Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐ JUDAGUR 6. APRÍL1993
5
Fréttir
Tvíhöföanefndin telur fiskiskipaflotann allt of stóran:
Tfu þúsund
bókatitlar
Pélag íslenskra bókaútgefenda
hefur opnað bókamarkaö í Pram-
tíöarhúsinu svokallaða að Faxa-
feni 10 í Reykjavik. Tmplega tíu
þúsund bókatitlar frá öllum
bókaútgefendum á landinu og
fjölmörgum öðrum eru á mark-
aðnum. Bókamarkaðurinn stend-
ur frá 2.-18. apríl. Opið verður
daglega frá 10-19 en lokað á föstu-
daginn langa og páskadag.
Félag íslenskra bókaútgefenda
stendur sjálft fyrir markaðnum
en undanfarin ár hafa aðrir aðil-
ar haldið hann í umboði þess.
Bókamarkaðurinn er myndar-
legri nú en nokkru sinni áður og
er óhætt að segja aö hægt sé að
gera reyfarakaup. Rækurnar eru
tveggja ára og eldrí, raöað eftir
efnisflokkum og er meðal annars
sérstök fombókadeild. Verðið er
allt frá 25 krónum bókin. -GHS
HvaUQaröarströnd:
verkunniná
sundlaug
Skemmdarverk voru unnin i
sundlauginni á Hlöðum á Hval-
fjarðarströnd um helgina.
Brotist var inn i sundlaugar-
húsið aðfaranótt sunnudags.
Rúða var brotin þannig að gler-
brot dreifðust niður stigagang og
skemmdarverk voru unnin. Með-
al annars var flaggstöng brotin
niður og hent út í sundlaugina.
Ekki hefur náðst í skemmdar-
vargana.
♦ból
Mun minni floti gæti
veitt allan af lann
komið í hlut íslendinga.
Að mati tvíhöfðanefndar verður að
hafa margvíslega fyrirvara varöandi
samanburð á stærð flotans og af-
kastagetuhans. Brúttórúmlestatalan
ein sé ekki einhlítur mælikvarði á
afkastagettma, enda hafi aðbúnaður
áhafnar og afla farið batnandi sem
aftur kalli á stærri skip. Þá sé óná-
kvæmt aö nota þorskígildi sem mæli-
kvarða í útreikningum á afkastaget-
unni.
„Á móti kemur að vélarstærð skipa
hefur farið vaxandi sem að öðru
jöfnu eykur afköstin. Þá hafa fiskleit-
artæki tekið stórstígum framfómm
og sama á við um veiðarfærin. Allt
þetta leiöir til aukinna afkasta."
Á síðasta ári var alls 2561 fiskiskip
í flotanum, þar af 108 togarar. Árið
1984 voru fiskiskipin alls 1804, þar
af 103 togarar. Á tímabilinu hefur
smábátum fjölgað mest, eða úr 1128
í 1975. Bátum yfir 10 brúttólestir
fækkaðihinsvegarúr573í478. -kaa
Takist að byggja fiskstofnana upp
í kjörstærð myndi nægja að gera út
60 til 80 prósent af núverandi flota.
Þetta kemur fram í skýrsludrögum
tvíhöfðanefndar um mótun nýrrar
sjávarútvegsstefnu. Að mati nefnd-
arinnar væri unnt að komast af með
10 til 20 prósent minni fiskiskipaflota
á íslandi nú þrátt fyrir lélegt ástand
fiskstofnanna.
Undanfarin 20 ár hefur fiskiskipa-
stóll íslendinga aukist um 40 þúsund
lestir, eða sem samsvarar 40 meðal-
stómm frystitogurum. Árið 1971 var
stærð flotans um 80 þúsund lestir en
í lok áttunda áratugarins var hann
kominn upp í 104 þúsund lestir. í lok
níunda áratugarins var flotinn orð-
inn 120 þúsund lestir og er það enn.
Stækkun flotans hefur átt sér stað
þrátt fyrir að heildarafli á íslands-
miðum, mælt í þorskígildum, hafi
verið nokkuð stöðugur allt frá 1950.
Á hinn bóginn hefur dregið úr veið-
um útlendinga og því aukinn afli
uxMj&ÆppfJuil laJa/JdJfJcju
Miðað við kjörstærð fiskistofna
mætti komast af með 60-80% af núverandi flota.
Hættuleg mengun í Austurstræti
í Austurstræti mældist í vetur fyrir þremur árum. Lúðvík Gústafs- urna í logni alveg eins og í góðviðri þeim. Það er engin hætta ef fólk fer
hæsta hlutfall af kolmónoxíði sem son, verkefnisstjóri loftmengunar- að sumarlagi. bara þarna í gegn. Því getur hins
mælst hefur síðan mælingar Heil- mælinga, telur ástæðu til að loka „Mengunin fór ekki yfir viðmiðun- vegar veriðhættabúinefþaðereitt-
brigðiseftirlits Reykjavíkur hófust Austurstræti fyrir bílaumferð á vet- armörkin en hún var mjög nálægt hvaðlengurþarna,“bendirLúðvíká.
Orlofsferðir
verða m.a. til eftirtalinna staða:
Búlgaría: Alla laugardaga/mánudaga um Osló og London sam-
dægurstil Varnaborgar. Gisting á Albena-ströndinni: Dobrudsja-
og Bratislava-hótelin og sumarhúsin Villa Yug og á Drushba-
ströndinni Grandhótel Varna. Búlgaría er enn ódýrasta land Evr-
ópu. Mikið vöruúrval í búðum. Tannlækningar, heilsurækt og
úrvalsbaðstrendur við Svartahaf ásamt mildu en þó ekki of heitu
loftslagi. Skoðunarferðir m.a. til Istanbul og Kaíró.
Ermarsundseyjarnar: Jersey og Guernsey. Veðursæld allt árið.
Hægt að fljúga hvort heldur sem er um Glasgow eða London.
Úrvalsgisting á hóteium, í íbúðum eða sumarhúsum. Hagstætt
að versla, ensk og frönsk tíska jöfnum höndum og enginn sölu-
skattur V.A.T. Öruggur úrvalsstaður fyrir fjölskylduna sem vill
njóta öryggis og friðar í sumarleyfinu.
Kanaríeyjar: Gran Canary, Playa del Inglés þar sem eilíft sumar
ríkir allt árið og ekki þarf að kynna islendingum. Flogið alla
sunnudaga um Amsterdam. Hægt að stoppa þar í bakaleið. Fjöl-
breytt úrval gistingar á mjög lágu verði.
Kenya: Safarí- og baðstrandaferðir í vor og sumar um London.
Spánn: Lloret de Mar, Costa Brava í Katalóníu, einu fallegasta
héraði Spánar, rétt norður við landamæri Frakklands. Glæsilegar
íbúðir á Alva Park. Flogið til Barcelona alla laugardaga. Barce-
lona er stærsta borg við Miðjarðarhaf. Ötrúlegt verð á ferðunum.
Ungverjaland: Flogið alla daga til Budapest um Kaupmannahöfn.
Boðið upp á skemmri og lengri dvöl í Búdapest þar sem hægt
er að fara i skoðunarferðir, versla og skemmta sér í borginni sem
stundum hefur verið kölluð „Litla-París". Glæsileg hótel á bökk-
um Dónár. Einnig hægt að útvega skemmri eða iengri dvöl við
Balatonvatn á hótelum eða I sumarhúsum. Eitt vinsælasta ferða-
mannaland í Evrópu á sl. ári. Hagstætt verð allt árið.
Ferðir með langferðabifreiðum frá Frames í London, um Skotland,
England og Irland eða til Parísar. Lúxusferðir með enskum leið-
sögumönnum. Járnbrautarferðir frá Kaupmannahöfn um alla
Evrópu með DSB. Siglingar á Dóná frá Vín til Svartahafs og
öfugt á sannkölluðum lúxusfljótabátum.
Sumarhús i flestum löndum Evrópu.
Ferðir með erlendum ferðaskrifstofum T.U.I. i Þýskalandi, einni stærstu
ferðaskrifstofu Evrópu, gæðaferðir með leiðsögumönnum sem tala mörg
tungumál, og þannig mætti lengi upp telja.
Við bjóðum upp á flugverð sem er með ólikindum lágt vegna þess að
við erum, auk þess að vera alþjóðleg I.A.T.A. ferðaskrifstofa, beintengd
Amadeus-gagnaneti flugfélaganna, i viðskiptasamböndum við aðila sem
bjóða upp á öruggt flug, lágt flugverð og þægilega þjónustu.
Skólar
Enska í Englandi: Harrow House í Swanage, S-Englandi.
Þýska í Þýskalandi: Deutsch im Deutschland - D.I.D. - á
fjölda staða, m.a. Mainz, Wiesbaden, Hannover og Berlín.
Franska í Frakklandi: E.L.F.C.A. í Hyéres á suðurströnd
Frakklands, skammt frá Toulon.
Italska á Italiu: Scoula Palazzo Malvisi í Ravenna, Ro-
magna og Flórens í héraðinu Emilia di Romagna.
Spænska á Spáni: Malaga Instituto í Malaga og Gala Int-
ernacional í Barcelona og á strönd Katalóníu.
Þessir skólar eru fyrir unga sem gamla, námskeið standa
a.m.k. 2 vikur, en hægt er að vera eins lengi og hver vill.
Skiptir engu máli hvort nemendur eru byrjendur eða lengra
komnir og sérnámskeið eru fyrir þá sem vilja fullnuma sig
í þessum málum fyrir sérskóla, svo sem tónlist, leiklist,
bókmenntir, lögfræði, verslunarviðskipti og annað því um
líkt. Kennsla er frá 20-50 tímum á viku. Yfirleitt er gist
hjá fjölskyldum og etið þar en einnig er hægt að vera á
heimavist eða leigja íbúð, svo nokkuð sé talið. Próf eru
tekin að loknu námi.
Hótel-, veitinga- og ferðaskóli: Hospitality Career College er
í Bournemouth. Lengri og styttri sérhæfð námskeið. Þá
hefjast 70 og 26 vikna námskeið 1. október nk. á hótel-
og veitingaskólanum og 36 vikna námskeið á ferðamála-
skólanum, sem eru hvor tveggja fullkomin námskeið og
veita alþjóðleg réttindi hvort fyrir sig að loknu prófi.
Hótel- og veitingaskóli i Sviss: S.H.M.S. í Les Paccots, litlu
fjallaþorpi skammt frá bæjunum Vernon og Montreux við
Genfarvatn austanvert. Skólinn er 3ja ára skóli. Hvert ár
er hægt að stunda út af fyrir sig og veitir þá strax réttindi,
en næstu auka þau að sjálfsögðu. Hægt er sem sagt að
stunda námið í önnum. Verið er í skóla 20 vikur og unnið
í aðrar 20 vikur á hverju ári fyrir sig og vinna að sjálf-
sögðu launuð. Skilyrði er að nemandi sé góður í ensku.
Allar frekarí upplýsingar eru veittar i bæklingum frá skólunum
og á ferðaskrifstofu okkar. Verðlistar fylgja og hægt er að fá
lánaðar myndbandsspólur.
Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar
Gnoðarvogi 44, simi 68-62-55
Opin 8-17 alla virka daga, 9-12 iaugardaga.
I.A.T.A. ferðaskrifstofa.