Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1993, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1993, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1993 Útlönd_____________________________________________________ Viðbrögð Radovan Karadzic við hótunum Vesturlanda: Bosníu-Serbar ekki neyddir til samninga Bill Clinton Bandaríkjaforseti ýtir nú mjög á bandamenn sína að gera eitthvað fljótt og með ákveðni til að knýja Bosníu-Serba til að samþykkja friðartillögur SÞ. Clinton mun ræða í dag við leiðtoga Evrópubandalagsins, þar á meðal forseta þess, Jacques Delors. Mun hann leggja áherslu á að vestrænar þjóðir standi fastar fyrir í afstöðu sinni gegn Bosníu-Serbum. Á blaða- mannafundi í gær vildi Clinton ekki gefa upp til hvaða aðgerða yrði grip- ið. „Við erum að skoða marga mögu- leika,“ sagði forsetinn. „Ég vil sjá hvað gerist á næstu dögum. Fleira vil ég ekki segja.“ Á sama tíma lýsti Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna yflr því að Sarajevo og fleiri stríðshijáðar borgir í Bos- níu-Hersegovínu væru griðastaðir til að vernda íbúa þeirra fyrir árásum Serba. Munu Sameinuðu þjóðirnar hafa eftirlit með þessum borgum. Varað var við því að ef Bosníu- Serbar virtu ekki þessa yfirlýsingu yrði gripið til vopna á næstu dögum. Stjómvöld í Júgóslavíu með Serba í broddi fylkingar hafa tilkynnt að allir birgðaflutningar til Bosníu- Serba yrðu stöðvaðir. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hef- ur sagt að slíkt muni ekki neyða þá til að binda enda á stríðið í Bosníu og að friðartiRögurnar verði ekki samþykktar í þjóðaratkvæðagreiöslu Bosníu-Serba síðar í mánuðinum. Reuter Flóttamenn frá Bihac-svæðinu í Bosníu faðma ættingja sína að sér við komuna til Zagreb. Símamynd Reuter Ökuskóli Sigurðar Gíslasonar sf. Aukin ökuréttindi (meirapróf). Næsta námskeið hefst um miðjan maí ef næg þátttaka fæst og verður þetta síðasta námskeiðið á þessari önn. Innritun fer fram dagana 7.-12. maí hjá Viðskiptamiðlun h/f. Tryggvagötu 16,3.h. S. 629510 - 679094 og 985-24124. Til sölu MMC PAJERO, árg. ’92, super wagon, sjálfsk., sóllúga, dráttarkrókur og simi. Skipti á nýlegum japönskum bíl. Til sýnis og sölu hjá Bílaþingi Hekiu, s. 695660. Tilkynning frá Samkeppnisstofnun i fjórða kafla samkeppnislaga nr. 8/1993 eru ákvæði sem fela í sér bönn við samkeppnishömlum. Banná- kvæðin taka til samráðs um verð, afslætti, álagningu, skiptingu markaða og gerð tilboða. Samráð af þessu tagi hefur tíðkast í ýmsum greinum, t.d. um verð- taxta sjálfstættstarfandi sérfræðinga. Samkeppnisráð hefur ákveðið að veita hlutaðeigandi aðilum umþótt- unartíma til 1. nóvember nk. til þess að afnema sam- keppnishömlur sem brjóta í bága við bannákvæðin eða sækja um undanþágu frá bannákvæðunum telji þeir að skilyrði til þess séu fyrir hendi. Reykjavík, 6. maí 1993 Fimm útlendingar í haldi í Tékklandi: Flett of an af samsæri um að myrða Havel Tékkneska ríkisstjórnin skýrði frá því í gær að upp hefði komist sam- særi um að myrða Vaclav Havel, hinn 56 ára gamla forseta Tékklands, sem leiddi flauelsbyltinguna svoköll- uðu gegn kommúnistum. Jan Rumml innanríkisráðherra sagði í viðtali við sjónvarpið að fimm útlendingar hefðu verið handteknir og að sjötti maðurinn gengi enn laus eftir að yfirvöldum barst nafnlaust bréf um samsærið. Ruml sagði ekkert um hugsanlega ástæðu fyrir því að ráða Havel bana en hann er vinsælasti stjórnmála- maður Tékklands. En sjónvarpið tengdi meint sam- særi því að Havel hvatti til þess í síð- asta mánuði að gripið yröi til harka- legri aðgeröa til að binda enda á styrjaidarátökin í fyrrum lýöveldum Júgóslavíu og hugsanlegra loftárása á stórskotaliösbyssur Serba. Tékkneskir embættismenn vildu ekki staðfesta að einhver tengsl væru þarnaámilli. Reuter Vaclav Havel, forseti Tékklands. Simamynd Reuter Bókamessan í Genf: Rushdie fær verðlaun Breska rithöfundinum Salman Rushdie, sem hefur farið huldu höfði í fjögur ár vegna dauðadóms ír- anskra stjórnvalda, voru i gær veitt Colette bókmenntaverðlaunin af dómnefnd sem var skipuð frönskum og svissneskum rithöfundum. Verð- launin nema hálfri annarri milljón íslenskra króna. Skipuleggjendur bókamessunnar í Genf, sem hófst á miðvikudag, sögðu að með vali sínu á Rushdie hefði dómnefndin viljað lýsa yfir andstöðu sinni við óumburðarlyndi. íslamstrúarmenn um ailan heim mótmæltu bók Rushdies, Söngvum satans, og sögðu hana vera móðgun við trúna. Rushdie hefur búið undir lögreglu- vernd frá þvi Khomeini heitinn erki- klerkur í Iran lýsti hann réttdræpan í febrúar 1989. írönsk stjómvöld hafa ítrekað dauðadóminn á þessu ári. Reuter WaHDisney f undi nasista Bandaríski teiknimynda- kóngurinn Walt Disneý daðraði nasisma og var á mála hjá al- rikislögregl- unni FBI í 26 ár. Þetta kemur fram í nýrrí ævi- sögu Disneys eftir Marc Elliot sem kemur út í Bandaríkjunum innan skamms og heitir „Walt Disney, hinn myrki Hollywood- prins“. Fyrri ævisöguritarar Dis- neys og félagar hans hafa vísað þessu á bug. En dagblaðiö New York Times sagðí að fullyrðing Elliots um að Disney hafl kjaftað í FBI sé studd mjög ritskoðuðum stjórnarskjöi- um sem blaðið fékk aðgang að. Blaðið minntist þó ekki á að Disney hefði verið hallur undir nasista á 4. áratugnum. Reuter Stuttar fréttir Mafiansprengir Mafían sprengdi bílasprengju í bænum Terlizzi á Suður-Ítaiíu í morgun. Umferðarlögregluþjónn slasaðist mikið og þerst hann nú fyrir lífi sínu. Ekkert miðar Ekkert virðist hafa miðað í samkomulagsátt á friöarráð- stefnu um Mið-Austurlönd í Was- hington eftir tveggja vikna funda- höld. Ciampi reynir að firiða Búist er við að Ciampi, forsætis- ráðherra Ítalíu, reyni að friða helstu bandamenn sina áður en greidd verða atkvæði um trausts- yfirlýsingu á stjórn hans í dag. Þræta fyrir valdarán Ríkissfjóm Alberetos Fujimor- is, forseta Perú, vísar þvl á þug að herinn hafi reynt að ræna völdum i gær en staðfesti að her- sveitir hefðu verið í höfuðborg- inni. Harðlínumennfáfiltal Innanríkisráðherra Rússlands varaði harðlínumenn kommún- ista við því að iögreglan mundi taka hart á þeim ef þeir brytu bann við mótmælagöngum i mið- borg Moskvu á sunnudag. Ráðherraferfrá Gunther Krause, samgöngu- ráðherra Þýskalands, sagði af sér í gær vegna meintrar misnotkun- ar á almannafé. Hann er þriðji ráöherra stjómarinnar sem segir af sér vegna hneykslismáls. Hvitirsýna klærnar Fyrrum yfirmaður hers Suður- Afriku lét í það skina í gær að herinn, undir stjórn hvítra manna, mundi gera uppreisn frekar en að hlýða fyrirmælum frá Afríska þjóðarráðinu. Verkfall stáliðnaðarverka- manna í austurhluta Þýskalands hefur breiðst út til sjötiu fyrir- tækja þrátt fyrir að verkaiýösfé- lög og atvinnurekendur hafi ræðst við í gær. Evróvisjón frá Sarajevo Hljómsveitin Fazla frá Sarajevo tekur þátt í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva á írlandi 15. maí. Sveitin varð að taka lagið sitt upp miili skotdruna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.