Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1993, Side 13
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1993
13
Neytendur
Kjötvinnslufyrirtækið Austmat býður upp á fryst og unnið kjöt á góðu verði og því verður ekið til kaupenda.
Austmat á Reyðarflrði:
Kjötvörur á 15-25%
lægra veröi en í
stórmörkuöunum
- neytendur fá kjötið sent heim
Kjötvinnslufyrirtækið Austmat á
Reyðarfirði hefur gert samning við
Heimilisklúbbinn um sölu og dreif-
ingu á kjötvörum fyrir félagsmenn
klúbbsins á 15-25% lægra verði en í
stórmörkuðunum á höfuðborgar-
svæðinu.
Félagsmönnum gefst kostur á að
panta í gegnum síma fimm pakka
sem hver um sig inniheldur mismun-
andi samsetningu af frystu kjöti og
unnum kjötvörum. Minnsti pakkinn
sem um ræðir kostar 5000 krónur en
í honum eru um 12 kíló af kjöti.
Stærsti pakkinn, tæp 21 kíló, kostar
15000.
Ein ferð verður farin vikulega frá
Reyðarfirði til Reykjavíkur og þá er
pökkunum ekið heim til kaupenda
þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að
greiða matinn meö greiðslukorti eða
staðgreiða um leið og pakkinn er af-
hentur.
„Við erum heildsalar og framleið-
endur fyrst og fremst og hér er auð-
vitað ekki um neina smásöluálagn-
ingu að ræða,“ sagði Jón Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Austmats
hf., aðspurður hvernig hann gæti
boðið upp á slík verð. Jón sagði að
sölufyrirkomulag af þessu tagi væri
velþekkt víða erlendis og nytitnikilla
vinsælda.
Austmat, sem hefur starfað í rúm
12 ár, framieiðir á milli 140 og 150
tegundir af kjötvörum og í fyrirtæk-
inu vinna um 30 manns. Þess má
geta að nýverið keypti fyrirtækið
grænmetisframleiðslu Sólar hf. en
ætlunin er að flytja þá framleiðslu
til Reyðarfjarðar.
Allir sem vilja geta gerst meðlimir
að Heimilisklúbbnum. Klúbburinn
gefur út svokaUað Heimihskort en
handhafar þess eiga kost á afslætti í
um eitt hundrað verslunum hér á
landi. Hægt er að kaupa þriggja mán-
aða kort fyrir 1000 krónur og 1 árs
kort fyrir 2900 krónur.
-KMH
Manneldisráð:
Bæklingur um holla fæðu
Manneldisráö íslands hefur gefið
út bækling sem nefnist Þitt líf - þitt
fæðuval í kjölfar könnunar sem gerð
var síðastliðið haust á mataræði ís-
lenskra grunnskólabama. Bækl-
ingnum verður dreift á meðal skóla-
barna en ætlunin með honum er að
hjálpa bömunum að velja hollan og
góðan mat.
í bæklingnum segir að krakkar í
dag séu að mörgu leyti sjálfstæðari
og ráði meim um eigin fæðuvenjur
en jafnaldrar þeirra gerðu áður fyrr.
Margir sjá um sig sjálfir mikinn
hluta dags, taka til mat handa sér í
hádeginu eða eftir skóla og velja
hvað þeir fá sér að borða. Þannig
beri krakkar heilmikla ábyrgð á eig-
in heilsu og líöan.
Einnig segir að komið hafi í ljós að
nemendur, sem borða lítinn og léleg-
an morgunmat og hafa ekki með sér
bæklingnum er leitast viö að hjálpa
börnum að velja góðan og hollan
mat.
nesti, standi sig verr í skóla en þeir
sem borða betur á morgnana.
Þá eru gefnar nokkrar tillögur að
morgunverði, nesti og hádegisverði
sem bömin geta auðveldlega útbúið
sjálf.
í könnuninni sem Manneldisráð
gerði á mataræði skólabama kemur
fram að tíu ára krakkar sem búa í
þéttbýh koma langflestir með ágætt
nesti að heiman, en nestispökkum fer
strax að fækka á meðal stelpna í 7.
bekk og þegar komið er í 9. bekk sjást
fáir með nesti, hvort heldur stráikar
eða stelpur. Aðstaða barna og ungl-
inga í dreifbýli er gjörólík að þessu
leyti þar sem flest þeirra fá heitan
mat í hádeginu á skólatíma og í sum-
um skólum er jafnvel boðið upp á
morgunmat þegar bömin koma í
skólann.
-KMH
Hú er
tvöfaldur
l.vinningur!
MERKISMENN HF