Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 11 / smáauglýsingin! Taktu þátt í leitinni að „týndu smáauglýsingunni“ í þœtti Ivars Guðmundssonar á milli 2 & 4 alla virka daga. Bjölluhljóman og víxlsöngvar Nú þegar góðvUjaöir menn á íslandi leita logandi ljósi að leiðum til aö styðja við stjómmálalegt og menn- ingarlegt uppbyggingarstarf í Eystrasaltslöndum hef- ur einn heillavænlegur samstarfsvettvangur farið fram hjá þeim flestum, nefnilega tónlistin og þá allra helst sönglistin. Ég segi „flestum" því Sigrún Hjálmtýs- dóttir var þar eystra við góðan orðstír og árangur; bæði söng hún fyrir þarlenda og tók þar upp tónlist. Eystrasaltslöndin eiga sér mjög ríkulega kórahefð, rétt eins og íslendingar. Mundu íslenskir kórar ekki hafa áhuga á aö eiga samstarf við karla- og kvenna- kóra í Eistlandi, Lettlandi og Lithaugalandi, til efling- ar sönglistinni og skilningi þjóða í millum? Vilji einhver kynna sér kórahefð Eystrasaltslanda langar mig að vekja athygli á geislaplötum frá þýsku Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson ECM-útgáfunni sem hefur sérhæft sig í útgáfu óal- gengrar tónhstar af ýmsu tagi. Plöturnar nefnast „Forgotten Peoples" (ECM 1459/60, 434275-2) og inni- halda kórsöngva í þjóðlagastíl sem eistneska tónskáld- ið Veljo Tormis hefur samið fyrir Eistneska kammer- kórinn. En þessir söngvar eru alls ekki angi af tónlist- arlegri þjóðháttafræði heldur mjög lifandi ferðalag á vit þjóðlagahefðarinnár í Eistlandi og víðar um Kirj- álaland. Tormis segist sjálfur ekki vera að „nota“ þjóð- lagatónhstina heldur sé hann á valdi hennar. „Þjóölög eru ekki tjáning sjálfsins," segir hann, „heldur tjáning þjóðlegra gilda.“ Livónska, votiska og izhoríska Það sem er sérstaklega markvert viö þessar útsetn- ingar Tormis, ekki síst fyrir okkur Islendinga, er umritun hans á mjög fornum sönghefðum sem hann upplifði á afskekktiun stöðum, kórsöngvum upp á h- vónsku, votísku og izhorísku. Meðal votískumælandi Eistlendinga voru til dæmis við lýði svokallaðir „rúna- söngvar", víxlsöngvar þar sem forsöngvari og kór kallast á í sífehu. Tormis sjálfur telur þessa rúna- söngva vera með merkustu framlögum landsmanna sinna th sönghstarinnar. Einnig hafði hann uppi á dans-söngvum ingrískra Finna, söngvum sem virðast af sömu rótum og færeyski „dansurinn", svo og frá- sagnarsöngvum izhorískumælandi Eistlendinga þar sem sungið er um goð og garpa í löngum stemmum. Aht er þetta undarlega seiðmögnuð tónhst, fyrir Arvo Párt við upptöku á „Miserere" ásamt Paul Hillier. hrynjandi, áherslur og hinar ókennhegu tungur sem sungið er á. „Vai siá vhvúd vhnaateelee/kavassuid kapakkateelee?" Víst er að þessi tónhst eykur manni skilning á tónl- ist eins þekktasta tónskálds Eistlendinga í dag, Arvos Párt. Párt var htt þekktur hér á landi fyrir par árum, aht þar th Sinfóníuhljómsveitin lék eftir hann stutt verk. í framhaldi af því hafa íslenskir kammermúskí- kantar í æ ríkara mæh lagt sig eftir tónlist hans og sönghópurinn „Voces Thuleae" hefur einnig flutt tónl- ist eftir Párt viö góðan orðstír. Trúarsannfæring Verk Párts eru uppfull af því seiðmagni sem minnst er á hér á undan, ekki síst vegna yfirvegaðrar umritun- ar hans á miðaldatónhst. Hann gengur mikiö út frá bjöhuhljómi í verkum sínum; jafnvel má greina þrí- hljóm bjöhunnar undir meginstefi heilu verkin í gegn. Söngröddin hendir einhvem þessara hljóma á lofti, eykur við dýpt eða blæbrigði þeirra, sendir þá síðan áleiðis th einhvers hljóðfærisins, til dæmis óbós eða klarínetts. í þessu fábrotna mynstri rúmast heilmikh tónhst og heilmikh trúarleg sannfæring en hvort tveggja átti sinn þátt í að gera Eystrasaltsþjóðum lífið bærhegt meðan Sovétmenn höfðu yfir þeim að ráða. Þeim sem vhja kynnast tónhst Párts í hnotskum vh ég benda á geislaplötuna „Miserere", einnig frá ECM- útgáfunni (847 539-2), þar sem tvær úrvalssveitir koma við sögu, The Hhliard Ensemble og hljómsveit Beetho- venhússins í Bonn. Á þessari plötu er aö finna eitt af lykilverkum Párts í seinni tíð, „Miserere", ásamt verk- inu „Sara var níræð“, byggt á þekktri Biblíusögu, hvort tveggja flutt á hrífandi hátt. Veljo Tormis - Forgotten Peoples, ECM New Series Arvo Párl - Miserere. ECM Drejfing: Japis er vissara að passa fiðluna sina vel þegar maður þarf að ieika opinbertega eins og þessi sex ára gamli snáði, hann Hilmar Þorsteins- son. Hann var einn af nemendum ur Tónlistarskóia íslenska Suzukisam- bandsins sem komu fram á tónteikum i Borgarleikhúsinu á laugardag. DV-mynd GS Sviðsljós Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Grikklandsvinur og Kristján Árna- son, formaður Grikklandsvinafélagsins, skeggræða í FÍM-salnum þar sem gríska iistakonan Theano Sundby sýnir. DV-myndir GS Varmt Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 957 m Grískættaöa hstakonan Theano Sundby opnaði sýningu á verkum sínum í FIM-salnum við Garðastræti á laugardag. Að sögn hstakonunnar sjálfrar eru verkin undir miklum áhrifum stíls sem var aðahega ríkjandi á miðöld- um. Mótifin eru fjölbreytt og má þar m.a. sjá grísku eyjarnar. Theano Sundby fæddist á Grikk- landi en hún hefur búið i Noregi frá árinu 1960. Meiming Talaðu við okkurum BÍLASPRAUTUN BÍLARÉTTINGAR Með DV við höndina getur þú tekið þátt í leiknum og átt von á að vinna DV-derhúfu, mánaðaráskrift að DV eða jafnvel ársáskrift að DV. Á milli klukkan 2 og 4 velur Ivar Guðmundsson einhverja smáauglýsingu af handahófi og gefur svo hlustendum kost á að finna hana í blaðinu. Hringdu í síma 6 70 957 og freistaðu gæfunnar. Allir þ.eir sem ná í gegn, hvort sem þeir hitta á réttu auglýsinguna eða ekki, fá DV- derhúfu. f Leitin að „ týndu smáauglýsingunni “ stendur frá 10. -21. maí. Þann 21. drögum við svo út einn af vinningshöfunum og hlýtur hann ársáskrift að DV. Gríska listakonan Theano Sundby við verk sin í FÍM-salnum i Garða- stræti. Grísk list í FÍM-sal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.