Alþýðublaðið - 21.03.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 21.03.1967, Side 7
SKÖÐUNÁRSTÖÐ FYRIR ÖRYGGISTÆKI BILA FÉLAG íslenzkra bifreiðaeigenda hefur starfrækt svokallaða krana þjónustu í Reykjavík og nágrenni frá síðustu áramótum, og er ætl unin að auka þá þjónustu þannig að félagsinenn geti allt árið reitt sig á að þeir geti fengið bíla sína sótta fyrirvaralaust er þeir verða ógangfærir, hvar sem er og hve nær sem er. Þá er ákveðið að setja upp skijjðunarstöð' fyris* öryggis1 tæki bifreiða. ★ VAXANDI STARFSEMI. Aðalfundur Félags íslenzkra bif reiðaeigenda var haldinn í Tjarn arbúð. Húsfylli var á fundinum enda félagið oi'ðið mjög fjölmennt Félagatala á öllu landinu nær 12 þúsund. Lætur nærri að um 40% bifreiðaeigenda séu nú félags- menn í FÍB og mun það hæsta hlutfallstala sem nokkurt bifreiða eigendafélag hefur. i skýrslu stjórnar var skýrt frá fjölþættri starfsemi félagsins. Lög fræðileg aðstoð, tæknilegar leið beiningar og vegaþjónusta fyrir félagsmenn hafði aukizt verulega Tekin hafði verið upp nýr þátt ur öryggisþjófiuþtu, Ijósastilling ár fyrir bifreiðaeigendur. Náði þessi þjónusta til allra landshluta Er fyrirhugað að henni verði hald ið áfram á þessu ári. ★ BIFREIÐATRYGGINGAR OG FERÐAMÁL. í skýrslunni var skýrt frá at- huguri á því, hver áhrif afskipti FÍB af toifreiðatryggingamálum hefðu haft á iðgjöld bifreiðatrygg inga. Samkvæmt athugun þessari kom í ljós að félagsmönnum í FÍB mun hafa sparazt fjárhæð sem nemur 25-J-30 milljónum króna á ári, vegna lækkaðra bifreiða- tryggingariðgjalda, sem urðu fyrir atbeina FÍB. Á það var bent að 1905 voru bifreiðatryggingar sú þjónusta, sem talin var að rekin væri með einna mestu tapi hér á landi og iðgjaldahækku^i óhjá- kvæmileg. Fyrir frumkvæði FÍB var tekið upp nýtt tryggingakerfi, iðgjöld voru lækkuð og tjónabæt ur í sumum tilvikum auknar, laun ■skrifstofufólks og bifvélavirkja hækkuðu á tímabilinu um 20—40 %. Við þessar ráðstafanir hvarf taprekstur bifreiðatrygginga, og breyttist raunar þannig, að þetta er nú talinn eftirsótt og sæmi lega arðvænleg þjónustustarfsemi Félagið hefur eflt sambönd sín við erlend bifreiðaeigendafélög- einkum varðandi öryggismál um ferðarinnar, ferðaþ.iónudtu og ferðatryggingar. í þessu sambandi má minnast á, að í ráði er að taka upp á þessu ári samskonar ferðatryggingar og bifreiðaeig- endafélögin á Norðurlöndum veita félagsmönnum sínum. Þá hefur FÍB fengið rétt til að gefa út svo nefnd tjaldbúðavegabréf tlAT Camping Carnet) og hafa allmarg ir ferðamenn notað sér þá þjón ustu. ★ RÁÐSTEFNA UM VEGA- OG ÖRYGGISMÁL. Þá var skýrt frá ráðstefnu sem FÍB efndi til á Akureyri dagana 19,—20. nóv. sl. þar sem rædd voru öryggismál og vegamál og skipulagsmál félagsins. Voru sam þykktar allmargar ályktanir varð andi öryggismál og vegamál og sendar þeim opinberum aðilum, sem um þessi mál fjalla. í athug unum sem gerðar höfðu verið um vegamál kom greinilega fram að þeir einstöku skattar sem bifreiða eigendur liafa greitt af bílum og !rel{§trarvörum til þeii^a hetfðu nægt til þess að endurbyggja og setja varanlegt slitlag á mikinn hluta hinna fjölförnustu vega hér á landi. Einnig kom fram á ráð stefnu þessari ábending um það, hvernig auðvelt er að spara út gjöld ríkisins, þannig að nóg fé verði fyrir hendi, án nýrra skatta til þess að endurbyggja og setja varanlegt slitlag á flesta fjölförn Framhald á 14. síðu. SEXTUGUR: Guðmundur JÁ SATT er það. ,,Hratt flýgur stund.“ Samferðamaður, allra hug ljúfi, síurigur og sómir sér vel með ungum mönnum, er nú fyrir varalaust sextugur að því er kirkjubækur herma. Guðmundur Kristinn Ólafsson er fæddur á Akranesi 20. marz 1907. Hann átti því sextugsafmæli í gær, en sem kunnugt er, eru mánudagar hvíld ardagar dagblaðanna og birtist því afmælisgrein þessi í dag. Guð mundur Kristinn er elztur níu barna þeirra hjóna, frú Guðrúnar Guðmundsdóttur og Ólafs Stefáns sonar verkamanns, sem þekkt voru að vinnusemi, hógværð og snyrti mennsku. Tæplega þarf að taka það fram, að drengurinn toyrjaði að vinna um leið og máttur og geta leyfði. Á þeim árum voru leið ir ungra manna til vegs og frama ekki opnar til allra átta. Vinnan var stopul og kjörin kröpp. En á æskudögum Guðmundar Kristins bjarmaði af árroða verkalýðs- hreyfingarinnar og jafnaðarstefn unnar á íslandi. Hann gerðist þeg ar traustur stuðningsmaður begtgja hreyfinganna, sem eru raunar ein og hin sama, og hefur verið það ávalit síðan. Verkalýðsfélag Akra ness var stofnað 1924 og var Guð mundur Kristinn einn af yngstu stofnendunum i 30 ár, þ.e. hálfa ævina^ hetfur hann| nú setið í stjórn verkalýðsfélagsins. Af þeim tíma hefur hann verið fimm ár for maður þess, eitt ár formaður verkamannadeildar og önnur ár ýmist ritari eða gjaldkeri, Auk I Kr. Ólafsson Guðmundur Kr. Ólafsson þess var hann um nokkurr ár sbi if- stofumaður þess. Fulltrúi á Al- þýðusambandsþingi hefur toann. verið árum saman. Öll hin marg- víslegu störf í þágu félaigsins hef ur hann unnið af stakri trú- mennsku, lipurð og festu. Verka lýðsfélag Akraness á honum þvi- stórar þakkir að gjalda. Fyrir Al- þýðuflokkinn á Aki-anesi hefur hann einnig unnið mikið cg vel. Bæjarstjórnarfulltrúi var hann í fyrstu bæjarstjórn Akra ness, árin 1942—1946 og varabæj arstjórnarfulltrúi allt fram að síð': ustu bæjarstjórnarkosningum. Hann er, og hefur verið um mörg ár, formaður framfærslunefndar, auk fleiri nefndarstarfa á veguro Framhald á 15. síðu. 1 Málfrelsi og sótthitakennd vitleysa BLÖÐIN hafa undanfarið fjölyrt um málfrelsi. í því sambandi gegnir furðu, þegar gefið er í skyn, að íslendingar eigi þess erfiðan kost að koma skoðunum sínum á framfæri. Slíkt er fjarri lagi. Blöðin eiga blessunarlegan þátt í því, að sú ályktun fær ekki staðizt. Og þau eru sýnu frjálslyndari en útvarpið, sem burðast við að varðveita úrelt hlutleysi og verður þess vegna iðulega að viðundri. Blöðin hafa tekið sig fram um þessa þróun og hún gefizt prýðilega. .Hins vegar þarf að stækka ríki málfrelsisins á íslandi. Blöðunum er þröngur stakkur skorinn flestum eða öllum. Umfangsmiklum kappræðúm vei-ður heldur ekki við komið í útvarpinu, . nema þegar stjórnmálaflokkarnir taka það í þjónustu sína fyrir kosnirig- ar. Þess vegna ber rhjög að fagna fundi eins og þeim, er stúdentar efndu til um sjúkra- húsmálin á dögunum. Þar ræddu sérfróðir menn þessi efni, sem varða sérhvern borg- ara meira eða minna. Slíkir fundir ættu að vera hér fleiri og betur skipulagðir en nú er. HERJÓLFU Málfrelsinu úthýst. Lakast er, að húsakostur til þvílíkra fundahalda mun naumast fyrir hendi í höfuð- borginni, þrátt fyrir alla sam- komustaðina. íþróttahreyfing- unni í Reykjavík liefur verið reist stór og glæsileg höll, og er það fagnaðarefni. Trúarsöfn- uðir borgarinnar eiga’ sér og rúmgóðar bæktstöðvar. Fólkf getur einnig drúkkið og dans- að víðs veghr um Reykjavík á sæmilegu gólfrými. Málfrelsið hefur aftur á móti gleymzt. — . Stúdentafundurinn um sjúkra- húsmálin sannaði þetta efiir- minnilega. Slikt er óviðunandi. Málfrelsið er að þessu leyti eins konar niðursetningur. Sumir ætla, að opinberar umræður eins og stúdenta- fundurinn á dögunum séu að- eins þær andlegu skylmingar, er deilur kallast. Það er þó mikill misskilningur. Megin- gildi þeirra er að koma hug- myndum og nýjum sjónarmið- ■ um á framfæri. Sérmenntuð- um mönnum hættir við að lok- ast inni í stofnunum og ein- angrast þar. Þess vegna er lífs- nauðsyn, að þeir komi öðru hvoru opinberlega fram og ræði viðhorf sín. Þannig myndast heillaríkt almennings- iállt/ sem er; til dæmis íslenzk- um stjórnmálum mikils virði. '• . .' , . I ' Hlutverk góðgerðarfélags. Samtök íslenzkra stúdenta eru vel til þess fallin að rækja þessa starfsemi. Samt reynist ekki nóg að efna til funda- lialda. Þau verður að skipu- leggja, svo að æskilegur ár- angur náist. Þar á ekki „pétri og páli” að líðast að hugsa upphátt sótthitakennda vit- leysu. Þeim aðilum verður að tryggja málfrelsi á öðrum vett- vangi. En- hvernig myndi því við komið? i íslendingar stofna ýmis kon- ar góðgerðafélög og ætla þeim hinn og þennan tilgang. Kæmi ekki til álita að fela slíkurn félagsskap að gefa óundirbún- um ræðumönnum kost á áð láta gaxhminn geisa í sinn lióip eins og þegar óvirkjaðri gufu er hleýpt út um pípur á jarð- hitasvæði? Þá væri hlutaðeig- endum tryggt máífrelsi áh þess aö það yrði samfélághvu til hviriúéiðra óþægínda. c ■' _ ’ ‘k 'i', Herjólfur.- 21. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.