Alþýðublaðið - 21.03.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 21.03.1967, Qupperneq 10
Jósef Stalín leiknr Éír við dóttur sína, Svetlönu. Þrjátíu árum síðar stígur Svetlana Stalín út úr ítalskri fiug vél í Genf. EE STLJÓS Dóttir Jósefs Stalins - rlýr hún sjálfa sig'i ? í LIST 4SAFNINU í Moskvu hangir ardlitsmynd eftir einn kunnas'ta listamálara Rússa. Myndin e • af ungri konu, sem fbrosir tví- æðu brosi. ,,Svetlana“ Ikallast þe ;si mynd, og Svetlana er algengí. stúlkunafn í Sovétríkj unum. En stúlkan á myndinni er engin önnur en dóttir Stalíns. Á ■arunum fyrir heimsstyrjöldina síðari voru þúsundir telpna í Sov étríkjunum skírðar í höfuðið á henni. í síðustu viku steig einmana, miðaldra kona út úr ítalskri flug vél á flugvellinum í Genf .Hún var berhöfðuð, með stuttklippt hár og þreytuleg. Hún var klædd dökkri regnkápu og með röndótt an trefil um hálsinn. Þetta var dóttir Stalíns, sem nú er 42 ára að aldri. Hún vill ekki snúa aftur til Sovétríkjanna að því er hún hefur tjáð forsæt isráðherra Indlands, frú Indiru Gandhi, cg bandaríska sendiherr anum í Nýju Delhi, Chester Bow les. En stjórnir beggja landanna hafa gert aUt sem í þeirra valdi stendur ti' að koma í veg fyrir að dóttir Stalíns setjist að í löndun um. ★ ÞUMGLYND. Fulltrúar svissneskra yfir- valda, sem hafa veitt henni land vist til braðabirgða, segja að hún sé þunglynd og niðurdregin og þarfnist umfram allt næðis til að hvíla sig. Góðar heimildir í Sovétríkjun um herma að Svetlana hafi ekki fluið land vegna stjórnmálaskoð ana, og ei það ekki ósennilegt enda hefur Svetlana Stalín aldrei gegnt opinberu embætti í Sovét ríkjunum né haft afskipti af stjómmáluin. Margt bendir til þess að á- kvörðun Svetlönu um að snúa ekki aftur til Sovétríkjanna sé persónuleg.; eðlis. Vinur síðasta eiginmanns Svetlönu, sem lézt í desember í. fyrra, dr. Zafar Im am, en hann er kennari við Brist olháskóla í Bretlandi, heimsótti 'hjónin oft í Moskvu. Hann lýsir Svetlönu þannig, að hún sé rótlaus, óhamingjusöm og telur hana skorta andlegt jafn vægi. Hún sé dæmigerð sovét kona, sem sé gersneydd áhuga á •stjórnmálum, aðeins í meðaUagi greind, dálítið feimin, mjög hlé dræg og eigi við mörg persónu leg vandamál að stríða. íbúð þeirra var búin nýtízku húsgö'gnum, sovézkum og skandi naviskum. Engar myndir voru á veggjunum. Þar var enginn hlut ur sem minnti 'á fortíðina. Hjón in bjuggu í fimm herbergja íbúð við bakka árinnar sem rennur skammt frá Kreml. Hjá þeim bjuggu tvö börn Svetlönu er hún átti með fyrrverandi eiginmönn um sínum, 22 ára gamall sonur og 16 ára dóttir. Dr. Imam komst að þeirri nið urstöðu eftir að hafa rætt við hjónin, að Svetlönu hefði að vísu þótt vænt um föður sinn en óttazt ‘hann. Hún sá um allar persónu le'gar þarfir Stalíns, vissi ná- kvæmlega hvað 'hann vildi helzt borða og drekka og hvað hann kærði si)g ekki um. Hún þekkti duttlunga hans betur en nokkur annar. En Svetlana vildi helzt ekkert um föður sinn tala og svar aði jafnvel ekki spurningum dr. Imams um smáatriði, sem engu máli skipta, í sambandi við lífið í Kreml. Þegar talið barst að föð ur hennar varð hún skyndilega taueaóstyrk, segir hann. Svetlana Stalín hefur reynt margt, sem hún á erfitt með að 'ffleyma. Leysir hún frá skjóðunni þegar hún er komin til Vestur landa og segir 'hún frá minning um sínum frá skuggalegasta tím anum í sögu Sovétríkjanna?. ★ HVERNIG DÓU FOR- DRARNIR? Hún var tæplega 'átta ára göm ul þegar móðir hennar Nadets jka Alilujeva (önnur kona Stal íns) lézt 1932. Opinberlega hef ur aldrei verið skýrt frá dánar orsökinni. Sumir halda því fram að hún hafi framið sjálfsmorð eftir að hafa lent í harðri orða sennu við Stalín um neyð þá er fylgdi i kjölfar hinnar hrottalegu framkvæmdar á áætlunum um að breyta landbúnaði Sovétríkjanna í samyrkjubúskap. Aðrir segja að Stalín sjálfur hafi myrt hana. Og hvernig bar dauða harð stjórans föður hennar, að hönd um. Er eitthvað hæft í því, að einhverjir hafi „hjálpað til“. Svetlana stóð við dánarbeð föður síns. Getur hún og vill hún svipta hulunni af hinum mörgu leyndardómum Stalínstímans? Svetlana Stalín hefur lifað við burðaríku lífi. Hún hefur verið tignuð sem dóttir Stalíns hins mikla — og síðan liann lézt hef ur hún fengið að kenna á hatrinu í garð harðstjórans. Henni var ek ið í skólann í lúxusbíl á hverj um degi. Hún var fallega, rauð hærða stúljcan, sem stjanaði í kringum föður sinn af lotningu eins og Winston Churehill hefur ritað. Hún var einnig duttlungafull og vildi ráða sér sjálf, en þann eiginleika hefur hún tekið í arf frá föður sínum. Hún var aðeins 17 ára gömul þegar hún giftist í fyrsta sinn, Grigory Morozov, samstúdent sínum í Moskvuhá skóla. Stalín var andvígur ráða hagnum, þar sem Morozov var Gyðingur. Sonur Svetlönu, Jós ef (sem heitir eftir Stalín), er frá þessu hjónabandi, en það fór út um þúfur þremur árum síðar. Hún giftist ekki aftur fyrr en 1949 og þá Juri Zhadanov, syni Andrei Zhadanov, eins voldug asta manns Sovétríkjanna, sem var menningarmálafulltrúi" Stal ins og almennt talinn erfðaprins Framhald á 15. siðu. 1907 1967 60 ára afmælisháfíð verður. í Lidó föstudaginn 7. apríl og hefst með borðhaldi kl. 19.30. SKEMMTIATRIÐI — DANS. Miðapantanir og nánari upplýsingar hjá Magnúsi E. BaUl vinssyni, Laugávegi 12. D ö k k f ö t . STJÓRNIN. AÐAL FU NDU R IÐNAÐARBANKA ISLANDS H.F. verður haldinn í veitingahúsinu Lido í Reykjavík laugardaginn 1. apríl n.k., kl. 2 eh. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í bank- anum dagana 28. marz til 31. marz að báð- um dögum meðtöldum. Reykjavík, 21. marz 1967. SVEINN B. VALFELLS form. bankaráðs. Spilakvöld i Kópavogi Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur spila- kvöld miðvikudaginn 22. marz kl. 8.30 s.d. í Félagsheimilinu, Auðbrekku 50. DAGSKRÁ: Félagsvist Kvikmyndasýning: Frá Brasilíu o. fl. Kaffiveitingar. SKEMMTINEFNDIN. Góðar fermingagjafir Skíði m/stálk. Bakpokar Teppasvefnpokar Ú tivistar töskur Ljósmyndavélar Veiðistangasett Ferða gas-prímusar Sjónaukar Vindsængur — PÖSTSENDUM Laugavegi 13. — Sími 13508 S 21. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.