Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Útlönd SylvíaSvía- drottningfimm- tugfyrirjólin Sylvia Svía- drottning held- ur uppóflmm- tugsafmæliö sitt þann 23. desember næstkomandi ogerþegarhaf- inn undirbún- ingur fyrir viðeigandi hátíðar- höld. Sjálf afmælisveislan verður bara fyrir nánustu fiölskyldu. Opinber hluti afmælLshátíðar- innar verður haldinn 22. desemb- er. Þá verður móttaka í höliinni en um kvöldiö er boðiö til skemmtunar i óperunni þar sem öll konunglegu leikhúsin í Sví- þjóð taka þátt. Dagskráin á að koma drottningu á óvart og því hefur ekkert veriö upp gefið um hana. Frönskumráð- henrum sagt að standasaman Edouard Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, hvatti ráð- herra í ríkisstjórn sinni til að snúa bökum saman í baráttunni gegn atvinnuleysinu í landinu. Nicolas Sarkozy, talsmaður stjómarinnar, sagði eftir fund hennar í gær um leiðir út úr efna- hagskreppunni að atvinnuleysiö væri mesta áhyggjuefni lórsætis- ráðherrans. Sendiförtil reikistjörnunnar Marsíuppnámi Háttsettir starfsmenn banda- rísku geimvísindastofnunarinn- ar, NASA, sögðu í gær að ef vís- indamönnum tækist ekki að koma á sambandi við könnunar- flaug sem á að fara á sporbaug umhverfis reikstjörnuna Mars í dag kynni ferðin að fara í súginn og þar með hefðu um sjötíu millj- arðar króna farið fyrír lítið. Taiið er að bíluö flugklukka hafi valdið því að samband rofh- aði við geimfarið á laugardag. TT, Reuter Vansköpuð böm vegna kjamorkuslyssins í Tsjemobyl: Stúlka með tvö höf uð og hjörtu - læknar segja að nær engar líkur séu á að hún lifi „Það eru í raun engar líkur á aö stúlkan lifi,“ segir Petru Stratulat, skurðlæknir við sjúkrahúsið í Kis- hinyov í Moldóvu, um framtíð stúlkubams sem kom í heiminn þann 18. ágúst og er meö tvö höfuð og tvö hjörtu. Líkaminn er tvöfaldur niður undir mitti. Mænan er tvöfold og sömuleið- is lungun. Mjaðmir eru hins vegar einar og fætur tveir. Útilokað er tahð að bjarga stúlkunni með skurðaðgerð. Læknar í Moldóvu, sem er eitt lýð- velda fyrrum Sovétríkjanna, segja að vansköpun stúlkunnar megi rekja til geislunar sem varð þegar kjam- orkuverið í Tsjernobyl í nágranna- ríkinu Úkraínu brann árið 1986. Það var versta kjamorkuslys sögunnar og gætir áhrifanna enn. Móðir stúlkunnar hafði eignast þrjú heilbrigð börn áður en þetta kom í heiminn. Stúlkan var tekin með keisaraskurði enda ljóst fyrir fæðinguna að ekki var aht með felldu. Læknamir segja að þetta sé versta vansköpun sem þeir hafi séð og Strat- ulat skurðlæknir segist ekki hafa séð tvíhöfða bam áður í þau 20 ára sem hann hefur starfað sem læknir. Hann segir að nú fæðist að jafnaði um 1500 vansköpuð börn í Moldóvu á ári. Það er 30% fjölgun frá því sem var fyrir Tsjernobylslysið. Þó hefur fæðingum í heild fækkað. í Úkraínu hafa börn einig fæðst iha vanköpuð. Þar tók að bera á alvarleg- um fæðingargöllum strax eftir kjam- orkuslysið og hefur ríkiö orðið að koma á fót sérstakri stofnun til að ala upp vansköpuð börn sem foreldr- amir hafa yfirgefið. Vísindamenn spá því að geislunar frá Tsjemobyl muni gæta lengi enn. Því þurfi engum að koma á óvart þótt í heiminn komi illa afskræmd Stúlkan fæddist með tvö höfuð og tvöfaldan likama niður undir mitti. Hún börn; fórnarlömb slyss sem varð fyr- hefur nú lifað í tæpa viku en læknar telja nær útilokað að hún komist til ir mörgum árum. Reuter þroska. Henni hefur ekki verið gefið nafn. Simamynd Reuter Tölvuskóli Samstarfsaðili/meðeigandi óskast um rekstur lítils tölvuskóla. Góðir möguleikar fyrir réttan aðila að skapa sér fullt starf eða aukavinnu. Vinsamlegast leggið inn nafn ásamt ítarlegum upp- lýsingum á afgreiðslu DV, Þverholti 11, merkt „Tölvuskóli 2730". COMBICAMP CONWAY TIL SÖLU Sýningarvagnar úr innisai: Combi Camp Family Airtex 349.975 - 325.000 stgr. Combi Camp Handy 282.864 - 248.000 stgr. Conway Islander Ascot, 18,5 m2 329.75C l - 299.000 stgr. Notaðir sýningarvagnar: '93 Combi Camp Family Moderna 335.000 stgr. '93 Conway Islander Cambridge 22 m2 315.000 stgr. '91 Combi Camp Family TITANhf TILBOÐ iTi Lágmúla 7, 108 Reykjavík Þýskur kafbátur upp á yfirborðið: Er í honum gull og leyndarmál? Þýski kafbáturinn U-534, sem bresk sprengjuflugvél sökkti á lokadögum heimsstyrjaldarinnar síðari, kom upp á yfirborð sjávar í gær, í fyrsta sinn í 48 ár, þegar björgunarkrönum tókst að hífa hann upp af hafsbotni undan dönsku eyjunni Anholt í Kat- tegat. „Kafbáturinn er í mjög svo góðu ásigkomulagi, miklu betra en við gerðum okkur vonir um,“ sagði Jon- athan Wardlow, talsmaður björgun- armanna. Stjómturninn er þó all- mikið skemmdur eftir veiðarfæri togbáta á svæðinu. Á næstu dögum kemur í ljós hvort sögusagnir um innihald kafbátsins verða hraktar eða staðfestar. Ýmsir telja að í honum kunni að vera fólgn- ir fjársjóðir eða hemaðarleyndarmál nasista. Eða geymir hann bara 50 þúsund sígarettur, 16 tonn af vistum og 15 tundurskeyti? Orðrómurinn um fjársjóði um borð í kafbátnum komst á kreik sökum þess að hann er af þeirri gerð sem var ætlað að sigla langar vegalengdir og tilheyrði 33. flotadeildinni þýsku sem hafði það helsta hlutverk að flytja verðmætan vaming til Japana, botni. Simamynd Reuter bandamanna Þjóðverja í stríðinu. Wardlow sagðist vona að hægt yrði að koma kafbátnum upp á pramma í dag og opna hann eftir aö öllu vatn- inu hefði verið dælt úr honum. Björgunarmenn gera sér vonir um að flytja kafbátinn til Hirsthals á norðurhluta Jótlands þar sem hægt verður að rannsaka hann til fulln- ustu. Báturinn verður síðan hafður til sýnis í danskri borg sem ekki hef- urennveriðákveðin. Reuter, Ritzau FergieogAndr- f angin hjón Bretæ gripu andann ó lofti um helgina þegar fréttist að Sara Fergu- son og Andrés hertogi heföu farið út að borða saman og haft prinsessumar tvær með. Þau snæddu á fínurn indverskum veitingastað og höguðu sér eins og ástfangin hjón aö sögn sjónar- votta. : ; Ekki er þó vitað til aö jiau ætli að hefja sambúð að nýju og enn stendur óhögguð yfirlýsing frá í vor um að þau ætli sér ckki í cina sæng að nýju. Danskirfangar liggjaíleti Danskirfangar af yngri kynslóð nenna ekki að vinna og kjósa fremur að liggja í leti í klefum sínum en að gera æriegt handtak. Yfirmenn fangelsismála í Dan- möru vita ekki hvernig ber að bregðast við þessum vanda en mikil áhersla er lögð á að fangar hafi eitthvað fyrir stafni. í fyrra neituðu 2293 fangar að vinna og i ár er ástandið enn verra. Ástæðan fyrir letinni er að sögn sú að ungir afbrotamenn hafa fáir kynnst vinnu um dag- ana og býður við tilhugsuninni um að erfiðið. Þeir gömlu eru hins vegar margir hamhleypur til vinnu. Fjármálaráð- herragefinnær- heili aðberða Mogens Lykketoft, fjár- málaráöherra Dana, varð heldur kindar- legur þegar gestgjafar harts í Ummqi í Norðvestur- Kína færðu honum ærheila að eta þar sem hann var heiðursgestur í boði æðstráðenda í bænum. Lykketoft er i Kína ásamt öðrum dönskum stórmönnum að kynna sér íjármái. Ekki er þó annað vitað en ráð- herrann hafi tekið ærlega til mat- ar síns jregar á reyndi. Honum var borin gerjuð kaplamjólk meö heilanum. Stálu Leninog selduíbrotajárn Upplýst er að tíu tonna brons- styttu af Lenin hefur verið stolið úr skenmtu í bæntmi Zestafoni i Georgíu. Lögreglan á staðnum segir augijóst að krani hafi verið notaður við ránið. Fullvíst er taliö aö þjófarnir hafi smyglað Lenin til Tyrklands. Þar er góöur markaður fyrir brotamálma en framboö mikið af bronsi í fyrrum Sovétlýðveldum eftir að sú tíska hófst að fella styttur af gömlum leiðtogum. Ferðamaður gripinnfyrirsex Ðanska lögreglan hefur hand- tekið egypskan ferðamann og sakar hann um sex nauöganir i Kaupmannahöfn síðustu daga. Maðurinn leitaði sararæðis við konur á götum úti. Ein kæran á hendur manninum er fyrir nauðgun á bílastæöi dómsmála- ráðuneytisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.