Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
Fréttir
Sigurður Á. Siguijónsson leigubílstjóri um úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu:
Hagsmunir almennings
en ekki stéttarinnar ráði
„Ég hélt að ég yrði ekki stressaður
yfir þessu en þegar ég heyröi úrskurð
Mannréttindadómstólsins fann ég
ákveðinn létti. Mín fyrstu viöbrögð
eru að vinna að því að heiðarleg
umræða fari fram á Alþingi þegar
lögum um leigubifreiðar verður
Stuttar fréttir
Mlkilhækkunámat
50 til 60% af vörum matvöru-
buða mun hækka vegna gengis-
feliingarinnar samkvæmt Mbl.
Lækkun rækju
Breskir rækjukaupendur gera
kröfu um 7% lækkun á íslenskri
rækju í kjölfar gengisfellingar-
innar.
Ekkertál
Jóhannes Nordal, formaður ís-
lensku álviðræðunefndarinnar,
segir að tvö til fjögur ár muni liða
þar til erlend stórfyrirtæki sýni
á nýjan leik áhuga á að reisa stór-
iðju á íslandi.
Mikiðtap banka
Tap íslandsbanka fyrstu fjóra
mánuði þessa árs var 195 milljón-
ir króna en forráðamennirnir eru
samt bjartsýnir á að árið verði
tapiaust.
Vernda smáfiskinn
Sjávarútvegsráðuneytiö undir-
býr nú aögerðir til verndar smá-
fiski og verða varanlegar lokanir
þar sem mest er um undirmáls-
flsk skv. Mbl.
Bítillvinurhvals
Bítillinn Paul McCartney ætlar
að sýna myndband af veiðum ís-
lensku hvalbátanna fyrir tón-
leika á heimsferð sinni en áætlað
er að þrjár milljónir manna muni
hlýða á kappann.
Grásleppafluttút
Ötflutningur grásleppuhrogna
til fullvinnlsu erlendis er hafinn
á ný en innlendar stöðvar sjá
fram á mun styttri vinnslutíma
vegna hráefnisskorts og eru mjög
óhressar að sögn Tímans.
Ferðaheigi
Búist er viö góðri ferðahelgi á
Suðurlandi um næstu helgi og er
talið að þúsundir hugsi sér að
fara í Þórsmörk og Þjórsárdal.
66milljónirístörf
Atvinnuleysistryggingasjóður
hefur á þessu ári veitt 66 milljón-
um króna í aö skapa 609 störf í
Reykjavík.
Tapítvöár
Rúmlega 65 milljóna króna tap
varð af rekstri Söltunarfélags
Dalvíkur á síðasta ári. 50 milljóna
tap var árið áður.
Nóg hefur verið að gera hjá
bílaumboðum, heimilistækja-
verslunum og slíkum þar sem
fólk kaupir vörur áður en þær
hækka vegna gengisfeUingarinn-
ar. -Ari
breytt. Stéttahagsmunir hafa alltaf
verið látnir ráða í stað stjórnarskrár-
innar og almenningshagsmuna en
með þessari niðurstöðu vona ég að
það breytist. Ég vil endilega biðja
fólk.að fylgjast vel með því þegar
lagabreytingar fara fram svo hags-
munir þess verði tryggðir," sagði Sig-
urður Á. Sigurjónsson leigubílstjóri
sem vann mál sitt fyrir Mannrétt-
indadómstóli Evrópu eins og sagt var
frá í DV í gær.
Átta dómarar af níu komust að
þeirri niðurstöðu að íslensk stjóm-
völd hefðu gerst brotleg viö ákvæði
mannréttindasáttmálans um félaga-
frelsi með því að skylda Sigurð til
að vera í Bifreiðastjórafélaginu
Frama. Dómarinn sem greiddi mót-
atkvæöi var fulltrúi íslands, Þór Vil-
hjálmsson, forseti Hæstaréttar.
Jón Steinar hæstaréttarlögmaður
var verjandi Sigurðar í máh hans
fyrir Mannréttindadómstólnum í
Strasborg. „Ég er mjög ánægður með
niðurstöðuna. Ég tel að í henni feUst
þungur áfeUisdómur yfir Hæstarétti
íslands vegna þess að á sínum tíma
komust 7 dómarar hans einróma að
þeirri niðurstöðu að lagasetning
samgönguráðuneytisins um skyldu-
aðild að leigubílstjórafélögum bryti
ekki í bága við íslensku stjómar-
skrána, en stjórnarskráin er ekkert
ósvipuð mannréttindasáttmála Evr-
ópu hvað þetta varðar," sagði Jón
„EðUleg og rétt viðbrögð við niður-
stöðu Mannréttindadómstólsins eru
að breyta lögunum um skylduaðild
að leigubílstjórafélögum. Það hefur
alla tíð verið ljóst að lögin voru um-
deild og orkuðu tvímæUs. Viðbrögð
samgönguráðuneytisins vom skyn-
samleg,“ sagði Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra viö DV en sam-
gönguráöuneytið ákvað í gær að láta
breyta lögum um skylduaðUd að
leigubílstjórafélögum sem Alþingi
samþykkti sumarið 1989.
Þorsteinn var inntur eftir við-
brögðum við ummælum Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar þess efnis að
úrskurður Mannréttindadómstóls-
ins væri þungur áfelUsdómur yfir
Hæstarétti íslands. Hann sagði að
Mannréttindadómstóll Evrópu í
Strasborg fann íslensk stjómvöld sek
um aö hafa brotið 11. grein mannrétt-
indasáttmálans um félagafrelsi. Af
níu dómumm komust átta að þeirri
niðurstöðu. Fulltrúi íslands, Þór Vil-
hjálmsson, forseti Hæstaréttar, var
með mótatkvæði og skilaði séráliti
þar um.
Þór sagði í samtali við DV, þá ný-
kominn frá Strasborg, að efasemdir
væru uppi um að 11. greinin ætti við
um neikvætt félagafrelsi. „Þetta var
í annað sinn sem ég lýsti þvi í dómi.
í fyrra skiptið vorum við þrír dómar-
arnir um þá meiningu en í seinna
skiptið var ég orðinn einn. Ég byggi
Eitt fyrsta verk Sigurðar verður að
segja sig úr Frama en gegn vilja sín-
um hefur hann greitt þangað félags-
gjöld síðustu misseri. Sigurður hefur
háð mikla baráttu síðustu 9 ár og
núna stendur hann uppi sem sigur-
vegari. -bjb
Steinar í samtali við DV.
„Ég vona að þessi dómur verði
hvatning fyrir Hæstarétt íslands og
raunar lögfræðinga almennt til að
taka sig á í málum sem varða túlkun
á mannréttindum og öðrum réttind-
um borgaranna. Dómurinn hefur
það í för með sér að það þarf að
breyta lögunum um leigubifreiðar.
íslenska ríkið er búið að skuldbinda
sig til þess að hlíta dómum Mannrétt-
indadómstólsins og verður að sjálf-
sögðu að gera það nú,“ sagði Jón
Steinar.
úrskurðurinn væri alveg eins þung-
ur áfellisdómur yfir Alþingi að hafa
samþykkt þessi lög.
„Að baki lagasetningunni voru
sjónarmið um ákveðna hagsmuna-
gæslu og þau sjónarmið hafa lengi
verið umdeild. Félagafrelsiskrafan
hefur veriö að styrkjast og túlkun
mannréttindasáttmálans á félaga-
frelsi hefur rýmkast. Aö mínu mati
er það eðUleg og góð þróun,“ sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn lagði fram frumvarp á
Alþingi í vor þar sem er lagt til að
mannréttindasáttmáli Evrópu verði
lögfestur og gerður að íslenskum lög-
um. Frumvarpið verður endurflutt í
haust og sagðist Þorsteinn vona að
þaðyrðisamþykkt. -bjb
áUt mitt á ákveðnum atriðum í und-
irbúningi greinarinnar."
Sigurður Á. Siguijónsson leigubíl-
stjóri er þriðji Islendingurinn sem
sækir mál sitt fyrir Mannréttinda-
dómstóli Evrópu og hafa íslensk
stjómvöld tapað í þeim öllum. „Dóm-
ar af þessu tagi era ekki góðir fyrir
okkur. En hvað mannréttindi varðar
held ég að ísland sé vel statt í þeim
efnum. Helstu mannréttindaríki
heims eru að fá á sig hvern dóminn
á fætur öðrum,“ sagði Þór en vildi
ekkert segja um ummæli Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar um Hæstarétt
íslands.
-bjb
Sigurður Á. Sigurjónsson, leigubilstjóri og stöðvarstjóri 3x67, kynnir sér
niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg sem hann fékk á faxi
að utan. DV-mynd GVA
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Áfellisdómur
yf ir Hæstarétti
-bjb
Þorsteinn Pálsson:
Alveg eins áfellis-
dómur yf ir Alþingi
Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar:
Ekki gott fyrir okkur