Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Utlönd Kona Einars Gerhardsen, forsætisráðherra Noregs, njósnaði fyrir KGB: Gaf upplýsingar eftir nótt með KGB-manni - útsendarar Sovétmanna tóku myndir af þeim í rúminu og notuðu til kúgunar „Við vorum mynduð þessa nótt. Ég vissi ekkert um það en nú verðum við að gera það sem þeir í Moskvu vilja,“ á Jevgeníj Beljakov að hafa sagt við Vernu Gerhardsen, eigin- konu Einars Gerhardsen, forsætis- ráðherra Noregs, við upphaf njósna- máls sem nú vekur mikla furðu og hneykslan í Noregi. Fréttin um að Vema hafi gefið sov- ésku leyniþjónustunni, KGB, upplýs- ingar um norsk stjómmál og stjóm- málamenn á ámnum 1955 til 1958 kemur frá Bogdan Dubenskíj, fyrr- um yfirmanni KGB í Ósló. Hann reif- aði máliö í viðtali við rússneskt blað á dögunum og éftir þaö hafa norsk blöð tekið það upp. Sagan segir að Vema hafi sofið hjá Beljakov á hóteli í Jerevan í Armen- íu, sem þá var eitt af lýöveldum Sov- étríkjanna. Þar voru þau hjón í opin- berri heimsókn árið 1954. Eftir að KGB frétti af afreki síns manns var ákveðið að senda hann á eftir Vernu til Noregs svo hann gæti tekið upp þráðinn og fengið hjá henni leynileg- ar upplýsingar. Kosningar fóru þá í hönd í Noregi og í framhaldi af þeim varð Einar forsætisráðherra öðru sinni. Dud- enskíj segir að Vema hafi gefið KGB Einar Gerhardsen. Njósnaði kona hans fyrir Sovétmenn? upplýsingar um norsku stjórnmála- flokkana og sagt frá kostum og löst- um einstakra stjómmálamanna. Máli þessu lauk í desember árið 1958 þegar elskhuginn Beljakov var kallaður heim eftir að hafa barið konu sína. Einar Gerhardsen er einn virtasti stjómmálamaðurinn í sögu Noregs og var forsætisráðherra í samtals 17 ár, fyrst 1945 til 1951 og aftur 1955 til 1965. Norskir sérfræðingar hafa farið yfir gögnin í þessu máh og ekkert fundið seimgæti afsannaö þau. Einn þeirra segir að þetta sé upphafið að öðrumeira. ntb _JL _JLX-*... NÝPÖNSK S S SÓL SYNIR RASPÚTÍNS £>1 KOMtl'TlVliEIsn'S 2700 DJ FRÍMANNPSYCHO FRÁ KE. 20.00TILKL .00.30 ALDURSTAKMARK FÆDD '77, '78 <&. '79. M IÐXNN A BALLTÐ KOSTAR 600 KRÓNÚR MTDASALA FER FRÁ.M í F ÚI., A O SMID S 'F Ö DVUMUMLAN t:> ALLT. JeHsín heim í kosninga- baráttuna Borís Jeltsín Rússlandsforseti var ekki fyrr kominn heim eftir fundinn með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Vancouver í Kanada en hann hóf kosmngabaráttu sína fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna 25. aprfi næstkom- andi. Á leiðinni til Moskvu hafði Jeltsín viðdvöl í borginni Bratsk í miðhluta Síberíu þar sem hann hvatti íbúana til að styðja umbótastefnu sína, svo og hugmynd hans um að efna tíl kosninga fljótlega. Forsetinn þarf stuðning helmings allra kjósenda, samkvæmt reglum sem fiöltrúaþingið setti, og hann verður að láta hendur standa fram úr ermum ef hann á aö eiga nokkra möguleika á aö yfirvinna vaxandi póhtíska þreytu almennings. Samkvæmt könnun í blaðinu Iz- vestia ætla 43 prósent kjósenda að greiöa Jeltsínatkvæðisitt. Reuter Hélt að De Niro væri pabbi sinn Leikarinn Robert De Niro getur hætt að greiða meðlag með Ninu, tíu ára gamalh stúlku, vegna þess að það er ekki nóg að hún haldi að hún sé dóttir hans. Dómur er fallinn í mál- inu eftir sjö mánaða þref. De Niro hafði greitt vel á annað hundrað þús- und krónur með barninu meðan málaferlin stóðu. Enginn vafi leikur á að De Niro er ekki faðir stúlkunnar. Það hefur ver- ið sannað með blóðprófum í þrígang. Hins vegar taldi móðirin, Helena Li- sandrello, að hann hefði veriö dóttur sinni sem faðir og að hún hefði htið á hann sem fóöur sinn. Því bæri honum að greiða með henni meðlag þótt hún væri dóttir annars manns. De Niro ákvað að verða við kröfunni og greiða meðlag þar tíl dómurinn kæmist að niður- stöðu. Lisandrello vhdi að De Niro greiddi hálfa mOljón króna með dótturinni á mánuði og ahan lögfræðikostnað að auki, um sex mOljónir króna. Hún er söngkona og átti í ástarsam- bandi við De Niro um þriggja ára skeið og þá tókst vinátta með dóttur- inni og leikaranum. Lisandrello kennir dóttur sína við De Niro og kahar hana Ninu Nadeja De Niro. Húr var þriggja ára þegar leikarinn sá hana fyrst. Robert De Niro er einn frægasti kvikmyndaleikari í Bandaríkjunum Helena Lisandrello vildi að leikarinn Robert De Niro greiddi meðlag með dóttur sinni þótt sannað væri að hún og hefur einu sinni hlotið óskars- ætti annan föður. Rökin voru að dóttirin liti á De Niro sem föður sinn og væri tengd honum tilfinningalega. De Niro verölaun. Reuter var sýknaður af kröfu Helenu. símamynd Reuter sjáHsmorð Yfirvöld í Noregi segja að ekki færri en 46 norskir friðargæslu- liðar; Iiafi framið sjálfsmorð eftir i að hafa verið i Líbanon. Þá eni i ótaldir þeir sem reynt hafa að stytta sér aldur en mistekist. Þetta þykja ógnvænlegar upp- lýsingar og er nú verið að grafast fyrir utn hvað valdi þessu. Frá árinu 1978 hafa um 20 þúsund Norömenn verið við friðargæslu í Líbanon. Jóakimprins hefurbúskap Jóakim Danapríns er orðinn bóndi og hefur fengið 800 hektara jörð og höll til ábúðar. Prins- inn fair Schac- herhorbarhöll alveg fyrir sig en hún hefur verið konungseign í 342 ár. Á jörðinni er jarðrækt nokkur og einnig víð- lendur skógur. Prinsinn tekur sé bólfestu í hölhnni í sumar. Hann segist ætla að stunda lniskapinn af krafti enda er tíl þess ætlast að haim hafi af honum tekjur. Viljahvorkisjá néheyra söngvakeppnina Damr vilja hvorki sjá né heyra söngvakeppiú sjónvarpsstöðva þetta árið. Ákveðiö er að gefa ekki út tiu bestu dönsku lögin í ár vegna þess að útgefendur telja vonlaust að selja plötuna. Þá fór svo að ekki tókst að selja nema helming aðgöngiuniða á útslitakeppnina í Óðinsvéum síð- asta laugardagskvöld. Brennivíngeng- urjafntíalla Rannsókn tveggja danskra lækna sýnir að ofdrykkja er óháö þjóöfélagsstéttum. Ekkert sama- band er á milli tekna og drykkju og fólk úr öhum stéttum verður ofdrykkju jafnt aö bráð. Til skamms tíma töluöu Danir um sérstakt viskí-belti norðan Kaupmannahafnar en þaö er ekki lengur til að því er læknarnir segja eða hefur þynnst mjög út. Þrjátíu bjór- flöskurádag Ofangreind rannsókn leiddi einnig í ljós að um 60 þúsund Danir drekka að jafnaði 30 flösk- ur af bjór á dag eða meira. Þetta er hálfur annar htri af hreinum spira. Drykkja mestu svolanna hefur ekkert breyst í áranna rás en hin- ir sem vanir eru hóflegri drykkj u hafa dregiö heldur úr henni þessi síðustu krerppuár. vúining. Kau]j á happdrættismiðum hafa fjór- faldast á firnm árum. Lottóið er vinsælast með þriðjung af söl- unm. '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.