Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 12
12
Spumingin
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Hvað ætlar þú að gera
í sumar?
Gunnar Dagur: Spila körfubolta og
fara til Tálknafjarðar.
Orri Axelsson: Ég ætla á Shell- og
Fantamótið í fótbolta.
Steinn Baugur Gunnarsson: Ég fer á
Shell-mótið með Gróttu.
Ragnar örn Arnarson: Æfa körfu-
bolta með KR og svo ætla ég líka
kannski í útilegu.
ívar Þórir: Ég ætla að keppa á fót-
boltamóti.
Bjarni Jakob Gunnarsson: Leika mér
og fara upp í sveit.
SýnSðbeint
Haildór hiingdi:
Það vakti atliygli mína þegar
fréttir bárust af því að Ellert B.
Schram, varaformaður íram-
kvæmdanefhdar Evrópukeppn-
innar í knattspyrnu, ætti að af-
henda sigurlaunin í leikslok liö-
anna Juventus og Dortmund i
Evrópukeppni félagsliða. Sjón-
varpið sýnir beint frá leikjum í
úrslitum Evrópukeppni meist-
araliöa og bikarhafa, einnig í bik-
arúrslitum ensku knattspyrn-
unnar. Er ekki einnig hægt að fá
að sjá síðari úrslitaleikinn beint
á miili Juventus og Dortmund í
Evrópukeppni félagsliða? Það
spillir ekki íyrir að fá að sjá ís-
Iending í fyrsta sinn afhenda bik-
arinn í svo stórri keppni.
wnvorverkin
Sigríður hringdi:
A þessum tíma árs flykkjast
garðeigendur út til að huga að
gróðrinum. Mörgu er aö sinna og
það er ekki alltaf á hreinu hvern-
ig menn eiga að bera sig aö. Ég
segi það hvað mig'varðar að ég
gæti vel þegiö leiðbeiningar um
það hvernig ég á að haga mér, til
dæmis við trjáklippingar og kant-
skurð, svo dæmi séu tekin. Ég
beini þeim tilmælum til DV aö
birta leiðbeiningar til garðeig-
enda um hvernig standa skuli að
vorverkunum.
Batnandi
mönnum...
Haraldur skrifar:
Sú var tíðin að mér þótti hræöi-
legt að hlusta á beinar útsending-
ar og aðrar lýsingar íþróttafrétta-
manna hér á landi, enda hafði ég
samanburð erlendis frá. Hins
vegar verð ég að játa það að
nokkrir af íþróttafréttamönnum
okkar hafa tekið framförum svo
að núoröiö hefur maður bæöi
gap og gaman af lýsingum
þeirra.
Þar nefni ég sérstaklega til
fréttamennina Arnar Bjömsson,
Heimi Karlsson og Samúel Örn
Erlingsson. Þeir eiga það sam-
merkt að leggja vinnu í verk sitt
og maður hefur það ekki lengur
á tilfinningunni að verið sé aö
mæta algerlega óundirbúinn á
staöinn þegar lýsa þarf leikjum.
Batnandi mönnum er best að lifa
og vonandi að sem flestir taki þá
sér til fyrirmyndar.
Lofsvertframtak
Lilja hringdi:
Það verður að teljast lofsvert
framták hjá Betty Mahmoody,
forsvarsmanni samtakanna Einn
heimur fyrír börn, að koma hing-
aö til lands og leggja Sophiu
Hansen lið í baráttu hennar til
aö endurheimta dætúr sínar.
Betty er heimsþekkt fyrir bók
sína, Aldrei án dóttur minnar, og
því hefur barátta Sophiu greini-
lega vakið athygli út fyrir land-
steinana.
Kristiim skrifar:
Þeir sem hafa ánægju af því að
skokka sér til heilsubótar skipta
hundruðum á höfuöborgarsvæð-
inu, ef ekki þúsundum. Eg er einn
af þessum skokkurum og geri
mikið að því að skokka um bæ-
inn. Það fer mikið í taugarnar á
mér hvað bflstjórar eru tillits-
Iausir gagnvart skokkurum. Til
dæmis þegar þeir eru að reyna
að komast yfir á grænu gang-
brautarljósi svína þeir 1 mörgum
tilfeUum miskunnarlaust fyrir
skokkarana.
Það væri æskilegt að bílstjórar
sýndu raeiri tillitssemi, enda ættu
þeir að vita að rétturinn er nær
undantekningarlaust hjá þeim
sem gangandi er þegar óhöpp
verða.
Lesendur
Herium á Greenpeace
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Óþolandi er að horfa upp á að nátt-
úruverndarsamtökin Greenpeace
geti verið óáreitt með lygaáróður
gegn íslandi og öðrum hvalveiðiþjóð-
um. Telja má öruggt að Greenpeace
hafi skaðað málstað okkar víða í
Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem
vekur furðu mína er að hvorki ís-
lendingar eða Norðmenn hafa reynt
að verjast þessum lygaáróðri þeirra.
Eini maðurinn, sem hefur reynt að
halda málstaö íslands á lofti, er
Magnús Guðmundsson kvikmynda-
gerðarmaður sem hefur gert nokkrar
frábærar kvikmyndir um blekkingar
Greenpeace og lífið í norðurhöfum.
Hann hefur einnig setið fyrir svörum
og staðið sig mjög vel.
Nú er kominn tími til að stofna
sveitir í Evrópu, 10-20 manna hópa
íslendinga og Norðmanna, sem
mættu ávallt þar sem Greenpeace er
með lygaáróður sinn. Á ýmsan hátt
mætti lama starfsemi þeirra á götum
úti, til dæmis með því að fjarlægja
uppblásna hvah, meö því að skjóta
úr pílubyssum á belgina. Einnig
mætti gera Greenpeace lífið leitt á
ýmsan hátt sem ekki er nefnt hér.
Ég legg til að íslenskir námsmenn
erlendis taki að sér þetta verkefni og
fái greiðslu fyrir. Eitt verður að va-
rast. AÍdrei má á neinn hátt beita
ofbeldi. Kveða þarf í kútinn þá sem
bera lygaáróður um land vort.
Svar Þjóðlelkhússins:
Gíf urleg aðsókn
Vegna gifurlegrar aðsóknar, sem verið hefur að sýningum Stóra sviðsins
í allan vetur, varð Þjóðleikhúsið því miður að fresta einu verkefni leikársins.
Stefán Baldursson skrifar:
Vegna lesendabréfs, sem birtist í
DV miðvikudaginn 12. maí, vilja að-
standendur Þjóðleikhússins koma
eftirfarandi á framfæri: Vegna gífur-
legrar aðsóknar, sem verið hefur að
sýningmn Stóra sviðsins í allan vet-
ur, urðum við því miður að fresta
einu verkefni leikársins, Þrettándu
krossferðinni eftir Odd Björnsson, til
næsta hausts.
Hefur fastagestum leikhússins ver-
ið tilkynnt um þessa ákvöröun bréf-
lega og þeim send endurgreiðsla fyr-
ir andvirði sýningarinnar. Hafi þeir
ekki þegar fengið bréfin eru þau
eflaust á leiðinni. Að sjálfsögðu er
ekki auðvelt að þurfa að taka slíka
ákvörðun, þó segja megi aö ástæðan
sé gleðileg, það er hin mikla aösókn.
Tæknilega er Þjóðleikhúsið hins
vegar ekki í stakk búið til að hýsa
nema ákveðinn fjölda verkefna í
senn. Aðsókn varð meiri en gert
hafði verið ráð fyrir og því ákveðið
að gefa sem flestum áhorfendum
kost á að sjá sýningamar.
Okkur er Ijóst að ákvörðun sem
þessi kann að valda fastagestum
nokkmm vonbrigðum en við vonum
að þeir skilji að ofangreindar ástæð-
ur og þaö grundvallarviðhorf gagn-
vart öllum leikhúsgestum, að leik-
húsið kappkosti að sýna leiksýningar
jafn lengi og áhorfendur sýni þeim
þann áhuga að fylla leikhúsið.
Hvalavinir samkvæmir sjálf um sér
Magnús H. Skarphéðinsson skrifar:
Einhverra undarlegra hluta vegna
fer vanþekking Þorbjargar á hvala-
vinamálum í Bandaríkjunum í taug-
amar á henni sjálfri ef skilja má les-
endabréf hennar til DV miðvikudag-
inn 12. mai sl. rétt. Staöreyndin er
sú að hvergi fer meiri og harðari
barátta bandarískra hvalavina fram
en einmitt í Bandaríkjunum sjálfum
þó lítið berist hingað til lands í þeim
efnum. Ýmis bandarísk fyrirtæki
hafa mátt þola miklu harðari gagn-
rýni og viðskiptahundsun (boycott)
en nokkur önnur fyrirtæki í veröld-
inni vegna hvalaslátrana Norður- og
Suður-Ameríkumanna í tengslum
við túnfiskveiðamar þar vestra.
Rétt er það, að um eða yfir 20 þús-
und smáhveli em drepin á hveiju ári
við túnfiskveiðar Bandaríkjamanna
einna. Giskað er á að einhvers staðar
á bihnu 50 og 100 þúsund smáhvelum
af hinum ýmsu tegundum sé drekkt
eða þau drepin á miður fallegan
máta í tengslum við þessar veiðar í
allri Suöur- og Mið-Ameríkunni. En
Bréfritari segir aó sem betur fer séu engu ríki eöa fyrirtæki, sem eigi ein-
hvern þátt í hvalveióum, gefin grið og muni seint verða héöan af i mann-
kynssögunni.
menn skyldu ekki halda aö ekki sé
gert neitt í þessu máh þótt annesja-
fjölmiðlar heimsmenningarinnar á
borð við DV og Ríkissjónvarpið eða
aðra fjölmiðla heimsins geti þessarar
baráttu ekki.
Nei, kæra Þorbjörg. Þú þarft ekki
að hafa áhyggjur af því að ekki vinni
bandarískir eða aörir hvalavinir að
því að stöðva hvaladrekkingar
Bandaríkjamanna sjálfra. Öðm nær.
En barátta okkar hvalavina er á
heimsvísu en ekki bundin við einstök
lönd. Bandarískir hvalavinir em fjöl-
mennari en víðast hvar annars stað-
ar í veröldinni og því ber meira á
þeim og er þrýstingur þeirra meiri
en annarra. Að þeir vinni ekki í
óhreinu málunum heima hjá sér,
frekar en við eðá aðrir evrópskir
hvalavinir gegn bandarískum hvala-
morðingjum, er fjarstæða. Sem betur
fer er engu ríki eða fyrirtæki, sem á
einhvem þátt í þessu, gefin grið og
mun seint verða héðan af í mann-
kynssögunni.
Hvalveiðar heyra sögunni til og
veröa aldrei teknar upp aftur. Þeir
fáu og smáu sem streitast gegn al-
menningsáhti heimsins skáka aðeins
sjálfum sér út í viðskiptalega og
menningarlega einangrun hér í
heimi, umfram það sem nú er orðið.
Sú spuming sem við þurfum aö
svara sjálfum okkur og bömum okk-
ar sem fyrst er: Er það það sem viö
viljum?
Hringið í síma
63 27 OO
milli kl. 14 og 16-eða skriflð
Kafn og simanr. verður að tylgja brífum
DV áskilursérrétt
tílaðstytta
aðsend lesendabréf