Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
Neytendur
DV kannar verd á hreinlætisvörum:
Mestur verðmunur á wc-hreinsi
og gólfþvottaefni
í verðkönnun DV síðastliðinn laug-
ardag, þar sem borið var saman verð
í Reykjavík, London og á Flórída,
kom fram að hreinlætisvörur eru til-
tölulega ódýrar hér á landi. Af því
tilefni gerði neytendasíða DV verð-
könnun á hreinlætisvörum í fimm
verslunum á höfuðborgarsvæðinu
um miðjan daginn í gær.
Þær verslanir, sem fyrir valinu
uröu, voru Fjarðarkaup í Hafnar-
firði, Garðakaup í Garðabæ, Kjöt og
fiskur í Mjódd, Hagkaup í Skeifunni
og Bónus í Faxafeni.
Kannað var verð á 15 vörutegund-
um, á Þrif gólfþvottaefni frá Sjöfn,
1600 g, Fix gólfsápu, 11, Hreins gólf-
hreinsi, 750 ml, klór frá Frigg, 930
ml, sítrónu Hreinoli, 500 ml, Blik
uppþvottadufti, 950 g, Glitra upp-
þvottadufti, 20 dl, Ajax wc-hreinsi,
fljótandi form og duft, 600 g, Fix wc-
hreinsi, 11, Jif, 500 ml, nýjum Geisla,
520 ml, Brasso fægilegi, 150 ml, Silvo
fægilegi, 150 ml, og Brillo stálull, 10
stk.
Hjá Bónusi fengust einungis þijár
af ofantöldum vörutegundum, þ.e.
Þrif og Ajax duft og fljótandi, og mið-
ast meðcdverðið því við fjórar versl-
anir í hinum tilvikunum.
Allt að 40% verðmunur
á gólfþvottaefni
Mikill verðmunur reyndist vera á
1600 g pakkningum af Þrif gólfþvotta-
efni frá Sjöfn. Þar sem þær voru dýr-
astar kostuðu þær 229 krónur en 165
krónur í Bónusi þar sem þær voru
ódýrastar. Meðalverðið er 195 krón-
ur en milliveröin voru 176, 179 og
225. Þama er 39% verðmunur.
Lítill verðmunur var hins vegar á
lítrabrúsa af Fix gólfsápu en hún
kostaði 293 kr. í tveimur verslunum
og 289 í Hagkaup og í Kjöti og flski
þar sem hún var ódýrust. Meðalverð-
ið er 291 kr.
Tólf prósent verðmunur var á
Hreins gólfhreinsi. Hann var ódýr-
astur í Kjöti og fiski þar sem hann
kostaði 213 kr. en kostaði annars 225,
231 og 239 kr. Meöalverðið er því 227
kr.
Með
morgunverði,
semeftirréttur,
eðabara...bara.
Klór og uppþvottalögur
Klór í 930 ml umbúðum frá Frigg
kostaði á bihnu 129-136 kr. Ódýrast-
ur var hann í Garðakaupum en milli-
verðið var 131 og 135 kr. Meðalveröið
er 133 kr. en verðmunur mihi versl-
ana reyndist um 5%.
Tíu króna munur reyndist á hæsta
og lægsta verði á Hreinol sítrónu-
uppþvottalegi í 500 ml umbúðum en
hann kostaði á bilinu 89-99 kr. Ódýr-
astur var hann í Garðakaupum en
milhverð voru 90 og 93 kr. Meðal-
verðið er því 93 kr. og er verðmunur-
inn 11%.
Meirimunurá Bliki en Glitra
Meiri verðmunur reyndist á upp-
þvottaduftinu Bliki þar sem hann var
16% en á uppþvottaduftinu Ghtra þar
sem hann reyndist einungis 6%.
Bhk kostaði á bilinu 198-229 krónur
og var ódýrast í Fjarðarkaupum.
Milhverðin voru 209 og 211 og er
meðalverðið því 212 kr.
Glitra kostaði á bilinu 279-296
krónur og var ódýrast í Hagkaupi.
Mihiverðin voru 283 og 285 og er
meðalverðið því 286 kr.
Jif í 500 ml umbúðum kostaði frá
108 krónum í Hagkaupi upp í 136
krónur. Milhverðin voru 109 og 129
krónur. Meðalverðið er því 121 kr.
og er verðmunurinn 26%.
64% verðmunur á Ajaxi
Verðmunurinn reyndist mestur á
Ajax wc-hreinsi í duftformi en þar
var Bónus með langlægsta verðið,
115 krónur fyrir 600 g. Næst kom
Hagkaup með 129 kr. en verðið var
annars 141,179 og 189 kr. Munurinn
er 64% en meðalverðið reiknast 151
kr.
Einnig reyndist 50% verðmunur
vera á Ajax wc-hreinsi í fljótandi
formi en hann var einnig ódýrastur
í Bónusi þar sem hann kostaði 109
krónur. Næst kom Hagkaup með 119
krónur en verðið var annars 128,159
og 164 kr. Meðalverðið er 136 kr.
Fix wc-hreinsir í lítraumbúðum
kostaði frá 236-239 kr. og reyndist
U Jj
166 kr.
a
3
<0
4É
«0
<o
(O
O
Hæst Lægst
Allt að 64% verðmunur getur verið á Ajax wc-hreinsi og 39% verðmunur á Þrif gólfþvottaefni samkvæmt verð
könnun sem DV gerði í gær.
verðmunur þar aðeins vera um 1%.
Ódýrastur var hann í Hagkaupi en
mihiverðið var 237 kr. og meðalverð
það sama.
15-20% verðmunur á fægilegi
Nýr Geisli, rúðuúði í 520 ml um-
búðum frá Sjöfn, kostaði á bilinu
209-214 kr. Hann var ódýrastur í
Garöakaupum og Fjarðarkaupum en
kostaði 211 kr. þar sem hann var
næstdýrastur. Verðmunurinn er um
2% og meðalverð reiknast 211 kr.
15% verðmunur reyndist vera á
Brasso fægilegi í 150 ml umbúðum.
Hann kostaði á bihnu 177-204 og var
ódýrastur í Garðakaupum. Mihiverð
var 198 og 203 en meöalverð reiknast
196 kr.
Silvo fægilögur var einnig ódýrast-
ur í Garðakaupum þar sem hann
kostaði 166 krónur en annars 174,189
og 199 kr. Verðmunurinn er 20% og
reiknast meðalverð 182 kr.
Að lokum reyndist sárahtill verð-
munur vera á Briho stálull. Tíu
stykki kostuðu á bilinu 114-118 kr.
og var meðalverðið 117 krónur. Stál-
ullin var ódýrust í Kjöti og fiski en
verðmunurinn er einungis tæp 4%.
-ingo
jJL>-JJlziJJJzjJ LJUTS
189 kr.
115 kr. « 3 C 'O 03
Hæst Lægst
Vörutegund Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð
Þrif, 1600 g (Sjöfn) 229 165 195
Fix gólfsápa, 1 I 293 289 291
Hreins gólfhreinsir, 750 ml 239 213 227
Klór, 930 ml (Frigg) 136 129 133
Hreinol, sítrónu, 500 ml 99 89 93
Blikuppþvduft, 950 g 229 198 212
Glitrauppþvduft20dl 296 279 286
Ajax wc-hreinsir, duft 189 115 151
Ajax wc-hreinsir, fljótandi 164 109 136
Fix wc-hreinsir, 1 I 239 236 237
Jif, 500 ml 136 108 121
Nýr Geisli (Sjöfn), 520 ml 214 209 211
Brasso fægil., 150 ml 204 177 196
Silvofægil., 150 ml 199 166 182
Brillo stálull, 10 stk. 118 114 117
rilrijju 2U '
296 kr.
279 kr.
a
3
CO
JX
O)
ro
I
Hæst Lægst
229 kr.
198 kr.
a
3
(0
i-
CO
«2
<0
ir
Hæst Lægst
TJl
* * *
99 kr.
\tj(j
89 kr.
a
3
<ö
JC
(0
<2
m
<D
Hæst Lægst
a
3
<0
(0
2
<0
(3
Hæst Lægst
¥ANTAR ÞIG PENING? Auglýstu í smáauglýsingum