Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1993
15
Svavar, sósíalismi
ogsamkeppni
Nýsamþykkt samkeppnislög verða
vafalaust talin meðal merkustu
laga 116. löggjafarþingsins sem nú
situr. Þegar litið verður á sögu
lagasetningarinnar á eftir að vekja
athygli að þingmenn stjórnmála-
flokka, sem áður töldu samkeppni
af hinu illa, studdu frumvarpið.
Eftir hrun Sovétríkjanna og hins
miðstýrða stjómkerfis kommún-
ismans blasir við öllum, jafnvel
Svavari Gestssyni og Steingrími J.
Sigfússyni, þingmönnum Alþýðu-
bandalagsins, að miðstýring og
verðlagshöft skila ekki árangri.
Athafnamenn eins og Pálmi Jóns-
son, stofnandi Hagkaups, hafa bætt
kjör íslendinga en ekki talsmenn
verðlagseftirlits og ríkisreksturs.
Tvískinnungur
Þvert á grundvallarskoðun AI-
þýöubandalagsins og gamla lífs-
skoðun forystumanna þess eru
heilbrigð samkeppni og vel rekin
einkafyrirtæki, stór og smá, best til
þess fallin að lækka vöruverð og
baeta þjónustu.
í grein hér í blaðinu hinn 10.
mars setti Svavar Gestsson sig í
þær stellingar að lesendur hefðu
mátt ætla hann og Steingrím J.
Sigfússon sérstaka talsmenn
fijálsrar samkeppni. Grein
Svavars staðfesti hins vegar aðeins
tvískinnunginn í málilutningi sós-
íalista á flótta undan eigin skoðun-
um. Fráleitt er til dæmis að gera
það að árásarefni á Sjálfstæðis-
flokkinn að sósíalistar hættu aö
gefa úr Þjóðviljann.
Svavar Gestsson er fyrrverandi
formaður Alþýðubandalagsins.
Núverandi formaður flokksins, Ól-
afur Ragnar Grímsson, hefur lýst
Svavari sem sérstökum fulltrúa
hinna gömlu kommúnísku afla í
flokknum.
Hortittur
í samkeppnislögum eru settar al-
mennar leikreglur og komið á fót
stofnunum til að gæta þeirra. Á
síðasta stigi málsins á Alþingi var
bætt við frumvarpið bráðabirgðaá-
kvæði um tímabundna rannsókn
Kjallarinn
Björn Bjarnason
alþingismaður
samkeppnisráðs á afmörkuðu
sviði. Eg tel ákvæðið brjóta í bága
við hina almennu meginstefnu lag-
anna - það er hortittur.
Sýnir best hve fráleitt þetta
ákvæði er ef andstaða mín við það
er talinn stuðningur við einstök
fyrirtæki í landinu eins og Svavar
Gestsson segir í grein sinni. Það er
í andstöðu við jafnræðisreglu ís-
lenskrar stjórnskipunar að lögfesta
íþyngjandi ákvæði um sum fyrir-
tæki en ekki önnur. Þótt allir þing-
menn nema einn samþykki lög af
þessu tagi geta dómstólar hnekkt
þeim. Björn Bjarnason
Grein Svavars staðfesti hins vegar tví-
skinnunginn í málflutningi sósíalista á
flótta undan eigin skoðunum. Fráleitt
er til dæmis að gera það að árásarefni
á Sjálfstæðisflokkinn að sósíalistar
hættu að gefa út Þjóðviljann.“
„Athafnamenn eins og Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaups, hafa bætt kjör íslendinga en ekki talsmenn verð-
lagseftirlits og ríkisreksturs," segir höfundur i grein sinni.
í fyrra hófst merkileg umræða um
lög sem vemda skyldu einstaklinga
fyrir áreiti aimarra. Það er einkum
Kvennaathvarfið sem sýnt hefur
þessum lögum áhuga, en einnig
tóku laganemar þau til umræðu á
málþingi um síðustu mánaðamót.
Núverandi hegningarlög gera að
vísu ráð fyrir að lögregla og dóms-
vald geti gripið inn í mál af þessu
tagi. Fyrsta stigið er svokölluð lög-
regluáminning, en við ítrekuð brot
má flytja málið fyrir dómi. Sé
ákærði fundinn sekur liggur við
sekt eða varðhald.
Nýmælið í hugmyndum þeim
sem kynntar voru fyrir tæpu ári
felst einfaldlega í því að hægt verði
að skikka þann sem vandræðunum
veldur til að halda sig í hæfilegri
fjarlægð frá þeim sem hann áreitir.
Hann má hvorki koma nálægt
heimili viðkomandi né vinnustað
né heldur vera á neinum öðrum
stað sem viðkomandi kemur á.
Tekið á vandanum
Þetta kann að virðast smávægileg
umbót í augum einhverra, en hún
KjaUarinn
Ágúst Guðmundsson
leikstjóri
er í raun afar mikilvæg. Það er ein-
mitt tekið á vandanum sjálfum og
reynt að finna á honum einfalda
lausn. í mörgum tilvikum hefur sá
sem fyrir áreitinu verður það eitt
á móti vandræðagemlingnum að
hann sé ævinlega að blanda sér inn
í líf þess áreitta. Að setja hann í
fangelsi er ekki endilega lausn á
þeim vanda, nema rétt um stundar-
sakir. Að sekta hann gleður ein-
ungis þann sem um kassann held-
ur. Hvort tveggja leiðir stundum til
þess eins að reita ólátabelginn til
reiði og brýna hann til hefnda.
Öðrum kann að virðast þetta
óeðlileg frelsissvipting. En viljum
við að fólk hafi ótakmarkað frelsi
til að ónáða aðra eða leggja þá í
einelti? Hvað um þann sem síend-
urtekið verður fyrir slíku áreiti? í
„A ekki að veita hverjum einstaklingi
rétt til að hafna samneyti við þá sem
ekki geta séð hann eða hana í friði?“
hveiju felast mannréttindi hans? Á
ekki að veita hverjum einstaklingi
rétt til að hafna samneyti við þá
sem ekki geta séð hann eða hana í
friði?
Sjálfsögð réttarbót
Þetta snertir vitaskuld fyrst og
fremst þær konur sem ekki fá frið
fyrir ofstopafullum karlmönnum.
Það snertir líka marga aðra, jafiit
karla sem konur. Og eftir sem áður
verður dómstólum landsins vita-
skuld treyst til að úrskurða um
svona mál að vandlega yfirveguðu
ráði eftir efnum og ástæðum og
leggja ekki hömlur á ferðafrelsi
fólks að tilefnislausu. Hér er á ferð
einfóld en sjálfsögð réttarbót sem
reynst hefur vel í Bandaríkjunum.
Norðurlandabúar eru á leiðinni að
taka hana upp, en íslendingar gætu
haft forystu í þessu sem svo mörgu
öðru. Það eitt er eftir að skoða
máliö niður í kjölinn, semja endan-
legt lagafrumvarp og leggja fyrir
Alþingi.
Ágúst Guðmundsson
Hvalveiðar
ekki beðið
„Þaðerver-
ið aö tala um
að útflutning-
urminnkium
fimm raillj-
arða. Þetta
segir okkur
um ekki beðið
meðhvalveið-
ar. Minnk-
andi sjávar- hrefnuveiðimanna.
afii almennt segir okkur einnig
að við verðum að hefja þessar
veiðar. Við lifum á því að afla úr
sjónum í kringura landið. Það
líðst engri fiskimannaþjóð að
nýta ekkí í réttu samhengi allt
sem er í kring vegna þess að þetta
lifir hvað á Öðru. Við verðum að
taka á þessu fyrr eða seinna. Þeir
sem hafa verið á móti hvalveiðum
ættu að snúa við blaðinu og fara
að hugsa í takt við tímann.
Norðmenn hafa kallað heim
átta sendiherra til aö láta þá fara
á námskeið svo-þeir geti barist
fyrir þessum málum og skýrt fyr-
ir fólki hvað er að gerast. Noregs-
konungur hefur lýst yfir stuðn-
ingi við hvalveiðar. Hann segir
áð hega eigi hvalveiðar strax því
viö verðum að skilja lífiö. Norð-
menn veita núna miklu fé í her-
ferð sína. Japanir sömuleiðis. ís-
lendingar eru loksins farnir að
byrja á réttum grundvelli með
kynningu og útskýringum. Þetta
hefst ekki öðruvísi.
Ég skora á forsetann okkar að
gera það sama og Noregskonung-
ur. Ég skora einnig á forsætisráð-
herrann okkar að standa við það
sem hann sagði að engin útgerð
i landinu skyldí skerðast um
meir en 5 prósent Hann verður
krafinn um þetta. Hann kemst
ekki undan þvíri
Vonlaus
stefna
„Hvalveiðar
eru hluti af
fortíð mann-
kynsms og
þessu tímabili
er lokið í sög-
unni að mínu
matiogerþaö
vel. Mann-
kynið ætti að Magnús Skarphéö-
hugleiða að insson hvalavinur.
draga úr
hemaði sínum á lífið og þyrma
þessum risum hafsins. Eg minni
áþaöað enginnmaðurmyndi líða
það að dýri væri slátrað á jafn
sársaukafullan hátt oghvalir eru
drepnir. Samkvæmt gögnum vís-
indanefndar Aiþjóöahvalveiði-
ráðsins er hver hvaiur að meðal-
tali á fimmtu mínútu að drepast
eftir að hann hefúr fengiö
sprengiskutulinn í sig.
Það eru mörg önnur rök sem
mæla gegn því að drepa hvali.
Það er búið að útrýma þremur
hvalastofhum nú þegar við ísland
og flestir stofnar, sem eftir era,
eru meira og minna útrýmdir fyr-
r utan einn stofn sem er hrefnan.
íin hliðin á málinu er pólítíska
íliðin. Það er alveg vonlaust fyrir
Islendinga að taka upp hvalveiðar
aftur ef þeir ætla að hafa sam-
skipti við aðrar þjóðir. Við getura
hald og rejmt að sanntæra aðrar
jjóöir um nauösyn þess af eftia-
" agslegum ástæðum eða öðrum.
Eg blæs á rök um nauðsyn á
jafnvægi í náttúranni. Það er að-
eins eitt jaöivægi í náttúrunni og
>að er að náttúran fái sjálf að sjú
umþað, -IBS