Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993
Fréttir
Ný gjaldskrá Fjarskiptaeftirlits skyldar björgunarsveitir til að greiða milljónir:
Sum gjaldanna hækka um
f imm hundruð prósent
- viðbrögð okkar eru mjög hörð, segir Bjöm Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar
iÍWMIIiMieij MiÍaiiBHiill
— hækkun frá gjaldskrá Pósts og síma*
443%
523%
408%
Fjarskiptatæki
stærri skip
Fjarskiptatæki í
minni skip
Talstöövar
í landl
*Heimilt veröur aö veita aöilum meö neyöar- og hjálpartiöni á fjarskiptatækjum
sínum 50% afslátt af gjaldskrárveröi. .....,
........................s........... -4351=
Nýverið sendi Fjarskiptaeftirlitið
út reikninga í fyrsta sinn samkvæmt
gjaldskrá sem tók gOdi 1. apríl síö-
astliðinn. Þar hækka gjöld til leyfis-
hafa Qarskiptatækja um rúmlega 500
prósent í sumum tilvikum. í gjald-
skránni er einnig að finna lið sem
kveður á um að aðilar í útvarps- og
sjónvarpsrekstri greiði tryggingu
fyrir truflanalausum útsendingum.
Lífgjafar og fleiri rukkaðir
Þeir sem hafa gagnrýnt hækkunina
hvað haröast eru talsmenn björgun-
arsveita og smábátaeigendur.
„Viðbrögð okkar eru mjög hörð.
Hjá björgunarsveitunum í landinu
er um milljónir að ræða. Þetta geng-
ur náttúrlega ekki. Þarna er ákveðið
að búa til einhveija stofnun sem á
að fá tekjur frá aðilum sem nota fjar-
skiptatæki. Við borgum yfirdrifið
nóg til Pósts og síma með því að nota
bílsíma og síma. Það er náttúrlega
ekki hægt að skatt- og skuldleggja
menn sem eru í sjálfboðastarfi við
að bjarga mannslífum og halda uppi
öryggi í þessu landi. Þetta verða
ráðamenn að skilja," segir Björn
Hermannsson hjá Landsbjörg, lands-
sambandi björgunarsveita.
Björn segist hafa greitt í fyrra rúm-
lega fjögur þúsund krónur í leyfis-
gjald fyrir talstöðvar í björgunar-
stöðvum. Núna sé hann hins vegar
búinn að fá reikning upp á hundrað
þúsund krónur einungis fyrir stjórn-
stöðina og þá sé eftir að greiða fyrir
íjarskiptatæki einstakra björgunar-
sveita.
„Þetta greiðum við aldrei. Það á að
minnsta kosti mikið vatn eftir að
renna til sjávar áður en það verður
gert. Ég held að menn viti ekki hvað
er að gerast. Þetta eru sennilega ein
af þessum lögum sem eru sett fín á
pappirana og svo þegar menn fara í
framkvæmdina þá kemur í ljós að
þau eru ekki jafn sniðug og þau áttu
að vera,“ segir Björn.
Þór Magnússon hjá Slysavarnafé-
laginu segir að björgunarsveitimar
í landinu hafi verið að byggja upp
endurvarpskerfi fyrir fjarskipti sín
undanfarin ár og kostnaður við það
hlaupi á milljónum. „Við þurfum að
borga starfrækslugjald fyrir hveija
stöð en á sama tíma eru opinberir
aðilar að óska eftir að komast inn á
þetta kerfi,“ segir Þór. Hann segir
ennfremur að á sama tíma og björg-
unarsamtökin hafi verið að bæta sitt
kerfi sé ekkert neyðarkerfi til fyrir
farstöðvar á landi.
„Síminn stoppar ekki hjá okkur
útaf þessari breytingu. Við viljum að
þetta sé fært í sama horf og að menn
séu ekki skikkaðir til að vera undir
einmitt þessari stofnun heldur geti
valið um það hverjir sjá um þennan
þátt eftirhtsins," segir Arthúr Boga-
son, formaöur Landssambands smá-
bátaeigenda. Sambandið hefur þegar
krafist fundar í Sighngamálaráði og
fundar með samgöngumálaráðherra
um máhð.
Þeir borga sem njóta
Guðmundur Ólafsson, yfirmaður
Fjarskiptaeftirhts ríkisins, segir-að
áður hafi eftirhtið heyrt undir Póst
og síma. Með lögum sem tóku ghdi í
apríl hafi stofnunin hinsvegar hlotið
sjálfstæði.
Meðan eftirhtið heyrði undir Póst
og síma hafi tekjur þess verið um 15
mhljónir en gjöldin á bilinu 40 th 50
mhljónir. Mismuninn hafi almennir
símnotendur greitt. í dag þurfi eftir-
litið hins vegar fjármagn til reksturs-
ins og sem fyrr komi það meðal ann-
ars frá Pósti og síma en nú í formi
gjalds fyrir veitta þjónustu.
„Það er tvennt sem ég vh að haft sé
í huga þegar talað er um gjald-
skrána. Annars vegar að það lá fyrir
að sú starfsemi sem fer fram hér var
niðurgreidd af símnotendum þegar
stofnunin var innan veggja Pósts og
síma. Hins vegar var það útgangs-
punktur við útgáfu gjaldskrár að
þessi stofnun fengi engin framlög úr
ríkissjóði," segir Guðmundur Ólafs-
son. Með gjaldskránni, segir Guð-
mundur að sé gengið út frá því að
þeir greiði fyrir þjónustuna sem
hennar njóta en ekki almennir sím-
notendur eins og áður.
-PP
Gjaldþrot Miklagarðs hf.:
Kaupmenn óska eftir lögfræðilegu áliti
Innan nokkurra daga á Félag ís-
lenskra stórkaupmanna von á lög-
fræðilegu áliti á ábyrgð stjórnar-
manna vegna gjaldþrota fyrirtækja.
Félagið óskaði eftir þessu áhti fyrr í
sumar vegna gjaldþrots Miklagarðs
en kaupmenn og heildsalar telja sig
hafa orðið fyrir mhljóna tjóni.
„Við ætlum að láta reyna á það sem
stendur í gjaldþrotalögunum að
stjórnarmenn séu persónulega
ábyrgir þegar þeim má vera ljóst að
eignir hrökkva ekki fyrir skuldum.
Menn hafa skotið sér undan ábyrgð
með þvi að segja að verið sé aö leita
lausna á vandamálinu og ýtt því
þannig frá sér. Hvað Miklagarð varð-
ar mátti öhum vera það ljóst í mörg
ár að dæmiö gengi aldrei upp. En
áfram gekk það,“ sagði Birgir Rafn
Jónsson, formaður Félags íslenskra
stórkaupmanna, í samtah við DV.
Birgir sagði að margir félagsmenn
sínir ættu um sárt að binda vegna
gjaldþrots Miklagarðs og margra
annarra fyrirtækja. „Allt siðferði í
kringum gjaldþrotamál hefur verið í
algjöru lágmarki. Menn eru varla
fyrr búnir að loka fyrirtækjum að
þeir eru byijaðir aftur. Lausnin ligg-
ur í því að menn séu gerðir ábyrgir
frá upphafi. Við erum ekki að sækja
að einhveijum persónum varðandi
Miklagarðsdæmið því málið horfir
alveg eins til kaupmannastéttarinn-
ar. Ekki má gleyma hlut bankanna
þegar þeir halda lífi í „vonlausum"
fyrirtækjum og vita jafnvel betur um
stööuna en stjórnarmenn," sagði
BirgirRafn. -bjb
Ertu búinn að borga?
„Já, en hann slasaöist í vinn-
unni.“
Gvendur gamh á eyrinni slasaði sig
hla í vinnunni. Strákamir ruku
með
með’ann niður á Slysó og blóðiö lak
úr Gvendi og hann var nær meðvit-
undarlaus af kvölum. Margt fólk
beið á biðstofunni misjafnlega á sig
komið en enginn með blóðslóð og
enginn svo þjáður sem veshngs
Gvendur.
Strákamir báru Gvend að af-
greiðsluborðinu og hrópuðu eftir
læknisaðstoð. „Fljótt, fljótt, það má
engan tíma missa.“ En afgreiðslu-
stúlka í hvítum slopp og ábyrg fyr-
ir röö og reglu í hehbrigöiskerfinu
benti mönnununm á að fá sér sæti.
„Hér er afgreitt eftir röð og eftir
kortum," sagði stúlkan og tók starf
sitt alvarlega.
„Já, en maðurinn er stórslasaður
og þarfað fá bráðaþjónustu," sögðu
strákarnir og horfðu ógnandi á
aðra biösjúklinga sem sátu hljóðir
og hörkuðu af sér. Þetta vom
snarpir strákar, uppmælingahóp-
ur, og voru ekki árennilegir, og að
lokum ákvað afgreiðslustúlkan að
leita sér aðstoðar og kahaði annan
og reyndari fulltrúa hehbrigði-
skerfisins sér th aðstoðar. Þær
bám saman bækur sínar og sögðu:
gott og vel, hvað heitir maðurinn?
„Guðmundur Lárusson," sögðu
strákarnir og studdu viö Gvend
greyið, sem varla vissi hvort hann
var að koma eða fara og gat verið
dauður þess vegna.
„Nafnnúmer?" sögðu þær stöllur.
Ekkert svar.
„Nafnnúmer, hvaða nafnnúmer
hefur maðurinn?"
Einhvern veginn tókst strákun-
um að kreista nafnnúmerið upp úr
Gvendi og héldu að nú væri málið
leyst.
„Hafið þér heilsukortagjald?"
„Hefurðu hehskortagjald,
Gvendur?" spuröu strákamir.
„Nei,“ stundi Gvendur.
„Þá getum við ekki sinnt þessum
sjúkhngi nema hann greiöi tíu þús-
und krónur," sögðu þær stöllur í
afgreiðslunni.
„Já, en maðurinn er lífshættu-
lega slasaður," sögðu strákarnir,
„og menn í vinnugalla í verka-
mannavinnu bera ekki tíu þúsund
krónur á sér,“ sögðu strákarnir í
örvæntingu.
„Þvi miður,“ sögöu þær í af-
greiðslunni. „Hér getur enginn
fengið aðhlynningu nema þeir sem
annaðhvort geta sannað að þeir
hafi borgað hehsukortið eða reiði
fram tíu þúsund krónur staögreitt
fyrirfram til að fá þjónustu hér á
Slysó."
„Já, en maðurinn er mhli lífs og
dauöa."
„Því miður, þetta eru reglumar.
Viö getum ekki gert upp á mhli
fólks sem hingað kemur. Við vitum
ekki um það fyrirfram hvað amar
aö manninum. Hanri getur ekki
bara labbað hér inn og ætlast th
að fá slysaþjónustu fyrir ekki neitt.
Annaðhvort hafa menn heilsukort
eða þeir hafa ekki hehsukort.”
„Menn eiga ekki að slasast í vinn-
unni ef þeir hafa ekki hehsukortiö
með sér. Það er þá á þeirra ábyrgð.
Ef þeir hafa ekki heilsukort af því
að þeir tíma ekki að borga hehsu-
kort, eiga þeir heldur ekki að slasa
sig. Annaðhvort hafa menn efni á
að slasast eða ekki. Þaö eru regl-
urnar.“
„Ghdir það líka um ellhífeyris-
þega?“ spurðu strákarnir og var
nú mjög af Gvendi greyinu dregið
og spurning hvort hann hefði þetta
af.
„Er maðurinn ellilifeyrisþegi?”
spurðu þær í afgreiðslunni. „Það
er annað mál, hvað heitir maður-
inn?“
„Guðmundur, Guðmundur Lár-
usson.“
„Nafnnúmer?" sagði afgreiöslan.
„Þú hefur nafnnúmerið," sögðu
strákarnir.
„Ekki á Guömundi Lárussyni
ehilifeyrisþega. Við verðum að
fletta honum upp aftur. Hann er í
annarri skrá ef hann er lögght
gamalmenni. Það eru reglurnar".
„Gvendur hefur aldrei veikst og
aldrei slasast um ævina og hefur
borgað sína skatta og skyldur og
fjandinn hafi það, hann þarf á
lækni að halda því hann er að drep-
ast hér í höndunum á okkur.“ „Því
miður, nafnnúmerið takk.“
„Gvendur minn, manstu nafn-
númerið?"
Þeir ýttu viö Gvendi en allt kom
fyrir ekki. Hann hafði misst of mik-
ið blóð og gefið upp öndina. Hann
hafði ekki hehsukortið og gat ekki
sagt frá nafnnúmerinu en það kom
ekki að sök. Hann var dauöur áöur.
Dagfari