Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Page 17
ÞRIÐJUDAGUK16. MARS1993
17
íþróttir
Geir Sveinsson skorar eitt þriggja marka sinna af línunni i gær, Volker Zerbe
horfir á eftir honum. Símamyndir Jan Collsiöö/Pressens Bild
Sagt eftir skellinn í Stokkhólmi í gærkvöldi:
Eiginlega búið
eftir tíu mínútur
Guðmundur Hilmaxsson, DV, Stokkhólmi:
„Við byijuðum eins og brjálaðir
menn. Við vissum nákvæmlega hvað
þeir voru að leika og gera og við
undirbjuggum okkur alveg eins og
fyrir aðra leiki. Við komum hins veg-
ar tii leiks skrefinu á eftir í öllum
okkar aðgerðum. Þess vegna náum
við aldrei að komast inn í leikinn og
leikurinn var eiginlega búinn eftir
tíu mínútur," sagði Þorbergur Aðal-
steinsson landsliðsþjálari eftir leik-
inn.
„Það fór öll orka í að reyna vinna
þennan mun upp og strákamir léku
hreinlega lélega. Það gæti hafa veriö
vanmat hjá mönnum og ef við spilum
ekki á fullu eigum við ekki séns gegn
svona liðum. Við verðum bara aö
bíta á jaxlinn eftir þessi ósköp,“ sagði
Þorbergur.
Ákveðið vanmat
í byrjun leiks
„Ég tel að þetta hafi verið ákveðið
vanmat í byrjun leiks og eitthvað
einbeitingarleysi. Fyrsta korterið
spilum við langt undir getu og við
töpum leiknum á þessum leikkafla,"
sagði Þorgils Óttar Mathiesen, farar-
sijóri íslesnka landsliðsins og fyrrum
fyrirliði þess, við DV eför leikinn.
„Þjóðverjamir spiluðu þennan leik
mjög vel og héldu út allan tímann.
Mér fannst við lokast of mikiö í spil-
inu og sóknarleikurinn því einhæfur
og vandræðalegur," sagði Þorgils.
Mjög ánægður
með mína menn
„Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður
með leik minna manna. Við náðum
upp sterkri vöm og ég held að hún
hafi gert gæfumuninn að við unnum
leikinn," sagði Armin Imrich, þjálf-
ari þýska landsliðsins, efdr leikinn.
„Strákamir náðu upp mjög góðri
stemningu fyrir þennan leik og vom
tilbúnir til að selja sig dýrt. Það var
liðsheildin sem skóp þennan sigur
hjá okkur en ég átti von á íslenska
liðinu mun grimmara hér í kvöld,“
sagði Imrich.
Alla grimmd vantaði
hjá íslenska liðinu
„Mér fannst vanta alla grimmd í ís-
lenska liðið. Ég veit ekki hvort eitt-
hvert vanmat hafi verið í gangi hjá
strákunum en það virtist svo. Þjóö-
verjamir voru grimmari og ákveðn-
ari í öllum sínum aðgerðum," sagði
Kristján Arason, FH-ingur og fyrrum
landsliðsmaður, við DV eftir leikinn.
„Ég var mjög hrifinn af þýska lið-
inu. Það er engin stjama í þvi og
hver að vinna fyrir annan. Við vor-
um óþolinmóöir í byijun og í fyrri
hálfleik kláruðum við sóknir okkar
alltof snemma á 10-11 metrum sem
Thiel átti ekki í vandræöum með að
veija. Ég tel að strákamir hefðu
mátt leysa meira upp í sókninni og
lengja þær. Það var mjög erfitt mór-
alskt að fá svona stöðu í upphafi og
allt púst fór í að vinna sig upp. Mér
fannst Júlíus góður í fyrri hálfleik
en spuming hvort Héðinn hefði ekki
átt að fá að spreyta sig meira. Ég
hefði líka viljað sjá Sigga Bjama
meira inn á en að mínu mati var
Geir skásti maður liðsins og Berg-
sveinn gerði oft góða hluti í mark-
inu,“ sagði Kristján.
Ekki hægt að vinna leik
með svona marga feila
„Þegar menn byija leik svona og
lenda undir, 0-6, fer rosalega mikil
orka að reyna að ná þessu upp og
þeir eru allan leikinn að reyna aö
koma sér í stemningu til að fá eðlileg-
an leik,“ sagði Gunnar Einarsson,
þjálfari Stjömunnar, við DV eftir
leikinn í Globen í gærkvöldi.
„Það var eitthvert „rythmaleysi" í
liðinu og strákamir voru að gera níu
tæknifeila í fyrri hálfleik og þaö er
ekki hægt að vinna leik með svo
mikið af feilum. Við vorum á öðm
róli og kannski vora strákamir yfir-
spenntir. Leikgleðin var hjá Þjóð-
verjunum og vöm þeirra mjög sterk.
Ég held að við hefðum mátt reyna
að leysa fyrr upp í 5:1 vöm,“ sagði
Gunnar.
Auðvelt hjá Rússunum
jlaunasæti á HM úr sögrnmi:
íðverjum og stórt tap, 16-23
plan og leikmenn gáfust hreinlega upp
og þegar upp var staðið var munurinn
orðinn 7 mörk.
Spurning um
vanmat hjá strákunum
Það er ekki gott að segja en það virkaði
á mann eins og íslensku leikmennirnir
kæmu fullsigurvissir til leiks. Kraftur-
inn og stemningin, sem var svo áber-
andi í leiknum gegn Ungveijum, var
ekki til staðar og leikmenn liðsins gerðu
sig seka um mörg ljót mistök. Að fá svo
slæma stöðu í upphafi leiks kom eins
og köld vatnsgusa framan í strákana
og öll orka leikmannanna fór í að vinna
þennan mun upp. Sóknarleikurinn var
lengst af í molum en vömin var í lagi.
Islenska liðið
mjög brothætt
Það er erfitt að tala um bestu menn í
íslenska liðinu en Geir Sveinsson stóð
sig einna best. Júlíus var ágætur í fyrri
hálfleik og Bergsveinn varði ágætlega
á kafla undir lok fyrri hálfleiks og í
upphafi þess síðari. Aðrir leikmenn
léku undir getu og enn er hægra homið
nær óvirkt. Það er ljóst að ísland leikur
ekki um verðlaunasæti á þessu móti en
enn er möguleiki á að verða á meðal
sex efstu en mikið þarf leikur liðsins
að batna ef það á að takast. í þessum
leik kom berlega í ljós hve brothætt lið-
iS í raun er þegar á móti blæs.
Guðmundur Hilmarsson, DV, Stokkhólmi:
Rússar unnu auðveldan sigur á
Ungverjum í fyrsta leik þjóðanna í
milliriöli í Globen höllinni í Stokk-
hólmi í gær.
Lokatölur urðu, 29-22, eftir að stað-
an í hálfleik hafði verið, 15-10, Rúss-
um í vil. '
Valeri Gopin skoraði 8/5, Igor Vas-
iliev 5, Vasili Kudinov 4, Oleg Kiselev
4. Andrei Lavrov varði 15 skot í
marki Rússa. Jozef Eles og Istvan
Pastor skoraðu 5 mörk hvor fyrir
Ungveija.
Svíar með fullt hús
Svíar era með fullt hús í keppninni
eftir sigur á Dönum, 23-20. Svíar
höfðu yfirhöndina í leikhléi, 13-9, og
höfðu frumkvæðiö allan leikinn.
Mestur var munurinn 9 mörk, 20-11,
en undir lokin söxuðu Danir á.
Andersson skoraði 7/5 og Carlén 5
en hjá Dönunum var Nikolaj Jacob-
sen með 7 mörk.
öruggt hjá Frökkum
í hinum riölinum unnu Frakkar ör-
uggan sigur á Tékkum, 26-18, 'eftir
13-7 í hálfleik. Volle skoraði 6 fyrir
Frakka og Richardson 5 en Sovadina
og Prokop 5 hvor fyrir Tékka.
Sviss vann Egypta, 26-23, en staðan
í hálfleik var 12-9. Eggenberger geröi
8 fyrir Sviss og Rubin 5 en E1 Kasaby
6 fyrri Egypta.
Loks unnu Spánveijar lið Rúmena,
20-16, eftir 11-7 í hálfleik. O’Callag-
ham gerði 7 mörk fyrir Spán og Garr-
alda 5 en Dedu 4 fyrri Rúmena.
í leikjunum um 13.-16. sæti sigraðu
Norðmenn lið S-Kóreu, 30-28, (11-13)
og Austurríki lagði Bandaríkjamenn
31-19 (14-12).
Leikimir
áHMídag
íslendingar mæta Rússum á
heimsmeistaramótinu í Svíþjóð í
kvöld og hefst leikur liðanna
klukkan 19. Á undan leika Danir
og Ungverjar en leik Svía og Þjóð-
verja hefur verið frestað til morg-
uns.
í hinum milliriðlinum mætast
í dag Rúmenar og Egyptar, Sviss-
lendingar og Tékkar/Slóvakar og
loks mætast Frakkar og Spán-
veijar.
Síðasta umferð milliriðlanna
verður síðan leikin á fimmtudag
og þá mætast íslendingar og Dan-
ir klukkan 17.
Staðan í milliriðlum
s R í Þ U D
Svíþjóð 18/3 21-16 17/3 20-19 23-20
Rússland 18/3 16/3 19-19 29-22 26-18
ísland 16-21 16/3 ;jp 16-23 25-21 18/3
Þýskaland 17/3 19-19 23-16 18/3 20-20
Ungverjal. 19-20 22-29 21-25 18/3 4F 16/3
Danmörk 20-23 18-26 18/3 20-20 16/3
Spánn L 3 M ö r k 5 6-49 S 5 ■ Svípjóð L 3 Mörk 64-55 6
Frakkland 3 7 3-66 4 Rússland 3 74-59 5
Sviss 3 70-66 4 Þýskaland 3 6 2-55 4
Rúmenía 3 57-61 2 tr ísland 3 57-65 2
Egyptal. 3 58-63 2 Danmörk 3 58-69 1
Tékkland 3 5 7-66 1 Ungverjal. 3 62-74 0 STi
Lakers sigraði Spurs í nótt
Jrslit í NBA-defldinni í körfuknattleik
ótt:
ishington - Cleveland.......105-101
. Spurs - LA Lakers...........87-92
icago-LAClippers............101- 94
llas-UtahJazz................96-109
nver-Miami............100-103(frl.)
rtland - NJ Nets............110- 94
m Gugliotta skoraði 23 stig og tók 10
iköst fyrir Washington Bullets og
rvey Grant var með 21. Brad Daug-
herty skoraði 22 stig fyrir Cleveland.
James Worthy skoraði 24 stig fyrir
Lakers gegn SA Spurs og Vlade Divac
var með 17 stig. Byron Scott skoraði 17
stig og náði því í leiknum að skora sitt
12 þúsundasta stig í NBA-deildinni.
David Robinson skoraði 26 stig fyrir
Spurs og tók 13 fráköst. B.J. Armstrong
skoraði 28 stig fyrir Chicago gegn Clip-
pers, nýtt met hjá honum í deildinni og
Jordan var með 23 stig. Danny Manning
var með 23 stig fyrir Clippers og Ron
Harper 21. Nýliðinn Bryant Stith skoraði
21 stig gegn Miami, persónulegt met hjá
honum, og Dikembe Mutombo tók 23
fráköst, einnig met hjá honum. Cliff
Robinson skoraði 25 stig fyrir Portland
gegn New Jersey og Terry Porter 22.
Karl Malone skoraði 36 stig fyrir Utah
gegn Dallas og Doug Smith var með 22
stig fyrir Dallas.
-SK
HIN ÁRLEGA FIRMAKEPPNI
KNATTSPYRNUFÉLAGSINS ÆGIS
fer fram sunnudaginn 28. mars í íþróttamið-
stöð Þorlákshafnar.
■»
Nánari uppl. í síma 98-31385