Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 23 Fréttir Átak í atvmnumálum kvenna á Vestfjörðum: H vetjum konur til frum- kvæðis í atvinnumálum segir Elsa Guðmundsdóttir verkefiiisstjóri „í þessu átaki í atvinnumálum kvenna á Vestfjörðum ætlum við að örva konur til frumkvæðis í atvinnu- sköpun og virkja þær til þátttöku í uppbyggingu atvinnulífs í heima- byggðum sínum. Við ætlum að hjálpa konum við stofnun fyrirtækja, hug- myndaleit og úrvinnslu hugmynda, auk þess sem við aðstoðum þær við að sjá hvaða hugmyndir eru fram- kvæmanlegar og hvernig þeim verði best hrundið í framkvæmd," segir Elsa Guðmundsdóttir, hagfræðingur og verkefnisstjóri átaks í atvinnu- málum kvenna á Vestfjörðum. Erlendis er víða viðurkennt að smáiðnaður sé vaxtarbroddur efna- hagskerfisins og að mesta atvinnu- sköpunin sé í smáfyrirtækjunum. Sums staðar er smáiðnaður mark- visst byggður upp og má nefna sem dæmi aö Bandaríkjamenn, Norð- menn og fleiri þjóðir hafa sérstaka starfsemi í gangi til að aöstoða smá- fyrirtækin við að koma sér á fram- færi. Undirbúningur á fullu Atvinnuátakið á Vestfjörðum hófst í byijun ágústmánaðar og á það að standa tvö ár. Um er að ræða sameig- inlegt verkefni á vegum hins opin- bera og sveitarfélaganna á Vestfjörð- um en Elsa Guðmundsdóttir hag- fræðingur var ráðin verkefnisstjóri og tók hún til starfa í byrjun ágúst. Elsa hefur bækistöð í stjórnsýslu- húsinu á ísafirði og þaðan hefur hún samband við tengiliði í hinum sveit- arfélögunum á Vestfjörðum. Undirbúningsstarf er komið í full- an gang og segir Elsa ljóst aö tals- verð eftirvænting sé meðal íbúa á Vestfjörðum. Fólk viti ekki hvemig það eigi að taka atvinnuátakinu eða hvað það eigi að gera við það. Hún segist byrja á því að móta verkefnið og gera sér grein fyrir þeim aðferðum sem hægt sé að nota til að ná mark- miðinu. Þá segist hún hafa samband við tengiliði og hafa skipulega funda- herferð um alla Vestfirði til að kynna verkefnið fyrir fólki, sýna konum hvers þær geti vænst af því og hvem- ig þær geti komið hugmyndum sín- um í framkvæmd. Minjagripir og gjafavara Elsa býst við að konur sem taka þátt í atvinnuátakinu hafi mesta reynslu af heimilisstörfum og því muni þær til að byija með leita á þau' mið. í upphafi megi búast við að kon- ur hafi mestan áhuga á handverki af einhverju tagi, minjagripum, gjafavöru og skrautmunum, auk vöru- og matvælaþróunar úr fiski, en með reynslu og þekkingu megi smám saman búast við að konumar hasli sér völi á öðrum sviðum líka. „Það er mikilvægt að bæjarstjóm og bæjaryfirvöld hafi skilning á þessu verkefni og sjái hvað það getur leitt af sér. Við emm að ryðja braut sem ekki hefur verið mdd áður og hlúum að markvissri uppbyggingu smáiðnaðar í þeirri von að það skih aukinni atvinnu til lengri tíma litið. Til þess að það megi verða þurfum við skilning og trú,“ segir hún. -GHS — i í kK?1 ; 0W$U:: " < > '•'F V4 í'-t'V 'li v .V.vv>vv.vv* vrS® t:.' v'• 1 , V'V > v>, vt V , > >* »1 'V ÁA'' V' \*v«'' 'Xí Él •. . '•■';< ■ Sneið af lerkistofni úr Guttormsskógi, hátt í 40 sm i þvermál. Lovísa Ösp Hlynsdóttir er við lerkið. DV-mynd Sigrún Haustplöntun í Héraðs- skógum 650 þús. plöntur Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Um miðjan ágúst hófst haustplönt- un hjá Héraðsskógum. Áformað er aö planta 650.000 plöntum. Mest er það lerki en einnig verða gróðursett- ar 100.000 plöntur af hengibjörk og 10.000 plöntur af sitkaelri á um 30 jöröum á Upp-Héraði. Hér er um aö ræða plöntur sem sáð var til í vor hjá Barra hf. á Egilsstöðum og skóg- rækt ríkisins á Hallormsstað. Þær eru margvíslegar vöramar sem framleiddar hafa verið úr ís- lenskum viði. Á útimarkaði Búnað- arsambands Austurlands var fjöl- breytt sýning á framleiðslu úr skóg- arafurðum þegar Héraðsskógar kynntu starfsemi sína og möguleika til að nýta skóginn. Þar vora sýndir lerkibolir úr Hallormsstaðaskógi sem vora allt að 40 sm í þvermál, lím- tré og húsgögn úr lerki, ýmsir smá- hlutir, arinviður og það nýjasta; garðhúsgögn úr óbirktum lerkibol- um. Þau gerði hinn kunni hagyrðing- ur Hákon Aðalsteinsson sem nú er orðinn skógarbóndi í Fljótsdal. Elsa Guðmundsdóttir hagfræðingur stjórnar átaksverkefni í atvinnumálum kvenna á Vestfjörðum en átakinu var hleypt af stokkunum i byrjun ágúst. Elsa segist búast við að konur hafi mestan áhuga á handverki af ýmsu tagi til að byrja með, til dæmis minjagripagerð, en smám saman megi búast við að konurnar fyrir vestan hasli sér völl á öðrum sviðum lika. DV-mynd GHS Ellert Guðmundsson í Hveragerði: Telur lögregluna leggja sig í einelti 1 r* / /* > • ^ 1 / x t / • 1*1 T TjL-L.-il .n. Lt.( n i—. Ellert Guðmundsson, tækni- bílnum mínum af lögregluþjónin- fræðingur í Hveragerði, hefur um sem klippti af númeriö 1 fyrra. áfrýjaö dómi Héraðsdóms Suður- Ég var dæmdur til missis íslensks lands til Hæstaréttar en eins og ökuskírteinis en ég er með danskt sagt var ffá í DV var Ellert dæmd- ökuskírteini í gildi sem ég tel leyfa ur í skilorösbundið varðhald, öku- mér akstur á öllum Norðurlöndum, réttindamissi í mánuð og til Dómarinn sagði aö ég gæti ekið um greiðslu skaðabóta fyrir aö hafa á þessu skirteini,'* sagði Ellert. slegið lögregluþjón á kjaftinn og Ellert nefndi annað atvik sem ekið glannalega í aftanákeyrslu hann taldi vera dæmi um einelti Ellert sagðist í samtali viö DV vera lögreglunnar. „Á dögunum var ég ósáttur við niðurstöðu dómsins og að koma ffá Reykjavík meö einka- hvernig farið var með framburð bílstjóra, Þegar við koraum niður vitna í máhnu. „Dómsúrskurður- Kambana á HelUsheiði kom Iög- innerbyggðuráósamhJjóðavitnis- reglan á eftír okkur. Við voram burðum og því áUt ég að um geð- stöðvaðir með bUkkandi þósum en þóttaákvörðun dómara sé að það kom fát á lögreglumanninn ræða,“ sagði Ellert. þegar hann sá að ég var ekki undir „Það spaugUega við þetta finnst stýri. Hann sagöi þá að bílstjórinn mér að vitni að átökum mínum við heföi notaö bremsuna of mikið nið- lögregluþjónana, þegar þeir ætluðu ur Kambana og hótaði honum öku- að klippa númerið af bílnum mín- rétfindamissi ef hann héldi akst- um i fyrra, var dæmt ómerkt af þvi urslaginu áfrara. Ef þetta er ekki það var að drekka kafii heima hjá einelti þá veit ég ekki hvað þaö sér. Þá bar vitnum að aftanákeyrsl- er," sagði EUert. unni ekki saman því eitt sagöi við „Ég held að máUð snúist um per- vitnaleiöslur að ekki hefði verið sónulega óvUd í minn garð. Þá tel umglannaaksturaðræðaafminni ég tilhneigingu dómara varla hálfu en kom ekki ffam í dómi. standast lög þess efnis að taka lög- Jafnffamt bar lögreglumönnunum reglumenn gildari en aðra menn ekki saman fyrir rétti í mikilvæg- þegar þeir era látnir vitna innbyrð- um atriðum hvað varðar aðdrag- ishvermeööðrumogeigafiárbags- anda atviksins," sagði EUert. legra hagsmuna að gæta við vitna- EUert telur að hann sé lagður í leiðslur. Ég tel slíkan framburð einelti af lögreglunni á Selfossi. „Á ekki gUdari en miUi hjóna,“ sagði dögunum var ég handtekinn á al- EUert að auki. mannafæri fyrir utan verslun á -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.