigna sinna í
innlend hlutabréf og 4 prósent í er-
lend. í Japan hafa sjóðimir sett 22
prósent eigna í innlend hlutabréf og
10 prósent í erlend. í Hollandi hafa
sjóðimir sett 7 prósent eigna í inn-
lend hlutabréf og 13 prósent í er-
lend.
Hættulegt að hafa
allt í einni körfu
í grein, sem Bjami Ármannsson,
starfsmaður Kaupþings, skrifar í
Vísbendingu, segir hann að það geti
reynst hættulegt fyrir íslensku líf-
eyrissjóðina að binda allar sínar
eignir við verðmæti sem háð em ís-
lensku efnahagslífi. Á það er meðal
annars bent að krónan sé fallvaltur
gjaldmiðill. Auka þurfi áhættudreif-
inguna og því sé það spurning hvort
ekki sé rétt að auka flárfestingar á
erlendum hlutabréfum.
í því' sambandi bendir Bjami á að
huga verði að því að fjárfest sé á
mismundi efnahagssvæðum. Þannig
megi draga úr heildaráhættu verð-
bréfasafnsins og meö slíkri dreifingu
sé hægt að ná hærri ávöxtun án þess
að áhættan sé aukin.
„Dreifing áhættu er því lykilhug-
tak við fjárfestingar erlendis. Þá ættu
fjárfestar einnig að hafa í huga dreif-
ingu milli efnahagssvæða og hversu
háö eitt efnahagssvæði er öðru.“
-kaa
Það verður í nógu aö snúast hjá kynbótahrossadómurum í sumar.
Myndin er af efstu hryssunum i fjögurra vetra fiokki á fjórðungsmótinu
á Kaldármelum síðastliðið sumar. DV-mynd E.J.
Kynbótahross
fá vetrardóm
Eigendum og tamningamönnum
kynbótahrossa verður gefinn
möguleiki á almennum vetrarsýn-
ingum í Víðidalnum í Reykjavík 20.
mars næstkomandi og síðar 27. til
30. apríl.
Helstu ástæður þess að boðið er
upp á sýningar svo snemma er að
eigendur og umsjónarmenn kyn-
bótahrossa hafa kvartað yfir rösk-
un á högum hestanna en einnig
kemur inn í dæmið mikill kostnað-
ur við tamningar.
Óskráðum hrossum
vísað burt
Reglum um skráningar verður
framfylgt af hörku og verða hross
ekki tekin í dóm nema að skráning
sé fullnægjandi. Við skráningu
skulu liggja fyrir: nafn hrossins,
uppruni, litur, hveijum fætt (kenn-
itala fyrsta eiganda), kennitala nú-
verandi eiganda, auk fullnægjandi
upplýsinga um ættir hrossins. Það
er greinilegt að taka á skráningar-
málin föstum tökum enda hafa þau
verið nokkurt vandamál til þessa.
Skráningargögn Uggja fyrir hjá
Búnaðarfélagi íslands og skrifstofu
Fáks. Tekið er á móti skráningum
í síma 91-19200 og á faxi 91-623058
og skal faxið staðfest með símtali.
Skráningargjald er 1.900 krónur.
Sumarsýningar með
hefðbundnum hætti
Fnundrög að sýningmn sumars-
ins hggja fyrir en síðsumarsýning-
ar svo og sýningar á Austurlandi
eru ódagsettar.
Stóðhestar í Gunnarsholti verða
dæmdir 4. maí, aðkomuhestar 5.
maí og hin árlega sýning Stóð-
hestastöðvarinnar verður 8. maí.
Forskoðun fyrir fjórðungsmót á
Vindheimamelum í Skagafirði
verður á Norðurlandi dagana 11.
maí til 28. maí. Hross í Húnavatns-
sýslum verða dæmd 11., 12. og 13.
maí, í Þingeyjarsýslum 14. og 15.
maí, á Flötutungum 17. maí og á
Melgerðismelum 18. til 22. maí, á
Vindheimamelum 24. til 28. maí.
Sýningar verða á Melgerðismelum
22. maí og Vindheimamelum 28.
maí.
Á Gaddstaðaflötum á Rangár-
bökkum verða hross dæmd, sýnd
og verölaunuð dagana 8. til 13. júni
og á sama tíma á Vesturlandi. Þar
lýkur dómum með sýningu 12. júní.
Hápunktur sumarsins er fjórö-
ungsmótið á Vindheimamelum.
Kynbótahross verða dæmd dag-
anna 30. júní til 2. júlí og sýnd og
verðlaunuö 3. til 4. júlí.
-E.J.
í dag mælir Dagfari
Mönnum er sjálfsagt enn í fersku
minni hvíhk átök áttu sér stað um
aðstöðuna að Sogni. Heilbrigðis-
ráðherra ákvaö að setja þar upp
hæh fyrir geðsjúka afbrotamenn
sem ekki væm hæfir th fangelsis-
vistar og hafa á undanfórnum
ámm verið sendir th útlanda af því
að það hefur ekki verið pláss fyrir
svoleiðis fólk á íslandi.
Bæði var að hér skorti húsnæði
og hér skorti fagþekkingu og þessir
geðsjúku afbrotamenn voru slíkt
vandamál að það var ahs ekki sama
hvar þeir dvöldu og hvemig fara
ætti með þá. Einangrun þeirra varð
að vera algjör, þeir eru sagðir
hættulegir umhverfi sínu og dóms-
mála- og heilbrigðisyfirvöld vom
satt að segja í standandi vandræð-
um með vistun á þessum vesahng-
um sem hvergi vora húsum hæfir.
En svo datt Sighvati þetta snjah-
ræði í hug að senda þá austur að
Sogni og þá varð aht vitlaust í sveit-
inni. Ölfusingar vhdu ekki bjóða
hættunni heim, þeir vhdu ekki
hýsa geðsjúklinga, sem hingað th
hefur jafnvel ekki veriö vogandi að
hafa í landinu. Hreppsnefndin
dehdi, hreppsbúar greiddu atkvæði
og nágrannamir víggirtu bæi sína
tíl að vera sæmhega óhultir fyrir
þessum óboðnu gestum. Geðaf-
brotalæknir sagði Sighvati th synd-
anna vegna þess að Sogn var ekki
bjóðandi fagfólki, heilbrigðisstétt-
irnar mótmæltu og sögðust ekki
vhja vinna utan Reykjavíkursvæð-
isins og svo var það, þegar loksins
var búið að manna hæhð af starfs-
fólki, að starfsfólkið fór í stræk og
neitaði að fara austur.
Segja má að þetta hafi aht verið
samfehd hörmungasaga og þær
hörmungar stöfuðu nær eingöngu
af ástæðum sem voru vistmönnun-
um óviðkomandi, enda gekk um
tíma iha að finna vistmenn og þeir
fáu, sem gáfu sig fram og vitað var
um að væm geðsjúkir afbrota-
menn, létu lítið af sér og vora hinir
ljúfustu.
Nú er það nýjast af Sogni að frétta
að búið er að reka einn starfsmann-
inn frá hælinu og aht farið upp í
loft einn ganginn enn. Þessum
starfsmanni varð það á að leyfa
skólakrökkum að mynda bygging-
amar utan frá, en nemendurnir
munu hafa farið austur í starf-
skynningu, sem væntanlega geng-
ur út á það að læra hvemig starfs-
fólki gengur að vinna þar sem vist-
menn kunna að haga sér en starfs-
fólkið ekki.
Það þótti dauðasynd og brott-
rekstrarsök hjá starfsmanninum
að leyfa krökkunum myndatökur.
Yfirlækniriim og fagfólkið á staðn-
um telja það sennhega hættulegt
fyrir sig að staðurinn sé myndað-
ur. Þess er að minnsta kosti ekki
getið að það hafi komið sér iha fyr-
ir vistmennina, enda sjást þeir ekki
á neinum myndum og raunar ekki
heldur starfsfólkið. Kannske hefur
fagfólkiö haldið að ef það sæist
mundi einhver skolakrakki taka
feh á fagfólkinu og vistmönnunum,
en slíkt getur komið vistmönnun-
um illa. Fagfólkið vhl sem sagt ekki
koma óorði á vistmennina og þess
vegna var starfsmaðurinn rekinn.
Af þessu má ráða að það var ekki
að ástæðulausu sem hreppsbúar
og hreppsnefnd og fagfólk í stétt-
inni mótmæltu því að setja þetta
hæh niður austur í Ölfusi. Ástæð-
umar fyrir mótmælunum vora
hins vegar örhtið á skjön við veru-
leikann, því enginn hefur orðið fyr-
ir ónæði eða ólátum vegna hinna
geðsjúku afbrotamanna sem þar
eru á stjái. Enginn hefur haft neitt
nema gott af þeim að segja, enda
er ógrynni af mannskap ráðin til
að passa upp á þá.
Vandræðin, sem menn sáu fyrir
af starfseminni á Sogni, eru hins
vegar öll vegna starfsfólksins
sjálfs. Rifrhdi ráðherrans við lækn-
ana, verkfalhð hjá starfsfólkinu
áður en það byijaði að starfa og
nú fyrirvaralaus brottrekstur
starfsmanns hefur hleypt öhu í bál
og brand. Spuming ej hvort ekki
þurfi að senda lögreglu austur til
að vemda vistmennina fyrir starfs-
fólkinu og foröa frá því að hinir
geðsjúku verði fómardýr þeirra
geðveikikasta sem grípa um sig
meðal hinna hehbrigðu.
Sogn er svo sannarlega iha í sveit
sett meðan ekki er hægt að hafa
stjórn á fólkinu sem vinnur þar.
Og geðsjúku fólki er ráölagt að fara
varlega í öh afbrot. Það á það á
hættu að lenda í þeirri gryfju að
verða lokað inni á hæh þar sem
starfsfólkið er miklu hættulegra
heldur en hinir sem eru geymdir
þar. Dagfari