Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993
Fréttir
Tvö lögregluembætti að ljúka rannsókn strokumálanna tveggja í sumar:
Telja sig hafa sannanir
fyrir sammæli við strok
- sólbaðsstofuræninginn og Donald M. Feeney verða vistaðir áfram í einangrun
Lögreglan í Reykjavík og Rann-
sóknarlögregla ríkisins telja sig hafa
fengið vitnisburði og gögn í hendur
sem sýna nokkuð eindregið að um
samantekin ráð hafi verið að ræða
þegar samtals 5 fangar struku í tvö
skipti af Litla-Hrauni fyrr í sumar.
Þetta þýðir að talsverðar líkur eru á
að ákæruvaldið fái fangana sakfellda
fyrir sæmmæli viö strok þegar mál
þeirra kemur fyrir dómstóla - að
fangamir fái dæmdar aukarefsingar.
Þessi tvö mál eru aöskilin. RLR
hefur mál Bandaríkjamannsins Don-
alds M. Feeney og Jóns Gests Ólafs-
sonar til rannsóknar. Rannsókna-
deild lögreglunnar í Reykjavík ann-
ast hins vegar rannsókn stroks sól-
baðsstofuræningjans Björgvins Þórs
Ríkharðssonar, Harðar Karlssonar
og Hans Emis Viðarssonar. í því
máh hafa komiö fram viöurkenning-
ar af hálfu aðstoðarfólks fyrir utan
fangelsið um aö fangamir hefðu
sammælst um strokið. Fangamir
sjálfir hafa hins vegar tjáð sig mis-
mikið.
Samkvæmt upplýsingum DV
stendur til að vista Björgvin Þór
áfram í einangrunarfangelsinu í
Síðumúla; jafnvel þangað til dómur
gengur. Astæðan fyrir stroki fang-
anna var á þá leið að Hörður og Hans
hugðust verða sér úti um fíkniefni
og neyta þeirra en hugur Björgvins
Þórs stóð til þess að eiga samskipti
við hitt kynið. Hann hélt til í kjallara-
íbúð við Háteigsveg hjá tveimur
mönnum sem þar ráða húsum þegar
hann var handtekinn þegar verslun-
armannahelgin var að ganga í garö.
í máli Feeneys og Jóns Gests hefur
komið fram viðurkenning hjá þeim
síðarnefnda um að þeir heíðu lagt á
ráðin um strok stuttu áður en þeir
héldu á brott frá Litla-Hrauni fyrr í
ágúst. Feeney hefur hins vegar neit-
að því að hafa sammælst við Jón
Gest. Varðandi þá fjármuni sem Fe-
eney hafði undir höndum, hátt í þijú
hundruð þúsund krónur í erlendri
mynt, hefur ekkert komið fram
óyggjandi ennþá sem bendir til að
peningum hafi verið komið til hans
inn í fangelsið. Samkvæmt heimild-
um DV telur Fangelsismálastofnun
útilokað að Feeney hafi við upphaf
afplánunar getað komið með pening-
ana inn í fangelsið á Litla-Hrauni án
þess að gera grein fyrir þeim.
Eins og með Björgvin Þór stendur
til að vista Feeney áfram í Síðumúla-
fangelsinu. Aðrir framangreindir
fangar eru um það bil að fara þaðan
aftur yfir í fangelsið á Litla-Hrauni.
Framangreind lögregluembætti
munu fljótlega senda ríkissaksókn-
ara mál fanganna fimm.
-Ótt
Verslunin Brattahlió, Seyóisfirói.
DV-mynd Péhir
Vöruverðlækk-
aráSeyðisfirði
Pétur Knstjánsson, DV, SeyðsÉtrði:
Kjörbúðin Brattahlið á Seyöis-
firði fékk nýlega sína fyrstu send-
ingu af vörum sem fluttar eru
hingað beint að utan. Aö sögn
Guöjóns Harðarsonar hjá Bröttu-
hlíð er þessi innílutningur í sam-
starfi við danska fyrirtækiö Oc-
eka NH.
Tæplega 60 verslanir hér á landi
eiga viðskipti við danska fyrir-
tækið og er beinn innflutningur
á um 200 vöruflokkum. Kaup-
menn losna við milliliðakostnað
og geta lækkað vöruverð í sam-
ræmi það. Guöjón sagði að þetta
nýmæli hefði mælst vel fyrir hjá
viðskiptavínum sínum.
Stuttar fréttir
Tölvunefndívaskinn
Ritari tölvunefndar vill láta
kanna hvort ný reglugerö um
viröisaukaskatt af erlendum
tímaritum stangist á við lög um
skráningu og meðferð persónu-
upplýsinga. Stöð tvö skýrði fVá
þessu.
Faerri dráttarvélar
Mikill samdráttur hefur oröið í
sölu dráttarvéla og ýmissa land-
búnaðartækja á þessu ári. Á
fyrstu 7 mánuöum ársins voru
skráðar 149 dráttarvélar hjá Bif-
reiðaskoðun íslands en á sama
tíma í fyrra voru þær 171. Mbl.
skýrði frá þessu.
Lítideftirlit
Aöeins tveir menn sinna eftir-
liti með þeim rúmlega 200 saka-
mönnum sem eru á reynslulausn
hér á landi. Síjónvarpið skýrðifrá
þessu.
-kaa
Vilhjálmur Bergsson við rækjukassana á bryggjunni á Dalvík.
DV-mynd gk
Löndunarstarf ið er
líkamlega erf itt
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyrt
Þeir voru að landa úr rækjubátn-
um Eyrúnu frá Árskógsströnd og
„löndunargengið" á Dalvík tók
hraustlega til hendinni. Á bryggj-
unni var Vilhjálmur Bergsson og
milh þess sem hann tók á móti
rækjukössunum gaf hann sér tíma í
stutt spjall.
„Við erum sjö sem erum fastráönir
í lönduninni hér á Dalvík og tveir
lausráðnir og löndum úr ísfisktogur-
unum, frystitogurunum og bátunum
sem eru 14 talsins. Þetta er líkamlega
erfið vinna og talsverð áreynsla en
við vinnum í akkorði og höfum því
ágætt upp úr þessu. Það versta er að
við ráðum aldrei hvenær við vinn-
um, við þurfum að mæta þegar skip-
in koma til löndunar og þaö skiptir
ekki máli hvaða vikudagur er,“ sagöi
Vilhjálmur.
Hringtorg skyggir
á Tryggvaskála
Gamla rauða húsiö sem stendur við
syðri enda ölfusárbrúar, Tryggva-
skáli, hefur þjónað Selfyssingum i
100 ár - fyrst sem vinnuskúr og við-
verustaður fyrir brúarsmiði en nú,
mörgum viðbyggingum seinna, sem
aðalsamkomuhús Selfossbæjar. Nú
er hins vegar verið að setja hring-
torg við brúna og er verulega þrengt
að „Skálanum". Torgið, sem verður
i sömu hæð og vegurinn, mun ná
upp á miðjar hliðar Tryggvaskála.
DV-mynd Kristján, Selfossi
Stuttar fréttir
Non-æntafmæli
Norræna húsið í Reykjavík á
25 ára afmæli í dag. I tilefní dags-
ins verður fiölþætt menningar-
og skemmtidagskrá í húsinu í
dag. Til stóð að fagna afmælinu
með ílugeldasýningu í kvöld en
ekki fékkst leyfi til þess hjá lög-
reglunni.
Nauðasamninga leitað
Fyrirtækiö Sól-Smjörlíki hf.
hefur farið þess á leit við erlenda
kröfuhafa að þeir samþykki
nauðasaraninga þar sem 30% af
kröfum verði greiddar. Tíminn
hefur eftir Davíö Scheving Thor-
steinssyni að undirtektir kröfu-
hafa hafi veriö jákvæðar.
Skipulagsbreyting
Skipulagi menntamálaráðu-
neytis verður breytt um mánaða-
mótin. Samkvæmt RÚV fækkar
skrifstofum þess um eina en
skrifstofusijórum fiölgar hins
vegar um einn.
Kínverskur lakkrís
Fyrsta sendingin af íslensk-
kínverska lakkrísnum, sem
framleiddur er í kinversku borg-
inni Guang Zhou, fer á markaö
hér á landi í vikunni. Dagur hefur
þetta eftir Halldóri Jóhannssyni
sem ásamt fleiri íslendingum á
helming í verksmiðjunrú.
Kuldi tefur þroska
Ber eru víða illa þroskuð. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs- '
ins er það vegna þurrka.
Umdæmisnefnd samtaka sveit-
arfélaga á Norðurlandi vestra
hefur lagt til aö sveítarfélögum
þar verði fækkaö úr 30 í 5. Tillög-
urnar verða ræddar á þingi sam-
takanna um næstu helgi.
Stórfellttap
Útlit er fyrir að tap Flugleiða á
árinu verði380 milljónir, eða tvö-
falt meira en gert var ráö fyrir í
vor. Morgunblaöið hefur þetta
eftir Sigurði Helgasyni, forstjóra
íyrirtækisins.
Mikill hafis
Óvenjumikill hafís er nú vestur
af landinu miðað við árstíma.
Ekki er útilokað að íshröngl muni
reka inn á siglingaleiöina fyrir
Horn vegna vestlægrar vindáttar.
Sjónvarpið greindi frá þessu.
-kaa