Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 25 Afmæli Eysteinn Óskar Einarsson Eysteinn Óskar Einarsson bókbind- ari, Furugrund 70, Kópavogi, er sjö- tugurídag. Starfsferill Eysteinn fæddist á Siglufiröi og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Iönskófanum í Reykjavík sem bók- bindari 1945 og hóf störf í Prent- smiðju Hafnarfjarðar ári síðar. Þar var hann verkstjóri í u.þ.b. tvo ára- tugi ogbjó í Hafnarfirði á sama tíma, eða allt til ársins 1986 þegar hann fluttist í Kópavoginn. Árið 1970 hóf Eysteinn störf hjá Ríkisprentsmiöjunni Gutenberg og var þar verkstjóri í bókbandsdeild til ársins 1990 er hann fór á eftir- laun. Eysteinn var virkur skiða- og keppnismaður á Siglufirði fram til sautján ára aldurs er hann fór í nám til Reykjavíkur. Hann stundaði knattspymu með Fram fyrstu árin eftir að hann kom suður og keppti með þeim á árunum 1943-A6. Hann var fyrsti formaður Knatt- spyrnudómarasambands íslands á árunum 1969-70, gegndi trúnaðar- störfum fyrir Bókbindarafélag ís- lands og sat í varastjórn til margra ára. Hestamennska hefur átt hug hans til langs tíma og var hann virkur meðlimur í stj óm Hestamannafé- lagsins Sörla í mörg ár. Enn í dag á hann hesta og stundar hesta- mennsku. Keppnisbridge hefur Ey- steinn stundað með litlum hléum frá árinu 1943 og unnið til margra verð- launa. Um nokkurra ára skeiö sat hann í stjórn Bridgefélags Hafnar- fjarðar og nú í vetur stofnaði hann og stýrir sem fyrsti formaður Bridgefélagi eldri borgara í Reykja- vík. Fjölskylda Eysteinn kvæntist 29.5.1946 Þór- unni Björnsdóttur, f. 1.9.1924, d. af slysfórum31.7.1972, hárgreiðslu- meistara. Hún var dóttir Bjöms Guðmundssonar bifreiðastjóra og Evlalíu Ólafsdóttur húsmóður. Þau bjuggu á Njálsgötunni í Reykjavík. Seinni kona Eysteins 31.5.1974 er Sigríður Sörensdóttir, f. 29.5.1924, skrifstofumaður. Hún er dóttir Sör- ens Valentínussonar og Aðalheiðar Jóhannsdóttur. Börn Eysteins og Þórunnar eru: Úlfar, f. 23.8.1947, matreiðslumeist- ari, búsettur í Reykjavík, í sambúð með Þuríði Jörgensen og á hann tvö böm frá fyrra hjónabandi; Björn Stefán, f. 9.12.1948, útibússtjóri, bú- settur í Hafnarfirði, kvæntur Björgu Kristinsdóttur og á hann fjögur börn; Bryndís, f. 17.10.1951, skrif- stofumaður, búsett í Hafnarfirði og á hún þrjú böm; Hildur, f. 11.1.1958, verslunarmaður, búsett í Hafnar- flrði, gift Gunnari Jones og á hún tvö börn; og Ólöf Edda, f. 5.4.1968, húsmóðir, búsett í Stykkishólmi, gift Rögnvaldi Guðbrandssyni og á húntvöbörn. Foreldrar Eysteins: Einar Ás- grímsson, beykir á Siglufirði, og Ólöf Þorláksdóttir, verkakona þar. Eysteinn Óskar Einarsson. Fósturforeldrar Eysteins vora Björn Hinrik Guðmundsson og Stef- anía Jóhannesdóttir, kennd við Á á Siglufirði. Til hamingju með afmælið 18. maí 75 ára Helga Stefánsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri. Helga verður að heiman á afmælis- daginn. Hulda Ólafsdóttir, Selvogsgrunni 3, Reykjavík. 60 ára Guðmunda Jóhannsdóttir, Rauðalæk 45, Reykjavík. Þorbjörg Þórisdóttir, Kleppjárnsstöðum, Tunguhreppi. 50 ára Jón Arnar Barðdal, Vesturbergi 133, Reykjavík. Sigurður Halldórsson, forstm. Komhlöðunnar hf., Jöklaseh 17, Reykjavlk. Eiginkona Sigurðar er Sigrún Þor- steinsdóttir, starfsm. Tryggingar hf. Þau verða stödd erlendis á af- mælisdaginn. Ingunu Guðbjartsdóttir, Greniteigi 19, Keflavík. Hreinn Eyjóifsson, Rjúpufelli 25, Reykjavík. Páimi Stefánsson, Rauðalæk 28, Reykjavik. Hjálmar Freysteinsson, Duggufjöm 4, Akureyri. Sæmundur Sigurðsson, Heiðarbæ 1, Reykjavík. Stefán Jónsson, Kálfhóli I, Skeiðahreppi. 40ára Ómar Wieth, Flókagötu 43, Reykjavik. SigríðurÁsdís Karlsdóttir, Vogabraut 48, AkranesL Pétur Tyrfmgsson, Kötlufelli 11, Reykjavík. Jane Miller, Sólhlíö 19f, Vestmannaeyjum. Edda Axelsdóttir, Skeljagranda 4, Reykjavík. Þórarinn Óðinsson, Túngötu 11, Fáskrúðsfirði. Einar Hjartarson, Kringlumýri 5, Akureyri. Ámi Jónsson, Fremstafelli I, Ljósavatnshreppi. Katrín Sighvatsdóttir, Langholtsvegi lQ8e, Reykjavik. Ásta Árný Einarsdóttir, Nökkvavogi 1, Reykjavfk. Áslaug Anna Jónsdóttir, Ámesi, Aðaldælahreppi. Þórdís Bjarnadóttir, Byggðavegi 116, Akureyri. Björg Sigurðardóttir, Melseli2, Reykjavík. Pétur Tyrfingsson Pétur Tyrfingsson, deildarstjóri hjá SÁÁ, Kötlufelli 11, Reykjavík, erfer- tugurídag. Starfsferill Pétur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjömina árið 1974. Pétur stundaði bamakennslu í tvo vetur, í Súðavík og í Fellaskóla í Reykjavík, en var svo við nám í fé- lags- og stjórnmálafræöi við HÍ á ámnum 1976-78. Hann stundaði nám viö Háskólann í Lundi í Svíþjóö 1978-81 og nam þar félagsfræði og hugmynda- og lærdómssögu. Þegar heim kom 1981 stundaði Pétur verkamannavinnu í Reykja- vík næstu fimm-árin en hóf svo störf hjá SÁÁ1986 og hefur starfað þar síðan, síðastliöin tvö ár sem deildar- stjóri göngudeildar. Hann hefur ennfremur verið meðlimur í SÁÁ fráárinu 1983. Pétur var í forystu Fylkingarinnar á árunum 1975-86, í samtökum her- stöðvarandstæðinga á sama tíma og um tíma í samninganefnd hafnar- verkamanna hjá Dagsbrún. Hann hefur leikið blús með hljóm- sveit sinni, Tregasveitinni, frá árinu 1989 og verið með útvarpsþætti um blús frá árinu 1981, fyrst á Aðalstöð- inni en nú á rás 2. Fjölskylda Péturkvæntist 27.12.1974 Svövu Guðmundsdóttur, f. 21.8.1955, d. 21.10.1987, sagnfræðingi. Hún var dóttir Guðmundar Magnússonar, verkfræðings í Reykjavík, sem nú er látinn, og Margrétar Tómasdótt- ur, starfsmanns Alþýðubandalags- ins. Núverandi sambýliskona Péturs er Kolbrún Jónsdóttir, f. 13.8.1959, bankafulltrúi. Hún er dóttir Jóns Más Gestssonar, skrifstofumanns í Reykjavík, sem nú er látinn, og Ásu Jónasdóttur, bankastarfsmanns á Akureyri. Synir Péturs og Svövu em: Guð- mundur, f. 6.12.1972, hljómlistar- maður og nemi í Reykjavík, og Gunnlaugur Már, f. 24.7.1983, grunnskólanemi í Reykjavík. Bræður Péturs eru: Þórður, f. 17.1. 1944, tæknifræðingur hjá Vegagerð ríkisins, kvæntur Mittu Bæhrenz, starfsmanni Landspítalans, ogeiga þau þrjú böm; og Þórarinn, f. 20.5. 1947, yfirlæknir SÁÁ, kvæntur Hildi Bjömsdóttur, kennara og fóstm, og eiga þau fimm börn. Faöir Péturs var Tyrfingur Þórar- PéturTyrfingsson. insson, f. 27.12.1916, d. 14.4.1985, húsasmiður í Reykjavík og síðar eft- irlitsmaður hjá Landsvirkjun. Móð- ir hans er Lára Þórðardóttir, f. 4.8. 1922, fyrrum starfsstúlka hjá Hrafn- istu, nú búsett í Reykjavík. Ætt Tyrfingur var sonur Þórarins, smiðs í Borgamesi, Ólafssonar, b. á Einifelli, Ólafssonar. Lára er dóttir Þórðar Jónssonar, b. í Norðurárdal, og Gunnvarar Magnúsdóttur. Andlát Vigdís Benediktsdóttir Vigdís Benediktsdóttir húsmóðir, Hrafnistu við Kleppsveg í Reykja- vík, lést mánudaginn 10.5. sl. Jarð- arför hennar fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, þriðjudaginn 18.5., kl 13.30. Starfsferill Vigdis fæddist á ísafirði, yngst átta systkina. Hún var einungis nokk- urra mánaða er faðir hennar drukknaði og var henni þá komið í fóstur til Bjama Jónssonar og Þór- dísar Amórsdóttur að Snæfjöllum á Snæfjallaströnd. Þar ólst hún upp til sautján ára aldurs. Vigdís flutti þá til Bolungarvíkur þar sem hún stundaði ýmis störf er tilféllu. Fjölskylda Vigdís giftist 1925 Albert Magnús- syni, f. 6.4.1902, sjómanni. Foreldrar Alberts vora Magnús Guðmunds- son á Hvítanesi við Isafjarðardjúp og kona hans, Ingibjörg Sigurðar- dóttir. Dætur Alberts og Vigdísar eru Bjamdís Inga, f. 18.8.1926, gift Guð- brandi Rögnvaldssyni, f. 29.10.1926, bílamálara í Reykjavík, nú starfs- manni hjá Securitas, og eiga þau sjö böm, og Guðmunda Margrét, f. 9.8. 1928, húsmóðir í Reykjavik, var gift Sigmundi Albertssyni, f. 29.11.1924, d. 3.1.1989, verslunarmanni hjá SlippfélagiReykjavíkur, en þau eignuðust eina dóttur og eina kjör- dóttur. Þá ólu þau Vigdis og Albert upp bróðurson Vigdísar, Harald Olgeirs- son, f. 5.6.1937, er drukknaði 10.10. 1964, skipstjóra en hann var kvænt- ur Bára Guðmundsdóttur frá ísafirði, bjuggu þau lengst af á Flat- eyri og áttu þrjú börn. Vigdís og Álbert shtu samvistum 1942 og flutti hún þá með Harald til Önundarfjaröar þar sem hún vann um skeið í kaupavinnu. Vigdís flutti síðan til Flateyrar þar sem hún hóf búskap með Áma Siguijónssyni vélamanni en þau eignuðust tvær dætur. Eldri dóttirin dó skömmu eftir fæðingu en sú yngri, Snjófríður Margrét Svanhildur, f. 8.9.1946, gift- ist Bandaríkjamanni en þau bjuggu nokkur ár í Bandaríkjunum og eign- uðust tvö börn áður en þau slitu samvistum. Þá átti Snjófríður barn fyrirhjónaband. Vigdís og Ámi slitu samvistum. Systkini Vigdísar era öll látin en þau voru Sigurlaug og Olgeir ísleif- ur eldri sem bæði dóu ung, Jó- hanna, húsmóðir á Eyrarbakka, Ingigerður, húsmóðir í Bolungar- vík, Snorri, verkmaður á Flateyri, Gunnar, sjómaður á Flateyri, og Olgeir ísleifur yngri, sjómaður í Bolungarvík. Foreldrar Vigdísar vora Benedikt Vagn Sveinsson, f. í Kaldrananes- hreppi 21.6.1864, drukknaði 22.3. 1905, sjómaður á ísafirði, og kona hans, Ingunn Guölaug Valmaría Jóhannsdóttir, f. á Þingeyrum 16.5. 1865, d. 27.9.1959, húsmóöir. Ætt Benedikt var sonur Sveins, vinnu- manns á Kaldbak, Guðmundssonar, b. á Gestsstööum í Tungusveit, Sveinssonar. Móðir Sveins var Elín Jónsdóttir, systir Kristínar, langömmu Óskars, foður Magnúsar borgarlögmanns, fóður Óskars lög- manns. Móðir Benedikts var Jórunn Pálsdóttir, b. á Kaldbak, Jónssonar, ættföður Pálsættarinnar. Ingunn var dóttir Jóhanns, b. á Sandeyri, Guðmundssonar, b. á Kleifum, Ein- arssonar, dbrm. í Kollafjarðarnesi, Jónssonar, fóöur Ragnheiðar, langömmu Snorra skálds og Torfa, Vigdis Benediktsdóttir. fyrrv. tollstjóra og sáttasemjara, Hjartarsona. Móðir Ingunnar var Andrea Sigurlaug Sigurðardóttir frá Bjarneyjum á Breiðafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.