Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 11 Merming Hugsanaveðrun - Daníel Þorkell Magnússon á Kjarvalsstöðum Þegar Duchamp stillti upp hjóli af reiöhjóli fyrir réttum áttatíu árum og kallaði „tilbúna" („readymade") Ust, óraöi sjálfsagt engan fyrir því aö „tilbúningur“ ætti eftir aö vera einn rauðasti þráöurinn í Ust aldarinnar. Dadaistar og súrreaUstar freistuðu þess aö nota hversdagslega hluti til að afhjúpa þær ógöngur sem Ustin væri komin út í; að hún væri orðin Myndlist Ólafur Engilbertsson pjöttuð og fjarlæg almenningi. PoppUstin og konseptið endurlífguðu þessa ögrandi gagnrýnisrödd sem hinn hversdagslegi hlutur bjó yfir. Daníel Þorkell Magnússon, sem nú hefur hengt upp verk sín í austursal Kjarvals- staða, færir „tilbúninginn" skrefi lengra; inn í samhengi hins rétthyrnda og lóðrétta myndflatar sem hefur verið svo lífseigur í gegnum tíðina. Segja má að Hreinn Friðfmnsson hafi tekið skrefið á undan inn í ljóðræn- ar lágmyndir sem innihéldu „tilbúninga" en hér eru forsendur breyttar; einfaldleiki og aUt að því Utleysi í fyrirrúmi. Grámuska og léttleiki Tvennt vekur strax athygU þegar komið er inn í austursaUnn; grábrúnn litaskaUnn og samhverf bygging myndanna. Verk númer eitt er gott dæmi um þaö hvemig Daníel getur búið til einfóld og tær myndljóð úr hversdagslegum atvikum eða jafnvel eigin gleymsku. Hér hefur Ustamað- urinn gert myndröð af belgískri sykurvöfilu sem hann gleymdi í vasa sínum og fyrir neðan er eins konar platónsk útgáfa vöfilunnar; frum- formaflétta í anda Eschers og útfærð með einfaldri blýantsteikningu á grátt karton. í þessu verki og einnig t.a.m. í verki númer fimm, „SamtaU um skipasmíði", á sérstætt skopskyn höfundarins stóran þátt í grunnhug- myndinni og sú staðreynd aö húmorinn skín ávaUt í gegn í verkum Daní- els veldur því að léttleikinn er í fyrirrúmi á þessari sýningu þrátt fyrir grámuskuhti og stöðluö form. Einfaldleiki í stað fjölbreytni Titlar verkanna skipta jafnframt töluverðu máU og Daníel gengur greini- lega til móts við sköpunarferUð með opnum huga þess sem sér skáldskap í hversdagsleikanum. Orð og mynd eru jafngild hugtök í Ust hans. Tvö verk sem eru í sýningarskrá þótt þau hafi ekki ratað inn á sýninguna, „StiUimynd fyrir rómantískt ljóðskáld" og „Stillimynd fyrir konkret ljóð“ eru góð dæmi um þessa skáldskapartaug sem er listamanninum greini- lega uppspretta. í sýningarskrá íjallar Daníel um það hvernig hugsunin sUpi hugtök og geri þau meðfærileg og getur þess að hann líti á verk sín sem „hugsanaveðrun". Miðað við mörg fyrri verk listamannsins, jafnt leikmyndir sem lágmyndir, þykir mér sem of margt hafi veðrast í burtu hjá honum af þaulunnum en þó einföldum myndfletinum. Grátt karton er nú áberandi í stað þess fjölbreytilega yfirborðs óviðtekinna efna sem áður voru svo einkennandi fyrir verk Daníels. Það er að mínu viti óþarft og síst til bóta að sníða verkunum einn gráan stakk. Þau hafa svo sterka persónulega útgeislun að samhengið kemur af sjálfu sér. Hér er um aö ræða sýningu frá hendi listamanns sem hefur allt til brunns að bera tU að láta hversdaginn losna við grámann, þrátt fyrir dálæti hans sjálfs á gráma. -ÓE. Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda Kvikmyndir Laugarásbíó: Herrafóstri: *l/2 Glímt við gæsluna Þetta er ein af þessum myndum þar sem stranga en góða „barnfóstran" tekur óþekktarormana á beiniö og öðlast um leið virðingu þeirra. Þetta er klassísk saga og eina breyt- ingin er að Hulk Hogan leikur Mary Poppins og það eru komnir nauðsynlegir glæpamenn tU skjal- anna svo aö Hulk geti notið afls- munar síns. leikur fyrrverandi glímukappa (góö hugmynd) sem vinnur nú fyr- ir þriðja flokks lífvarðaleigu. Hann er ráðinn til að gæta tveggja barna iðnjöfurs en sá hefur fengið hótanir frá glæpamanni (Johannsen) sem girnist eina af uppfinningum hans. Hulk þohr ekki krakka og ekki batnar það þegar börnin reynast lifandi eftirmyndir Kevins, Home ýmsum hrekkjum. Það er ekki mikið um fágun í formúlukenndu handritinu og aug- ljóst að myndinni er ætlað að höfða til yngri áhorfenda. Hulk Hogan er að færa sig upp á skaftið sem leik- ari og veldur hlutverkinu án meiri háttar mistaka. Hann er ekki jafn takmarkaður leikari og maður gæti haldið. Madeleine Zima, sem leikur ar léttilega senunni. Mr. Nanny (band-1993) 84 mln. Handrit: Edward Rugoff, Michael Gottlieb. Leik- stjórn: Gottlieb (Mannequin). Leikarar: Terry „Hulk“ Hogan (Suburban Com- mando), Sherman Hemley, Austin Pendleton, Robert Gorman, Madeleine Zima, Mother Love, David Johansen (Scrooge, Let It Ride). PÓSTUR OG SÍMI *98 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Ítalíu á dagtaxta m.vsk. ^ SMÁAUGLÝSINGAR 8 C632700 Fyrrverandi glímukappinn Hulk Alone, og gera honum lífið leitt með litlu sætu telpuna, stelur hins veg- / 1 / / Laugarásbíó - Dauöasveitin Aumingja samviskan Dauðasveitin, sem Laugarásbíó ber á borð reykvískra kvik- myndaáhugamanna um þessar mundir, byggist á sannsögulegum atburðum sem gerðust í því synd- umspillta lastabæli Los Angeles. Og ef eitthvað er að marka mynd- ina er hlutskipti síbrotamanna í borginni vægast sagt ömurlegt að minnsta kosti þeirra sem lenda í klónum á áðurnefndri dauðasveit. Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Hér er fjallaö um hina sígildu togstreitu milh samviskunnar og sannleikans annars vegar og hags- muna og samheldni hópsins hins vegar, eins og svo oft brennur við í lögguhasarmyndum. Og eins og aUtaf fara samviskan og réttlætið með sigur af hólmi í þeirri orrustu sem sagan greinir frá þótt óvíst sé um úrslit stríðsins sjálfs. Hér er það ungur og óstýrilátur lögregluþjónn, Jeff nokkur Powers, sem glímir við samviskuna. Sú ghma er þó ekki mjög trúverðug Sérsveitin búin að kála óþjóðalýð í dimmu húsasundi. þar sem þessi sami Jeff hefur hvað eftir annað verið kallaður inn á teppi fyrir ofbeldisverk í starfi sínu. Það endar með því að hann er fluttur í leynilega sérsveit innan lögreglunnar, sérsveit sem hefur það hlutverk að taka harðsvíruða glæpamenn, sem linkulegir dóm- stólar og fangelsisstjórar sleppa út á göturnar við fyrsta taekifæri, end- anlega úr umferð. Dan Vaughn heitir stjórnandi sveitarinnar, gamall félagi hins unga Powers. Þar má segja að skrattinn hitti fyrir ömmu sína því Vaughn er enn ófyrirleitnari en Powers, hikar ekki við að fylgjast aðgerðalaus með glæpamönnunum fremja hin verstu níðingsverk til þess eins að geta staðið þá að verki og stútað þeim. En Powers hinn ungi á ekki bara samviskuna að, heldur líka kær- ustuna Kelly, unga og framagjarna löggufréttakonu. Og þegar þær, samviskan og blaðakonan, fara að vinna saman er ekki að spyrja að leikslokum. Auðvelt er að ímynda sér aö höf- undar myndarinnar hafi ætlað að deila á ofbeldisverk lögreglunnar (í lok myndarinnar er jú sagt frá því að sérsveit þessi sé enn starf- andi í L.A., hin eina sinnar tegund- ir í Ameríku) en allt slíkt týnist í skefjalausu og óþörfu ofheldi sem höfundarnir velta sér í staðinn upp úr. Og annað er eftir því. Manni verður næstum því flökurt af við- bjóðnum. Mynd þessi fær því falleinkun, hún fær núll með gati. Dauðasveitin (Extreme Justice). Leikstjóri: Mark L. Lester. Kvikmyndataka: Mark Irwin. Tónlist: David Mlchael Frank. Handrit: Frank Sacks og Robert Boris. Leikendur: Lou Diamond Philllps, Scott Glenn, Chelsea Field, Yaphet Kotto. Aldrei áður hefur boðist sófasett á öðru eins verði! Tilboð á Amsterdam-sófasettum með tauáklæði Verð aðeins kr. 56.450 stgr. Dæmi: Raðgreiðslur til 18 mánaða, engin útborgun og ca 3.800 kr. á mán. E1 Smiðjuvegi 6 Kópavogi Sími 44544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.