Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993
5
DV
Odd Nakken, forstöðumaður norsku Hafrannsóknastofnunarinnar:
Fréttir
Smugan er dæmigert
uppeldissvæði þorsks
segir þorskstofnana við Noreg og ísland hafa lítinn samgang
„Eg held að enginn óttíst að þorsk-
inum í Barentshaíi stafi bein hætta
af veiðum íslensku skipanna í Smug-
unni,“ sagði Odd Nakken, forstöðu-
maður norsku Hafrannsóknastofn-
unarinnar, aðspurður, í samtali við
blaðamann DV. Nakken segir allmik-
ið af þorski á svæðinu.
„Hömlulaus veiði, án samninga eða
samkomulags, er þó ástand sem ís-
lendingar sjálfir hafa fordæmt.
Ósfjóm og smáfiskadráp í miklum
mæh stofnar árangri friðunar fiski-
stofna í hættu. Raunar vom íslend-
ingar einnig í fararbroddi þeirra sem
vildu að smáfiskadrápi yrði hætt.“
- Sýnist þér íslendingar vera að
breyta fiskveiðistefnu sinni?
„Nei, ég held að ekki sé um stefnu-
breytingu að ræða. Ástæðan er ein-
faldlega skortur á þorski í íslenskri
lögsögu. Þrátt fyrir að íslendingar
hafi rekið af höndum sér stóra er-
lenda fiskveiðiflota á 8. áratugnum
hefur veiði á íslandsmiðum verið of
mikil.“
„Smugan er hluti stærra svæðis.
Það er dæmigert uppeldissvæði fisks.
Stærstan hlutan ársins er smáfiskur
þar langmest áberandi." Nakken
sagði enn fremur að reglulega leitaði
sjór af kaldari hafsvæðum í Smug-
una. Þá hyrfi þorskurinn þaðan. Þó
hefði ástandið verið óveixju gott síð-
ustu ár.
Nakken segir mikla og góða nýhð-
un hafa átt sér stað í Barentshafs-
þorski síðustu þrjú til fjögur árin.
„Norðmenn og Rússar náðu sam-
komulagi um að draga verulega úr
veiðum í Barentshafi vegna ofveiði.
Sókn í þorskstofninn var því minnk-
uð stórkostiega frá 1989. Það er því
mikið af smáfiski á svæðinu þar sem
íslenskir togarar stunda veiðar sín-
Odd Nakken, forstöðumaður norsku
Hafrannsóknastofnunarinnar, segir
óstjórn i veiðum og smáfiskadráp
geta stofnað árangri friðunar Bar-
entshafs-þorsks í hættu.
- En finnst þér rétt að Norðmenn og
Rússar geti samið sín á milh um
nýtingu alþjóðlegs hafsvæðis án þess
að aðrir komi þar við sögu?
„Um það vil ég ekkert segja heldur
eftirlæt það sérfræðingum í alþjóða-
rétti. Það er hins vegar hafið yfir
ýafa að fiskurinn á svæðinu er af
Sömu stofnum og fiskur annars stað-
ár 1 Barentshafi. Þorskurinn á svæð-
inu er úr norska heimskautsstofnin-
um.“
- Aðrir hafa þó fullyrt að þvert á
móti sé þar á ferðinni sami stofn og
kenndur er við ísland og Grænland.
„Norðmenn hafa rannsakað þetta
frá því snemma á þessari öld. Öhum
rannsóknunum okkar virðist bera
saman um að lítih samgangur sé
milh stofna við ísland og Noreg en
hins vegar sé hann mikih á milli
Grænlandsþorsks og hins íslenska.
Merkingar á fiski og rannsóknir á
stofnunum eru nú árlegar og mjög
viðtækar.“
-DBE
Nuer
tvöfaldur
l.vinningur
Spilaðu með fyrir kl. j
\ 16 á miðvikudag
Vei'ðnr haiin
70.000.000 kr.?