Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Fréttir Stjómarandstaðan gagnrýnir ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar: Hlegið, klappað og púað á þingpöllum - Halldór Blöndal segir þingílokksformann krata mæla ómagaorð „Stóryröin voru til skammar," sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um ráðningu Hrafns Gunn- laugssonar sem framkvæmdastjóra Sjónvarps. Umræðan fór fram að kröfu stjórnarandstöðunnar sídegis í gær. Hörö gagnrýni kom fram á Ólaf G. Einarsson menntamálaráöherra og forystu Sjálfstæðisflokksins vegna ráðningar Hrafns. Ákvörðun- in var sögð bera vott um siöleysi og pólitíska spillingu, auk þess sem hún væri ógnun við starfsöryggi starfs- manna Sjónvarpsins. Krafist var skýringa á atburðarásinni og þess krafist að fram færi opinber rann- sókn á fjármálalegum samskiptum Hrafns og Sjónvarpsins. Þorsteinn Pálsson varði ákvörðun Ólafs í fjarveru hans en hann er nú staddur erlendis. Hann sagði löglega að ráðningunni staðið og vísaði á bug öllum ásökunum stjórnarandstöð- unnar um valdníðslu. Ráðningin væri tímabundin til eins árs og því væri ekki þörf á að auglýsa hana. Þá væri síður en svo vegið aö starfs- öryggi starfsmanna Sjónvarpsins með ráöningunni enda væri það út- varpsstjóra aö samþykkja allar upp- sagnir og ráðningar. Óssur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, tók undir meö stjórnarandstöðunni og gagnrýndi harðlega aö Sjálfstæðis- flokkurinn heföi ekki borið þetta umdeilda mál undir samstarfsaðil- ann í ríkisstjóm. Hann sagði allt máhð bera merki fáránleikans og líkti meðferð þess við stalínsk vinnu- brögð. Ráðherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson meðan á utandagskrárumræðunni um ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar stóð í gær. Hvorugur þeirra tók til máls. DV-mynd ÞÖK Ómagaorð Halldór Blöndal andmælti þeim skilningi Össurar að einstakir ráð- herrar þyrftu samþykki þingflokka ríkisstjómarflokkanna vegna ein- stakra mannaráðninga. Sagði hann Össur hafa mælt ómagaorð í gagn- rýni sinni á sjálfstæðismenn. Starfsmenn Sjónvarpsins og aörir opinberir starfsmenn fjölmenntu á þingpalla meðan umræðan stóð yfir. Létu þeir áht sitt á ræöum þing- manna óspart í ljós. Klappað var eft- ir ræður stjórnarandstæðinga en hlegið að og púað á þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Salome Þorkelsdótt- ir, forseti Alþingis, áminnti gesti þinghússins ítrekað um að hafa hjóð án þess að það bæri tilætlaðan árang- ur. Á þingflokksfundum eftir utandag- skrárumræðuna var ráðning Hrafns einnig til umfjöllunar. Á fundi krata kom fram eindreginn stuðningur við ræðu Össurar. í þingflokksherbergi sjálfstæðismanna kom hins vegar fram gagnrýni á forystu flokksins, einkum Davið Oddsson, fyrir þaö hvernig staðið var að ráöningu Hrafns. -kaa Útvarpsstjóri: Umræðan um málfrelsið útíhött „Vandi fylgir vegsemd hverri. Menn sem sitja í háum söðlum skyldu ávaht gæta tungu sinnar að jafnaði. Þessi umræða um málfrelsi er náttúrlega gjörsamlega út í hött,“ sagði Heimir Steinsson útvarpsstjóri í samtah við DV. Heimir var spurður um ummæh þingmanna í gær um að brottvikning Heimis á Hrafni Gunnlaugssyni frá Sjónvarpinu hefði í raun þýtt skerð- ingu á málfrelsi Hrafns. „Málfrelsi er afstæður hlutur og maður sem hefur mikla ábyrgð sthlir oröum sínum í hóf,“ sagði Heimir. „Það geri ég sjálfur sem útvarps- stjóri og það gera þeir menn sem axla ábyrgð. Málfrelsisumræðan er því í rauninni algjörlega út í hött.“ - Finnst þér það hafa skarast að Hrafn er kvikmyndagerðamaður aimars vegar og yfirmaður hjá Sjón- varpinu hins vegar? „Um þetta segi ég ekki orð.“ - Er þér kunnugt um samninga ráð- herra við Hrafn Gunnlaugsson varð- andi sýningu á kvikmyndum hans? „Um þetta segi ég heldur ekki orð.“ -ÓTT Tveir kvikmyndasaniningar við framkvæmdastjóra Sjónvarpsins: Áttiaðfá2,4 milljomr i gær - Þorsteinn Pálsson telur við hæfi að gera könnun á tilurð þeirra Samkvæmt heimildum DV mun Knútur Hahsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í menntamála- ráðuneytinu, hafa gert samning við Hrafn Gunnlaugsson um afnot af myndefni frá honum í skólum landsins gegn hátt í sex mihjóna króna greiðslu. Þorsteinn Pálsson, staðgengih menntamálaráðherra, gat ekki staðfest þennan samning viö umræður á Alþingi um málefni Hrafns og Sjónvarpsins í gær. Hjá menntamálaráðuneytinu var thurð samningsins hvorki hafnað né hann staðfestur. Ólafur G. Ein- arsson er sem stendur í Bandaríkj- unum. Þorsteinn Pálsson taldi sjálfsagt að gerði yrði á þessu könn- un - hvort og hvemig að samningn- um var staðiö. í umræðunum kraíðist Svavar Gestsson, fyrrverandi mennta- málaráðherra, skýringa og gerði að umtalsefni 3,9 mhljóna króna samning sem Sjónvarpiö gerði við Hrafn Gunnlaugsson varðandi sýningarrétt á myndinni Hin helgu vé. Framleiðslu þeirrar myndar er enn ekki lokið en greiðsla fyrir síð- ari hluta samningsins, greiðsla 2,4 mhljóna króna, átti aö fara fram í gær - sama dag og Hrafn tók við starfi framkvæmdastjóra Sjón- varpsins. Fyrri greiðslan var innt af hendi 5. febrúar samkvæmt samningnum. Svavar sagöi samninginn vera óeðhlegan vegna margra hluta - annars vegar væri fjárhæöin hærri en tíðkaðist auk þess sem öðrum kvikmyndagerðarmönnum, þ. á m. Friðriki Þór Friðrikssyni, hefði veriö sypjað um hhðstæðar greiðsl- ur. -ÓTT/kaa Stuttar fréttir Ráðgjafi útvarpsstjóra Arthúr Björgvin Bollason var í gær ráðinn skipulags- og dag- skrárráðgjafi útvarpsstjóra. Hans fyrsta verk verður að vinna nýtt skipurit fyrir stofnunina LeigutBboð í Dagrúnu Skiptastjóra 1 búi Einars Guð- Ðnnssonar hefur borist tilboð í leigu á togaranum Dagrúnu frá áhöfn skipsins og útgerðarfélag- inu Leiti i HnífsdaL Samkvæmt tílboöinu yrði aflanum landað í Bolungarvík en unninn i Hnífs- daL Innheimtur tekjuskattur ein- staklinga fýrstu tvo mánuði árs- ins skhaöi ríkissjóöi 10 prósent minni tekjum en á sama tíma í fýrra. Tekjumissirinn er 325 mhljónir, þar af 200 mihjónir vegna miirni staðgreiðsluskila. Eyrbekkingar i vanda Lákur eru á að aht að 40 mhljón- ir fahi á Eyrarbakkahrepp í kjöl- far uppboðs á Bakkafiski. Að auki gæti 10 mhljón króna krafa tap- ast. Fari svo mun peningaleg staða hreppsins fara út og suður, hefur Mbl. eftir oddvitanum. Forræðismáh Halims A1 og Sophiu Hansen hefur enn á ný verið vísað th Hæstaréttar, nú að kröfu Halims. Þess er krafist að Hæstiréttur staðfesti fyrri dóm undirréttar sem féh Halim í vh. Kaupfélagsstjórar undirbúa stofnun félags th að sjá um inn- kaup og dreifmgu á matvöru og yfirtaka þannig þann þátt i rekstri Miklagarðs. Th greina kemur aö stofha smásölukeðju. Undirbúningsstjórn hefur þegar verið skipuð. Brandarabær Tæplega 80% landsmanna sjá ekkert neikvætt við Hafnarfjörð. Flestum dettur í hug brandarar og gamanmál þegar spurt er um hvað sé jákvæðast við bæinn. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem gerð var í tengslum við átakið Vinur Hafnarfjarðar. Þjódlífsmáiinu hradað Neytendasamtökin hafa farið fram á það við ríkissaksóknara að rannsókn Þjóðhfsmálsins verði hraðað. Fyrrum áskrifend- ur hafa sætt innheimtuaögeröum að undanfómu en ár er síöan máliö var kært til RLR. Marelgræðir Hagnaður Marels hf. á síðasta ári var 22 mhljónir eða 12 milljón- um lægrí en árið áður. Rekstrar- tekjur voru 410 mihjónir. Á aðal- fundi í gær var ákveðið að greiða hluthöfum 5% arð. Nýstofnræktun Ný stofhræktun á kartöfluút- sæði er hafin hér á landi í von um að draga roegi úr smiti. RÚV greindi frá þessu. FjöráVerðbréfaþingi Alls var verslað með verðbréf fyrir 11,6 mhljarða á Verðbréfa- þingi íslands í síðasta mánuöi. Viðskiptin hafa ekki fyrr verið svo blómleg. Bandaríski herinn á Keflavík- urflugvelh hefur tekiö tílboöi frá Hringrás hf. um að fjarlægja ura 500 tonn af jámúrgangi af svæð- inu. Þrí aðilar buöu í verkið. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.