Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993
15
Sægreifar á sjó-
ræningjaveiðum
íslensk flskiskip hafa aö undan-
fornu flykkst til veiða í Smugunni
í Barentshafi í óþökk Norömanna.
Þaö sem vekur einna mesta at-
hygli er að forystu um aö fara til
óheftra veiða á þessu svæöi hefur
Akureyrin sem er í eigu Samheija
hf. á Ákureyri. Talsmenn þess fyr-
irtækis hafa hingað til barið sér á
bijóst og talaö um ábyrga stjórnun
fiskveiða og lýst furöu á afstöðu
þeirra sem aðhyllast annars konar
fiskveiðistjórnun en þeir.
Rökin hrökkva stutt
Sjónarmið Vestfirðinga um að
stjórna beri veiðum með almenn-
um takmörkunum hafa ekki fallið
í kramið hjá þeim af þeirri einfóldu
ástæðu að þeir telja sig eiga um-
fram flesta aðra íslenska fiski-
KjaUarinn
Reynir Traustason
skipstjóri á Flateyri
„Það kann að vera að veiðar íslendinga
í Barentshafi séu löglegar en það er
jafn ljóst að þær eru fullkomlega sið-
lausar í öllu tilliti.“
stofna.
í ákveðnum skilningi má segja
sem svo að þeir hafi nokkuð fyrir
sér í þvi; allavega eru þeir í þeirri
aðstöðu að geta selt öðrum aðgang
að íslandsmiðum, hvort sem er
tímabundið eða Vciranlega. Þaö
lénsveldi sem af þessu hefur orðið
að veruleika hefur gefið íslenskri
tungu nýyrðið „sægreifi".
Veiðar íslendinga í Barentshafi
hljóta að falla undir hugtakiö „rán-
yrkja“ vegna þess að um er að ræða
hömlulausa sókn í þorskstofn sem
þegar er fullnýttur og vandséö er
hvernig hægt er að réttlæta þann
veiðiskap. Réttlæting tU veiðanna
hefur verið sú að Norðmenn séu
slæmir í umgengni og íslendingar
búi við kreppu og aflaniðurskurð.
Þessi rök hrökkva stutt og það
væri athyghsvert að heyra sjón-
armið sömu manna ef aörar þjóðir
færu að kássast utan í íslenska
þorskstofninn rétt utan við ís-
lenska lögsögu.
„Það getur orðið snúið hjá Islendingum að ætla að semja um fiskveiðar
i framtiðinni," segir Reynir m.a. - Landhelgisgæslan að störfum við
veiðarfæraathugun.
Það er þó auðvelt að setja sig í
spor þeirra sem búa við það að ís-
lensk stjórnvöld hafa flæmt þá af
hefðbundnum miðum, svo sem gert
hefur verið við íslenska togaraflot-
ann fyrir Norðurlandi og Vestfjörð-
um. Þaö hlýtur að vera mikil freist-
ing að ná s'ér í meira svigrúm þó
að það sé á kostnað annarra.
Skaðar orðstír þjóðarinnar
íslendingar hafa haft þá stefnu
að semja um þá fiskstofha sem
sameiginlega eru nýttir meö öðrum
þjóöum og njóta fyrir vikið nokk-
urar virðingar á alþjóðavettvangi.
Uppákoman í Barentshafinu setur
strik í þann reikning og hefur skað-
að orðstír þjóðarinnar. Það getur
orðið snúið hjá íslendingum aö
ætla að semja um fiskveiðar í fram-
tíðinni.
Það kann að vera að veiöar ís-
lendinga í Barentshafi séu löglegar
en það er jafn ljóst að þær eru full-
komlega siðlausar í öllu tilliti. For-
stjóri Samheija ætti í framtíðinni
að hafa sem fæst orð um stjómun
fiskveiða og ranghugmyndir þeirra
sem aðhyllast almennar takmark-
anir á sókn fiskstofna. Hann gerði
betur í því að líta sér nær. Kvóta-
leysi og aflaskortur era ekki sú af-
sökun sem réttlætir rányrkju á
fjarlægum miðum.
Reynir Traustason
Tryggja lífeyrissjóð-
irnir afkomuöryggi?
Að undanförnu hafa heyrst þær
raddir að gefa bæri aðild að lífeyr-
issjóðum frjálsa. Sumir hafa tekið
það óstinnt upp og bent á ágæti líf-
eyrissjóða og nauðsyn slíkra stofn-
ana.
Ekki hefur þó vakað fyrir neinum
að slíkar stofnanir legðust af, nær
væri að segja að þeir sem berjast
fyrir rétti manna til að velja sér
lífeyrissjóð beijist fyrir því að líf-
eyrissjóðimir standi raunverulega
undir nafni.
Hvers vegna lífeyrissjóðir?
Hugmyndin bakvið lífeyrissjóði
er sú að fólk tryggi sér afkomuör-
yggi í ellinni á meðan það hefur
fúllt starfsþrek. Fólk leggur því
fyrir cilla starfsævina, og það fjár-
magn safnar vöxtum. Lífeyrissjóöir
veita einnig tryggingu gegn tekju-
missi.
Þessi þjónusta er í raun sama
eðhs og starfsemi banka, verð-
bréfafyrirtækja og tryggingarfé-
laga, sem sjá um ávöxtun fjármuna
og tryggingar fólks. Sú þjónusta
sem menn kaupa af lífeyrissjóðum
er sparireikningur og afkomu-
trygging.
Snjaht er að byrja snemma að
leggja fyrir. Auðveldara er að
leggja htið fyrir í senn og oftar en
ætla sér að spara verulegan hluta
tekna sinna síðustu ár starfsæv-
KjaUarinn
Þórður Pálsson
B.A. í heimspeki
innar enda veit enginn hver kjör
hans verða þá. Vextimir hlaða svo
líka utan á sig. Ef maður hefur
safnað 500.000 kr. 27 ára gamah og
nýtur t.d. um 7,2% ávöxtunar þá
er það orðið að 8 milljónum þegar
hann sest í helgan stein 67 ára gam-
all, þvi upphæðin tvöfaldast á tíu
ára fresti.
Standa ekki undir
skuldbindingum
Nú kynni einhver að spyija hvort
það væri ekki einmitt þetta sem líf-
eyrissjóðimir eru að gera í dag. Því
miður er ekki svo.
í skýrslu Bankaeftirhts Seðla-
banka íslands um stöðu lífeyris-
sjóðanna árið 1991 segir: „Eins og
fram kemur í þessum kafla (þ.e.
kafla 4) vantar talsvert upp á að
margir lífeyrissjóðanna geti staðið
undir lofuðum skuldbindingum.“
Síðan er greint frá því að nokkrir
slíkir sjóðir njóti ábyrgðar ríkis,
sveitarfélaga eða annarra launa-
greiðenda. Því næst segir skýrslan
að hjá mörgum sjóðum sem njóti
engrar slíkrar ábyrgðar vanti það
mikið upp á eignir að þeir geti aldr-
ei staðið undir skuldbindingum
nema til komi veruleg skerðing á
lífeyri og/eða veruleg hækkun ið-
gjalda.
Ungt fólk sem er neytt til að
greiða í slíka sjóði er því ekki að
spara, heldur er það beitt stór-
fehdri eignaupptöku. Sjóðimir
verða löngu tómir þegar þaö kemst
á eftirlaunaaldur!
Ástandið er engu skárra hjá þeim
sjóðum sem hafa ríkisábyrgð. í
skýrslu nefndar um fortíðarvanda
ríkissjóðs segir á bls. 67: „Reiknað
hefur verið út að iðgjaldagreiðslur
þurfa að vera 26,4% af launum
starfsmanna ríkisins, th að standa
undir lífeyrisréttindum þeirra."
Iðgjaldagreiðslumar eru 10%,
16,4% era með veð í launum þeirra
sem nú eru að stíga sín fyrstu spor
á vinnumarkaðinum.
Neytendur .hafa ekki getað veitt
lífeyrissjóðunum neitt aðhald og
hafa því tapað stórum hluta spam-
aðar síns. Með því að gefa aðhd að
lífeyrissjóðum fijálsa yrði þessari
óhehlaþróun snúið við og það við-
urkennt að það er fólkið sem á pen-
ingana en ekki lífeyrissjóðimir.
Þórður Pálsson
„Með því að gefa aðild að lífeyrissjóð-
um frjálsa yrði þessari óheillaþróun
snúið við og það viðurkennt að það er
fólkið sem á peningana en ekki lífeyris-
sjóðirnir.“
Bosníu
Kjálpar er þörf
„Það er allt-
af best aö
hjálpa fólki
eða hjúkra
þvi heima fyr-
ir. En ef það
er útilokað og
allar bjargir
viröast bann-
aðar veröur
að sinna
neyðarhjálp
frá öðram löndum.
Það er mikhl fjöldi fólks sem
særist í Bosníu-Hersegóvínu. í
hverjum mánuöi eru 8 til 10 þús-
und manns sem þurfa á einhverri
læknisaðstoð að halda. Það er vel
þjálfað fólk á sjúkrahúsunum á
svæðinu en vandamáhð hefur
verið eldsneytisskortur og
vatnsskortur. Þessi vöntun á
brýnustu nauösynjum gerir það
að verkum að um helmingur af
sjúkrarúmum er lokaður. Ann-
ars vel þjálfað starfsfólk getur þvi
ekki sinnt þeira gríðarlega fjölda
sem á hjálp þarf að halda vegna
bágra aðstæðna.
Þetta er þó erfitt mál. Það vakna
th dæmis ahtaf spumingar um
val á einstakhngum. Það hefur
verið í höndum Sameinuöu þjóð-
anna. Rauði krossinn hefur ekki
komiö aö þessu þó landsfélögin
víða um heim hafi komið við sögu
eftir að hinir nauðstöddu eru
komnir frá Bosniu th Vestur-
landa, Ef kemur til flutninga
sjúkra hingað th lands er Rauöi
kross íslands tílbúinn að hðsinna
stjómvöldum við það starf. Ekki
síst nú við þær aðstæður sem ég
hef verið að lýsa.“
Hjálp heima
fyrir
„Égveitaðá
ákveðnum
stöðum í
Júgóslavíu
var mjög góð
og öflug heh-
brigðisþjón-
usta áöur en
þessar eijur
og ihindi
byrjuðu. Það
eru mjög góð-
ir læknar í Júgóslaviu. Heh-
brigðiskerfið þar hefur því á viss-
an hátt forsendur til þess aö
hjálpa fólki þegar Mður er. Þaö
mælir náttúrlega með þvi að
Vesturlönd sendi hð og hjálpar-
gögn þangað suður eftir. Auðvit-
að er þó ómögulegt að vinna á
spitala sem verið er að skjóta á.
Meðan á slíku stendur neyöast
menn kannski til aö flytja sjúka
og slasaöa þaðan og th Vestur-
landa í meiri háttar thvikum. Það
getur veriö flókið að veita aðstoð
á átakasvæðum á meðan á óftið
stendur. Bosníumönnum á þó að
veita hjálp i þeirra eigin landi um
leið og fært er og ófriðnum lýkur,
það segir sig sjálft.
Ég held að þetta snúist um póh-
tískt mat. Hvort eymdin er meiri
i Bosníu eða einhveijum öðrum
hlutum heimsins get ég ekki sagt
til um. Það er víða nhkil fátækt
og eymd hvað vai-ðar heilbrigðis-
þjónustu. Hvar ásandið er verst
hlýtur að vera raat þeirra sem
hafa betri yfirsýn en ég. En ef
stjórnvöld telja að Bosnía sé sá
staður sem Island á aö hjálpa
stendur ekki á ríkisspítulunum
að veita þá Igálp. Það held ég að
sé alveg Ijóst. Eg held það sé þó
ekki í hlutverki þess háttar stofh-
ana aö eiga frumkvæði að slíku.
-DBE
Davið Á. Gunnars-
son, forstjóri Rik-
isspítalanna
Sigrún Árnadóttir,
framkvæmdastjóri
Rauða kroasins