Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Síða 33
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
Hallgrímur Thorsteinsson.
Fyrirlestur
og mynd-
bönd
Ýmislegt veröur á boðstólum í
Nýlistasafninu í dag á mynd-
banda-, geminga-, fyrirlestra- og
myndlistarhátiðinni.
Kl. 20.30 mun Hallgrímur Thor-
steinsson flytja fyrirlestur sem
hann kallar Gagnvirka marg-
miðlun (Interactive Multimedia).
Sýnd verða myndböndin
Sýningar
Anna’s Americana/Aftemoon
Story (4x4 mín.) eftir Önnu Þor-
láksdóttur, LA (12 min.) eftir
Örnu Valsdóttur, Vídeóverk (12
mín.) eftir Kristrúnu Gunnars-
dóttur, Himinn yfir Hvamms-
tanga (30 mín.), Af hverju er
munnurinn á þér svona stór,
amma mín? (30 mín.) og Landnám
eftir Steinunni G. Helgadóttur,
Nature Morte (6 Vi mín.) eftir Þor-
varð Ámason og The Zoom og
Friendly Sights eftir Arnfinn Ein-
arsson.
Nýlistasafnið er opið frá kl. 16
til kl. 21. Sextán daga hátíðin
stendur til 11. júlí.
Betty Grable.
Betty Grable
Leikkonan Betty Grable lést 2.
júlí 1973. Hún varð vinsælasta
veggspjaldastúlkan í síðari
heimsstyrjöldinni. Flestir banda-
riskir hermenn áttu mynd af
henni en jafnframt lét bandaríski
herinn stækka mynd af henni
sem notuð var til að þjálfa her-
menn í að lesa af kortum.
Samóabúar
íbúar Samóaeyja kyssast ekki
heldur lykta hver af öðrum.
Tungudauði
Einkaspæjainn Allan Pinker-
ton lést þennan dag árið 1884.
Dauðdaga hans bar að með mjög
óvenjulegum hætti. Pinkerton
Blessuð veröldin
varð fótaskortur og beit í tunguna
á sér. Drep komst í sárið og olli
dauða Pinkertons.
Elsta tímaritið
Elsta tímarit sem gefið hefur
veriö óslitið út er Philosophical
Transactions of the Royal Socie-
ty. Það kom fyrst út 6. mars á því
herrans ári 1665.
45
Færðá
vegnm
Víða á landinu er nú vegavinna í
fullum gangi og hægt að búast við
töfum af þeim sökum. Einnig ber að
Umferðin
lækka ökuhraða þar sem vegavinna
er.
M.a. er unnið í Skaftártungu, milh
Eldvatns og Klausturs, í Langadal,
milli Hlíðarvegs og EgÚsstaða, milli
Varmahlíðar og Sauðárkróks og milli
Sauðárkróks og Hofsóss.
Öxarfjarðarheiði er illfær vegna
vatnsflóðs.
Rósenbergkjallarinn:
kvöld
Félag spænskumælandi á ís-
landi (Hispano - Americana) held-
ur salsakvöld í Rósenbergkjallar-
anum í kvöld. Fyrsta salsakvöldið
var haldið fyrir rúmu ári og hafa
þau verið haldin að staðaldri síðan
við góðar undirtektir. Markmiö fé-
lagsins er að kynna hina litríku
menningu Suður-Ameríku og ann-
arra spænskumælandi þjóöa og eru
salsakvöldin þáttur í þeirri kynn-
ingarstarfsemi.
Salsa er tónlist frá Suður-Amer-
Dansinn eftir Fernando Botero.
Myndin er máluð undir sterkum
áhrifum salsa.
íku og frá eylöndum Karabíska
hafsins. Hún sækir uppruna sinn í
kúbverskan mambó en á sjötta ára-
tugnum aðlöguðu Puerto Rico-
menn mambó að eigin stíl og úr því
varð salsatónlist. Hvar sem salsa-
tónlist er spiluð heyrast lika mer-
enge-tónar en merenge er tónlist
sem á uppruna sinn í eylöndum
Karabíska hafsins og einkennist af
hröðum dóminískum takti og
ögrandi trommuslættl Á undan-
fórnum árum hefur tónlistin
breiðst út sem eldur í sinu og eru
salsadansstaðir í flestum borgum
beggja vegna Atlantshafsins.
Þórsmörk
Þórsmörkin er mfeð vinsælustu
ferðamannastöðum landsins og ekki
að ástæðulausu því þar er fagurt og
veðursælt.
í íslandshandbókinni er þess getið
að Ásbjörn Reyrketilsson hafi numið
Umhverfi
land í Þórsmörk og helgað landið
Þór. Nú eru tæp tvö hundruð ár frá
því að síðast var búið í Húsadal.
Þórsmörk var í mikilli hættu vegna
uppblásturs en áriö 1924 var hún af-
hent Skógrækt ríkisins sem girti
landið af. Hafa fundist um 170 teg-
undir háplnatna á svæðinu auk
fjölda annarra tegunda af fléttum,
mosa og skófum.
Ferðafélag íslands á sæluhús í
Langadal og hefur komið þar upp
ágætis aðstöðu fyrir ferðamenn.
Austurleið er með skála í Húsadal
en mjög vinsælt er að ganga á milli
Langadals og Húsadals. Útivist er
með skála í Básum. Sólarlag í Reykjavík: 23.57.
Aldrei verður of oft brýnt fyrir fólki Sólarupprás á morgun: 3.07.
að fara varlega yfir Krossá og ekki Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.37.
nema á velútbúnum, stórum og afl- Árdegisflóð á morgun: 5.00.
miklum bílum. Heimild: Almanak Háskólans.
Stór og stæöilegur strákur kom
í heiminn þann 24. júní sl. kl. 8.47.
Pilturinn vó tæplega fjögur og hálft
kíló eða 4.492 grömm og var 53,5
sentimetrar á lengdina.
Foreldrar stráksa eru Lára Ás-
geirsdóttir og Brandur Einarsson
og eiga þau fyrir þrjár stúlkur,
Báru, Vigdísi og Erlu.
Bíóíkvöld
Regnboginn sýnir nú gaman-
myndina Tvo ýkta I. Hana má
flokka með myndum eins og
Naked Gun og Hot Shots þar sem
gert er grín að frægum og vinsæl-
um myndum.
Aðalhlutverkin eru í höndum
Emilio Estevez, Samuel L. Jack-
son, Jon Lovitz, Tim Curry, Kat-
Úr kvikmyndinni Tveimur ýktum
TVeirýktirl.
hy Ireland, Frank McRea og
William Shatner.
Emilio Estevez er sonur leikar-
ans Martin Sheen og bróðir-xr
Charlie Sheen. Emilio kaus að
taka aftur upp upprunalegt nafn
sitt er hann byrjaði að leika.
Hann kom fyrst fram í Tex en það
var hlutverk hans í The Break-
fast Club sem fyrst vakti athygli
á honum. í kjölfarið fylgdi St.
Elmos Fire. Ef að líkum lætur
mun mótleikari hans í The
Mighty Ducks II verða María Ell-
ingsen.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Skriðan
Laugarásbíó: Staðgengillinn
Stjörnubíó: Glæpamiðlarinn
Regnboginn: Tveir ýktir I
Bíóborgin: Nóg komið
Bíóhöllin: Ósiðlegt tilboð
Saga-bíó: Fædd í gær
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 134.
01. júlí 1993 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 71,260 71,440 71.450
Pund 106,330 106,590 106.300
Kan.dollar 55,590 55,730 55,580
Dönsk kr. 10,8600 10,8880 10.8920
Norsk kr. 9,8800 9,9040 9,8980
Sænsk kr. 9,2260 9,2490 9,0830
Fj. mark 12,5220 12,5530 12,4140
Fra. franki 12,3930 12,4240 12,4090
Belg. franki 2,0330 2,0380 2,0328
Sviss. franki 47,0600 47.1800 47,2000
Holl. gyllini 37,2400 37,3400 37.2700
Þýskt mark 41,7500 41,8600 41,7900
it. líra 0,04603 0,04615 0,04605
Aust. sch. 5,9330 5,9480 5,9370
Port. escudo 0,4387 0.4397 0.4382
Spá. peseti 0,5464 0,5478 0,5453
Jap. yen 0,66100 0,66270 0.67450
irskt pund 101,790 102,040 102,050
SDR 99,2400 99,4900 99,8100
ECU 81.8900 82,0900 81,8700
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Krossgátan
1 z 3 V n * ”
8 1 J
<$ ", IZ
ri IV i
iíp 1
i? li 19
lD íi
Lárétt: 1 rimill, 6 hæð, 8 stúlkan, 9
ranunu. 11 flugfélag, 13 snúin, 15 klafi,
16 sællegur, 17 þegar, 18 fax, 20 hvíni, 21
vagn.
Lóðrétt: 1 fjandi, 2 dimmviðri, 3 þekk-
ingu, 4 snemma, 5 rausn, 6 fljótið, 7 allt-
af, 10 seðlar, 12 gangur, 14 mann, 15 geti,
17 þræll, 19 umdæmisstafir.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 háls, 5 smá, 7 áleit, 8 ók, 10
rós, 12 gota, 13 umtalið, 14 gaur, 16 tál,
18 Skrauta, 20 ái, 21 tugur.
Lóðrétt: 1 hárug, 2 ál, 3 lest, 4 sigar, 5
stoltu, 6 móti, 9 kaðlar, 11 ómaki, 15 urt^
17 átu, 18 sá, 19 au.