Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚSri993
13
DV
Pitsustríð á höfuðborgarsvæðinu:
Neytendur
Meir a en helmings -
verðmunur á pitsum
- ódýrastar í Hlíðapizzu
Táknin á kortinu ' ,
sýna hvar pizzustaöi
er að finna á höfuð-
borgarsvæðinu.
Allt að helmingsmunur getur verið
á 12" pitsum en ótrúleg samkeppni
ríkir nú á miili pitsustaða bæjarins
sem mætti líkja við hálfgert pitsu-
stríð. Póstkassar höfuðborgarbúa
eru troðfullir dag eftir dag af auglýs-
ingum og tilboðum frá þessum vin-
sælu matstöðum og hljómar hvert
tilboðið öðru betra.
í lauslegri könnun DV á 15 pitsu-
stöðum kom í ljós að 12" pitsa meö
þremur áleggstegundum er lang-
ódýrust í Hlíðapizzu í Barmahlíðinni
en þar kostar hún 650 krónur. Dýr-
ust var pitsan á Pizza Hut þar sem
10" pitsa kostaði 1.450 kr. (12" fékkst
ekki). Þarna munar 800 krónum sem
þýðir að kaupa má tvær pitsur í
Hlíðapizzu fyrir 1.300 kr. í stað einn-
ar á Pizza Hut fyrir 1.450 kr. Meðal-
verðið á pitsum reyndist vera 950 kr.
Meðfylgjandi listi er engan veginn
tæmandi þar sem pitsustöðum hefur
fjölgað ótrúlega undanfarin ár. Hann
ætti þó að gefa lesendum einhveija
hugmynd um hvað sanngjarnt er að
greiða fyrir 12" pitsu með þremur
áleggstegundum. -ingo
Hugmyndabankinn
Gaman væri ef þiö gætuð gefið neytendasíðuna ef þið hafiö ein-
lesendum DV hugmynd um hvern- hverjar spurningar varðandi neyt-
ig hægt er að spara í kreppunni, endamál og við munum reyna að
t.d. meðódýrriuppskrifteðatillögu leita svara við þeim. Skrifið til
að hagstæðum innkaupum. Endi- Neytendasíöu DV, Þverholti 11,105
lega látiö nú ijós ykkar skina. Reykjavík, eða hringiö í síma
Einnig getið þið haft samband viö 632825. -ingo
Pitsur virðast svo sannarlega falla íslendingum I geð og er hreint með ólíkindum hversu margir pitsustaðirnir
eru orðnir.
Staður 12" með 3 áleggsteg. Aukaálegg Svæði Tími Uppbót Fylgiref óskað er
Pizza Elvis 860 60 höfuöborgarsv. 30m(n. ókeypis
Jón Bakan 1.020 155 höfuðborgarsv. krydd
Pizzahúsið 1.050 50-230 höfuðborgarsv. 30 min. ókeypis krydd
Pizza 67 1.075 160 höfuðborgarsv.
Eldsmiðjan 925 125 Rvk-Garðab. 40mín. 50%afsl. krydd
parmesan
Hrói höttur 1.000 150 höfuðborgarsv. krydd
hvítlauksolia
Domino's 1.050 100-200 Lækjarg. að 30mfn. ókeypis
Ártúnsh.
Pizza Hut * 1.450 170 höfuðborgarsv.
Hlíðapizza 650 50 Reykjavík krydd
hvítlauksolía
Greifinn, Ak. 845 110-170 Akureyri og krydd
nágrenni otiur, sósa
Pizza Roma 880 120 höfuðborgarsv. krydd
Tókimunkur 895 125 höfuðborgarsv.
Garðabæjarpizza 750 130 höfuðborgarsv.
Pizza, Seljabraut 770 90 höfuðborgarsv. krydd 1
Pizza + 1.030 160 höfuðborgarsv. salat eða
'‘B 1 , hvítlauksolla B
10" pizza (ekki til 12")
Uppboð
Framhald uppboðs á eigninni Garðavegi 7, 0101, Hafnarfirði, verður háð
á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. ágúst nk., kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Húsnaeðisstofnun ríkisins, Kaupþing hf., Styrmir
Ólafsson, Vátryggingafélag íslands og íslandsbanki hf.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
23. ágúst 1993
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn í Húsavík skorar hér með á gjaldend-
ur sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru
álögð 1992 og 1993 og féllu í gjalddaga fyrir 15.
ágúst 1993 og eru til innheimtu hjá ofangreindum
innheimtumanni, að greiða nú þegar og ekki síðar
en innan 15 daga frá dagsetningu auglýsingar þess-
árar.
Gjöldin eru þessi: tekjuskattur, útsvar, eignarskattur,
sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðn-
aðarmálagjald, lífeyristryggingagjald samkvæmt 20.
gr. laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurek-
enda samkvæmt 26. gr. sömu laga, atvinnuleysis-
tryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í fram-
kvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur af verslunar-
og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur,
slysatryggingagjald ökumanna, þungaskattur sam-
kvæmt ökumæíi, skemmtanaskattur og miðagjald,
virðisaukaskattur af skemmtunum, tryggingagjald af
skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftir-
litsgjald, vörugjald af innlendri framleiðslu, aðflutn-
ingsgjöld og útflutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan
tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Jafnframt
er skorað á gjaldendur að gera skil á virðisauka-
skatti fyrir 24. tímabil 1993, með eindaga 5. ágúst
1993, og staðgreiðslu fyrir 7. tímabil 1993, með ein-
daga 16. ágúst 1993, ásamt gjaldföllnum og ógreidd-
um virðisaukaskattshækkunum, svo og ógreiddri
staðgreiðslu frá fyrri tímabilum. Fjárnáms verður kraf-
ist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna að liðnum 15 dögum frá dagsetningu
áskorunar þessarar.
Húsavík, 23. ágúst 1993
Sýslumaðurinn í Húsavík