Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐ JUDAGUR 6. APRÍL1993
Afmæli___________________iD^
Sophus A. Guðmundsson
Sophus Auðun Guðmundsson,
fyrrv. skrifstofustjóri, Sléttuvegi 13,
Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Starfsferill
Sophus fæddist á Auðunarstöðum
í Víðidal, ólst þar upp og vann þar
öll almenn sveitastörf. Hann nam
við Reykjaskóla í Hrútafirði og
starfaöi síðar viö verslunarstörf á
Hvammstanga.
Sophus fluttist til Reykjavíkur ár-
ið 1942 og réð sig þar til Rafmagns
hf. við bókhalds- og gjaldkerastörf.
Árið 1963 hóf hann svo störf sem
bókhaldari hjá Almerma bókafélag-
inu og starfaði þar allt til ársins
1988, lengst af sem skrifstofustjóri.
Fjölskylda
Sophus kvæntist 15.5.1943 Ás-
laugu Maríu Friðriksdóttur, f. 13.7.
1921, fyrrv. skólastjóra. Hún er dótt-
ir Friðriks Klemenzsonar póstfull-
trúa og Maríu Jónsdóttur kennara
oghúsmóður.
Börn Sophusar og Áslaugar eru:
Friðrik Klemenz, f. 18.10.1943, fjár-
málaráðherra, kvæntur Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur, f. 13.8.
1952, lektor í mannfræði, búsett í
Reykjavík, og á hann fimm börn og
tvo stjúpsyni; Guðmundur, f. 15.8.
1947, sýslumaður, kvæntur Mar-
gréti Elínu Guðmundsdóttur, f. 15.6.
1949, kennara, búsett í Garðabæ og
eiga þau þrjú börn; María, f. 25.4.
1950, kennari, gift Siguijóni Mýrdal,
f. 12.11.1949, forstöðumanni fjar-
skóla KHÍ, búsett í Reykjavík og eiga
þau eitt barn; og Kristín Auður, f.
22.3.1952, hjúkrunarfræðingur, gift
SigþóriSiguijónssyni, f. 12.7.1948,
veitingamanni, búsett í Reykjavík
og eiga þau tvö börn.
Sophus átti sex systkini en á nú
fimm systkini á lífi. Hann er næst-
elstur systkinanna, en þau eru: Ingi-
björg, f. 16.4.1914, húsmóðir, gift
Óskari Hanssyni, f. 8.11.1909, raf-
verktaka, búsett í Reykjavík og eiga
þau tvo syni; Jóhannes, f. 13.2.1916,
b. á Auðunarstöðum, kvæntur Ingi-
björgu Ólafsdóttur, f. 5.8.1917, hús-
móður, og eiga þau fjögur börn;
Kristín, f. 20.7.1919, d. 29.9,1944,
húsmóðir, var gift Sigurði Pétri
Tryggvasyni, f. 6.2.1918, d. 14.6.1987,
verslunarmanni, og eignuðust þau
tvo syni; Erla, f. 28.4.1921, húsmóð-
ir, gift Birni Lárussyni, f. 10.9.1918,
b. á Auðunarstöðum, og eiga þau
eitt bam; Gunnar, f. 10.9.1923, raf-
verktaki, kvæntur Hallfríði Guð-
mundsdóttur, f. 3.3.1925, húsmóður,
búsett í Reykjavík og eiga þau þijú
börn; og Hálfdán, f. 24.7.1927, við-
skiptafræðingur, kvæntur Önnu
Margréti Jafetsdóttur, f. 29.5.1932,
kennara, búsett í Mosfellsbæ og eiga
þausexbörn.
Foreldrar Sophusar voru Guð-
mundur Jóhannesson, f. 25.6.1884,
d. 26.4.1966, b. á Auðunarstöðum í
Víðidal, og Kristín Gunnarsdóttir,
f. 25.8.1890, d. 11.8.1969, húsmóðir
þar.
Ætt
Guðmundur var sonur Jóhannes-
ar, b. á Auðunarstöðum, Guð-
mundssonar og Ingibjargar Ey-
steinsdóttur. Ingibjörg var systir
Björns í Grímstungu sem var afi
Bjöms alþm. á Löngumýri, langafi
Páls alþm. á Höllustöðum og langafi
Ástu, móður doktors Hannesar
Hólmsteins. Móðir Jóhannesar var
Dýrann Þórarinsdóttir, systir Þur-
íðar, langömmu Halldórs E. Sig-
urðssonar, fyrrv. ráðherra.
Móðurforeldrar Sophusar voru
Gunnar, b. Valdarási í Víðidal,
Kristófersson og Kristín Guð-
mundsdóttir, systir Pálínu, ömmu
Bernharðs, blaðafulltrúa Þjóðkirkj-
unnar, og Kristjáns, fyrrv. bæjar-
stjóra í Kópavogi, Guðmundssona.
Kristín eldri var dóttir Guðmund-
ar, b. á Neðri-Fitjum, Guðmundson-
ar og Kristínar Bjamadóttur, systur
Ragnheiðar, ömmu Bríetar Bjarn-
héðinsdóttur, móður Héðins Valdi-
marssonar alþm. Móðir Guðmund-
ar var Unnur Jónsdóttir en móðir
Unnar var Sigurlaug Jóelsdóttir,
systir Jóels, langafa Sigurðar, afa
Sophus Auðun Guðmundsson.
Salóme Þorkelsdóttur, forseta Al-
þingis, og einnig langafi Gunnlaugs,
föður Stefáns, fyrrv. bæjarstjóra í
Hafnarfirði og alþm., fóður Finns
Torfa, fyrrv. alþm., séra Gunnlaugs
í Heydölum alþm. og Guðmundar
Árna, bæjarstjóra í Hafnarfirði.
Sophus og Áslaug dvelja erlendis
um þessar mundir.
Nauðungarsala
Á nauðungarsölu, sem fram á að fara við Hraðfrystihús Þórkötlustaða i
Grindavík föstudaginn 16. apríl 1993 kl. 16.00, hefur að kröfu Einars Gauts
Steingrimssonar hdl. verið krafist sölu á eftirtöldu lausafé.
GulurToyota rafmagnslyftari 2'A tonn, Baader 99 flökunarvél, Baader419
hausari og síldarflökunarvél VMK með hausara ásamt fínhreinsunartækjum
fyrir loðnuhrogn.
Sýslumaðurinn í Keflavík
HVÍTUR STAFUR
TÁKN BLINDRA
UMFERÐ
FATLAÐRA’
VIÐ EIGUM
SAMLEIÐ
||UMFERÐAR
SMÁAUGLÝSINGADEILD
VERÐUR OPIN UM PÁSKANA
SEM HÉR SEGIR:
Þriðjudaginn 6. apríl kl. 9-22.
Miðvikudaginn 7. apríl kl. 9-18.
Mánudaginn 12. apríl, annan í
páskum, kl. 18-22.
Lokað
skírdag, föstudaginn langa, laugar-
daginn 10. apríl og páskadag.
Athugið!
Síðasta blað fyrir páska kemur út
miðvikudatjinn 7. apríl. Fyrsta blað
eftir páska kemur út þriðjudaginn
13. apríl.
SMÁAUGLÝSINGADEILD,
ÞVERHOLT111 -SÍMI91 -632700
Valtýr Guðmundsson
Valtýr Guðmundsson, Alftamýri
58, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára
ídag.
Starfsferill
Valtýr fæddist í Ólafsvík en flutt-
ist á öðm ári með föður sínum og
stjúpmóður til Reykjavíkur. Hann
ólst því upp í Reykjavík en var þó í
sveitásumrin.
Valtýr var töluvert innan við
fermingu þegar hann starfaði á vor-
in á stakkstæðum viö saltfiskverk-
un en eftir sextán ára aldur var
hann til sjós á vetmm og í kaupa-
vinnu á sumrin.
Hann byijaði á árabátum frá
Grindavík og síðan var hann á trillu
frá sama stað. Þá var hann á línu-
veiðara frá Reykjavík og einnig
vertíðir á Akranesi. Sem kaupamað-
ur var Valtýr fjögur sumur á Böð-
móðsstöðum í Laugardal og einnig
áLaugarvatni.
Valtýr hóf búskap að Miðdal í
Laugardal árið 1934 ásamt mági sín-
um, Magnúsi Böðvarssyni, en flutti
síðan að Miðdalskoti í sömu sveit
1938, þar sem hann bjó til 1962. Þá
fluttist Valtýr til Reykjavíkur þar
sem hann starfaði hjá Rafmagns-
veitum ríkisins og síðan hjá Orku-
stofnun, en Valtýr hætti störfum
árið 1987.
Fjölskylda
Valtýr var kvæntur Sigríði Böðv-
arsdóttur, f. 29.8.1912 d. 19.5.1989,
ljósmóður. Hún var dóttir Böðvars
Magnússonar b. og hreppstjóra á
Laugarvatni og konu hans, Ingunn-
arEyjólfsdóttur.
Böm Valtýs og Sigríðar eru: Ing-
unn, íþróttakennari við Kvenna-
skólann, gift Þóri Ólafssyni prófess-
or við KHI; Guðmundur Rafnar,
skólastjóri Bamaskólans á Laugar-
vatni, kvæntur Ásdísi Einarsdóttur
handavinnukennara; Böðvar, raf-
virkjameistari í Reykjavík, kvæntur
Hólmfríði Guðjónsdóttur skrifstofu-
stúlku; og Gunnár, læknir í Reykja-
vík, kvæntur Sólveigu Þorsteins-
dóttur læknabókasafnsfræðingi.
Valtýr á nú þrettán bamaböm og
fimm langafabörn.
Hálfsystkin Valtýs, samfeðra, era:
Jóhanna, starfsmaður Sundhallar-
Valtýr Guðmundsson.
innar í Reykjavík, nú látin; og Matt-
hías, fyrrv. póstmeistari í Reykja-
vík.
Foreldrar Valtýs vom Guðmund-
ur Kristmundsson sjómaður í
Reykjavík og Elínborg Jónsdóttir
húsmóðir, en hann ólst upp hjá föð-
ur sínum og stjúpmóður, Guðríði
Davíðsdóttur.
Valtýr er að heiman á afmælisdag-
inn.
Karl Magnússon,
Jöklagmnni9,Reykjavík. ,
Jón Antoníusson,
Hrauni l.Djúpavogi,
Hjalti Magnússon,
Heiðarhrauni41, Grindavík.
Guðmundur Vigfússon,
Kvoslæk, FJjótshhðarhr.
Ágústa Jónsdóttir,
Langholtsvegi 18, Reykjavík.
60 ára
Georg Ragnarsson,
Mánabakka á Bergi, Keflavík.
óskar Magnússon,
Dalbraut 50, Bíldudal.
Margrét Jónsdóttir,
Utgarði 6, Egilsstöðum.
Sigfús Kristján Pálsson,
TunguseliS, Reykjavík.
Eiginkona Sigf-
úsarKristjáns
er AllabertaAl-
bertsdóttir hús-
móöir.Þau
verðaaðheim-
anáafmæhs-
daginn.
Hrafnhildur Kjartansdóttir,
Kirkjuvegi43, Vestmannaeyjum.
Eiginmaður Hrafnhildarer Jóhann
GrétarOdds-
son.Húnogeig-
inmaðurhenn-
artakaámóti
gestumíÞórs-
heimilinu laug-
ardaginn 10.
apríl klukkan
19.30.
Þorsteinn Magnússon,
Svartagili, Norðurárdal.
Sigrún I. Jónsdóttir,
Gmndarlandi 21, Reykjavík.
Auður Ingvarsdóttir,
Dverghamri 41, Vestmannaeyjum.
Gunnar Jósefsson,
Barðavogi 22, Reykjavik.
Edda Sveinbjörnsdóttir,
Eyjabakka 11, Reykjavík. ; ; \
Þórdís Anna Kristjánsdóttir,
Mávahlíö 21, Reykjavík.
Jón Tryggvi Kristjánsson,
SúIunesil5,Garðabæ.
Ingibjörg Kristinsdóttir,
Háukinn 3, Hafnarfirði.
Karin Agnes Mcquillan,
Fjarðarási 23, Reykjavík.
Bjami J. Kristjánsson,
Heiðarbraut 29, Keflavík.