Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 21. JÚNf 1993 BREMSUR! * Klossar * Borðar * Diskar * Skálar RENNUM! skálar og diska allar stærðir Allar álímingar! ö ÁLÍMINGAR Siðumúla23-s. 814181 Selmúlamegin ('DOO 0o6 b (B <B> (B •»<0(0 0(90 ÍH> FORTE-MAX EÐA CLASS Nettir, léttir farsímar við allra hæfi. Verð frá kr. 69.980.- <2* |g. ámundason hf. ÍBíldshöfða 18 - slml 687820 Útlönd_________________________ dv Bandalag norðanmanna gerir það gott í kosningum á Ítalíu: Við erum drottn- arar norðursins - segir leiðtoginn Umberto Bossi Frambjóöandi sjálfstjómarflokks- ins Bandalags norðanmanna var kosinn borgarstjóri í Mílanó, höfuð- borg iðnaðarhéraðs ítaliu, í bæjar- stjórnarkosningum sem fram fóru í gær, að því er skýrt var frá opinber- lega í morgun. Marco Formentini, 63 ára gamall fymun skriffinni hjá Evrópubanda- laginu, fékk 57,1 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Nando Dalla Chiesa, frambjóðandi vinstriflokk- anna, fékk 42,9 prósent. „Við erum hér samankomin til að fagna því að Mílanó hefur verið frels- uð frá stjómmálamönnunum í Róm,“ sagði Umberto Bossi, leiðtogi banda- lagsins, við fagnandi mannfjöldann á dómkirkj utorginu. Bandalagið hefur á aðeins örfáuum árum breyst úr litlum óánægjuflokki í helsta stjórnmálaafl hinna auðugu héraða á Norður-Ítalíu og þegar flokkurinn hefur upp raust sína fer stjórnin í Róm að titra. „Við erum drottnarar norðursins," sagði Umberto Bossi fyrir kosning- arnar í gær. Margir andstæðingar bandalagsins líta á það sem hægrisinnað eða jafn- vel fullt kynþáttafordóma en stuðn- ingsmenn sjá það sem þann flokk sem náði að losa um dauðahald gömlu flokkanna og koma þannig breytingum í kring. Sigurinn í Mílanó var hinn fyrsti fyrir bandalagið í stórborg á níu ára ferli þess. Áhrif Formentinis munu ná langt út yfir borgarmúra Mílanó. Bandalag norðanmanna vill að ít- aliu verði skipt upp í þrjú sambands- ríki, svipað því sem er í Sviss, þar sem héraðsstjómir fara með völdin. Stefna þessi nýtur mikils fylgis á norðurhluta Ítalíu þar sem norðan- mönnum fmnst að síhækkandi skatt- ar fara í að halda uppi suðurhluta landsins. Reuter Nóbelshöfund- urinnWilliam Golding láfinn Breski rithöf- -------"ti undurinn Will- iam Golding, ; sem fékk nó- belsverölaunin í bókmenntum árið 1983, lést á heimili sinu í suövesturhluta Englands á laugardag. Hann var 81 árs. Golding fékk nóbelinn fyrir bækur sem lýsa skuggahliðum mannlegs eðlis og mannlegri eymd eins og hún gerist mest. Þekktasta bók hans er Höfuð- paurinn (Lord of the Flies) sem hefur komið út á íslensku. „Hann var framúrskarandi rit- höfundur, verk hans voru undar- lega tímalaus. Flestir höfundar skrifa um þjóðfélagsbreytingar eöa atburði liðandi stundar en hann skrifaðí um eðli góðs og Ills,“ sagði rithöfundurinn Malc- olm Bradbury og sagöi að lát Goldings væri mikill skaði fyrir enskar bókmenntir. ESAB RETTUR RAFSUÐUVÍR Eitt mikilvægasta atriði varð- andi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til að ná hámarks gæðum við suðu er nauðsynlegt að velja vírinn með tilliti til efnis og aðstæðna. Við eigum ávallt á lager mikið úrval rafsuðuvíra, bæði pinnavíra, gegnheila rúlluvíra og duftfyllta rúlluvíra fyrir flesta málma og aðstæður. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 624260 Bo Gyi, eins árs gamall fílsungi, vefur rananum utan um háls gæslumanns I dýragarðinum I Emmen I Hollandi I þakklætisskyni fyrir mjólkina. Filsunginn litli fótbrotnaði í mars þegar fullorðinn fíll stjakaði við honum og fær hann nú nálarstungumeðferð á degi hverjum svo hann komist einhvern tima á lappir. Simamynd Reuter Sjö létust í sprengjutilræðum Tvær bílasprengjur sprungu í mið- borg Madrídar í morgun með klukkustimdar millibili. Að minnsta kosti sjö manns biðu bana og átta særöust í fyrri sprengjunni sem sprakk klukkan 6.15 þegar herbíll ók hjá. Seinni sprengjan sprakk rétt við bandaríska sendiráðið. Að minnsta kosti þrír særðust í seinni sprenging- unni. Aö sögn lögreglunnar hafa aðskiln- aöarsamtök Baska, ETA, oft beint bílasprengjum gegn hernum. Snemma í morgun hafði enginn lýst yfir ábyrgö á sprengjutilræðunum í Madríd. Reuter lestin á snigilshraða eða 30 kílómetra hraða. Lestin hélt upp frá Coquelles í Norður-Frakklandi og tók ferðin til Folkestone í Suður-Englandi tvær klukkustundir. Þegar göngin hafa verið opnuð mun lestin aka þessa sömu leið á minna en hálfri klukku- stund. Gert er ráð fyrir að lestarferð frá London til Parísar eða Brussel taki um þrjár klukkustundir. í síðasta mánuði gagnrýndi Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti bresk yfirvöld fyrir að hafa ekki byggt hraðlestarspor sem tengist Ermarsundsgöngunum í tæka tíð fyrir opnunina á næsta ári. Stutt er síðan bresk sfjómvöld ákváöu að byggja hraðlestarspor frá London að göngunum og það verður ekki tilbúiö fyrreneftiraldamótin. Reuter Frönsk hraðlest ók í fyrsta sinn í gegnum Ermarsundsgöngin til Eng- lands í gær. Var þetta fyrsta prufu- ferðin áður en göngin verða formlega opnuö á fyrri hluta næsta árs. Franska farþegalestin getur náð 300 kílómetra hraða á klukkustund á sérstöku spori í Frakklandi. Ráð- gert er að lestin aki á 160 kílómetra hraða í gegnum göngin. í gær ók þó Breskir tollverðir stiga um borð í fyrstu frönsku farþegalestina sem ók gegnum Ermarsundsgöngin í gær. Simamynd Reuter Jómfrúferð gegnum Ermarsundsgöngin Dönsksöngkona sðgraðiíCaróiff Danska sóparansöngkonan Ing- er Ðam-Jensen sigraði í alþjóð- legu söngkeppninni í Cardiff í Wales á laugardag. Þátttakendur írá 25 löndum börðust um sigur- launin, þar á meðal Ölafur Arni Bjarnason. Dam-Jensen er 29 ára görnul og syngur meö konunglegu dönsku óperunni. Hún fluttí. m.a. verk eftir Richard Strauss og Mozart. Lifandigrísir arfilraunum Vísindamenn i Gautab'org nota lifandi grísi, sem búið er að svæfa, til að rannsaka hálsáverka viö árekstra. Um tuttugu grísir eru notaðir á ári hveiju og að til- rauninni lokinni eru þeir aflifað- ir, kruföir og rannsakaðir undir smásjá. Þetta kemur fram í frétt i sænska blaðinu Ðagens Nyheter. Þar segir að tilraunir þessar hafi verið framkvæmdar í tvö ár. Aö sögn Pers Lövsunds, sem sfjómar rannsóknunum, geta til- raunimar með grísina sýnt hvernig taugasköðum búast megi við í ákveðnum tegundum árekstra. Einkenni skaðanna séu þekkt en ekki sé hægt að greina þá með röntgenmyndum. „Því miður er ekki hægt að kortleggja skaðana öðmvisi en að nota lifandi grísi,“ segir Per Lövsund. John Majoraflar upplýsingaum hláturskóla John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, hefur leitað á náðir hláturskóla til tnanna. Breska blaðið Daily Mirror sagði frá því fyrir helgi að ritari Majors heiði sett sig í samband viö Robert Holden sem kennir fólki aö berjast gegn stressi með duglegum hláturrokum. „Major hefði gott af því að koma 1 hláíratima þjá mér,“ sagði Hold- en. „Við fyrirgefum manni alit, svitalykt, flekkað mánnorð en aldrei húmorsleysi." ReuterogTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.