Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 Fréttir Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur Kópavogsbúa í alvarlegu kynferðismál: 17 ára ákærður fyrir að nauðga drengjum - gefið að sök að hafa beitt ofbeldi og hótunum við verknaðinn Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 17 ára Kópavogsbúa fyrir nauðgun með því að hafa þröngvað tveimur 14 ára drengjum til kynferðislegra athafna með sér aðfaranótt síðastliðins nýársdags. Hér er ekki um að ræða sakargiftir um beint samræði en ákærða er gef- ið að sök að hafa neytt drengina til framangreinds með bæði ofbeldi og hótunum, þar af annan piltanna tvisvar sinnum. Sakbomingurinn neytti aflsmunar við verknaöinn. Atburðurinn átti sér stað utandyra við Vallargerði og í húsagarði við horn Suðurbrautar og Kópavogs- brautar. Drengirnir tveir, sem urðu fyrir ódæðismanninum, vom á leið heim þegar hann veittist að þeim meö hótunum og ofbeldi, eins og hon- um er gefið að sök í ákæru. Málið verður tekið fyrir í héraðs- dómi Reykjaness á næstunni og er dóms að vænta í júní. Lögmaður sem fer með skaðabótakröfur fyrir hönd forsvarsmanna drengjanna, sem eru ófiárráða, hefur krafist 870 þúsund króna í skaðabætur eða samtals rúmlega 1,7 milljóna króna. Ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn 194. grein almennra hegningarlaga - það er nauðgun. Ný lög tóku gildi í maí 1992 varðandi brot sem varða við þessa grein lag- anna og er nú hægt aö ákæra bæði fyrir brot gagnvart karlkynsþolend- um jafnt og kvenkynsþolendum. Ákvæðið er svohljóðandi: „Hver sem með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þröngvar manni til hold- legs sámræðis eða annarra kynferð- ismaka skal sæta fangelsi ekki skem- ur en eitt ár og allt að 16 ára. Til of- beldis telst svipting sjálfræðis meö innilokun, lyfium eða öðrum sam- bærilegum hætti.“ Eftir því sem DV kemst næst hefur sakbomingur ekki verið ákærður áður fyrir þessa grein hegningarlag- anna. -ÓTT Sighvatur Björgvinsson um skýrslu OECD: Ábendingar sem við tökum tillit til „Úttekt OECD á heilbrigðiskerfinu er mjög athyglisverð og í henni er að finna ábendingar sem við munum taka tillit til, svo sem að stuðla aö aukinni samkeppni á sjúkrasviðinu. Skýrslan staðfestir ýmislegt sem við vissum áður, til dæmis að viö séum á réttri braut í lyfjamálum," segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra. í nýrri skýrslu OECD er í fyrsta sinn gerður víðtækur samanburður á heilbrigðiskostnaði aðildarríkj- anna. í skýrslunni kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála jukust um 4% á ári síðasta áratug sé miðað við hvern íbúa. Þetta er tæplega'helm- ingi meiri hækkun en að meðaltali í OECD-ríkjunum, en heilbrigöisút- gjöld á íslandi eru nú um 8,5% af landsframleiðslu. Að mati hagfræðinga OECD hefur náðst mun meiri árangur í heilbrigð- isþjónustu heldur en gengur og ger- ist hjá öðrum þjóðum. I því sam- bandi er bent á þá stefnu stjómvalda að auka útboð og þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustunni. Þá er í skýrslunni tiltekiö að hár lyfiakostn- aður sé meginorsök hárra heilbrigö- isútgjalda á íslandi. Bent er á þá leiö aö auka samkeppni í lyfiasölu til að lækka þennan kostnað. Að sögn Sighvats mun skýrsla OECD gagnast vel í fiárlagagerðinni fyrir næsta ár. Hann bendir þó á að í ár virðist flest ætla að ganga upp varðandi aðhald og spamað. Miðað viö fyrstu 4 mánuðina séu til dæmis útgöld vegna lyfia, tannlækninga og sérfræðinga innan settra marka. „Þetta virðist vera traustara hjá okkur núna heldur en í fyrra en þá náðist nánast einvörðungu að lækka rekstrarkostnað sjúkrastofnana og lyfiakostnaðinn. Sjálfsagt má gera eitthvað fleira á þessum sviðum en þaö er ekki hægt að spara mikið meira öðruvísi heldur en með því að draga úr þjónustu. Það hef ég ekki viljað gera. Þó við legðum niður ein- hverjar stofnanir myndi ekki mikið sparast á því.“ -kaa Þessir kappar eru að búa sig undir ferð á fieytum niður Eystri-Rangá i sumar. Æfingar fara meðal annars fram í Nauthólsvík þar sem myndin var tekin. DV-mynd ÞÖK Reykjavíkurborg: Minnivinna oglægrilaun „Svo viröist sem heldur fleirí sæki um vinnu hjá okkur en í fyrra og því emm við að leita leiða til að veita sem flestum ur- lausn. Urasækjendur em komnir vel á þriðja þúsund og enn aö bætast við þannig aö ekki er víst að það verði full vinna hjá okkur í sumar," segir Pétur Kr. Péturs- son, starfsmannastjóri á skrif- stofú borgarverkfræðings, en ungt fólk á sextánda ári og eldra getur sótt um vinnu hjá Ráðning- arstofu Reykjavíkurborgar. „Viö erum að kanna hvort hægt sé að skipta hópnum í tvennt með þvi lagi að halda meðallaunum i kringum lágmarkslaun. Viö höf- um átt í viðræðum við verka- kvennafélagið Framsókn og verkamannafélagið Dagsbrún og fengiö mjög jákvæö viðbrögð,“ segir Pétur. Ráðningamálin ættu að skýrast i þessari viku. Krakkar, 16 ára og eldri, vinna við ræktun og umhirðu á opnum svæðum i borginni. -GHS Ný ársskýrsla OECD: Stokka verður upp í húsnæðis- kerf inu og lækka skattaívilnanir „Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr niðurgreiðslum í húsnæðiskerf- inu, er þörf á því að ganga lengra í þeim efnum. Samhliða átaki til aukinnar einkavæðingar á hús- næðisfiármögnun, ætti að draga smám saman úr ríkisábyrgð á hús- bréfum og lækka jafnvel enn frekar skattaívilnanir vegna íbúðar- kaupa. Slíkar aðgerðir myndu draga verulega úr lánsfiárþörf hins opinbera, sem ekki einungis drægi úr þrýstingi á vexti, heldur hefði einnig jákvæð áhrif á þjóðhagsleg- an spamað og drægi þar með úr þungbærri erlendri skuldasöfnun, jafnframt því sem aukið svigrúm skapaöist í ríkisfiármálum til aö bregðast við efnahagserfiðleikum í framtíðinni," segir í nýrri árs- skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um ís- lensk efnahagsmál. Þaö sem vekur mesta athygli í skýrslunni er að mælt er með uppstokkun á hús- næðiskerfinu. í skýrslunni segir að horfur verði á áframhaldandi samdrætti í efna- hagslífinu á þessu ári vegna minni þorskafla og nauðsynlegs aðhalds. Auk þess muni áhrifa aukins at- vinnuleysis gæta í minni útgjöld- um heimilanna. Fjárfesting í at- vinnulífinu muni ekki vaxa á ný á þessu ári og ekki megi búast við aukningu fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi. Ástæöurnar megi rekja til offiárfestingar í atvinnulífinu samfara háum raunvöxtum. Efna- hagsframvindan á undanfomum árum og horfurnar framundan valda vemlegum vonbrigðum að mati OECD. Hvort tveggja má rekja til áralangrar ofveiði á þorski. Gengisfelling óæskileg „Gmndvallarvanda sjávarútvegs er ekki að finna í rangri gengis- skráningu krónunnar, hann má fyrst og fremst rekja til of mikillar afkastagetu í greininni. Tillaga um Þróunarsjóð sjávarútvegsins geng- ur út á aö ráðast til atlögu við þann vanda. Auk þess hefur stöðug of- veiði og torræðir umhverfisþættir haft neikvæð áhrif á fiskistofna. Frekari gengisfelling kynni því ein- ungis að hægja á óhjákvæmilegri hagræðingu sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir, og þar með viðhalda þeim óstöðugleika sem leitt hefur af of lítilli fiölbreytni útflutningsframleiðslunnar." Skýrsluhöfundar telja mjög mik- ilvægt að stjórnvöld fómi ekki festu í ríkisfiármálum fyrir frið á vinnumarkaði og litlar launa- hækkanir. Einnig er talið mikil- vægt að ná fram þeim sparnaði sem stefnt er aö í styrkjum til landbún- aðarmála og láta sveitarfélögum eftir að finna leiðir til að bæta sér upp missi af tekjum af aðstöðu- gjaldi. Fjármál lífeyrissjóðanna eru tal- in alvarlegt vandamál. Mælt er með aö sameina sjóði og ná þannig stærri og traustari einingum. Enn- fremur þurfi að hækka iðgjöld sjóð- anna og lækka lífeyrisgreiðslur. -Ari Stuttar fréttir Endurbygging Iðnó Ráðist veröur í umfangsmiklar lagfæringar á Iðnó í sumar og húsið fært til fyrra horfs aö utan. Að auki verður byggður glerskáli Tjamarmegin. Húsið á í framtíð- inni að hýsa ýmiss konar menn- ingarstarfsemi. Formiegur sáttaf undur Ríkissáttasenfiari hefur boðaö til formlegs samningafundar milli ASÍ og VSÍ á morgun. Kaikúnarbannvara Hagkaup hefur endurnýjað ósk sína um að fá leyfi til aö flyfia inn kalkúna en fyrir páska fékk verslunin synjun. Mbl. hefur eftir Halldóri Blöndal landbúnaðar- ráðherra aö nóg fuglakjöt sé í landinu og hafnar innflutningi. Rafmagnaöartölur Landsmenn keyptu á siðasta ári rafmagn fyrir 15 milljarða af raf- veitunum. Alls eru 48 þúsund götuljósastaurar á landinu og um landið liggja tæplega 15 þúsund kilómetrar af rafstrengjum. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna. . Tiiboö í slítlag opnuó Borgarverk hf. átti lægsta til- boðið, tæplega 23 milljónir, í lagn- ingu bundins slitlags á vegi á Vesturlandi en tiiboð voru opnuö hjá Vegageröinni í gær. Tilboðið var 1% hærra en kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar. Garðar Cortes hættir Garðar Cortes hættir sem list- rænn sfiórnandi Stóra leikhúss- ins í Gautaborg og verður í stað- inn listrænn ráögjafi. Óánægja hefur verið með störf Garðars og hafa starfsmenn krafist afsagrtar hans. Mbl. greindi £rá þessu. Auglýst eftir bankastjóra Ráöið verður í stöðu banka- stjóra Seölabankans úr hópi um- sækjenda enda staðan auglýst laus til umsóknar. Ætli Jón Sig- urðsson sér í bankastjórastólinn verður hann að sækja um starfið eins og aðrir, sagði formaöur bankaráðsins við fiölmiðla í gær. Lægri félagsgjöld h|á VSÍ Aðalfundur VSÍ ákvað aö lækka árgjöld til sambandsins um 5%. í fyrra voru gjöldin rif- lega 105 mfifiónir. Eignir Vinnu- deilasjóðs VSÍ voru um 450 millj- óniríárslok. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.