Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Page 27
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1993
39
Menning
Antidogma Musica
Tónleikar voru í Hafnarborg í Hafnarfiröi. Voru þeir liður í Listahátíö
í Hafnarfirði, sem staðið hefur undanfarinn mánuð og hillir nú undir
endann á. ítölsk kammersveit, Antidogma Musica, lék verk eftir Gott-
fredo Petrassi, Hauk Tómasson, Noccolo Castiglioni, Salvatore Sclarrino,
Giacinto Scelsi og Enrico Correggia.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
Antidogma Musica hefur lagt
mesta áherslu á nútímatónlist og
bar efnisskrá þessara tónleika þess
merki. Hópurinn var aö þessu sinni
skipaður Tommaso Valletti, flautu,
Edmondo Tedesco, klarinett, Mar- ---------------------------------------
inella Tarenghi, píanó, og Nfiis Cranitch, fiðlu. Þá var í för með hópnum
Enrico Correggja, tónskáld og skipuleggjandi.
Flest verkin voru í anda sjötta og sjöunda áratugarins og var að mörgu
leyti fróðlegt að heyra það. Ekki fer milli mála að verk þeirra ára munu
standast tímans tönn misvel og flest sennilega illa. Þau verk sem einna
best hljómuðu voru verk Scelsis „Ko Lho“ og verk Sciarrino „Preghiera
di ringraziamento". Styrkur beggja þessara verka var sá að ekki fór milli
mála hver hugmyndin var og hvað tónskáldið var að reyna að segja.
Bæði byggðu á einni tiltölulega einfaldri hugmynd tónefnis sem látið var
taka á sig ýmsar fjölbreytilegar myndir. Hjá Scelsi var efnið átök tvíunda
og kvarttóna við einund. Hjá Sciarrino var unnið með stutta hendingu í
trillum, sem fékk á sig ýmis litbrigði. Bæði verkin voru of löng miðað
við þróunarmöguleika efnisins og hlj’ómuðu eins og höfundarnir vissu
ekki alveg hvað timanum leið. Sjö Miniatures eftir Hauk Tómasson hljóm-
aði mjög fallega á þessum tónleikum. Þar takast á miklar andstæður, sem
haldið er í böndum samhengis með skýru tónaefni.
Leikur Antidogma Musica var mjög góður. Flautuleikarinn fékk einkum
að spreyta sig og gerði það með sérstakri prýði. Aðrir hljóðfæraleikarar
stóðu sig einnig með ágætum. Nokkrum vonbrigðum olh hve mikið var
un einleiksverk og dúetta, en htið um raunveruleg samleiksverk. Það
veröur að segjast eins og er, að einleiksverk fyrir flautu eru áreiðanlega
eitt af því sem fólk hefur fengið leiða á eftir margra ára ofnotkun.
Sviðsljós
Kaplakrika
Bára Sigurjónsdóttir ásamt Selmu Hannesdóttur. DV-myndir GVA
Sextugsafmæli Selmu
Kjarnakonan Selma Hannesdóttir nefna að hún dreif sig eftir stúdents-
átti sextugsafmæh mánudaginn 21. próf 1984 í Flugskóla Helga Jónsson-
júní. Selma er þekkt meöal vina ar og lauk þaðan einkaflugmanns-
sinna fyrir að gera það sem hana prófi en þær eru ekki margar sem
langar til. Sem dæmi um það má hafa leikið það eftir henni.
Selma er gift Ríkharði Pálssyni
tannlækni og á sunnudaginn tóku
þau á móti gestum í sal tannlækna í
Síðumúla. HMR
Síðustu tónleikamir á Listahátíö í Hafnarfirði fóru
fram í Kaplakrika í gærkvöldi. Þar lék enski fiðlusnill-
ingurinn Nigel Kennedy ásamt hljómsveit sinni. Verk-
efnin voru að mestu eftir hann sjálfan með tihagi frá
kunnum meisturum eins og Vivaldi, Hendrix, Kodaly
og fleirum. Stílnum má lýsa sem rokki með klassísku
ívafi. Hljóðfæraskipan var að því leyti óvenjuleg að
þarna lék rafmagnaður strengjakvartett með hefð-
bundinni sveit tveggja gítara, bassa og tromma.
Kennedy er ekki fyrsti klassískt þjálfaði tónlistar-
maðurinn sem spreytir sig á því að tengja klassíska
tónlist og dægurtónhst samtíma síns. Gítarleikarinn
John Wihiams reyndi þetta t.d. Þá má nefna samleik
þeirra fiðlara Yehudi Menuhins og Stephans Grappell-
is fyrir allmörgum árum. Viðfangsefnið er ekki eins
auðvelt og sýnist. Klassískt þjálfuðum tónhstarmönn-
um hættir tíl að vanmeta og misskhja aðdráttarafl
létttónhstarinnar. Venjulegt rokklag svo dæmi sé tek-
ið er ekki merkilegt sé það skoðað sem tónsmíð. í rétt-
um flutningi getur það hins vegar haft mikh áhrif
vegna tjáningarmátans sem er kjarni þessarar tónhst-
arheföar. Það er túlkunin sem hér er aðalatriðið. Hún
er oft hrjúf og gróf en bein og persónuleg þegar vel
tekst th.
Annað atriði sem vefst oft fyrir klassíkst þjálfuðum
tónlistarmönnum er improvisationin, spuninn, sem
er annað lykhatriði í létttónlist, hvort sem rætt er um
djass, rokk eöa jafnvel gömlu dansana. Spuninn birt-
ist ekki aðeins í sólóum heldur htar hann ahan flutn-
ing þessar tónhstar. Klassískir tónhstarmenn reyna
oftast að nálgast spunann um tónstiga og tóntegund.
Spuni þeirra verður oftast innantómt skalaspil, sem
oft er framkvæmt með leikni og skýrleika, en hefur
ekkert lagrænt gildi og verður strax mjög leiðinlegt.
Djassarinn og rokkarinn nálgast spuna á allt annan
hátt, jafnvel þótt þeir geri sér ekki alltaf grein fyrir
því sjálfir. Góður spunamaður kemur sér upp safni
af stefjum og lagbútum sem hann þrautæfir og kann
aftur á bak og áfram. Þessi stef hafa margvíslegan ht
og yfirbragð. Sum tekur spunamaðurinn úr safni hefö-
arinnar. Ónnur semur hann sjálfur. í sólóum raðar
hann þessum efnivið saman eins og andinn blæs hon-
um í brjóst. Allt er vandlega æft og undirbúið fyrir-
fram nema val og röðun stefja og svo auðvitað túlkun-
in. Þaö er mjög fróðlegt að bera saman leik Menuhins
og Grappelhs að þessu leyti. Menuhin leikur í sjálfu
sér vel, en sóló hans eru andlausir tónstigar meðan
Grappelh rekur upp úr sér samfehdar laglínur með
stefjum sínum. Þess má geta að þessi aðferð við spuna
er ekki tuttugustu aldar uppfinning. Heimhdir eru
fyrir henni aftur til Býsansríkis á fyrstu öldunum eft-
ir Kristsburð. Hvort sem hlýtt er á Charlie Parker og
Paul Desmond eða Jerry Garcia og Erid Clapton má
heyra þessa fornu hst í fuhu ghdi.
Þetta má virðast nokkuð langur formáh að gagnrýni
um tónleika Kennedys en þó nauðsynlegur. Ekki fór
á mihi mála að hann er frábær hljóðfæraleikari. Með
honum í för var einnig gott tónlistarfólk. Mikilvægur
þáttur í viðfangsefnunum var einleiksspuni ofan á ein-
földum hljómagrunni. Flest þau sóló urðu leiðigjörn
af þeim ástæðum sem að ofan greinir. Hraði og skýr-
leiki dugir skammt ef það sem leikið er hefur ekki
lagrænt aðdráttarafl. í sjálfu sér býður hinn rafmagn-
VERSLUNIN FLYTUR
HUSGOGN
, FAXAFENI5
SIMAR 674080 / 686675
/æ/_______________
Enski fiðlusnillingurinn Nigel Kennedy lék ásamt
hljómsveit sinni í Kaplakrika í gærkvöldi.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
aði strengjakvartett upp á ýmsa möguleika. En það
er ekki nóg að endurtaka einfaldar hugmyndir aftur
og aftur til þess að koma upp með gott popp eins og
Kennedy virtist reyna að gera. Ef efnið er þunnt verð-
ur túlkunin að bæta það upp. Hér stóö fiðluleikarinn
höllum fæti að því leyti að hljóðfæri hans missir mik-
ið af blæbrigðum sínum við rafmögnunina. í stuttu
máh sagt var efnið sem strengjakvartettinn lék oftast
of einhæft og sólóin voru viðvaningsleg af þeim ástæð-
um sem að ofan greindi.
Ekki er annað hægt en að hafa samúð meö hinum
unga fiöluleikara í viöleitni hans. Auðvitað finnst hon-
um freistandi að reyna eitthvað ferskara en gömlu
klassíkina að minnsta kosti í bland. Nútímatónlistin
mundi fuhnægja tónlistarlegum þörfum hans en ekki
eftirsókn eftir frægð og frama. Ef th vhl á Kennedy
eftir að ná tökum á því síðar að sameina rokk og klas-
sík en af þessum tónleikum að dæma á það enn langt
íland. -FTS
í veislunni var bæði sungið og dans-
að. Hér eru það mæðginin Selma
og Smári Ríkharðsson.
RAUTT UOS
RAUTT LJOSf
nias™"
Kennedyí