Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 FERD UM Q Q Q O 1993 í bókinni er að finna upplýsingar um 390 gististaði, 350 matstaði, 150 tjaldstæði, 115 sundlaugar, 90 upplýsingaskilti Vega- gerðarinnar, banka, pósthús, verslanir og fjölmörg þjónustu- fyrirtæki. Einnig tugi korta af þéttbýli og dreifbýli og margvíslegan fróðleik um land og þjóð. Fæst um land allt: • á bensínstöðvum • á upplýsingamiðstöðvum ferðamála • í bókaverslunum • hjá ferðaþjónustuaðilum ÓDÝR 06 ÓMISSANDIHANDBÓK FYRIR AÍIA flRÐAMÍNN jsÆNSKíj | Þak- | I og veggstal | lallir fylgihlutirj I I I I I | milliliðalaust þú sparar 30% | | Upplysingar og tilboó | | MARKADSÞJÓNUSTAN | I Skipholti 19 3. hæðf ~ Simi:f 1-26911 Fax:91-26904~ Sl e I Jafnan j höfum við ! selt sænskt 'H I gæða þak- I I og vegg- i stál á lægsta verði. I I l | Við tökum við pöntunum á gamla verðinu til 15-júlí. i U Mörkinni 6, v/Suðurlandsbraut, sími: 687090 veiðimaður velur N»b esta Við bjóðum landsins mesta úrval af veiðivörum (og stöndum við það). eiöiv' Góð byrjun á veiðitúr! Utlönd Hvíldin var þessum þremur konum kærkomin eftir tveggja sólarhringa flótta undan bardögunum i Bosníu. Símamynd Reuter Hersveitir múslima sækja fram gegn Króötum 1 Bosníu: Úrslitaorrustan um Mostar haf in Bosnískir stjómarhermenn undir forystu múslíma hafa sótt fram sex- tán kílómetra í gífurlega hörðum bardögum við sveitir Króata nærri bæniun Mostar í suðvesturhluta Bos- níu, að því er útvarpið í Sarajevo sagði í morgun. Embættismenn Bosníu-Króata sögðu í gærkvöldi að úrslitaorrustan um Mostar væri hafln en þessir fyrr- um bandamenn háðu þar grimmilega bardaga í maímánuði. Samkvæmt fréttum stóðu fjölmörg hús í ljósum logum og sprengingar skóku bæinn. Embættismennirnir sögðu að ísl- amstrúarmenn hefðu náð herstöð í bænum úr höndum Króata og þeir hefðu einnig lagt undir sig norður- hluta borgarinnar og nærliggjandi raforkuversstíflu. Talsmaður króatísku vamarsveit- anna, HVO, sagði í Zagreb að fyrir- skipað hefði verið almennt herútboð aRra króatískra karlmanna á aldrin- um átján ára til sextugs. „Tilvera Bosníu-Króata er í hættu," sagði taismaðurin. Múslímar eru fióram sinnum íleiri en Króatar í miðhluta Bosníu. Peter Kessler, starfsmaður flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sagði í Sarajevo að frá og með degin- um í dag yrðu matarskammtar fyrir meira en eina milljón manna í mið- hluta Bosníu minnkaðir um helming. Ástæðurnar eru harðnandi hardagar að undanfórnu og minnkandi matar- gjafir frá öðrum ríkjum. Öryggisráð SÞ ákvað í gær að fram- lengja umboð friðargæslusveita sinna í Króatíu um þrjá mánuði. Ráðið samþykkti þó aö endurskoöa ákvörðun sína eftir þrjátíu daga til að koma til móts við kröfur króat- ískra stjórnvalda. Króatíustjóra þarf aö gefa sam- þykki sitt fyrir dvöl friðargæslulið- anna tólf þúsund. Hún lagði áherslu á að umboðið yrði aðeins veitt í einn mánuð þangað til Serbar, sem hafa þriðjung Króatíu á valdi sínu, semdu um frið. Reuter Uppreisnarleiðtoga f engin völd í hendur Þing Azerbajdzhans kaus í gær uppreisnarleiðtogann Suret Gusejnov forsætisráðherra landsins. Jafnframt var vama-, innanríkis- og öryggismálaráðuneytið sett undir hans stjóm. Geidar Alíjev þingforseti sagði að kosning Gusejnovs væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir að borgarastríðið breiddist út. Gusejnov sakaði Eltsjíbej forseta, sem hann rak á flótta fyrir tveimur vikum, um að bera ábyrgð á upp- lausninni í landinu sem leitt heíði til landvinninga Armena í Nagomo- Karabakh. Veujulega hafa forsætisráðherrar í fyrrum lýöveldum Sovétríkjanna efnahagsmálin á sinni könnu. Gusejnov verður hins vegar miklu valdameiri. Ýmsir stjómarerindrek- ar hafa bent á að deilur geti risið milli Gusejnovs og Alíjevs þingfor- seta um hvor þeirra fari meö völdin. Aðspurður á fréttamannafundi í gær hvor þeirra færi með völdin í landinu svaraði þingforsetinn reiður. „Ég hef ekki afsalað mér öllum völdum í hendur Suret Gusejnov." Alíjev er fyrrum kommúnistaleið- togi og stjórnarerindrekar segjast hafa tekið eftir merkjum um ritskoð- un og takmörkun á starfsemi andófs- afla frá því að Alíjev kom aftur fram Uppreisnarleiðtoginn Suret Gusejnov er nú orðinn forsætisráð- herra Azerbajdzhans. Simamynd Reuter á sjónarsviðiö. Dagblað gefið út af flokki Eltsjíbejs forseta er til dæmis hætt að koma út án þess að nokkur skýring hafi verið gefin af hálfu hins opinbera. Eltjíbej var kjörinn forseti fyrir ári og hlaut hann 60 prósent atkvæða. Hann leitaöi hæhs í heimahéraði sínu, Nakítsjevan, er hann flúöi frá höfuðborginniBakú. Reuter Stuttar fréttir Rússarfálán Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn samþykkti að veita Rússum lán upp á rúmlega eitt hundrað millj- arða króna til að styrkja efna- hagslífið. Samningamenn Palestinu- manna í friðarviðræðunum í Washington eru mjög óánægðir með tiliögu sem handarísk stjóm- völd lögðu fram og sögðu að hug- myndir þeirra væru ekki ásætt- anlegur grunnur áframhaldandi viðræöna. Leonid Kravtsjúk, forseti Ukra- ínu, hefur varað andófsmenn innan Svartahafsflotans við því að herinn verði aö lúta ríkinu og hann ítrekaði að Úkraina mundi standa við gefin orð um að snið- ganga kjamavopn. Afríkufundilokið Leiðtogar Afríkuríkja luku ár- legum fundi sínum með því að samþykkja nýja stofnun sem á að leysa ágreining í álfunni. Þrátefliáenda Samningamenn um lýðræðis- umbætur í Suður-Afríku hafa loks komið sér saraan um hver eigi aö semja nýja stjómarskrá landsins. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.