Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUK18. MAÍ1993
Sviðsljós
I>V
Kynbótasýning í Noregi:
Tólf vetra hryssa sló í gegn
Norðmenn héldu kynbótahrossasýningu í Seljord nýlega. Seljord er skemmtilegt svæði þar semýmisskonar
sýningar og mót eru haldin m.a. Norðurlandamótið í hestaiþróttum. Myndin er frá inngöngu íslensku keppnis-
hrossanna á Norðurlandamótinu sumarið 1992. DV-mynd E. J.
Sófi í nýju stofuna
Björn Anton og Thelma eru farin að búa. Þau hafa keypt sér íbúð og eiga lítið
barn. Þau verða að fara vel með fjármuni sína til að endar nái saman.
Þau hafa selt ýmislegt sem þau töldu sig vel geta verið án en nú vantar þau sófa í
nýju stofuna. Til þess að gera sem mest úr því sem þau hafa handa á milli ákváðu
þau að kaupa notaðan, vel með farinn sófa gegnum smáauglýsingar DV núna og
bíða með að kaupa nýtt út úr búð þar til þau hafa komið betur undir sigfótunum.
Þú getur gert afbragðs kaup á notuðum, vel með förnum munum gegnum
smáauglýsingar DV.
Efþig vantar pening!
SMÁAUGLÝSINGAR
SMÁAUGLÝSINGADEILD DV. Sími 91-632700. Bréfasími 91-632727. Græni síminn 99-6272.
OPIÐ: Virka daga frá kl. 9-22, laugardaga frá kl. 9-16 og sunnudaga frá kl. 18-22.
VANTAR ÞK3 PENING?
Mikil kynbótahrossasýning var
haldin í Seljord í Noregi helgina 8.
og 9. maí. Dæmdar voru kynbóta-
hryssur og sýndir stóðhestar sem
nota má í Noregi. Þá voru 5 vetra
gömul hross sýnd og keppt á þeim.
Jón Finnur Hansson og Norð-
maðurinn Reidar Johnsson dæmdu
kynbótahrossin. Norðmenn voru
mjög ánægðir með störf þeirra. Jón
Finnur var óhræddur að nota ein-
kunnaskalann og gefa hátt þegar
vel var gert og lágt fyrir slaka sýn-
ingu.
Hryssumar fengu ágæta dóma,
eru að sögn Jóns Finns mjög fram-
bærilegar. Keppt er í tveimur
flokkum fjögurra og fimm vetra
saman og sex vetra og eldri.
Barnahryssan fékk 9,5
fyrir tölt og brokk
Hryssan Hetja frá Hofsstöðum í
Viðvíkm-sveit, 12 vetra gömul und-
an Smára og Hetju frá Hofsstöðum,
fékk mjög góðar einkunnir. Hún
er skeiðlaus en hlaut þrátt fyrir það
8,40 fyrir hæfileika og 7,99 fyrir
byggingu.
Jón Finnur segir þessa hryssu
óvenjulegan grip. Hún var keypt
frá íslandi þriggja vetra og var not-
uð af bömum á heimili í Norður-
Noregi. Christina Sandberg Lund,
þekktur norskur knapi, keypti
hryssuna, þjálfaði og árangurinn
er þessi framúrskarandi tölhryssa,
sem fékk 9,5 fyrir tölt og vilja og
9,0 fyrir brokk.
Lyfting frá Nesjum, undan
Stormi frá Bjamanesi og Stjörnu
frá Austurhóli, fékk 8,13 fyrir hæfi-
leika, 7,76 fyrir byggingu og 7,99 í
aðaleinkunn. Hún er einnig tölt-
hryssa; skeiðlaus, fékk hæst 9,5
fyrir viija og 9,0 fyrir tölt.
Skjóna frá Ásgeirsbrekku, undan
Ljóra frá Kirkjubæ og Indu frá
Vatnsleysu, fékk 7,82 fyrir hæfi-
leika, 8,03 fyrir byggingu og 7,90 í
aðaleinkunn.
Fimm vetra Spænis-
dóttir yfir 8,00
Kaia frá Frövik, undan Spæni frá
Efri-Brú og Kötlu frá Víkingsstöð-
um, stóð efst hryssna í fjögurra og
fimm vetra flokknum. Hún fékk
8,27 fyrir hæfileika, 7,78 fyrir bygg-
ingu og 8,07 í aðaleinkunn. Kaia
fékk hæst 9,0 fyrir vilja.
Þrjú valin á HM
Kaia, ásamt Kolfinnu frá Sorte-
haug, undan Kolfinnu frá Torfa-
stöðum og Kolskeggi, syni Þrastar
frá Teigi verða fulltrúar norskrar
ræktunar á HM í Hollandi í ágúst
ásamt stóðhestinum Ringo frá
Ringen, undan Borgfjörð frá Sig-
mundarstöðum. Sennilega verður
eitt hross vahð síðar í sumar.
Sýndir voru nokkrir stóðhestar,
meðal annarra Spænir frá Efri-Brú
og Þröstur frá Teigi sem orðinn er
22 vetra en nýtur virðingar í Nor-
egi.
Jón Friðriksson á Vatnsleysu var
mættur í Seljord og sýndi stóðhest-
inn Heljar frá Vatnsleysu, fimm
vetra, undan Hervari frá Sauðár-
króki og Báru 4125, og fékk fyrir
mikið klapp. Jón ræktaði Heljar.
-E.J.
Stöllurnar Magnea Ásmundsdóttir, Olga Olgeirsdóttir og Þorbjörg Þorvalds-
dóttir voru mættar í nýja listaháskólahúsnæðinu við Laugarnesveg. Þær
eru allar að útskrifast úr Myndlista- og handíðaskólanum á þessu vori.
MHÍ:
Lokaverkefni til sýnis
Útskriftamemar í Myndhsta- og
handíðaskóla íslands halda árlega
vorsýningu á verkum sínum á þrem-
ur stöðum þessa dagana, í nýja hsta-
háskólahúsinu við Laugamesveg, í
Perlunni og í húsnæði skólans við
Skipholt.
í hstaháskólahúsinu sýna nemend-
ur úr málun, skúlptúr, fiöltækni,
leirhst og textíl. Nemendur úr graf-
ískri hönnun sýna í Perlunni og í
Skipholtinu em það nemendur úr
málun og grafík.
■
Svanborg Matthíasdóttir og Björgvin Sigurgeirsson, bæði kennarar við
MHÍ, ræða saman innan um verk nemenda í væntanlegu húsnæði listahá-
skólans við Laugarnesveg. Verkið sem hér sést er úr textíl og er eftir
Maríu Valsdóttur. DV-myndir GS