Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993
25
Hjónaband
Þann 17. júlí voru gefin saman í hjóna-
band í Hallgrímskirkju af sr. Ragnari
Fjalari Lárussyni Anna Kr. Grettis-
dóttir og Kristján Sólberg Árnason.
Þau eru til heinúlis að Snorrabraut 83.
Þann 29. mai voru gefrn saman í hjóna-
band í Egilsstaðakirkju af sr. Bjama
Guðjónssyni Rósa Jónsdóttir og Bjarni
Richter. Þau eru til heimilis að Eggerts-
götu 6, Reykjavík.
Ljósm. Sigurður Már
Þann 7. júli voru gefm saman í hjónaband
i Hafnarkirkju af sr. Einari Jónssyni
Þórgunnur Torfadóttir og Ásgrímur
Ingólfsson. Þau eru til heimilis að
Garðsbrún 1, Höfn.
Ljósm. Jóh. Valg.
Þann 15. júní voru gefin saman í hjóna-
band í Fríkirkjunni af sr. Cecil Haralds-
syni Linda Björk Ólafsdóttir og Bogi
Þór Siguroddson. Þau eru til heimilis
að Fjölnisvegi 4.
Ljósm. Ljósmyndast. Svipmyndir
Tapad fimdið
Amanda er týnd
Kisan okkar hvarf frá Lækjarfit í Garða-
bæ fyrir viku. Hún er flekkótt, hvít, brún
og svört. Hún heitir Amanda og er eyma-
merkt með stöfunum RIH170. Ef einhver
hefur orðið hennar var þá biðjum við
þann að láta okkur vita í síma 658801.
Veiðivon
Stærsti flugulaxinn í Elliðaánum:
Táff oa hálft pund
- veiddist á Munro Killer
Smári Kristjánsson með 12,5 punda laxinn úr Elliðaánum sem hann tók á
míkrótúbu í Skáfossinum. DV-mynd G.Bender
Tónleikar
Hádegistónleikar í
Norræna húsinu
Ingibjörg Guðjónsdóttlr sópransöngkona
og Jónas Ingimundarson píanóleikari
veröa meö tónleika í Norræna húsinu kl.
12.30 á afmælisdegi hússins í dag, þriöju-
dag. Efhisskráin er mjög fjölbreytt.
Tilkynningar
Bahá’íar
bjóða á opið hús aö Álfabakka 12 í kvöld
kl. 20.30. Þorkell Óttarsson segir sögur
úr trúnni. Kynning, umræður og veiting-
ar. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni
Opiö hús í Risinu kl. 13-17. Fijáls spila-
mennska, kaffi og spjaU. Þriðjudagshóp-
urinn kemur saman kl. 20 í kvöld.
Kennarar og fóstrur
í Kramhúsinu
í Kramhúsinu við Bergstaðastræti verð-
ur eins og undanfarin sumur haldið nám-
skeið dagana 26.-29. ágúst fyrir fóstrur,
kennara og aðra leiðbeinendur sem hafa
áhuga á að leita leiða tU að víkka hefð-
bundinn ramma starfs síns. Markmið
námskeiðsins er að kynna uppeldis- og
kennsluaðferðir sem gætu aðveldað
þáttttakendum að virkja sköpunarkraft
nemenda með því að tengja leiklist, tón-
list og hreyfingu. Námskeiðið hefst kl.
9.30 að morgni fimmtudagsins 26. ágúst
og áætluð lengd þess er 40 kennslustund-
ir. Námskeiðsgjald er kr. 16.500. Nánari
upplýsingar 1 símum 15103 og 22661.
Bandamannasaga aftur á
fjalirnar
Sjónleikurinn Bandamannasaga eftir
Sveinn Einarsson verður sýndur í Nor-
ræna húsinu tvisar sinnum í þessari
viku, miðvikudag 25. ágúst og fimmtudag
26. ágúst kl. 20.30. Sýningar verða í fund-
arsal Norræna Hússins og eru þær liður
í 25 ára afmælishátið hússins sem nær
hápunkti nú í ágústlok. Aðgöngumiöar
verða seldir í Norræna húsinu og kosta
kr. 500.
Silfurlínan
Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borg-
ara alia virka daga frá kl. 16-18 í síma
616262.
„Þaö var meiri háttar skemmtilegt
að veiöa þennan 12,5 punda lax á
Munro Kiiler míkrótúbu," sagði
Smári Kristjánsson en hann var aö
koma úr EUiðaánum fyrir fáum dög-
um.
„Ég veiddi 7 laxa þennan dag en
haföi farið áður tvisar sinnum í sum-
ar og veiddi þá 8 laxa í hvort sinn.
Þetta var hörkubarátta við þennan
stóra flugufisk, toppurinn þrotnaði í
átökunum. Það var í Skáfossinum
sem fiskurinn tók,“ sagði Smári enn-
fremur.
Smári var fyrir skömmu við veiðar
í Hítará á Mýrum og veiddi 15 laxa.
Þá var laxinn lítið dreifður um ána
en mest á þremur stöðum.
Stórlaxaganga í
Krossá á Skarðsströnd
„Ég var að hætta veiðum í Krossá
á hádegi í dag og við veiddum 12 laxa,
sá stærsti var 16 pund og veiddist á
maðk,“ sagði Jón Bjamason en hann
var staddur á bökkum Krossár á
Skarðsstörnd í gær. En Jón veiddi
stærsta laxinn í ánni á þessu sumri,
16 punda fisk á maðk.
„Það er mikið af fiski neðarlega í
ánni og sumir vænir, við fengum
einn 16 punda á maðk, 12 punda á
fluguna Tvo á kamrinum og síðan
þrjá 10 punda. Þetta voru þeir
stærstu í hollinu. Það hefur verið
feiknaveiði í ánni síðustu vikur og
hollin hafa verið með þetta 9 til 12
laxa sem er mjög gott. Það em komn-
ir á milli 90 og 100 laxar úr ánni,“
sagði Jón ennfremur.
Laxá í Aðaldal hefur
gefið 1700 laxa
„Á þessari stundu hefur Laxá í
Aðaldal gefið 1710 laxa og það hefur
verulega hlýnað í Aðaldalnum,"
sagði Orri Vigfússon í gær, er við
spurðum um Laxá í Aðaldal.
„Þegar hlýnaði í gærkvöldi veidd-
ust strax 15 laxar og í morgun veidd-
ust tveir vænir fiskar. Skúli Ólafsson
veiddi 20 punda lax á fluguna Bláma
sem Hallgrímur Snorrasson hnýtti
og Kolbeinn ungi Árnason veiddi 21
punds fisk. Þessir stóru eru greini-
lega að gefa sig þegar hlýnar og stytt-
ist í haustið," sagði Orri enfremur.
-G.Bender
Hana-nú í Kópavogi
Margt hefur drifið á daga Hana-nú félaga
í Kópavogi þetta sumarið enda viðrað vel
til gönguferða, ferðalaga og útiveru.
Lokaferð sumarsins verður náttúruskoð-
unarferð út á Seltjarnames undir leið-
sögn Ólafs Ragnars Grímssonar. M.a.
verður sætt sjávarfóllum og gengið út í
Gróttu en endað verður i Læknaminja-
safninu í Nesstofu. Lagt verður af stað
frá Félagsheimilinu Gjábakka kl. 17.00 í
dag, þriðjudag. Allar upplýsingar um
ferðina fást í síma 45700 og 43400. A mynd-
Vitni óskast
Keyrt var á dökkbláan Peugot 205 með
bílnúmerið R 43723 á bílastæðinu við
Domino's pizzur eða við Skeifuna 17 á
milli kl. 17.00 síðastliðinn föstudag og kl.
12.00 á mánudag. Þeir sem geta veitt upp-
lýsingar vinsamlegast hafi samband við
lögregluna eða í síma 684069.
inni má sjá Pál Sigurbjömsson, Aðalstein
Guðnason og Indriða Guðjónsson gróður-
setja tré fyrir utan Félagsheimilið Gjá-
bakka fyrir hönd Hana-nú í “grænu viku
Kópavogs" í sumar.
Látum bíla ekki
vera í gangi aö óþörfu!
Utblástur bitnar verst
á börnunum
yUMFERÐAR
RÁÐ
A
Þau veiddu vel á Arnarvatnsheiði, Stetán, Grétar, Jóhann, Sveinn, Auð-
ur, Þórarinn og Júlíus. DV-mynd t
Amarvatnsheiöi:
Margir veitt vel
áheiðinni
Það hafa margir lagt leið sína á
Arnarvatnsheiöina í sumar og
sumir veitt vel. Þessi hópur veiddi
130 bleikjur á flugu og maðk. Veiöi-
menn, sem voru fyrir skömmu á
heiðinni, veiddu 60 bleikjur og urr-
iða, stærstu fiskarnir voru 5 pund.
-G.Bender
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavikurdeild RKÍ gengst fyrir nám-
skeiði í almennri skyndihjálp. Námskeið-
ið hefst fimmtudaginn 26. ágúst og kennt
verður 4 kvöld. Kennsludagar verða 26.,
30., 31. ágústog2. september. Námskeiðið
telst vera 16 kennslustundir. Þátttaka er
heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið
verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þeir
sem hafa áhuga á að komast á þetta nám-
skeið geta skráð sig í sima 688188 frá kl.
8-16.