Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Qupperneq 36
 O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993. Dagur hækkana: Bækur, bensín ogfargjöld F'jórtán prósenta viröisaukaskatt- ur'leggst á allar bækur í dag en að sögn Ólafs Ragnarssonar, varafor- manns Félags íslenskra bókaútgef- enda, hefur verið talsverð viðbótar- sala á bókum síðustu daga. „Fólk hefur þá aðallega keypt dýr- ari verk þar sem hægt er að spara þúsundir króna með því að kaupa þær án virðisaukans," sagði Ólafur. Samkvæmt mati hagfræðistofnun- ar HÍ kemur bóksala til með að drag- ast saman um allt að 20% þegar á þessu ári. Ólafur sagði að nýju bæk- urnar sem koma í haust verði jafnvel enn dýrari en sem nemur fjórtán ’ prósenta virðisaukaskatti þar sem áhrif gengisbreytingar og annarra hækkana kæmu til viðbótar. Flugfargjöld hækka Flugfargjöld Flugleiða í millilanda- flugi hækka um 4% í dag og hækka þá algeng lægri sumarleyfisfargjöld um rúmar þúsund krónur. Hækkun í innanlandsflugi er 4,4% og er sú hækkun á bilinu 170-370 krónur á fargjald. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, lendir mest- ur hluti sumarleyfisfargjalda fyrir utan hækkunina þar sem þau hafa í mörgum tilfellum verið að fullu greidd. Ef hins vegar greitt hefur verið inn á ferðir hækkar sá hlutinn ekki, aðeins eftirstöðvarnar. Allir hækka bensínverð Olíufélögin hækka öll bensínverð í dag. Lítrinn á mest seldu tegund- inni, 92 oktana bensíni, hækkar hjá Skeljungi úr 66,20 kr. í 67,70. kr. eða um 1,50 kr. Hjá Olís hækkar sama tegund úr 65,70 kr. í 67,90 kr. eða um 2,20. Esso hækkar einnig þessa teg- und um 2,20 kr. eða úr 65,60 kr. í 67,80 kr. -bm/ingo Frá og með 1. júlí leggst 14% virðis- aukaskattur á áskrift og lausasölu dagblaða og tímarita og afnotagjöld útvarps og sjónvarps. Áskriftarverð DV verður áfram kr. 1.200 á mánuði en á það leggst 14% virðisaukaskattur, kr. 168, svo að áskriftarverð í heild verður kr. 1.368. Lausasöluverð á virkum dögum verður með sama hætti kr. 130. Helg- arblað mun kosta kr. 170. LOKI Allt hækkar í dag - nema auðvitað vinsældir ríkis- stjórnarinnar! É>* Við erum að fara 1 sumarffí“ Sendir telpurnar út fyrir Istanbúl „Það er of seint fyrir dómarann aö koma með þetta núna. Ég er búinn að senda börnin út fyrir Ist- anbúl. Hann getur ekki stöðvað mig núna. Það er of seint. Stúlkurn- ar eru farnar í frí og ég er að fara lika,“ sagði Halim Al, íyrrum eigin- maður Sophiu Hansen, í samtali við DV í gærkvöldi. Halim var spurður um úrskurð sem undirréttardómari í hverfi hans, Bakirkoy í Istanbúl, kvað upp í gærmorgun þess efnis að Halim eigi að koma með dæturnar Dagbjörtu og Rúnu til Sophiu að aðsetursstað hennar í Istanbúl klukkan 17 á morgun, íostudag. Sophia á að hafa dætumar hjá sér þangað til á sama tima á sunnudag og síðan hverja helgi fram í október - þegar aftur verður dæmt í forsjár- málinu í Istanbúl - í raun á sama hátt og gert var í nóvember þegar Halim voru dæmd börnin. Halim var spurður um það atriði dómsúrskurðarins að tyrknesku lögreglunni bæri að hafa uppi á föðurnum og bömunum komi hann ekki meö þau til Sophiu á morgun: „Ég hef ekki fengið tilkýnningu um neitt slíkt. Ég get farið hvert sem er i Tyrklandi. Það kemur eng- um þaö við. Við erum að fara í sumarfrí." - Ertu að segja að þú sért að fara í felur með börnin? „Ég er að fara í frí og get farið hvert sem ég vil.“ - Kemur til greina að þú farir með börnin til annarra islamsslrúar- landa eins og þú hefur sagt áður? „Það getur vel verið. Guð hiálpar Halim Al. Hann hjálpar alltaf þeim sem gera rétt." Gunnar Guðmundsson, lögmað- ur Sophiu, sagði við DV i gær að úrskurður dómsins í gær væri miklu ákveðnari en sá sém unnið var eftir síðastliðið sumar þegar Hahm braut umgengnisréttinn í ellefu skipti. „Þetta er næstum því bankatrygging,“ sagði Gunnar. Sophia kvaðst hafa orðiö fyrir vissu áfalli þegar hún heyrði að dómarinn hefði ákveðið aö hún hitti dætumar um hverja helgi í stað þess að sjá þær í nokkrar vík- ur samfellt. Hún kvaðst síðan hafa fyllst bjartsýni þegar henni var tjáð að hliðstæður úrskurður hefði aldrei verið kveðinn upp áður. Guðmundur Guðmundsson, bróðir Sophiu, sem dvelur einnig í Istanbúl ásamt Rósu, systur þeirra, er ekki bjartsýnn á að Halim komi með bömin á morgun. Hann sagði úrskurðinn í gær hins vegar gefa vonir um að lögreglan taki á mál- inu með afgerandi hætti. -Ótt Stálrykið umsekkjað ísaQörður: Nýrfram- kvæmdastjóri sjúkrahússins Guðjón Brjánsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði frá 1. sept- ember. Guðjón nam félagsráðgjöf í Noregi en nemur nú tölfræöi, heil- brigðisfræði og öldrunarfræði í Tampa á Flórída. Guðjón var valinn úr hópi 18 um- sækjenda. Hann tekur við af Kristj- áni Sigurðssyni sem ráðinn var framkvæmdastjóri til bráðabrigða eftir deilur um stjórn sjúkrahússins fyrráárinu. -hlh Dagur hækkana: Hækka vextina Hafist var handa við að umsekkja stálrykið við bræðslu Stálfélagsins sáluga í Hafnarfirði í vikunni. Fura hf., sem rekur málmtætara á svæðinu, tók að sér verkið. Að sögn Sveins Magnússonar hjá Furu verður rykinu komið fyrir í gámum. Hvað síðan gerist fer eftir niðurstöðum um efnainnihald ryksins en sýni eru til rannsóknar hjá Iðntækni- stofnun. Sveinn sagði að fyrirtæki á Spáni væri líklegast til að taka við rykinu en ef það reyndist ekki hættulegt væri möguleiki á að umrætt fyrirtæki tæki að sér að endurvinna það fyrir Furu. -bjb/DV-mynd GVA Bæði sparisjóðirnir og Búnaðar- bankinn hækka vexti í dag en slíkt er enn til athugunar í Landsbankan- um og íslandsbanka. Sparisjóðimir hækka vexti í dag af óverðtryggðum útlánum um 0,5 til 0,75% og vexti af verðtryggðum um 0,3%. Búnaðarbankinn hækkar vexti af verðtryggðum útlánum um 0,25%. íslandsbanki er með hæstu vexti út- lána um þessar mundir og eru meöal- vextir af víxillánum þar á bæ 12,8%. -Ari Veðriðámorgun: Þurrt á Suð- austurlandi Á morgun verður norðlæg og norðvestlæg átt, sums staðar strekkingur austan til. Rigning eða skúrir verða um landið norð- anvert og ef til vill einnig stöku síðdegisskúrir suðvestanlands. Á Suðausturlandi verður aftur á móti þurrt og lengst af léttskýjað. Hiti verður 6-10 stig norðan til en allt að 16 stig suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.