Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1993 5 Fréttir íslenski mjólkuríðnaðurinn sá óhagkvæmasti á Norðurlöndunum: Innf lutningur á mjólk- urvörum er af hinu góða og viss samkeppni er nauðsynleg, segir framkvæmdastjóri MS ÍSLAND: 5,7 ársverk Afköst mjólkurb - ársyerk til að vinna milljón mjólkurlítra - ___REGOR: 9,5 ársverk SVIÞJOÐ: 2,-6 ársverk TT7 DANMÖRK* 1,9 ársverk Ný lög um atvinnuleysisbætur: Allir sem missa vinnu eiga nú rétt á bótum - ekkilengurskilyröiaöveraístéttarfélagi Nokkru fyrir frestun þingfunda voru samþykkt lög um breytingar á lögum um atvinnuleysistrygginga- bætur. Höfuöbreytingin, sem þessi lög innihalda, er sú að nú er ekki lengur skilyrði að vera félagi í stétt- arfélagi til að öðlast rétt á atvinnu- leysisbótum. Sjálfstætt starfandi ein- staklingar, sem hætta eigin atvinnu- rekstri og eru atvinnulausir í at- vinnuleit, eiga nú rétt á atvinnuleys- isbótum. Þá er í lögunum ákvæði um að þeg- ar kemur að því að atvinnulaus manneskja missi bótarétt í 16 vikur getur hún farið á 8 vikna námskeið eða starfsþjálfun og fær þá atvinnu- leysisbætur í 8 vikur. Þannig að í raun styttist sá tími sem fólk fær ekki greiddar atvinnuleysisbætur úr 16 vikum í 8 vikur. Til þessa hefur biðtími eftir at- Ágreiningurinn í stjóm LÍN um lán til meðlagsgreiðenda: Meirihluti stjórnar- innar er vanhæf ur - segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuiltrúi SHÍ í stjóm LÍN „Mér sýnist meirihluti stjórnar ekki skilja út á hvað lánaflokkur til meðlagsgreiðenda gengur og tel hann því vanhæfan til starfa,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuUtrú SHÍ í stjóm LÍN. Ágreiningur er í stjórn LÍN um lán til meðlagsgreiðenda og til einstæðra foreldra. A föstudag var fundur í stjóm LÍN um breytingar á úthlutun- arreglum til meðlagsgreiðenda þar sem ráðherra haíði vísað fyrri tillög- um aftur til stjómar. Við endurskoð- un á fóstudag samþykkti meirihluti stjómar að meðlagsgreiðendur fái lánaö að hálfu fyrir meðlagi og feng- ið meðlag komi að hálfu til frádrátt- ar. „Meirihlutinn lítur á þetta í ein- hveiju samhengi en við mótmæltum þessu enn og aftur. Mér fmnst það forkastanleg vinnubrögð að ef einn „Viss samkeppni er nauðsynleg og það á við um mjólkuriðnaðinn eins og aðrar atvinnugreinar. Innflutn- ingur er af hinu góða en til að mæta honum þarf hagræöing að koma til. Það er ekki spurning að kostnaður- inn í íslenskum mjólkuriðnaði er of mikill," segir Vilhelm Andersen, framkvæmdasjóri hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík. Alls eru nú starfandi 15 sjálfstæð mjólkurbú á íslandi sem sjá um vinnslu á 100 milljónum mjólkurlítra á ári. Taliö er að afkastageta búanna sé um 200 milljónir htra á ári. I grein- inni eru starfandi hátt í 600 starfs- menn. Miðað við önnur lönd eru af- köst á hvem starfsmann óvíða jafn- lítil. Nýverið stóð landbúnaðarráðu- neytið fyrir ráðstefnu á Akureyri um framtíð íslensks landbúnaðar í nýrri Evrópu. Á ráðstefnunni benti Vil- helm á að 5,7 ársverk færu í að vinna hverja milljón mjólkurhtra hér á landi. Til samanburðar benti hann á að í Danmörku væru ársverkin 1,9, í Noregi 2,6 og í Svíþjóð 2,5. „Þetta gefur ákveðna vísbendingu um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir. Svona samanburður milli landa er hins vegar alltaf var- hugaverður. í Danmörku em það til dæmis einkafyrirtæki sem sjá um dreifinguna. En það er engin spurn- ing að það þarf að hagræða í íslensk- um mjólkuriðnaði og ég fæ ekki séð að það verði gert nema með því að fækka þeim einingum sem starfa í greininni." -kaa vinnuleysisbótum enginn verið. Þessu er nú breytt í þá veru að ef mánaðartekjur viökomandi síðustu tvo mánuðina áður en hann varð atvinnulaus vom hærri en tvöfaldar atvinnuleysisbætur þá frestast rétt- ur hans til bótanna þangað til meðal- tekjur fyrir hðinn mánuð verða jafn- háar tvöfóldum atvinnuleysisbótum. Þá eru hert viðurlög við því að gefa upp rangar upplýsingar um hagi sína. Til þessa hafa þeir sem uppvís- ir hafa orðið að því misst bætur í 2 mánuði en geta nú misst bætur í allt að 6 mánuði. Fyrir ítrekað brot getur fólk misst rétt til atvinnuleysisbóta í allt aö 2 ár. Segja má að þetta séu helstu breyt- ingarnar á lögunum en nokkrar minni háttar breytingar em einnig gerðar á þeim. -S.dór Edda Ólafsdóttir, eiginkona Páls Stefánssonar, dýralæknis á Selfossi, segir Storm einstakan hest að lundarfari. DV-myndir E.J. Bjartsýnn á að Stormur verði reiðhæf ur á ný - segirPálIStefánssondýralæknir hópur fær hækkun þá á annar að fá lækkun. Bamastuðlamir vom hækkaðir úr 40% í 50% og svo kemur meðlagið til frádráttar að hálfu sem vegur upp á móti þessari hækkun. Hjá sambúöarfólki hefur hvort um sig 25% og þar kemur ekkert til frá- dráttar nema þau séu að fá greitt meðlag. Ráðherra fær þessar reglur til samþykktar í dag og ég get ekki ímyndað mér miðað við hans fyrri orð, þegar hann vísaði fyrri tihögum frá, að hann geti staðfest þessar neitt frekar. Ég mun aftur leggja fram mótbámr fyrir hönd námsmanna. Samkvæmt dómi er meðlag eign bams en ekki foreldris og getur því ekki tahst sem tekjur. Meirihlutinn lítur á námsmenn sem timbur: ef staflað er meira í einn bunkann verði að taka sama magn úr einhverjum öðrum.“ -JJ Stóðhesturinn Stormur frá Stór- hóh, sem slasaðist mjög iha í umferð- arslysi í júh í fyrrasumar, hefur náð ótrúlegum bata. Páh Stefánsson, dýralæknir á Selfossi, sagði eftir slysið. „Á vinstri afturfæti var kvik- an shtin frá og hófur og hófbein brot- in. Ég saumaði kvikuna saman og festi hófinn til að stoppa hann af‘. Nú hafa orðið umskipti í lífi Storms sem hraggast með hveijum degi sem hður. „Stormur er að verða hress,“ segir Páll Stefánsson dýralæknir, sem hef- ur ásamt konu sinni, Eddu Ölafsdótt- ur, hjúkrað Stormi frá 14. júlí í fyrra- sumar. „Ég þori ekki alveg að spá um þaö hvernig fer, það er svo stutt síöan hann var járnaður en ég er að verða töluvert bjartsýnn á að hann verði jafnvel reiðhæfur. Stormur hefur trimmað töluvert og hlaupið. Næst þarf að prófa hvort hann gagnist merum. Stormur er afbragðs sjúklingur og það hefur gengið vonum framar að annast hann. Á þessu tæplega ári sem hann hefur verið hér hefur ver- ið skipt um umbúðir á honum 160 sinnum," segir Páh. Hófur og hófbein brotin Stormur þótti stóðhestsefni þegar hann var sýndur á sýningu Stóð- hestastöðvarinnar í Gunnarsholti í maí 1991, fjögurra vetra. Þá fékk hann 7,90 í aðaleinkunn, þar af 8,35 fyrir byggingu. -E.J. Sparísjóður Mýrasýslu: Sparisjóður Mýrasýslu hefur leyst til sín ársgömul laxaseiði að verðmæti 7,5 mihjónir vegna skuldar Fiskeldisstöðvar Vestur- lands við sjóðinn. Fiskeldisstöðin var tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í vetur. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað gert veröur viö fiskana en þeim hefur verið tryggö áframhaldandi vist í kerum fisk- eldisstöðvarinnar fram á vor. Alls átti sparisjóðurinn riflega 12 mihj- óna króna kröfu í eignir þrotabús- ins. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.