Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1993, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993
Fréttir
Friðrik Sophusson flármálaráðherra:
Höf um ekki lengur kverka-
tak á Bandaríkjamönnum
„Ég vil taka fram að þær fréttir,
sem ég hef séð af hugsanlegum sam-
drætti hjá vamarliðinu, eru óstað-
festar. Giska má á að ef umsvif vam-
arliðsins drægjust saman um helm-
ing heiði það veruleg áhrif á gjald-
eyristekjur íslendinga. Sumir halda
því fram að það gæti numið 4 til 5
milljörðum í gjaldeyristapi. Þetta er
- sem oft hefur verið gripið til vegna hemaðarlegu Islands
svipuð tala og þegar við tölum um
eitt stykki álver,“ sagði Friðrik Sop-
husson fjármálaráðherra.
Hann sagði það augljóst að sam-
dráttur myndi hafa mikil áhrif á at-
vinnumál á Suðumesjum. Stór hóp-
ur Suðumesjamanna starfaði á
Keflavíkurflugvelli og það væri ekk-
ert í sjónmáli sem gæti komið í stað-
inn fyrir þá vinnu sem fólk hefði nú
á Keflavíkurflugvelli.
Friðrik var spurður hvort við hefð-
um efni á því að reka Keflavíkurflug-
völl einir og sér ef til þess kæmi að
Bandaríkjamenn hættu því.
„Þaö er auðvitað spuming um
hvort við höfum efni á því að vera
sjálfstæð þjóð. Það hefur ótalmargt
verið að gerast í heimimnn að und-
anfórnu sem gerbreytt hefur stöð-
unni hjá okkur. Við höfum ekki leng-
ur það kverkatak á Bandaríkja-
mönnum sem oft hefur verið gripið
til vegna hernaðarlegu íslands. Nú
þurfum viö fremur en áður að standa
á eigin fótum og getum átt von á því
að það verði erfiðara fyrir okkur á
næstunni. Nýlegt dæmi mn það er
afstaða Bandaríkjamanna til hval-
veiðanna. Ef þeir ætla að beita við-
skiptaþvingunum til að koma hval-
veiðistefnu sinni fram mun það hafa
veruleg áhrif hér á landi, ofan á allt
annað. Þetta er ný staða fyrir okk-
ur,“ sagöi Friðrik Sophusson.
-S.dór
stytti
refsingu
barnsræn-
ingjans
Hæstiréttur færði refsingu :
Trausta Róberts Guðmunds-
sonar, í hinu svonefnda barnsr-
ánsmáli í fflíðunum, niður úr 5
ára fangelsi í 4 ár. Minnihluti
dómsins, þeir Gunnar M. Guð-
mundsson og Garðar Gíslason
greiddu þó sératkvæði og töldu
að 5 ára fangelsisrefsingu Hér-
aðsdóms Reykjavíkur bæri aö
staðfesta.
Dómurinn komst aö þeirri
niðurstöðu að Trausti Róbert
heföi framið húsbrot, tilraun til
þjófhaðar, frelsís- og umsjár-
sviptingu svo og að hafa sýnt
stúJkubami kynferðislega
áreitni.
í niðurstöðu Hæstaréttar seg-
ir að taka verði tillit til þess að
Trausti Róbert fór heimildar-
laust inn í íbúöarhús aö nætur-
þeli, hann hefði tekið 7 ára
stúlku úr rúnú hennar fá-
klædda, boriö hana í nætur-
myrkri líklega meira en 800
metra um svæöi þar sem ekki
var von mannaferða og sýnt
henni kynferðislega áreitni.
„Við ákvörðun refsingar verð-
ur að byggjá' á því aö stúlku-
barnið hafi verið 1 alvarlegii
hættu statt,“ segir m.a. í dómi
Hæstaréttar.
Þeir hæstaréttardómarar,
sem tóku meirihiutaafstöðu í
málinu í gær, voru þau Þór Vil-
hjálmsson, Guðrún Erlends-
dóttir og Hjörtur Torfason.
-ÓTT
Fyrsta sængurkonan kom í vikunni á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Birna S. Pálsdóttir eignaðist stúlkubarn á
Landspítalanum aðfaranótt þriðjudags en var flutt á Fæðingarheimilið daginn eftir. Móður og barni heilsast vel.
Litla stúlkan var tæpar þrettán merkur og 49 sentímetrar við fæðingu. -GHS/DV-mynd BG
Tveir fyrrum stjómarmenn og framkvæmdastjórar Bygginga og ráðgjafar hf.:
Fangelsi og 2,5 milljóna sekt hvor
fundnir sekir um undandrátt á söluskatti upp á 5,2 miUjónir króna
Héraðsdomur Reykjavikur hefur
dæmt tvo fyrrum stjómarmenn og
framkvæmdasfjóra hlutafélagsins
Byggingar og ráðgjafar í 5 mánaða
fangelsi, þar af 3 skilorðsbundið, og
til greiðslu 2,5 milljóna króna sektar
hvom fyrir að hafa dregið 5,2 millj-
ónir króna undan söluskattsskyldri
veltu fyrirtækisins á árunum 1986-
1988. Þeir voru einnig taldir hafa
gerst sekir um brot á lögum um bók-
hald með því að hafa ekki samiö árs-
reikning fyrir árið 1986. Við refsi-
ákvörðun í málinu var tekið mið af
því hve sakarefnin í málinu em orð-
in gömul. Guðjón St. Marteinsson
héraösdómari kvað upp dóminn auk
meðdomsmannanna Halldórs Ara-
sonar og Stefáns D. Franklín lög-
giltra endurskoðenda.
Byggingar og ráðgjöf hf. var stofn-
að árið 1983 og stundaði félagið verk-
takastarfsemi auk innflutnings og
sölu og leigu á byggingamótum auk
framleiðslu á hlutum tengdum þess-
ari starfsemi. Árið 1988 gerði rann-
sóknadeild ríkisskattstjóra athugim
á bókhaldi, tekjuskráningu og sölu-
skattsskilum félagsins vegna inn-
flutnings, leigu og sölu á steypumót-
um rekstrarárin 1986 og 1987. Sölu-
skattur var í kjölfarið endurákvarö-
aður um tæpar 8 milljónir króna.
Málið var síðan sent Rannsóknarlög-
reglu ríkisins en fyrirtækið varð
gjaldþrota árið 1989.
Fram kom fyrir dómi hjá öömm
framangreindra manna að þeir hefðu
tekið ákvörðun um að greiða ekki
söluskatt af allri söluskattsskyldri
veltu fyrirtækisins á því tímabili sem
um ræðir - rekstur fyrirtækisins
hefði gengið flla. Meiningin hefði
verið að gera söluskattinn upp er
hagur fyrirtækisins vænkaöist, en
það hefði ekki orðið. Fleiri vitnis-
burðir komu fram í málinu sem
studdu þennan framburð.
Dómurinn taldi ekki að mennimir
tveir hefðu gerst sekir um að draga
undan allar þær 6,2 milljónir króna
sem þeim var gefið að sök í ákæru-
skjali, heldur sem nemur 5,2 milljón-
um króna. Fallist var á athugasemd-
ir annars framkvæmdastjórans um
að ýmsir reikningar hefðu ekki verið
söluskattsskyldir.
Eins og fyrr greinir er mönnunum
gert að greiða 2,5 milljónir króna í
sekt til ríkissjóðs. Þeim er einnig,
hvorum um sig, gert að greiða 4/5
hluta 300 þúsund króna málsvarnar-
launa veijenda sinna og sama hlut-
fall af 200 þúsund króna saksóknara-
launum. Rikissjóður greiðir 1/5 hluta
af málsvamar- og saksóknaralauna.
JónBaldvin:
„Ekkert í þessum fréttum kem-
ur á óvart. Það hefur verið vitað
síðan 1990 að þær breytingar sem
orðiö hafa í heiminum gætu leitt
til þess að samdráttur yrði hiá
varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra í gær.
Hann sagði að einmitt vegna
þess aö þetta var vitað hefði í
fyrra verið skipuð nefnd til að
skoða öryggismálastefnu íslend-
inga í ljósi breyttra aðstæðna.
Nefndin skilaöi skýrslu í mars,
áöur en mögulegt var að koma á
viöræöum um málið viö nýja rík-
isstjóm í Bandarikjunum en allt-
af var ráð gert fyrir slíkum viö-
ræðum.
Jón Baldvin sagði að 16. apríl
síðastliðinn heföi sendiráð ís-
lands í Bandaríkjunum gert við-
vart um aö samkvæmt heimild-
um 1 utanríkisráöuneyti Banda-
rfkjanna mætti búast viö að
Bandarikjastjóm gerðí á næst-
unni grein fyrir tillögum sínum
um breytingar sem gætu orðið
allróttækar. Jón Baldvin sagðist
hafa rætt málið við sendifulltrúa
Bandaríkjastjómar hér á landi.
Hann staðfesti að tillögurnar
væru byggðar á fyrirmælum um
niðurskurð. -S.dór
SvavarGestsson:
Gjalda fyrir
hersetuna með
atvinnuleysi
„Þetta mál er tvíþætt. Annars-
vegar er þetta hluti af þróun sem
hefur verið að ganga yfir og því
gátu menn búist við að Banda-
ríkjaraenn drægju saman í her-
stöðinni á Keöavikurflugvelli.
Það tel ég vera jákvæðan hluta
af friðarþróun í heiminum. Hitt
er svo ljóst að þetta mun hafa
áhrif á Suöurnesjum. Það er rétt
sem formaður verkalýðsfélagsins
í Keflavík segir að nú muni Kefl-
víkingar verða að gjalda með at-
vinnuleysi fyrir hersetuna. Hún
hefur verið notuð sem afsökun
fyrir því aö gera ekki neitt í at-
vinnumálum Suöumesja í ára-
tugi. Nú sjá menn að þeir hefðu
betur farið að tillögum góðra
manna eins og Gils Guömunds-
sonar að gera eitthvað í atvinnu-
málum á Suðurnesjum," sagði
Svavar Gestsson alþingismaður.
Hann sagðist ekki tefja að sam-
drátturinn myndi haíá háskaleg
áhrif á efnahagslif íslendinga í
heild sinni. Hægt væri að bregð-
ast viö þessu með ýmsum hætti.
Hann sagði að grípa þyrfti til al-
mennra ráðstafana til að bæta
atvinnuástandið. -S.dór