Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin Lesendur ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Áttu taflborð? Sif Jónsdóttir: Nei, ég tefli ekki. Karen Ársælsdóttir: Nei, aldrei teflt. Haraldur Pétursson: Já, en ég tefli nú frekar lítið. Guðmundur Jónsson: Já, og engu við það að bæta. Steinunn Elliðadóttir: Nei, ég held ég hafi bara aldrei teflt. Berglind Rósa Rúnarsdóttir: Nei, ég er ekki taflmanneskja. Sjúkrahjálp viö særða í Bosníu: Sleppum eigingirninni Magnús Jónsson skrifar: Undanfarið hafa verið uppi raddir um að okkur íslendingum beri að leggja eitthvað af mörkum vegna hörmunganna í ríkjum fyrrum Júgó- slaviu. I Bosníu bíða þúsundir og aftur þúsundir særðra og limlestra aðhlynningar og fá engan veginn þá aðstoð sem þörf er á. Sum ríki í Evr- ópu, en þó aðeins fá þeirra, hafa tek- ið á móti særðum og limlestum til lækninga. Enn er skorað á íleiri ríki að veita særðum móttöku því ástand- ið í Bosníu er þannig að ekki er tahð að hjálp nýtist þar jafnvel fyrir þá sem eru mikið særðir. Stuðningur við aðstoð íslendinga hefur komið fram víða, t.d. í leiður- um dagblaða, frá forystumönnum í stjórnmálum, hjálparstofnunum svo sem Rauða krossinum og fleirum. En hvemig skyldu nú viðbrögð þeirra sem mest myndu kannski vinna aö þessari aðstoð vera? Þau eru athygh verð svo ekki sé meira sagt. Og vekja furðu margra. Megininntakið í svörum manna sem rætt er við er það að 1 stað þess að taka á móti þessu særða fólki og hlynna að því hér væri betra að senda mannskap til Bosníu. Hér séu ýmsar deildir sjúkrahúsa lokaðar og kosta þurfi upp á opnun þeirra að nýju o.s.frv. - En kostar þessi aðstoð ekki peninga hvort eð er og væri þeim fjármunum ekki betur varið hér heima til aö greiða læknum og hjúkrunarfólki laun og öðrum sem nálægt aðstoðinni koma? Það er ekki örgrannt um að manni finnist aö þrýstingur um að senda mannskap héðan í stað þess að veita aðstoð hér heima sé byggður á eigin- Islensk aðstoð á ekki að stjórnast að mati bréfritara. gimi og þeirri tilhugsun að viðkom- andi „mannskapur" fái meira út úr því að vera sendur utan með tilheyr- andi dagpeningagreiðslum og uppi- haldskostnaði. Það er grunnt á ferðagleði landans og utanlandsreisa á kostnað hins opinbera eru hlunnindi sem ekki skyldu sniðgengin. Kannski gæti af eigingirni eða innantómum orðum Símíuiiyml Rcntir makinn komið með, hann gæti beðið á sólarströnd Ítalíu í svo sem hálfan mánuð og ferðin gæti því nýst sem ágætis sumarauki í leiðinni! - Eigum við nú ekki að láta eigingirnina lönd og leið og ákveða bara að taka á móti særðum og sjúkum hingað heim til aðhlynningar? Um frjálst áfengi og tóbak Sigrún Þorvarðardóttir skrifar: Eg get ekki látið hjá líða að senda nokkrar línur vegna ummæla þeirra sem tala um „einokun" í sölu á áfengi og tóbaki. - Fyrir mér er máhð mjög einfalt. Ríkið, sem við skattborgar- amir rekum, tekur inn ákveðinn gróða af víni og tóbaki. En ríkið sem er jú ekki annað en við, skattborgar- amir, fær hka að borga þann kostnað sem af hlýst vegna neyslu þessara vörutegunda. Ef einokuninni yrði nú aflétt og einhveijir Jónar Jónssynir úti í bæ hlytu hnossið, yrði jú einhver slagur vegna samkeppni th að byrja með og almenningur gæti fengið vínflösk- una eitthvað ódýrari í þessari versl- uninni en hinni. Og auðvitað myndi fiölga í hópi þeirra sem þurfa utan í viðskiptaerindum eða í boði fram- leiðenda. Allt myndi þetta látið gott heita sakir einkaframtaksins. - Það væri búið aö frelsa vín og tóbak und- an oki ríkisins. En hverjir skyldu áfram fá að borga vegna afleiðinganna? Vínið og tóbakið myndi eftir sem áður halda sínum áhrifum á mannslíkamann. Eöa hvað? Já, hver borgar? Verður það hinn íslenski viðskiptaheimur eða bara ríkið, almenningur, fólkið sjálft eins og hingað til? Hver er þá breytingin? Ég er hins vegar sammála því að hið opinbera og hinir opinbera starfsmenn þess þurfa að sýna ábyrgð í starfi, varkárni í viöskiptum sínum við önnur fyrirtæki, og við, skattborgararnir, eigum áfram aö horfa gagnrýnum augum á starfsemi opinberra fyrirtækja. Misheppnuð endurnýjun á graseyjum S.Þ. skrifar: Á hveiju sumri er hafist handa um endumýjun á gatnakerfi borgarinn- ar. Það er eins og viðgerðir dugi sjaldan nema vetrarlangt. Það hlýtur að vera mikil óhagkvæmni og gífur- legur kostnaður í viðhaldi gatna sem ekki era endurnýjaðar betur en svo að þær era spændar upp á nokkrum mánuðum. Ekkert síður hlýtur aö vera mikill kostnaður við endurnýj- un allra „graseyjanna" sem verið er að tyrfa eða dytta að árlega. Fáir skilja raunar hvað verið er að gera með þessar graseyjar mitt í borg- inni. Þær era flestar umrótaðar eftir bha sem hafa ekið yfir þær í vetraró- Hringiðísíma 63 27 00 miHikl. I4ogl6-eðaskrifið Nafn og simanr. vcrður að fylgia bréfum „Grasið verður aldrei nema til óþurftar meðfram umferðaræðun- um.“ færðinni og koma því meira eða minna sem flag undan vetri. Nú stendur yfir ein törnin enn við að endumýja grasið þar sem það var verst farið. Sjá má slíkar viðgerðir um aha borgina. Meira að segja á sjálfum Austurvelh er blettur sem gert hefur verið við af slíku smekk- leysi aö furðu sætir. - Bletturinn hefur veriö tyrfður með þökum sem era heiðgular og stinga því ónotalega í stúf við annað gras á vellinum. Og svo era það graseyjarnar. Þær hafa líka verið þaktar með þessum gulu torfum, sem hafa líklega legið lengi í hrúgu áður en þær voru lagð- ar. Aö þessu er hin mesta óprýði. Eöhlegra hefði verið að afnema þess- ar graseyjar með öhu og bæta hrein- lega við þriðju akreininni eða þá að steypa eyjuna. - Grasið verður aldrei nema til óþurftar meðfram umferð- aræöunum. Ég vænti þess að yfirmenn gatna- mála í borginni fari nú að fylgja skynsemisstefnu í þessum málum og komi sér hjá árlegu viðhaldi á gras- eyjimum og láti steypa göturnar með mesta umferðarþunganum í stað malbikunar og árlegs viðhalds með fræsingum og tilheyrandi kostnaði. Verðbólgan nálgast20% Gísli Jónsson skrifar: Sífellt berast fréttir af verð- hækkunum þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og annarra sem hafa hvað mest predikað um níðurfærslu verðlags, kaupgjalds og verðbólguvísitölur. Nú nálgast verðbólgan 20% markið, er nú komin i þetta 15 eða 16% á árs- grundvelli þegar reiknuð er út hækkun byggingarvísitölu. Annað virðist fylgja í kjölfarið, svo sem bankavextir og kostnað- ur \úð rekstur fyrirtækja. Hún hefur þvi ræst spáin sem einhver setti fram í lesendabréfi fyrir skömmu að verðbólgan færi senn í tveggja stafa tölu. Umboðsmenn ogumboðslaun Einar Jóhannesson hringdi: Fréttm mn fyrirhuguð kaup á björgunarþyrlu hafa verið áber- andi á síðustu dögum. Rætt hefur verið urn tvær tegundir scm holst koma til greina. Það væri ekki úr vegi að fiölmíðlar skýrðu frá því hverjir eru með umboð fyrir þessai- tvær tegundir, Bell-þyrl- urnar og Puma eða Super-Puma- þyrlur og þá jafnframt hve um- boðslaunin eru stór hluti í hvoru tilviki fyrir sig. Aukumaðstoð víðSophiu Björg Valdimarsdóttir hringdi: Flestir telja aðstoðina við Sophiu Hansen meira en réttlæt- anlega. En það eru fleiri en Sophia ein sem eru í eldlínunni. Systkini hennar og ættingjar hafa einnig lagt fram drjúgan skerf. Enginn þessara aöila telur það eftir sér. En við sem stöndum álengdar sjáum að hér er um ómældan og óeigingjarnan her- kostnað að ræða. Eigum viö nú ekki að taka börnin, sem era að efna til tombólu og annarrar uppákomu til stuðnings Sophiu, til fyrirmyndar og ieggja málinu lið með enn frekari fiárhags- stuöningi? Ég tel það meira en sanngjarnt. Fólskulegárásá fatlaðan Ólafur Tryggvason hringdi: Einni fólskulegustu iíkamsá- rásinni, sem framin var um versl- unarmannahelgina, hefur ekki verið slegið mikið upp í fréttum. Þaö gildir kannski amiað um kvenþjóðina í þvi tilliti. En í Vest- mannaeyjum gerðist þaö að tvær stúlkur réðuðst að fötluðum manni í hjólastól og skelltu hon- ura aftur á bak þar sem hann lá ósjálfbjarga eftir. - Er nú augiýst eftir sjónarvottum að þessu óhugnanlega ofbeldisverki. Þetta sýnir þó að ofbeldisverk tengjast ekki einvörðungu karlmönnum. Konur eru engir eftirbátar á þeim vettvangi - en staðreynd að yfir iær er fremur hylmað. Góðþjjónustaá gámastöð Björn skrifar: Mér finnst ástæða til að geta um góða þjónustu sem ég fékk á gámastöðinni við Ánanaust éitt kvöldið nú í vikunni. Oft er talað um að þessar stöðvar veiti slæ- lega þjónustu, og fólk hefur orðið pirrað þegar stöðvamar eru lok- aðar, en því má ekki gleyma að iær era lokaðar einn - já, aöeins éinn dag í viku og auk þess opnar til tiu á kvöldin. Þegar ég kom á stöðina tók þar á móti mér ung og myndarleg stiílka sem ieið- beindi mér hvar henda ætti rusl- inu og hjálpaöi mér að koma því á rétta staði. Svona þjónusta er til fyrirmyndar,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.