Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Síða 29
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ1993 41 Veiðivon Leikhús Allt í veiðiferðina ÞÓRISVATN OG ODDASTAÐAVATN GÓÐ VEIÐI Þverá í Borgarfirði: 135 laxar hafa veiðst LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751 Styrkur úr Minning- arsjóði Jóns Jóhann- essonar prófessors Styrkur var nýlega veittur úr Minningar- sjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar pró- fessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Aðalheiður Guðmundsdóttir. Aðalheiður hefur stundaö nám við Háskóla íslands. Hún er nú að semja kandídatsritgerð í íslenskum bókmenntum um ævintýra- minnið um vondu stjúpuna, þ.e. „stjúpu- og álagaminnið". Minnignarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors er eign Háskóla íslands. Tekjum sjóðsins er varið til þess að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagnfræði styrki til einstakra rannóknaverkefna er tengjast námi þeirra. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Frjáls spilamennska, kafB og spjall. Orðuveitingar Samkvæmt tillögu orðunefndar hefur forseti íslands sæmt eftirtalda íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Böðvar Bragason, lögreglustjóri, Reykja- vík. Stórriddarakross fyrir störf í opin- bera þágu. Gestur Fanndal, kaupmaður Siglufirði. Riddarakross fyrir störf að fé- lags- og atvirmumálum. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskól- ans. Riddarakross fyrir störf aö fræðslu- málum sjómanna. Hanna Johannessen, Reykjavik. Riddarakross fyrir störf að líknarmálum. Indriði Pálsson forstjóri, Reykjavík. Stórriddarakross fyrir störf að atvmnumálum. Jón I. Guðmundsson yfirlögregluþjónn, Selfossi. Riddarakross fúrir störf að félagsmálum. Jón Ólafsson bóndi, Eystra-Geldingaholti, Gnúpveija- hreppi. Riddarakross furir störf að fé- lagsmálum. Jónas Bjamason yfirlæknir, Hafnarfirði. Riddarakross fyrir læknis- störf. Jósafat Hinriksson forstjóri, Reykjavík. Riddarakross fyrir störf aö atvinnumálum. Markús Runólfsson bóndi, Langagerði. Riddarakross fyrir uppgræðslu og skógrækt. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari, Reykjavík. Riddarakross fyrir störf að tónlistarmál- um. Rannveig Böðvarsson, Akranesi. Riddarakross fyrir störf að útgerðarmál- um. Stefanía María Pétursdóttir, formað- ur Kvenfélagasambands íslands, Reykja- vík. Riddarakross fyrir störf að félags- málum. Þorkell Sigurbjömsson tónskáld. Riddarakross fyrir tónsmiðar. Safnaðarstarf Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa þriðjudag kl. 10-12 og 13-16. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Langholtskirkja: Aftansöngiu- alla virka daga kl. 18.00. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn þriðjudag kl. 10-12. Svölúleikhúsið Svöluleikhúsinu hefur verið boðið á tvær erlendar listhátíðir nú í júní. Dans- og tónlistarhátíðina i Kuopio í Finnlandi og ReyKjavíkurdaga í Bonn, Þýskalandi. Flokkurinn fer með sýningu sem ber yfir- skriftina „Ertu svona kona?“. Hún var sýnd á Listahátíö 1 Keykjavík í fyrra og er samansett af tveimur sjálfstæðum ein- þáttungum. Annar einþáttungurinn ber heiti sýningarinnar „Ertu svona kona?“ en hin heitir „Andinn í rólunni". Sýning- in er samin af Auði Bjamadóttur við tón- list eftir Hákon Leifsson. Sýningin var samvinnuverkefhi við Þjóðleikhúsið. Tilkynrdngar Kringlukast í Kringl- unni 22.-24. júní Á morgun hefjast markaðsdagar Kringl- unnar sem nefndir era Kringlukast. þar bjóða 65 verslana- og þjónustufyrirtæki Kringlunnar ótal tilboð á nýjum vörum. Kringlukast stendur frá þriðjudegi til fimmtudags og er hægt að gera mjög góð kaup á sumarvörum og ýmsum öðrum vörum, fá mat á veitingastöðum á tilboðs- verði og taka þátt í skemmtilegum leikj- um. Efnt er til tveggja skemmtilegra leikja á Kringlukasti sem báðir tengjast vel markaðsþema daganna. Iðnskólanum í Reykja- vík slitið Iðnskólanum í Reykjavík var slitið fimmtudaginn 27. maí. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju. í ávarpi Ingvars Ás- mundssonar skólameistara kom fram að á haustönn stunduðu 1590 nemendur nám í dagskóla og 294 í kvöldskóla eða tæplega 1900 nemendur alls. Skólinn fékk sérstaka viðurkenningu fyrir markvisst vinnuvemdarstarf á vinnuvemdarári. Fyrstu skrefm í að innleiða altæka gæða- stjómun vora stigin á þessum vetri og skólinn fékk tilnefningu til hvatiúngar- verðlauna Gæðastjómarfélags íslands. Á skólaárinu var nýr hugbúnaður tekinn í notkun við nemendaskráningu og stundaskrárgerð. „Það eru komnir 135 laxar á land og hann er 18 punda sá stærsti, hann veiddist í kvöld í Kjarrá,“ sagði Ólaf- ur Hrútfjörð í veiðihúsinu við Þverá í gærkvöldi. „Þetta er allt að lifna við og veiði- menn verða mikið varir við laxa, sérstaklega í Þveránni," sagði ÓU í lokin. Opnunarhollið veiddi 20 laxa „Opnunarhollið veiddi 20 laxa, það var Upp- og Niðurgengið, núna eru komnir 28 laxar á land,“ sagði kokk- urinn í veiðihúsinu við Miðfjarðará í gærkvöldi. Frábær silungsveiði í Rangáropnun „Það veiddust um 40 siiungar í opnun Rangánna og hann var 13 pund sá stærsti, Ægir Garðar Gíslason veiddi fiskinn," sagði Þröstur Elliðason á Rangárbökkum í gærkvöldi. „Þetta voru 20 urriðar, 10 bleikjur og 10 sjóbirtingar. Flestir veiddust silungamir á flugu. Það sáust laxar í Ægissíðufossi en þeir tóku ekki,“ sagði Þröstur ennfremur. Steinafljótið gaf 17 punda lax „Víðidalsá hefur gefið 25 laxa og hann er 17 pund sá stærsti, veiddist í Steinafljótinu,“ sagði Magnús Jón Sigurðsson í gærkvöldi er við spurð- um um ána. Korpa: -18 punda lax í Kjarrá í gærkvöldi • Ægir Garðar Gíslason með 13 punda urriðann sinn í gærkvöldi er Rangárnar voru opnaðar i gær og veiddust 40 silungar fyrsta daginn. DV-mynd G.Bender „Holhð veiddi 10 laxa en við vor- um í Víðidalsánni í þrjá daga. Það hefur veiðst svolítið af niðurgöngu- fiskum. Það er rosalegt vatn í ánni og það er flugan og spúnninn sem gefa fiska. Vatnsdalsáin hefur gefið kringum 10 laxa á þessari stundu," sagði Magnús. -G.Bender TFTKTfí UM LANfí ALI.T T>joólcikhusió ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 11200 RÍTA GENGUR MENNTA- VEGINN eftir Willy Russel. Mánud. 21 /6 kl. 20.30 - Akureyri. Þriðjud. 22/6 kl. 20.30 - Dalvík. HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Simonarson. Mánud. 21/6 kl. 20.30 -Ýdölum. Þriðjud. 22/6 kl. 20.30 - Akureyri. Mlðvikud. 23/6 kl. 20.30 - Akureyri. KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju. Mánud. 21/6 kl. 21.00 - Vík i Mýrdal. Þriðjud. 22/6 kl. 21.00 - Vestmannaeyjum. Miðvikud. 23/6 kl. 21.00-Vestmannaeyj- um. Miðasala fer fram samdægurs á sýning- arstöðum. Einnlg ertekið á móti sima- pöntunum i miðasölu Þjóðleikhússins frá kl. 10-17 virka daga i síma 11200. Einn lax á fyrstu vakt - viö vorum á bökkunum „Við fengum einn lax í Fossinum og hann er 5 pund, það var Rafn Eyfell sem veiddi fiskinn," sagði Grímur Jónsson er við hittum hann við Korpu í gær, en áin var opnuð í gærmorgun. „Við urðum ekki varir við mikið af fiski, hann er bara ekki kominn ennþá,“ sagði Grímur og hélt áfram að reyna. Elliðaárnar hafa gefiðlO laxa „Það er gaman aö byrja svona vel í Elhðaánum,“ sagði Sigurvin Ómar Jónsson er við hittum hann við Ell- iðaámar, en hann var kominn með tvo laxa á maðkinn í ánni rétt fyrir mat í gær. Elhðaárnar hafa gefið 20 laxa og Sigurvin er með þann stærsta ennþá, 10 punda fisk. „Eg hef aldrei veitt í Elhðaánum áður en ég veiddi fyrstu laxana mína í fyrra, tvo fiska,“ sagði Sigurvin og hélt áfram að veiöa fleiri laxa. -G.Bender — • Sigurvin Ómar Jónsson með tvo fyrstu laxana sína úr Elliðaánum á árbakkanum í gær, 10 og 5 punda laxar á maðkinn. • Grímur Jónsson bregur á leik með fyrsta laxinn úr Korpu á þessu sumri og Rafn Eyfell hefur greinilega gaman af. DV-myndir G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.